Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Díalektísk hamskipti „Ég sá hvernig frétt breyttist í sannleika. Og Prímos hafði hlotið nýjan titil: „hinn voldugi konungur vor". Seinna, því von- lausara sem stríðið varð, þurftu menn að titla hann „hinn allravoldugasti konungur vor". Endurnýjunin hefur sinn tilgang, sagði Panþóos. Segi maður eitthvað nógu oft trúir maður því að lokum." (Kassandra eftir Christa Wolf) Hver er reynslan af þátttöku Alþýðubandaíagsins í núverandi ríkisstjórn? Erfitt finnst mér að taka undir þá sjálfsánægju sem víða kemur fram, fremur vakna spurningar hvort flokkurinn sé endanlega dauður sem sjálfstæð eining. Hvort stefna flokksins og samþykktir hafi týnst í skjölum fj ármálaráðuneytisins. Frá því gengið var til stjórnar- samstarfs hefur stefna ríkis- stjórnarinnar verið stefna flokks- ins. Viðkvæðið er: Við erum ekki ein í ríkisstjórn, við þurfum að fara milliveg. En hvernig á að fá þrýsting til að ganga lengra en hinir mest hægfara ef stefnunni er stungið undir stól? Hvar á að fá styrk til að sækja fram þegar hinir baráttufúsu eru úthrópaðir skemmdarverkamenn. Ansi er ég hrædd um að ekki einungis Al- þýðubandalagið heldur og verka- lýðshreyfingin í heild eigi eftir að gjalda fyrir það hvernig haldið hefur verið á málum. í Þjóðviljanum þann 22. apríl er lýst miklum fögnuði vegna BSRB-samningsins sem sam- þykktur var af yfirgnæfandi meirihluta félaga BSRB. Leið- arahöfundur Þjóðviljans telur samninginn hafa mótast af launa- stefnu Alþýðubandalagsins, undir það tekur fjármálaráðherra í sama blaði. Það er ekki úr vegi að rifja upp nýlegar samþykktir flokksins varðandi kjaramál. Síðastliðið vor lögðu þing- menn flokksins fram þingsálykt- unartillögu þar sem lagt var til að lágmarksdagvinnulaun yrðu 45- 55 þúsund kr. á mánuði. Ekki hefur framfærslukostnaður lækk- að á árinu sem liðið er. í lok fe- brúar sl. sendi verkalýðsmálaráð flokksins frá sér samþykkt þar sem hvatt er til baráttu fyrir endurheimt kaupmáttar eins og hann var í júní 1988, fyrir 50 þús- und kr. lágmarkslaunum, fullum verðbótum á laun og tryggri at- vinnu. Ekki er hægt að segja að þessar samþykktir hafi mótað af- stöðu fjármálaráðuneytisins í samningaviðræðum við opinbera starfsmenn. Tvennt er jákvætt við samn- inga BSRB. Þeir færa hinum lægst launuðu mest og taka mið af lífaldri en ekki starfsaldri við röðun í launaþrep. Þetta kemur einkum konum til góða sem fara út á vinnumarkað eftir margra ára starf við barnauppeldi og heimilishald. Það er ekki samn- inganefnd ríkisins að þakka að þetta náðist fram, heldur náðist þetta þrátt fyrir andstöðu henn- ar. Vert er að minna á að strax í febrúar komu yfirlýsingar frá fjármálaráðuneytinu þess efnis að ekki yrði samið um meiri kaupmátt en fyrsta ársfjórðungs 1989. Samningur BSRB nær því ekki, fyrst og fremst vegna allra þeirra hækkana sem dunið hafa yfir að undanförnu. Samningur- inn nær ekki að vinna upp þá kaupmáttarrýrnun og kjarask- erðingar sem við höfum búið við frá síðasta vori. Og það sem verst er, í samningnum er engin kaup- máttartrygging. Kröfur þess efnis voru settar fram en náðust ekki vegna andstöðu fjármálaráðu- neytisins. Ríkisstjórnin hafði alla mögu- leika á að ganga til samninga verkalýðshreyfingunni í hag, Birna Þórðardóttir