Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Opið bréf til alþingismanna Til Alþingismanna í aprflmánuði 1989 Tillaga um breytingu á al- mennum hegningarlögum nr. 19 frá 12. febrúar 1940 108. gr. a) Hver sem fer með skammaryrðum, ærumeiðandi aðdróttunum eða móðgunum gegn starfsheiðri opinbers starfs- manns skal sæta refsingum í sam- ræmi við XXV kafla laga þessara, nema hann færi óyggjandi sönnur á mál sitt. Við dómsmeðferð slíkra mála skal kveðja til dóm- endur sem ekki eru opinberir starfsmenn, enda séu þeir að sínu leyti jafn ótengdir sakborningi. b) Hafi sakborningur fært óyggj- andi sannanir fyrir misgjörðum opinbers starfsmanns skal þegar í stað hafin sérstök opinber rann- sókn á starfsháttum viðkomandi embættis. Grein þessi komi í stað núgild- andi greinar nr. 108. Með þessari tillögu legg ég skrif úr Lesbók Morgunblaðsins 15.04. 1989 þarsem bent er á forneskju núgildandi lagagreinar og vafasama stöðu hennar gagnvart 78. gr. stjórnarskrárinn- ar. Um ríkiseftirlit með réttindum böðla „Ritsóðar og ærumorðingjar vaða hér uppi“ er haft eftir Braga Steinarsyni vararíkissaksóknara í tímaritsviðtali nýlega. Og fylgir því reiðileg ljósmynd af yfirvald- inu. Þessi orð hefur ríkissaksóknar- inn til varnar umdeildu lagaá- kvæði sem gerir hann að sérstök- um eftirlitsmanni með munn- söfnuði okkar hvenær sem mis- gerðir opinberra starfsmanna ber á góma. Þá er það skylda hans að krefjast fangelsisvistar og heimta peningagreiðslur af hverjum þeim sem tjáir hug sinn til opin- Porgeir Þorgeirson skrifar bers starfsmanns á svokallaðan ótilhlýðilegan hátt. Hvaðsem það á nú að merkja? „Aðdróttun að opinberum starfsmanni fellur undir 108. grein almennra hegningarlaga. starfsmenn og njóta böðulsrétt- indanna í 108. grein almennra hegningarlaga. Þó stjórnarskrá banni sérréttindi stétta. Hefur núlifandi fólk annars beðið um þessa ofvernd? berra mála. Um þau fjalla saka- dómarar að undangenginni rann- sókn ríkislögreglu og ríkissak- sóknara sem gefur út hina endan- lega kæru. Allir þessir aðilar eru opinberir starfsmenn. Sem nú „Hingaðtil hefur umrœða um þetta markast af þvíað verjendur ósómans eru tíðum hinir löglœrðustu menn ogfara því létt með að kveða niður heiðarlegar skoðanir sem oftlega hafa verið bornarfram meðþungum tilfinn- ingum en léttum rökum. Þvíhefi ég nú brugð- ið á það ráð að snúa mér til löggjafarsamkom- unnar með rökstuddar ábendingar og beinar tillögur. “ Núgildandi hegningarlög voru sett 1940, en þessi vernd opin- berra starfsmanna á rætur að rekja til enn eldri hegningarlaga frá árinu 1869,“ segir yfirvaldið réttilega. Og það eru líka til fræðimenn sem kafað hafa enn dýpra í uppruna 108. greinarinn- ar alræmdu. Sumir þeirra vilja halda að þetta ákvæði hafi í byrj- un verið gjöf konungsins til böðuls síns sem lýðurinn hafði einhverja dularfulla áráttu til að níða og svífyrða. Sá arfur hefur varðveist í frávikinu frá „exceptio veritatis“-reglunni sem enn lifir í þessum orðum 108. greinarinnar: „Aðdróttun (að opinberum starfsmanni), þó sönnuð sé, varð- ar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Öðruvísi var náttúrlega ekki hægt að koma lögum yfir fólk sem hafði tilaðmynda ávarpað háæru- verðugan böðul konungsins svo - feldum orðum: - Þú drepur fólk, helvítið þitt! Böðull er nú enginn lengur í 'Danaveldi en hér útá íslandi sitja enn 30 eða 50 þúsund opinberir Best er að segja hverja sögu einsog hún gengur. Þessi réttindi kóngsböðulsins gerðu engan sem gegndi því embætti að betra manni. Það treystu sér fáir nema málleysingjar og tunguskorið fólk að drekka með böðlum og líf