Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 1
Félagslegar íbúðir
Ekkert gerst í heilt ár!
Húsnœðisbandalag átta samtaka mótmœlirfullkomnu aðgerðarleysi viðfélagslegar íbúðabyggingar og
krefstþessaðhendur standiframmúrermum. ViljalOOOíbúðirárleganœstuár.
Arnþór Helgason: Viðkvœðið er „komdu í gœr"
Atta almannasamtök héldu í
mars í fyrra blaðamannafund
til að mótmæla niðurskurði og
seinagangi í húsnæðismálum og
vanrækslu félagslega hlutans. I
gær, eftir rúmt ár, héldu samtök-
in átta annan blaðamannafund,
og er dóinur þeirra um árið sá að
engin breyting hafi orðið, nema
þá til verri áttar.
Húsnæðishópurinn krefst þess
að lánveitingar -til félagslegra
íbúða í ár verði ekki minni en
áætlað var að yrðu í fyrra, en sú
áætlun skrapp saman um 20%
þegar til stykkisins kom, og
beinir því til stjórna lífeyrissjóð-
anna að láta þriðjung af sínu
framlagi renna til félagslegra
bygginga í samræmi við lagaheit
frá 1974 um að þriðjungur ný-
bygginga verði innan félagslega
geirans. Rauntalan síðan er
13,5%, eða um 230 íbúðir á ári.
Hópurinn vill að nú verði gerð
áætlun til að minnsta kosti
þriggja ára og byggðar 900-1000
íbúðir á ári til að vinna upp þessa
vanrækslu í hálfan annan áratug
og verði sköpuð um þá áætlun
víðtæk samstaða opinberra aðila
og almannasamtaka.
Þá leggja samtökin áherslu á
að nú verði að hraða endur-
skoðun á félagslega kerfinu, sam-
ræma lög um það og gera það
Frá blaðamannafundi húsnæðishópsins í gær. Á myndinni sjást meðal annarra Jóhann Pétur Sveinsson
formann Sjálfsbjargar, Andrés Ragnarsson framkvæmdastjóra Þroskahjálpar, Kristbjörn Árnason formann
Félags starfsfólks ( húsgagnaiðnaði, Jónas Fr. Jónsson frá Stúdentaráði, Bjarna Ingólfsson frá BÍSN,
Sigurjón Þorbergsson Leigjendasamtökunum, Hans Jörgensson frá Samtökum aldraðra, Arnþór Helga-
son og Ólöfu Ríkharðsdóttur frá Öryrkjabandalaginu, Sigurð T. Sigurðsson formann Hlífar og Guðmund
Árna Stefánsson bæjarstjóra Hafnfirðinga. (Mynd: Jim)
skilvirkara, og telja samtökin að
tillögur um þetta geti legið fyrir í
haust.
Á blaðamannafundinum í
húsnæði Sjálfsbjargar að Hátúni í
gær voru auk gestgjafa fulltrúar
frá Öryrkjabandalaginu, Þroska-
hjálp, Samtökum aldraðra, Stú-
dentaráði, Bandalagi sérskóla-
nema, Leigjendasamtökunum og
Búseta, en þessi samtök mynda
húsnæðishópinn, sem oft eru
kennd við einkunnarorðin „Þak
yfir höfuðið". Að auki voru á
fundinum fulltrúar og samstarfs-
menn úr verkaiýðshreyfingu og
sveitarstjórnum, þar á meðal
Kristbjörn Arnason frá Félagi
starfsfólks í húsgagnaiðnaði, Sig-
urður T. Sigurðsson frá Hlíf og.
Tryggvi Jakobsson frá BHMR,
og Guðmundur Arni Stefánsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði.
„Komdu í gær" sagði Arnþór
Helgason fulltrúi öryrkja á fund-
inum vera viðkvæðið þegar rætt
væri við valdamenn um félags-
legar íbúðir, - og vitnaði í sögu
frá Eyjum um úrsmið sem hafð
týnt úrinu sem hann ætlaði að
gera við.
Kristbjörn rakti dæmi af fé-
lagslegum íbúðum í Reykjavík:
1986 voru umsóknir um verka-
mannabústaði 692 og voru veittar
250 íbúðir, þaraf 100 nýjar. Síðan
hefur umsóknum fjölgað á hverju
ári, og eru á þessu ári 1130. Vænt-
anlegar úthlutanir eru 215, þaraf
100 nýjar íbúðir.
- Félagslega kerfið er núna af-
gangsstærð í húsnæðismálum,
sagði einn fulltrúanna á blaða-
mannafundinum. -Það er byrjað
á öfugum enda, sagði annar,
hugsað helst um þá sem eiga eða
eru að eignast, í staðinn fyrir að
huga fyrst að þeim sem eiga ekki
og geta sumir aldrei átt.
