Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. maí 1989 82. tölublað 54. órggngur BHMR og ríkið Viðræðu- fundur í dag GuðlaugurÞorvaldsson: Legg ekki sáttatillögur fram eftir pöntun Samninganefndir BHMR og ríkisins hittust í gær á fundi hjá sáttasemjara ríkisins. Fyrir fund- inn var jafnvel búist við að sátta- semjari myndi leggja fram sátta - tillögu, en af því varð ekki. Þess í stað var ákveðið að efna til form- legs viðræðufundar með deiluað- ilum I dag og verður þar rætt um með hvaða hætti frekari samn- ingaumleitunum verður best háttað. Þessi niðurstaða getur merkt tveunt, í fyrsta lagi að líkur eru taldar á að nú sé að ganga saman með deiluaðilum, eða þá að enn sé svo langt á milli deiluað- ila að framlagning sáttatillögu sé einungis til að hleypa málinu í enn meiri hnút. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði í samtaii við Þjóðviljann eftir að fundi deilu- aðila lauk í gær, að hann teldi ekki tímabært að leggja fram sáttatillögu. „Þegar líður á allar meiriháttar deilur er óhugsandi annað en sáttasemjari hafi í huga einhvers konar sáttatillögur, því hugsanlega þyrfti að leggja slíka tillögu fram með stuttum fyrir- vara. En að leggja fram formlega sáttatillögu er ætíð neyðarbrauð og sáttasemjari verður að meta það á hverjum degi hvort einhver raunhæfur möguleiki er á sam- þykkt hennar. Það er mitt mat, en ekki að leggja slíka tillögu fram af einhverri skyldurækni eða eftir pöntun. Það er ekki í myndinni núna að leggja slíka til- lögu fram,“ sagði Guuðlaugur og ítrekaði að fundurinn sem hald- inn verður í dag væri viðræðu- fundur. phh Atlantal-hópurinn mun leggja fram hugmyndir sínar um nýtt álver fyrir iðnaðarráðuneyt- ið eftir næstu helgi. Tveir valkost- ir eru nú til athugunar. I fyrsta lagi er það sá sem áður hefur komið fram opinberlega þ.e. að álverin fjögur taki sig saman og reisi nýtt álver sunnan Reykja- nesbrautar og verði framleiðslu- geta þess 185 þúsund tonn á ári. Nýja hugmyndin sem verið er að móta, eftir að í ljós kom að fyrri valkosturinn var dýrari en ætlað var, gengur út á að Aluswiss hætti rekstri Isal í núverandi formi. Tveir möguleikar eru þá taldir koma til álita. í fyrsta lagi að Al- uswiss sem eigandi ísal og eitt eða fleiri fyrirtækja Atlantal-hópsins stofni nýtt fyrirtæki sem yfirtaki núverandi rekstur ísal og reisi nýjan kerskála og verði fram- leiðslugeta hans 120 þúsund tonn. Framleiðslugeta ísal er í dag um 88 þúsund tonn og yrði framleiðslugeta nýja fyrirtækis- ins því um 208 þúsund tonn. Einnig kemur til greina að ísal haldi áfram rekstri, en eitt eða fleiri Atlantal-fyrirtækjanna komi inn í rekstur ísal sem hlut- hafar með nýju og auknu hlutafé og þessir aðilar auki fram- leiðsíugetuna með sama hætti og að framan greinir. Nýja kerskálanum verði fund- inn staður á spildunni norðan Reykjanesbrautar, við hlið nú- verandi kerskála á athafnasvæði ísal. Þrátt fyrir að framleiðslu- geta nýja kerskálans sé um 32 þúsundum tonna meiri en þess gamla er talið að hann verði allur minni að umfangi, enda búinn nýrri og fyrirferðarminni fram- leiðslubúnaði. íslensk stjórnvöld bíða nú svara frá álfyrirtækjunum fjórum um hvorn kostinn þau telja ákjós- anlegri og hvort þau eru tilbúin til að halda áfram með málið. Sem fyrr segir skila Atlantal-fyrirtæk- in svörum