Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR Nesjavallaveita Práfun hraðað Sigurjón Pétursson: Kostnaðarauki 20-30 miljónir - Ákveðið hefur verið að flýta prófunum á Nesjavallaveitu og fyrir vikið varð að taka viðbótar- lán í ár sem ella hefði verið tekið á næsta ári, sagði Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, við Þjóðviljann í gær er hann var inntur skýringa á efni Tímafréttar um að framlag til Hitaveitu Reykjavíkur hefði verið sem næst tvöfaldað frá því sem ákveðið var í fjárhagsáætlun fyrir skemmstu. í Tímanum er haft eftir Sig- rúnu Magnúsdóttur, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, að borgarstjórnarmenn hefðu „heyrt það utan að sér“ að Hita- veitan fengi 500 miljónir en ekki 270 einsog stendur svart á hvítu í 2 mánaða gamalli fjárhagsáætlun borgarstjórnar. Sigurjóni sagðist svo frá að áætlunum um að reyna og full- prófa Nesjavallaveitu síðla hausts 1990 hefði verið breytt vegna upplýsinga um að válynd vetrarveður gætu sett strik í reikninginn og valdið tjóni uppá hundruð miljóna. Prófun hefði verið flýtt til þess að komast hjá áhættu en það hefði orðið til þess að lán sem slá átti næsta ár var slegið í ár. Kostnaðarauki væri 20-30 milj- ónir en borgarráðsmenn hefðu verið á einu máli um nauðsyn hröðunar á fundi sínum í fyrra- kvöld. ks BHMR Misskilinn hlátur Fundurinn í Sóknarsalnum dregur dilk á eftirsér. Sókn: Hrokafullar yfirlýsingar Hláturviðbrögð háskólamanna við samanburði fjármálaráð- herra á kjörum einstæðra Sókn- arstúlkna og háskólamenntaðra, á átakafundinum í Sóknarsalnum í fyrradag, hefur vakið mikla reiði hjá Sóknarféiögum. Stjórn HÍK gekk á fund for- manns Sóknar í gær og vildi leiðrétta misskilning vegna við- bragða fundarmanna. Þeir hafi ekki verið að gera lítið úr Sókn- arkonum heldur lýsa vanþóknun sinni á því að ráðherra skyldi ítrekað beita fyrir sig láglauna- konum og einstæðum mæðrum til þess að verja láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar, eins og segir orðrétt í yfirlýsingu sem kynning- arnefnd BHMR sendi síðan frá sér í gærdag. Stjórn Sóknar hélt fund um málið síðdegis í gær og ályktaði þar sem segir m.a. að yfirlýsingar háskólamanna um að 7 ára há- skólanám sé ekki sambærilegt við stöðu Sóknarkvenna lýsi hroka sem þær Sóknarkonur geti ekki skilið. Frá fundi HÍK með fjármálaráðherra í fyrradag. Varð Sóknarsalurinn vettvangur vinslita kennara við Alþýðubandalagið? Verkffallshtti í BHMR - sviðalykt í Allaballa Að undanskildu verkfalli BHMR hafa kjarasamningar í vor verið gerðir innan þess ramma sem ríkisstjórnin gat gert sér vonir um, og tiltölulega átaka- laus gangur þeirra - miðað við aðstæður allar - hefur sjálfsagt orðið stjórnarandstæðingum vonbrigðamál. Sérstaklega Sjálf- stæðisflokknum sem virðist byggja vonir sínar á því að vinstristjórnin nú geri allar sömu skyssur og vinstristjórnirnar þá og þaráður. f fréttaskýringu í gær sagði fréttastjóri Alþýðublaðsins þannig að samningarnir væru „mikill sigur fyrir ríkisstjórnina. Að óbreyttu ætti stjórnin að lifa a.m.k. ár til viðbótar, fram að næstu samningahríð." Þó er enginn ánægður með samningana. Þá er að vísu hægt að túlka jákvætt að því leyti að einkum hefur verið samið í hag láglaunafólki, og fjölmennar kvennastéttir hafa fengið kjara- bætur og náð mikilvægum rétt- indaáföngum, - lífaldursreglan er til dæmis áfangi að fullri viður- kenningu á reynslu og þroska við heimilisstörf og barnauppeldi. En á margan hátt eru samning- arnir einsog óútfyllt ávísun. Ríkisstjórnin sem kennir sig við félagshyggju hefur beðið samtök launafólks um tíma og aðstoð við að koma samfélaginu aftur á kjöl- inn, og bæði BSRB og ASÍ hafa metið stöðuna þannig að hags- munir launamanna krefðust þess að þessi leið yrði reynd. BHMR sér Ein fjölmenn samtök hafa hinsvegar af ýmsum ástæðum neitað þessari ósk, - BHMR, þarsem flest félögin ljúka í dag fjórðu verkfallsvikunni. Það þarf kannski ekki, en er þó ekki á- stæðulaust að benda á að hvað sem líður aðstæðum, tímasetn- ingu, stöðumati og forystuhæfi- leikum í verkfalli BHMR var