þeirra varð einmanalegt kval- ræði. Þangaðtil afnám dauðarefs- ingar bjargaði stéttinni. Nú er hún sæl og horfin. Og gott væri ef böðulsréttindin hyrfu þá líka. Þeim fylgir ekki góður andi. Fyrgreint orðbragð varasaksóknarans vitnar um það. Nú er á brattan að sækja í launamálum opinberra starfs- manna. Hvernig væri að bjóða þá ríkisvaldinu þau kaup að 108. greinin yrði numin úr lögum og ríkisstarfsmenn fengju einn launaflokk í staðin fyrir vernd- ina? Af því yrðu þeir bæði sælli og betri menn. Allir. Líka Bragi Steinarson vararíkissaksóknari. (tilv. lýkur) Varla þarf að minna á það að mál sem falla undir ákvæði alm. hegningarlaga fá afgreiðslu sam- kvæmt lögum um meðferð opin- 108. greinin er til að vernda sér- stök réttindi opinberra starfs- manna hljóta saksóknari, lög- regla og sakadómari að teljast vanhæfir (sökum hagsmuna) við rekstur slíkra mála, sé miðað við réttarfarskröfur einsog Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins vill tíðka þær. Um þann misbrest á réttaröryggi fólks sem gagnrýna þarf opinbera starfsmenn hér- lendis hefur Strasborgardómin- um þegar borist kvörtun. Það mál er nú sótt og varið fyrir Mannrétt- indanefndinni. Og horfir, að flestra dómi, ekkiréttvel fyrir ríkisstjórn tslands. A þetta er bent vegna þess að nú standa til breytingar á lögum nr. 19/1940 og þá er sá lagabálkur opinn til frekari leiðréttinga. Æskilegast væri það, að sönnu, ef þingið gæti gefið sér tóm til að endurnýja öll meiðyrðaákvæði hegningarlaganna í ljósi nútím- ans. Þau eru forngripir. Hitt væri þó a.m.k. skref í áttina til sómasamlegs réttlætis: að lappa nú uppá 108. greinina þannig að hún samræmist stjórnarskrá og leiði ekki til síendurtekinna brota gegn alþjóðlegum skuldbinding- um ríkisins um mannvernd og mannréttindi. Þorgeir Þorgeirson Til fréttastjóra: Hjálagt sendi ég bréf til alþing- ismanna í framhaldi af þeim um- ræðum sem skapast hafa vegna málaferla ríkissaksóknara gegn blaðamanni við dagblaðið Tím- ann. Rithöfundasamband og Blaðamannafélag hafa gert harð- orðar ályktanir um þetta - sem vonlegt er. En þær draga skamt tilað hefta svona árásir á ritfrels- ið. Sérstakar ástæður hafa oiðið til þess að ég hefi um sinn þurft að eyða nokkrum tíma í hugleiðing- ar um þetta vafasama lagaákvæði og stúderingar á því. Niðurstaða mín birtist í þessu bréfi til þing- manna. Raunar eru það engin ný sannindi að 108. gr. almennra hegningarlaga sé vafasöm. Það hefur lengi verið ljóst öllum skyni bornum mönnum. Hingaðtil hef- ur umræða um þetta markast af því að verjendur ósómans eru tíð- um hinir löglærðustu menn og fara því létt með að kveða niður heiðarlegar skoðanir sem oftlega hafa verið bornar fram með þungum tilfinningum en léttum rökum. Því hef ég nú brugðið á það ráð að snúa mér til löggjafarsam- komunnar með rökstuddar ábendingar og beinar tillögur. Eins þykir mér rétt að senda biöðum, útvörpum og sjónvörp- um tilskrifin til nánari athugunar - og jafnvel birtingar. Umboðsmanni alþingis er líka sent eintak. Þorgeir Þorgeir er rithöfundur í Reykjavík. Hann rekur nú mál fyrir mannrétt- indadómstólnum í Strassborg vegna afskipta ríkisrekinna lögfræðinga af skrifum hans í dagblöð. FRÉTTIR Alþingi Enn reynt að jafna tilut karla og kvenna Stjórnarfrumvarp að nýjum jafnréttislögum hefur verið lagtfram á alþingi Rflrísstjórnin hefur lagt fram á alþingi frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Hinum nýju lögum er ætlað að leysa af hólmi eldri jafnréttislög nr. 65/1985. Nýmæli eru ýms og að auki er hert á nokkrum eldri ákvæða, allt vegna ýmissa brotalama á fram- kvæmd eldri