Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 9
Þýskur heiður. Vestur-þýsk stjómvöld hafa heiðrað Þorvarð Alfonsson, framkvæmdastjóra Iðnþróunar- sjóðs, fyrir áratuga starf við eflingu samskipta og samstarfs Sambandslýðveldisins Vestur-Þýskalands og íslands, með því að sæma hann orðunni „Das Grosse Verdienstkrenz". Vestur-þýski sendiherrann á Islandi, Hans Herman Haferkamp, afhenti Þorvarði orðuna við hátíðlegt tækifæri 18. apríl s.l. Þorvarður hefur setið í stjórn þýsk-fslenska félagsins Germanía óslitið frá 1963 og verið formaður þess s.l. sex ár. Þessi mynd var tekin þegar orðan var afhent, en á myndinni eru t. f. v. Almut Alfonsson, Þorvarður Alfonsson, Hans Hermann Haferkamp og Ursula Haferkamp. Björgunarskóli LHS Yfir 100 leiðbeinendur í skyndihjálp úrskrifaðir Myndlist Asíðasta leiðbeinendanám- skeiði í skyndihjálp hjá Björg- unarskóla LHS útskrifuðust 14 björgunarsveitamenn og stóðust allir þátttakendur prófið. Skóiinn hefur þá útskrifað 105 leiðbeinendur í skyndihjálp frá upphafi, auk fjölda annarra á öo'rum sviðum björgunarstarfa. Á þessum 12 daga námskeiðum fá þátttakendur leiðbeiningar og reynslu í að kenna þá sérhæfðu skyndihjálp sem björgunarsveita- menn verða að hafa á valdi sínu. Útskrifaðir leiðbeinendur fá rétt til þess að kenna skyndihjálp innan björgunarsveita og á nám- skeiðum fyrir almenning. Þá fá leiðbeinendurnir einnig s.k. flokksstjóraréttindi innan vett- vangsstjórnaskipulags Almanna- varna ríkisins. Þátttakendur í leiðbeinendanámskeiðinu. Leiðbeinendanámskeiðunum lýkur með skriflegu prófi og verk- legu kennsluprófi þar sem próf- dómarar dæma kennslu hvers og eins nemanda. Prófnefndina skipa fulltrúar frá Almannavörn- Pistill til Jóns Framhald af bls. 5. Sko, ef þú ekki veist það, þá er fé rekið á fja.ll á vorin, og hér að minnsta kosti ekki fyrr en gróður er vel á veg kominn þar efra, því það er okkar skaði að reka fé á gróður sem er of lítill. Síðan eru blessaðar skepnurn- ar í ró og spekt á fjalli yfir sumar- ið og það er enginn að eltast við þær, sem ég veit heldur ekki hvaða tilgangi ætti að þjóna. Nema að þú haldir að alltaf sé verið að gera út leiðangra til að gá hvað lömbin stækka vel. Á haustin eru svo göngur og þá koma lömbin feit og falleg úr frjálsræðinu, einmitt af því að þau gátu valið sér þann gróður sem helst hentaði þeim. f staðinn getum við svo státað af því að eiga heilbrigðasta fé í heimi og getum með réttu kallað dilkakjötið okkara hreina nátt- úruafurð, hvað mér skilst að sé orðið næsta fágætt að fá í heimi hér. En svona aukreitis þér að segja, þá tekur sauðkindin ekki bara, heldur skilur hún svolítið eftir í staðinn og það er nokkuð sem kallast húsdýraáburður á prentuðu máli. Upp á spursmál þitt hvort ekki myndi hætta á sauðfjársjúkdóm- um ef fé gengi í beitarhólfum þá vil ég geta þess að talin er meiri hætta á útbreiðslu sjúkdóma þar sern fé gengur þröngt og mikið á sömu stöðum. Að sjálfsögðu viljum við hafa landið okkar grænt og gróður- sælt, en þar spilar veðráttan mikið inn í hvernig til tekst. Snjóalög, frost, jarðskjálftar, eldgos, vatnagangur, skriðuföll og stórviðri, þetta kallast nátt- úruhamfarir ef mikið gengur á og við það ræður enginn. Auðvitað getum við gengið vel um landið, stuðlað að upp- græðslu og takmarkað ágang búfjár á viðkvæm svæði, hvað og þegar hefur verið gert, en fyrir alla muni gróðurverndarfólk hættið að líta á sauðkindina sem einhvern ógnvald og eyðilegging- armátt, eins og hún sé eini gras- bíturinn á landinu. Hvernig er það með gæsina og álftina, vitið þið ekki að það eru grasbítar og þeim