skrifar henni var í lófa lagið að ganga að grundvallarkröfu verkalýðs- hreyfingarinnar um fulla verð- tryggingu. Hún kaus að gera það ekki. Reynslan af stjórninni Við ríkisstjórnarþátttöku Al- þýðubandalagsins gullu margvís- legar heitstrengingar. Tryggja sér hag í því að ala enn frekar á þessari sundrungu. En nú heyrist dylgjað um andstæða hagsmuni opinberra starfsmanna og félaga ASÍ. Háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn eru gerðir tortryggi- legir og jafnvel örlar á mennta- mannahatrinu sem nýtist vel þeg- ar finna þarf óvin. Það eru fleiri en ofsatrúarmenn komeinisinna sem þarfnast óvina til að breiða yfir eigin vanhæfni. Breiddur er sem unnin eru á vegum ríkisins. Það varðar ekki einungis fræðslu- og uppeldisstörf, heldur marg- þáttuð rannsókna- og vísinda- störf, ekki síst fyrir undirstöðuat- vinnuvegi landsmanna. Ákvörðun fjármálaráðherra að skerða launagreiðslur til þeirra sem boðað höfðu verkfall kom eins og köld gusa yfir marga félaga Alþýðubandalagsins. Þeg- ar fjármálaráðherrann Albert „Ríkisstjórnin hafði alla möguleika á að ganga tilsamninga verkalýðshreyfingunni í hag, henni var ílófa lagið að ganga að grundvallarkröfuverkalýðshreyfingarinnar umfulla verðtryggingu. Hún kaus að geraþað ekki" átti atvinnu, bæta hag launafólks og auka félagslega þjónustu. í atvinnuuppbyggingu hefur lítið breyst og eru ýmsir stuðn- ingsmenn stjórnarsamstarfsins langþreyttir á biðinni, sérlega á landsbyggðinni þar sem fegurst fyrirheitin voru gefin. Undanfarna mánuði hefur hagur launafólks versnað. Frá ág- ústlokum til aprílbyrjunar rýrn- aði kaupmáttur kauptaxta um 7- 8%. Frá áramótum hefur gengið sigið um 10% og veldur það um 4% hækkun á framfærsluvísitölu. Þann 1. mars hækkuðu landbún- aðarvörur um 10% að jafnaði. Um síðustu mánaðamót hækk- uðu dagvistargjöld um 23%, það þýðir 1100 kr. hækkun hjá for- gangshópum en rúmlega 3000 kr. hækkun hjá öðrum. Búast má við að álögð gjöld sveitarfélaga muni hækka um 20% eða jafnvel meira á þessu ári. Engin leið virðist að stemma stigu við þessum hækk- unum, einu hækkanir sem unnt er að koma böndum yfir eru launa- hækkanir. Ekki hefur félagslega öryggið aukist. Nýjast í þeim efnum er boðaður niðurskurður í grunn- skólum. Á sjúkrastofnunum er fyrirskipaður 4% niðurskurður. f samræmi við það hefur dag- gjaldanefnd sjúkrastofnana fyrir- skipað 4% niðurskurð á launa- kostnaði. í sparnaðarskyni eru sjúkradeildir sameinaðar og öðr- um lokað, það mun aukast í sumar. Svo langt hefur gengið að reynt hefur verið að ráða fólk utan úr bæ á aukavaktir og greiða dagvinnutaxta fyrir, til þess að þurfa ekki að greiða fólki í hluta- starfi aukavaktir á yfirvinnu- taxta. Farið er að senda geðsjúkt fólk heim um helgar. Borgar- spítalinn hefur tilkynnt lokun skurðstofu á fæðingargangi, en þar voru framkvæmdar um 900 aðgerðir á síðasta ári. Samt segja menn kokhraustir að niður- skurður bitni ekki á þjónustu, þótt starfsfólki sé fækkað. Þau sem eftir eru eiga kannski að hlaupa helmingi hraðar og vinna á tvöföldum hraða. Verkfall BHMR í yfirstandandi kjaradeilum hefur ríkisvaldið óspart beitt þeirri aldagömglu aðferð að deila og drottna. Löngum hefur verið ríkjandi tortryggni á milli ólíkra hópa innan verkalýðshreyfingar- innar, ekki síst á milli