for- saga máls töluvert önnur hjá að- ildarfélögum þess en öðrum sam- tökum launamanna, og þurfti ekki út af fyrir sig að koma á óvart að harkan yrði þar meiri en ann- arstaðar. Hinsvegar spáðu fáir því fyrir mánuði að verkfallið yrði jafn langvinnt og grimmilegt og raun er nú orðin á. Tveir einstæðir fundir á viku- fresti í Sóknarsalnum hafa beint augum að beinum pólitískum áhrifum verkfallsins, og þá eink- um fyrir stjórnmálaflokk tilboð- inna fundargesta, Alþýðubanda- lagið. Það var ljóst, sérstaklega á síðari fundinum með Ólafi Ragn- ari Grímssyni, að tilfinningar hjá þeim kjarna sem leiðir verkfallið eru orðnar örar, og að margir í forystu hreyfingarinnar snúa á- róðursvopnum sínum að Alþýðu- bandalaginu og formanni þess fyrst og fremst. Fjármálaráðherra hefur á móti verið ódeigur við að axla ábyrgð á kjaradeilunni ríkismegin, og reyndar fengið fyrir það gagnrýni innan flokks síns. Þar segja sumir að hann hafi átt að beita meira fyrir sig embættismönnum einsog fyrri fjármálaráðherrar hafa gert, og aðrir - þar á meðal pólitískir félagar Ólafs Ragnars í röðum BHMR - segja að hann hafi um of tekið á sig þá ábyrgð sem ætti að veraallrarstjórnarinnar. Þeim mun heldur að úrbótaloforðin sem veifað er af BHMR eru meira og minna undirrituð af for- ingjum úr fyrri stjórnum, þar á meðal nokkur af hinum kattlið- uga núverandi forsætisráðherra. í BRENNIDEPLI Baráttuhitinn hjá BHMR er farinn að valda sviðalykt innan- flokks í Alþýðubandalaginu. Um það eru nokkur glögg dæmi. Fyrst auðvitað miðstjórn- arfundurinn kvöldið áður en BHMR-félögin lögðu niður störf hófst þarsem afstaða til verk- fallsins blandaðist við gamlan ágreining um stjórnarþátttökuna og ennþá eldri ágreining „arm- anna“ um markmið, stíl, leiðir og persónur. Allra síðustu daga er svo til þess að taka að almennur fundur flokksfélagsins á Ólafsfirði sendi frá sér ályktun þarsem ekki er að- eins tekin afstaða með BHMR heldur fjármálaráðherra for- dæmdur. Frá því var skýrt í út- varpi að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið á þeim fundi, sem jók dramatískan þunga fréttarinnar, en Steingrimur mun að vísu ekki hafa átt hér hlut að máli. Þá er það til marks um sviða- lyktina að stjórn Alþýðubanda- lagsfélagsins í Reykjavík hafði ákveðið fyrir 1. maí að ekki væru aðstæður til þess að félagið tæki þátt í atburðum þess dags, og hefði það verið í fyrsta sinn frá stofnun að ekki væri að spyrja tíðinda af félaginu í höfuðborg- inni á baráttudegi verkalýðsins. Ákvörðun stjórnarinnar var svo endurskoðuð á síðustu stundu að bestu manna yfirsýn. Á Akureyri var hinsvegar ekkert um að vera á vegum flokksfélagsins. Áhrif á flokkinn af BHMR- verkfalli með þátttöku HÍK gegn stjórn þarsem fjármálaráðherra er Alþýðubandalagsmaður liggja nokkurn veginn í augum uppi, og samræður við ýmsa verkfalls- menn benda til að einmitt sú staða hafi glætt vonir BHMR- félaga um árangur. Menn hafi í fyrsta lagi vonast til að slíkur mundi hafa betri skilning en aðrir á kröfunum, og í annan stað ein- faldlega talið að formaður Al- þýðubandalagsins gæti ekki leyft sér að standa í verkfallsátökum við HÍK og aðra svipaða hópa. Þetta hefur farið á annan veg, - og fjármálaráðherrann átti að sínu leyti léttan leik að benda á hæpnar hugmyndaforsendur markaðslaunakröfunnar á fund- inum í Sóknarsalnum. Og ekki er síður eðlilegt að hann spyrji af hverju hann og Svavar Gestsson verðskuldi ekki það traust sem öðrum var áður sýnt svo ríkulega. Allaballafylgið Tengsl flokksins við verkfalls- hópana koma skýrt fram í athug- un þeirra í Félagsvísindastofnun kringum síðustu kosningar *> þar- sem reynt er að rýna í fylgi flokk- anna eftir ýmsum markalínum. Þar kemur til dæmis fram að 19% háskólamenntaðra kjósenda krossuðu við Alþýðubandalagið, á móti 9-14% í öðrum menntunarhópum. Þar er líka reynt að skipta eftir starfssviði og fær flokkurinn þar besta niðurstöðu (að undanteknu vænu hlutfalli sjómanna) hjá annarsvegar ófaglærðu verka- fólki, 16%, hinsvegar hjá menntuðum þjónustustéttum, 17%, á móti 7-10% í öðrum starfshópum. Og