líkar ágætlega að éta nýgræðing. Þið hafið ef til vill ekki séð ný- rækt eftir ágang gæsa og álfta en það hef ég. Sauðkindin á annað betra skilið af okkur íslendingum en að henni sé gefin stór sök á gróður- eyðingu sem svo margt annað veldur og fyrir mér og mörgum öðrum myndi ísland ekki vera það ísland sem við viljum vera láta ef hvergi á að sjást til heiða fallegt fé með styggð í fasi og frelsi í augum. Heiðrún er sauðfjárbóndi að Litlu-Ásgeirsá í Húnavatnssýslu. um rfkisins, Rauða krossi íslands og Björgunarskóla LHS. Stjórn- andi þessa níunda leiðbeinenda- námskeiðs var Thor B. Eggerts- son og honum til aðstoðar voru Oddur Eiríksson og María Har- aldsdóttir, yfirkennari skyndi- hjálpar- og almannavarnasviðs Björgunarskóla LHS. Miðvikudagur 26. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ITT Etagónvaip er fjárfestíng ív-þýskum gæðumqg fallegum Iftum Góð aðsókn að Eiríki Sumardaginn fyrsta opnaði Eiríkur Smith sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Borg. Er skemmst frá því að segja að sýning Eiríks hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet, um það bil þrjú þúsund manns lögðu leið sína í Gallerí Borg á fyrstu fjórum dögum sýningarinnar. Eiríkur sýnir nú 22 vatnslita- myndir og eru nokkrar þeirra all- stórar, en Eiríkur hefur ekki áður sýnt svo stórar vatnslitamyndir. Allar myndirnar eru málaðar á undanförnum mánuðum og sýna vetrararíkið sem ríkt hefur und- anfarið. Næsta helgi er seinni sýningarhelgi sýningarinnar en henni lýkur þriðjudaginn 2. maí. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá klukkan tvö til sex. ALÞYÐUBANDALAGIÐ AB Reykjavík Félagsfundur miðvikudag 26. apríl kí. 20.30 í Mlðgarðl Dagskrá: 1) Ný menntastefna. Framsaga: Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Arthúr Mortens kennari. 2) Kosning uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs. 3) Önnur mál. Munið félagsgjöldin. Stjórnin Svavar Arthúr Alþýðubandalagið Hafnarfirði Vorfagnaður Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur „Vorfagnað" í veitingahúsinu A. Hansen, föstudagskvöldið 5. maí nk. Skemmtiatriði og gítarspil. Inngangseyrir innifalinn í matarverði. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fögnum vorkomu í Firðinum. Nánar auglýst síðar. Stjórn ABH ÆSKUL ÝÐFYLKINGIN Heimsmót æskunnar Fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir Heimsmót æskunnar í N-Kóreu, verður haldinn að Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 20.00. - Æsku- lýðsrylkingin. Auglýsið í Þjóðviljanum Sími: 681333 Verkefnisstjóri Félagsmálaráðuneytið óskar eftir aö ráöa verk- efnisstjóra vegna aðgeröa stjórnvalda til að fjölga atvinnutækifærum fyrir konur í dreifbýli. Um er að ræða þriggja til fjögurra mánaða verk- efni. Nánari upplýsingar eru veittar í félags- málaráðuneytinu sími 91-609100. Háskólapróf eða góð reynsla úr atvinnulífinu áskilin. Skrif- legar umsóknir, þar sem m.a. er gerð grein fyrir menntun og fyrri störfum, sendist ráðuneytinu í síðasta lagi 8. maí 1989. Félagsmálaráðúneytið, 24. apríl 1989 Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Kristínar Haraldsdóttur verða skrifstofur okkar lokaðar fimmtudaginn 27. apríl frákl. 13. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Eiginmaður minn og faðir okkar Kristján Kristjánsson Mávahlíö 1 Reykjavík sem lést á Mallorka 13. apríl 1989 verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 13.30. Elín Guömundsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Erlingur Kristjánsson Kristján G. Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.