opinberra starfsmanna og félaga ASÍ, en einnig á milli þeirra sem eiga langskólagöngu að baki og hinna sem ekki eiga það. Hingað til hef- ur Alþýðubandalagið ekki talið út órhóður um kröfur BHMR og þeim lýst sem stjarnfræðilegum tölum. Þó að BHMR hafi óskað við- ræðna við ríkisvaldið þegar í nóv- ember skipaði fjármálaráðuneyt- ið ekki samninganefnd fyrr en um miðjan febrúar. Allt Ícapp var lagt á að ná samningum við BSRB, en BHMR hundsað. Nú er reynt að leika sama leikinn við kennara, lögð áhersla á viðræður við kennara í KÍ en félagar HÍK sem standa í verkf alli skildir eftir. Lítið er rætt um afleiðingar þess verði ekki hægt að tryggja sérmenntað starfsfólk í þau störf Guðmundsson gerði slíkt hið sama í verkfalli opinberra starfs- manna 1984 nefndi Svavar Gests- son það „löglausa launasvipt- ingu". Athæfi Ólafs Ragnars var jafn löglaust og hefur mörgum sviðið sárt að forystumenn Al- þýðubandalagsins innan ríkis- stjórnarskuli tileinka sér það versta úr stjórnarháttum íhaldsins. Samkvæmt samningum skulu op- inberir starfsmenn, fastráðnir, fá greidd laun fyrirfram. í áróðrin- um gegn BHMR hefur því verið haldið fram að félagar þess vilji fá greidd laun í verkfalli! Auðvitað hefðu verkfallsdagar verið dregn- ir frá laununum um næstu mán- aðamót. Ákvörðun fjármála- ráðuneytisins hefur því ekkert með sparnað eða ráðdeild að gera, heldur var henni ætlað að kúga fram samþykki við tilboð ríkisins, kúga fólk til hlýðni. „Þetta svertir verkfallsréttinn," sagði fjármálaráðherra. í verk- fallinu 1955 fengu verkfallsverðir í Reykjavík úttekt í KRON sem var greidd eftir verkfall, var það ekki svívirða við verkfallsrétt- inn? Þegar fjármálaráðuneytið sendi út launaseðla fyrir aprfl stóð á þeim: Laun 1.-5. apríl. Frádregin laun 6.-30.vegnaverk- falls. Ráðuneytið hafði kannski þá þegar ákveðið að halda BHMR í verkfalli út mánuðinn. Enginn blettur virðist hafa fall- ið á samvisku ráðherra við það að greiða þingmanninum Alberti Guðmyndssyni óskert mánaðar- laun fyrir hálfan vinnudag. Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins þann 5. aprfl lögðu nokkrir félagar fram tvær tillögur þar sem ítrekaðar voru fyrri sam- þykktir flokksins í kjaramálum og lýst andstöðu við ákvarðanir fjármálaráðherra varðandi skerðingu launa til félaga BHMR. Andstæðingar tillagn- anna sögðu þær kröfu um stjórn- arslit. Viðþvíereinfaltsvar. Geti Aiþýðubandalagið ekki verið í ríkisstjóin án þess að taka þátt í því að keyra verkalýðshreyfing- una niður þá á það ekkert erindi þangað. 23. aprfl 1989 Birna Þórðardóttir Birna Þórðardóttir er ritari og blaða- maður, og á sæti í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Pistill til Jons Heiðrún Jónsdóttir skrifar Miðvikudagur 26. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Herra eðlisfræðingur Jón Hálf- dánarson Vegna greinar þinnar í Þjóð- viljanum, þann sjötta aprfl, get ég ekki á mér setið að skrifa þér til. Tilefni þess að þú tekur þér penna í hönd skilst mér að séu skrif Skjaldar Eiríkssonar, þar sem hann talar um eyðingu gróð- urs af völdum náttúruhamfara. Af skrifum þínum mætti svo ætla að þú tefjir sauðkindina til náttúruhamfara, a.m.k. er grein þín eingöngu aðför að þessari skepnu sem þú gefur í skyn að sé hinn versti vargur sem, ... „veltir