til iðnaðarráðuneytis- ins nú um helgina, en þann 24. maí mun ráðgjafarnefndin um ál- iðju eiga fund með verkefnis- stjórn Atlantal-fyrirtækjanna og er þá talið að tekin verði endan- leg ákvörðun um hvora leiðina þyki hagkvæmara að fara. Þá skýrist ennfremur hvaða fyrir- tæki munu taka þátt í hinu nýja álfyrirtæki í Straumsvík. Ríkis- stjórnin mun sfðan taka sína ákvörðun í haust, um það hvort stækkun álvers við Straumsvík verði yfirhöfuð leyfð eða ekki. phh Hátt í tuttugu framhaldsskólanemar settust að (göngum fjármálaráðu- neytisins í gær og ætla að dvelja þar í hungurvöku næstu 2 sólar- hringa, hafi samningar við kennara ekki tekist fyrir þann tíma. Nemendur segjast leiðir á biðinni, samningar verði að takast strax. * Alver Isal lagt niður? Hugmyndir uppi um að Aluswiss gangi til samtarfs við eitt eðafleirifyrirtœkja Atlantal-hópsins um stofnun nýsfyrirtœkis semyfirtaki reksturísal og reisi nýjan kerskála við hliðþessgamla. Sameiginlegframleiðslugeta nýja fyrirtœkisinsyrði um 208 þúsund tonn. Svör liggja fyrir eftir helgina Lífeyrissjóður Vesturlands Borgnesingar hóta lögreglurannsókn Jón A. Eggertsson: ReglugerðLífeyrissjóðsins hefur verið brotin. Engir fundnir verið haldnir um starfsemi hans síðustu ár og sjóðsfélagarvita ekkert um réttindi sín Eg á allt eins von á þvf að við förum fram á opinbera rann- sókn á starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands. Reglugerð sjóðsins hefur verið brotin, engir fundir verið haldnir í stjórn hans og sjóðsfélagar vita ekkert um rétt sinn. Það er ekki aðeins að al- menn óánægja sé hér í Borgarnesi heldur einnig í Ólafsvík og Búðar- dal, sagði Jón Agnar Eggertsson formaður Verkalýðsfélagsins í Borgarnesi. Svo virðist sem almenn óreiða einkenni starfsemi stjórnar Líf- eyrissjóðs Vesturlands. Fundir hafa ekki verið haldnir í fulltrúa- ráði hans og reikningar til margra ára eru enn óuppgerðir. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir af hálfu Verkalýðsfélagsins í Borg- arnesi til stjórnar sjóðsins að gera hreint fyrir sínum dyrum um starfsemi sjóðsins hefur það ekki enn tekist. Að vísu var haldinn fundur í fulltrúaráði sjóðsins í desember og þá gengið frá reikn- ingum fyrir 1985 en reikningar fyrir 1984 voru skildir eftir og síð- an eru þeir ósamþykktir. Að sögn Jóns ber stjórnin því við að reikn- ingar sjóðsins séu vitlausir og þurfi endurskoðunar við. En endurskoðandi hans er Eyjólfur Sigurjónsson endurskoðandi og formaður Félags endurskoð- enda. Langlundargeð Borgnesinga er á þrotum og á félagsfundi ný- verið í Verkalýðsfélagi Borgar- ness voru fyrri samþykktir félags- ins um málefni Lífeyrissjóðsins ítrekaðar um að stjórn hans geri hreint fyrir sínum dyrum og upp- lýsi sjóðsfélaga um stöou hans. Á fundinum var samþykkt sam- hljóða að fela stjórn félagsins að taka upp viðræður við atvinnu- rekendur á svæðinu um aðgerðir varðandi sjóðinn og á meðan ástandið í málefnum hans sé óbreytt verði lífeyrisgjöld lögð inn á bankareikninga á nafni • hvers og eins sjóðsfélaga. Formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs Vesturlands er Valdimar Indriðason fyrrum formaður bankaráðs Útvegsbankans og fyrrum alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins á Vesturlandi. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.