laga. Td. erí2. grein draganna rætt um að konum og körlum skulu með stjórnvaldsað- gerðum tryggðir jafnir mögu- leikar til atvinnu, launa og menntunar. Hér er launa- jafnréttið nýtt ákvæði en ein af höfuðorsökum þess að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra lét gera gangskör að því að endurskoða jafnréttislögin er sá mikli munur á launum karla og kvenna sem viðgengst jöfnum höndum hjá hinu opinbera og í einkafy rirtækj um. Nefnd skipuð 8 manns, fulltrú- um Alþýðuflokks-, Framsóknar- og Sjálfstæðiskvenna auk alþing- ismannanna Guðmundar Ágústs- sonar, Hjörleifs Guttormssonar og Kristínar Einarsdóttur, endur- skoðaði eldri jafnréttislög og stakk uppá 10 nýmælum og breytingum. Hér fer á eftir út- dráttur úr tillögum nefndarinn^r úr greinargerð með frumvarpinu: 1. Breytt hlutverk Jafnréttis- ráðs. Það gegni ekki lengur tví- hliða hlutverki, því að fjalla annar- svegar um kærur vegna brota á jafnréttislögum og hins vegar að vera stefnumótandi í jafnréttismálum. Jafnréttisráð sinni framvegis síðamefnda þættinum og verði framvegis tengdara stjórnmálaflokkunum en nú er. Skipuð verði sérstök kærunefnd jafnréttismála. 2. Úrbætur á réttarfarskafla. Lögfest verði skýrari heimild en nú er til að dæma miskabætur vegna brota á jafnréttislögum. 3. Öfug sönnunarbyrði í kær- umálum sem berast kærunefnd jafnréttismála. Sýni kærunefnd td. fram á við stöðuveitingu að ÞINGMÁL gengið hafi verið framhjá ein- staklingi sem hefur meiri menntun en sá sem ráðinn hefur verið í starfið, verði atvinnurek- andi að sýna fram á með veru- legum líkum að þar hafi kynferði ekki ráðið. 4. Skýrari ákvæði en í gildandi lögum um skipan jafnréttismála í stjórnkerfinu, þau heyri undir félagsmálaráðuneyti og tengsl ráðuneytisins við Jafnréttisráð og jafnréttisnefndir sveitarfélaga. 5. Framkvæmdaáætlanir. Markaður verði skýrari farvegur fyrir áætlanagerðir í jafnréttis- málum, ma. með því að alþingi móti um þau stefnu til fjögurra ára í senn með samþykkt þingsá- ætlunar. 6. Stöðuveitingar. Lagt er til að við ráðningu í starf skuli það kyn- ið sem er í minnihluta í starfs- grein ganga fyrir uppfylli um- sækjandi tilskildar kröfur til starfsins. Þetta á að gilda bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. 7. Lagt er til að lögfest verði ákveðin leið til að jafna hlut kynja í nefndum, stjórnum og ráðum. 8. Lagt er til að ráðnir séu jafnréttisráðgjafar og er þannig tekið undir hugmyndir sem fram hafa komið á alþingi um störf jafnréttisráðgjafa. 9. Menntun. ll.gr. frumvarps- draganna hljóðar svo: f skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skal kynjum ekki mismunað. Skylt skal að gæta þess, hvað varðar nám og kennslu, starfshætti og daglega umgengni við nemendur. Á öllum skólastigum skal veita fræðslu um jafnréttismál og gæta þess að kennslutæki og kennslu- bækur, sem þar eru notuð, séu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- og kvennastörf. Menntamálaráðu- neytið ber ábyrgð á framkvæmd þessa ákvæðis í samráði við Jafnréttisráð. í þeim tilgangi skal ráðuneytið fylgjast með þróun þessara mála ma. með reglu- bundnum rannsóknum. 10. Jafnréttisnefndir sveitarfé- laga. Lagt ertil að sveitarfélögum með 500 íbúa eða fleiri verði gert skylt að skipa jafnréttisnefndir. ks Þriöjudagur 25. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Afmœli Kristján Jónsson sextugur Kristján Jónsson stýrimaður, Erluhrauni 11 Hafnarfirði er sex- tugur í dag 25. apríl. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsinu Skútunni í Hafnarfirði frá kl. 17- 19 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.