Alþýðubandalagið telst fyrir tveimur árum hafa haft að- eins um 10% fylgi þeirra sem tengjast almennum vinnumark- aði, en heil 19% í opinbera geir- anum - og verður þá að taka tillit til þess að kosningamar ‘87 voru þær verstu í sögu flokksins. Greinarhöfundar komast raunar að því að sterkustu fylgis- hópar Allaballa séu einkum tvennskonar, annarsvegar menntafólk, margt í opinberri þjónustu, hinsvegar ófaglært verkafólk. í hópum þarna á milli sé fylgið svo minna og ótraustara. Því er svo við að bæta að hluti virkra flokksmanna úr hópi há- skólamenntaðra opinberra starfsmanna, einkum kennara, er mun meiri en þetta hlutfallsfylgi segir til um, og það kemur því ekki á óvart þótt titrings gæti í flokknum, og má kannski segja að miðað við þær aðstæður sem tölurnar að ofan lýsa sé skjálftinn furðu lítill. Þar kemur auðvitað til að þótt kennarar og aðrir BHMR-hópar séu flokknum gramir er al- mannaálit síst í óhag Ólafi Ragn- ari og flokki hans, og í flokksfor- ystunni hafa ekki komið upp al- varlegar ágreiningsraddir um vinnubrögð í kjaradeilunum. Að fallast á kröfur BHMR um tafar- laus markaðslaun eftir BSRB- samningana var pólitískt útilokað gagnvart bandalaginu og nýjum formanni þess, og hefði að auki spillt verulega horfum hjá ASÍ á samkomulagi. Af samtölum, bæði við BHMR-menn og reynda flokks- menn, má ráða að búist er við að verkfallið dragi eftir sér mikinn dilk, hvernig sem það fer. Að verkfallsmenn verði lengi að jafna sig félagslega og pólitískt, og flokkurinn að sínu leyti líka - þótt fjármálaráðherrann Ragnar Arnalds hafi áður staðið í sporum Ólafs Ragnars. Flestir búast við táknrænum úrsögnum í stfl við yfirlýsingu eins BHMR-félaga í auglýsingu í Þjóðviljanum í gær. Ekki ber þó á slíku enn að neinu ráði að sögn framkvæmdastjóra flokksins, Kristjáns Valdimars- sonar. Allt annað en ‘84 Gagnrýnendur innan flokks- ins, til dæmis á miðstjórnarfund- inum í aprflbyrjun, bentu á til- veru Álþýðubandalagsins í BSRB-verkfallinu sem víti til varnaðar. Þar skynjuðu verk- fallsmenn ekki afstöðu flokksins sem stuðning við sig, og ASÍ- megin var hik forystunnar túlkað sem veikleiki. Alþýðubandalagsmaður sem man tvenna tfma og gekk upphaf- lega til liðs við Sameiningarflokk alþýðu fyrir austan sagði í rabbi um daginn að haustið 1984 hefði flokkurinn í rauninni leyst upp, og væri þangað að leita róta þess vanda sem síðan hefði hrjáð flokkinn. Þótt mörgum flokksmanni þyki vægast sagt óþægilegt að vera komnir í klemmu milli verk- fallsmanna og flokksráðherra er þess varla að vænta að BHMR- verkfallið hafi nein ámóta ör- lagaáhrif á Alþýðubandalagið og BSRB-slagurinn ‘84. Flokkurinn hefur nú mótandi áhrif á kjara- málin og getur boðið almenningi, launamönnum og stuðnings- mönnum sínum að spyrja að leikslokum þegar ofsi vopnavið- skiptanna er af runninn. Menntasóknin í hættu Það getur allt gerst enn í BHMR-verkfallinu, og engan veginn útséð um afleiðingamar fyrir Alþýðubandalagið. Staðan er þó ennþá metin þannig innan flokksins að ekki sé ástæða til að óttast um fylgið að neinu ráði. Fylgi skiptir miklu, en margir hugsandi Alþýðubandalagsmenn hafa nú um stundir meiri áhyggj- ur af afleiðingum verkfallsins fyrir samstöðu launamanna, og áhrif þess á baráttustöðu opin- berra starfsmanna í framtíðinni. Mestar áhyggjur geta svo kennarar og stuðningsmenn Al- þýðubandaíagsins átt sameigin- legar. Nefnilega þær að langvinnt verkfall verði til að hamla þeirri sókn um menningu og menntir sem flokkurinn lítur á sem eitt höfuðverkefna sinna í ríkisstjóm- inni. Það væri mikið slys. -m *> Ólafur Þ. Harðarson og Gunnar Karlsson: The Icelandic Parliamentary Eiection of 1987, Electoral Studies (1987), 6:3, 219-234. Alþýðubandalagsmönnum líður undarlega í klemmunni milli verkfallsmanna og formannsins ífjármálaráðuneytinu. Kennarar heitir og hafa stór orð umflokkinn. Alliballi kann að tapa menntamannafylgi, en áhyggjur innanflokks eru meiri afúrslitum deilunnar-og áhrifum hennar á framfarasókn menntamálaráðherra ÍV .NÓPViMINN -.SÍBA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.