-m
Sjá leiðara •
Kjarasamningar
VSÍ fordæmir
ríkisstjómina
Sambandsstjórn VSI fordæmir
þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að
hækka laun opinberra starfs-
manna um 10% en grípa ekki um
leið til nauðsynlegra aðgerða til
bjargar „atvinnulíflnu" svo það
geti boðið sínum viðsemjendum
sömu kjarabætur. Segir VSÍ að
það geti með engum hætti skrifað
upp á „BSRB-samninga" fyrir
sína viðsemjendur og lýsir allri
ábyrgð á hendur ríkisstjórninni
vegna yfirvofandi kjaradeilna.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra segir BHMR hafa
hafnað því boði sínu að taka upp
óformlegar viðræður við ríkið.
Baráttufundur BHMR skoraði
hins vegar á fjármálaráðherra að
ganga til viðræðna. Enn situr því
allt fast á þeim vígstöðvum.
Óformlegar viðræður KÍ og
samninganefndar ríkisins halda
hins vegar áfram í dag og er þar
verið að ræða um ýmis sérmál
kennara. KÍ samþykkti í gær að
veita HÍK 2 miljónir króna úr
kjaradeilusjóði og verða þeir
peningar afhentir nk. föstudag.
phh
BHMR
Við gefumst ekki upp
FjölmennurfundurBHMR-félaga bar vott um sterka samstöðu íáfram-
haldandi baráttu
Háskólamenntaðir starfsmenn
ríkisins héldu baráttufund í
Bíóborginni í gær. Fundurinn
sýndi sterka samstöðu þeirra á að
slaka í engu á kröfum sínum.
Langvarandi verkfall virðist þvf
síður en svo draga úr fólki innan
BHMR.
Fundarstjóri í þétt setnu bíóinu
var Gunnlaugur Ástgeirsson
kennari. Ávörp fluttu Lilja Stef-
ánsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
Magnús Guðjónsson, dýra-
læknir, Margrét Heinreksdóttir,
lögfræðingur og Wincie Jóhanns-
dóttir, formaður HÍK og varafor-
maður BHMR. Þá ávarpaði
sænski kennarinn Ove Engman
samkomuna en hann er formaður
Lárna riksforbund í Svfþjóð.
Það kom fram í máli þeirra
allra að félagar í BHMR mættu
alls ekki gefast upp nú þegar á
móti blæs. Áður en fundinum
lauk las Gunnlaugur Ástgeirsson
upp bréf til Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, fjármálaráðherra, þar sem
Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, ræðir við Ove Engman, kollega
sinn í Svíþjóð, við upphaf fundarins í gær. Mynd - þóm.
vinnubrögð hans í samningamál-
um eru gagnrýnd harðlega. Bréf-
inu var fagnað með dynjandi
lófataki.
Fundinum bárust margar bar-
áttukveðjur og var skorað á
BHMR-félaga að standa þétt
saman. Á milli ávarpa voru flutt
skemmtiatriði og baráttusöngv-
ar. -þóm
Mannréttindi
Jónsmálið
fyrir
dómstóia
MannréttindanefndEvr-
ópu óskareftirþvíað
kœra Jóns Kristinssonar á
hendur stjórnvöldum
verðitekintil
dómsmeðferðar íEvrópu-
dómstólnum
Mannréttindarnefnd Evrópu í
Strassbourg hefur ákveðið að
leggja fyrir Mannréttindadóm-
stól Evrópu kæru Jóns Kristins-
sonar gegn íslenskum stjórnvöld-
um. Nefndin lagði fram skýrslu
sína fyrir fáum dögum þar sem
hún lét í Ijós það einróma álit sitt
að íslensk stjórnvöld hafí brotið
gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttinda-
sáttmálans.
Kæra Jóns Kristinssonar frá
Akureyri á hendur íslenskum
stjórnvöldum var lögð fram fyrir
réttum þremur árum, en tilefni
hennar var það að Jón undi því
ekki að sami maður kæmi fram
bæði sem lögreglustjóri og dóm-
ari í ákærumáli gegn sér. Hér væri
tvímæialaust um brot að ræða á
stjórnarskrá lýðveldisins sem
kveður á um aðskilnað dóms-
valds og framkvæmdavalds.
Mannréttindanefnd Evrópu
tekur einróma undir álit Jóns og
lögmanns hans, Eiríks Tómas-
sonar sem flutti mál hans fyrir
dómstólnum. Segir nefndin í
bréfi sínu til Mannréttindadóm-
stólsins að með því að leggja mál
þetta fyrir dómstólinn vilji hún fá
úrlausn hans um það, hvort kær-
andi hafi orðið fyrir broti gegn
þeim réttindum sem umrædd
grein sáttmálans veitir, eða ekki.
Hefur nefndin jafnframt skipað
Gauk Jörundsson umboðsmann
Alþingis sem fulltrúa sinn til þátt-
töku í athugun málsins fyrir
Mannréttindadómstólnum.
Búist er við að niðurstöðu
dómsins sé ekki að vænta fyrr en
eftir eitt til tvö ár. Fyrir Alþingi
liggur nú til afgreiðslu í nefnd
frumvarp dómsmálaráðherra um
skýra afmörkun dóms- og lög-
gjafarvalds, en það frumvarp er
tilkomið í beinu framhaldi af
málaferlum Jóns Kristinssonar
gegn stjórnvöldum fyrir Mann-
réttindadómstólnum.
-«g.