Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN'
Hvernig líst þér á hús-
bréfakerfiö?
Guömundur Árnason,
skrifstofumaður
Ég hef nú ekki kynnt mér það
nógu vel. Ég held að fólk hafi al-
mennt ekki áttað sig á hvað er
verið að tala um og það mætti
skoða málið betur áður en frum-
varpið er afgreitt.
Skarphéðinn Ragnarsson,
skrifstofumaður
Ég þekki það ekki nógu vel og
það vantar meiri kynningu. Þótt
menn viti hvað um er rætt hafa
menn ekki áttað sig á því út á
hvað kerfið gengur í smáatriðum.
^^1 H
¦ BR?
If /T ""Yfl 1
HF *•%*$
si *"¦ ¦
Anna Lúthersdóttir,
leiðbeinandi
Mér líst mjög vel á það og ég styð
Jóhönnu heils hugar. Gamla
kerfið var ómögulegt og því vil ég
fá húsbréfakerfið sem fyrst. Það
er alveg nógu vel kynnt ef menn
hafa á annað borð áhuga á að
fylgjast með.
Gunnar Bergman,
sjómaður
Ég er ekki nógu hress með það,
málið virðist mjög óljóst. Mér sýn-
ist sem kerf ið sé alveg jaf n slæmt
fyrir þá sem ætla að kaupa í
fyrsta sinn og einnig þá sem
þurfa húsnæði til skemmri tíma.
Anna Björnsdóttir
meinatæknir
Ég hef ekki sett mig nógu vel inn í
málið og kynningin hefur farið
framhjá mér. Það er þó betra ef
biðtími eftir lánum styttist og
hærri lán bjóðast.
þJÓÐVIUINN
MiAwil/i iHnnnr OA nr*.rí\ 1 OQO T1 IAI..KUA C A A™, »¦ u
Mlðvikudagur 26. apríl 1989 77. tölublað 54. árgaf gur
SIMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
Á LAUGARDÖGUM
681663
Unnið við lokafrágang við nýja foreldrarekna dagvistarheimilið í Hafn arfirði. Mynd - Þóm.
Hafnarfjörður
Foreldrar opna dagheimili
Nýttforeldrarekið dagvistarheimili tekur tilstarfa innan skamms. Rétt
eldrafélags. Góður stuðningur bœjaryfirvalda og mikill áhugi foreldra
Þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á frágang nýs dag-
vistarheimilis í Hafnarfirði sem
félag foreldra mun sjá um rekst-
urinn á. Það er Hafnarfjarðar-
bær sem sér um endurbætur á
húsnæðinu sem áður var rekið
sem æskulýðs- og tómstundaskóli
en var upphaflega byggt sem ver-
búð fyrir fiskvinnslufólk.
Það var fyrir réttu ári síðan sem
um 20 foreldrar í Firðinum stofn-
uðu sérstakt foreldrafélag um
rekstur dagheimilis í bænum.
Eftir samningaviðræður við
bæjaryfirvöld, leit að hentugu
húsnæði undir starfsemina og
endurbætur á því, hillir nú loks
undir að draumur félagsins um
foreldrarekið dagheimili rætist.
Nýjar íeiöir
- Það hefur vissulega farið
drjúgur tími í undirbúning, en
bæjaryfirvöld hafa sýnt þessu
máli góðan skilning og munu nú á
næstunni afhenda okkur húsnæð-
ið tilbúið undir rekstur, en þau
sjá um að útbúa það, en við mun-
um aftur sjá um rekstur heimilis-
ins, segir Guðrún Margrét Ólafs-
dóttir einn þeirra foreldra sem er í
forsvari fyrir félagið.
Siliij^pp r.......~ ' ..
-É
mmmmm^ Jl
m :M '** AW^k Bk'
wL J KV' 4
Kristín Karlsdóttir forstöðumaður nýja heimilisins leggur á ráðin með
nokkrum félagsmönnum um reksturinn á nýja heimilinu.
Samkvæmt samningi um rekst-
ur heimilisins sem foreldrafélagið
og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
hafa gert, leggur bærinn til hús-
næði og stofnbúnað auk rekstrar-
styrks, en að öðru leyti munu for-
eldrar annast og kosta rekstur
heimilisins. Þetta er í fyrsta sinn
sem þetta form er reynt þar í bæ
en foreldrarekin dagheimili hafa
starfað undanfarin ár bæði í Kóp-
avogi og á Akureyri, og einnig í
Reykjavík en þar hafa borgaryf-
irvöld skorið verulega niður
rekstrarstyrki til slíkra heimila.
Guðrún Margrét segist hins
vegar vera bjartsýn um framtíð
heimilisins í Hafnarfirði. - Þeir
sem starfa með okkur hafa sýnt
þessu mikinn áhuga enda er þetta
ár liðiðfrá stofnunfor-
hefur ýtt málinu áfram
hópur fólks sem vill reyna nýjar
leiðir og taka sjálft þátt í rekstrin-
um. Við höfum ætlað að skipta
niður á tvær deildir eftir aldri en
það er mun meiri þörf á rými fyrir
yngri börnin og því mun okkar
heimili vera nokkuð ungt svona
fyrst til að byrja með.
Verið að ráða
starfsfólk
Foreldrafélagið hefur þegar
ráðið forstöðumann að heimil-
inu, Kristínu Karlsdóttur fóstru,
og að sögn Guðrúnar er þessa
dagana verið að ganga frá ráðn-
ingum annarra starfsmanna.'
- Við leggjum mikið upp úr því
að fá menntað fólk til starfa en
það er erfitt. Ég vil hvetja alla
sem áhuga hafa á að taka þátt í
þessu starfi, að hafa samband við
okkur.
- Það hefur vissulega farið
mikill tími í þennan undirbúning,
en það eru allir mjög ánægðir
með hvernig mál hafa þróast og
við bíðum spennt eftir því að geta
opnað heimilið nú á næstu vik-
um, sagði Guðrún Margrét.
->g-
Þá er bara að nota
gömlu handstýringuna..