sér í rofabörðum og leggst á ný- græðing á örfoka landi", svo ég noti þitt eigið orðalag. Nú vil ég vinsamlegast benda þér á að það eru til fleiri grasbítar en sauðkindin og ennfremur það að téð skepna veltir sér aldrei, það gera hross aftur á móti. Þetta með að sauðkindin „... leggist á nýgræðing á örfoka landi", getur ekki rétt verið, því að í minni orðabók er örfoka land gjörsamlega gróðursnautt og þar því hvorki nýgræðingur né nokk- ur annar gróður, svo þar er ansi lítið á að leggjast. Hitt er þar á móti alveg rétt hjá þér að sauðkindin velur úr þann gróður sem henni best líkar, enda væri hún þá fyrst orðin skaðvald- ur ef hún æti allt sem fyrir er. Þessari meðfæddu gáfu sauðskepnunnar að kunna að velja sér kjarnbestu grösin, eigum við svo að þakka okkar ljúffenga lambakjöt. Nú las ég þessa grein Skjaldar Eiríkssonar sem þú vitnar svo rækilega í með að samkvæmt út- reikningum á heyfeng séu bithag- ar á vel grónu landi á láglendi nógu víðáttumiklir til að fóðra sauðfjáreign íslendinga. Mér vitanlega tiltekur Skjöld- ur hvergi í þessari grein að út- reikningarnir eigi aðeins við um bithagana á láglendi, samkvæmt „Sauðkindin á annað skilið afokkur Islendingum en að henni sé gefin stór sök á gróðureyðingu sem svo margt annað veldur, ogfyrirmér ogmörgum öðrum myndi Island ekki veraþað Island sem við viljum vera láta ef hvergi á að sjást til heiðafallegtfé með styggð ífasi ogfrelsi í augum." mínum skilningi er maðurinn að tala um bithaga á landinu al- mennt svo til fjalla sem á lág- lendi. Það mun því vera þín túlkun á þessum útreikningum Skjaldar að láglendisbithagi beri alla sauðfjáreign landsmanna og mér er nú spurn, gerirðu nokkuð ráð fyrir að í þessum högum þarf líka að vera pláss fyrir hross og jafnvel nautpening? Á flestum stöðum á landinu er óheimilt að reka stóð á afrétti svo það verður að vera í heimahögum allt árið og hross þurfa mikið landrými ef vel á að vera. Fullyrðing þín um að stórfé sé eytt í girðingar meðfram vegum og í sauðfjárveikivarnargirðingar er ekki allskostar rétt held ég og hygg reyndar að þar sé frekar fjár vant en hitt og að nýta þá fjár- muni í að hólfa niður beitilönd eins og þú leggur til er að mínu mati hin mesta firra, enda dygðu þeir peningar hvergi nærri til svo viðamikils verks í upphafi né heldur til viðhalds seinna meir því gera má ráð fyrir, í okkar snjóþunga landi, að margur girð- ingarspottinn fari illa á vetri hverjum eins og reyndin er nú þegar. Svo er mér nú spurn, hvort þetta grasigróna láglendi sé ein- mitt til staðar þar sem við á? Lítið gagn hefði ég af þvi að fá beitarhólf fyrir mitt fé norður á Hornströndum, eða í eyðifirði austanlands. Það er nú einmitt fyrir land- þrengsli í byggð að fé er rekið á afrétt en ekki vegna þess að við viljum ekki hafa það í byggð. Mér dettur stundum í hug að þið gróðurverndarfólk haldið að bændur reki fé á fjall aðallega til að skaprauna ykkur. Fyrirgefðu að ég hló, ég gat nú ekki annað þegar ég las fgrundun þína um hvort arðsemi lamba- kjötsframleiðslu myndi ekki aukast ef bændur gætu fylgst með búfé í nágrenni bæja, „... í stað þess að eltast við hann upp um fjöll og firnindi", svo ég leyfi mér enn að vitna orðrétt í greinina. Framhald á bls. 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.