Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Aratugur jámfmarinnar Alltaf finna menn sér einhver afmæli til að halda upp á. Nú síðast þykir það merkilegast á tíma, sem oft er kenndur við rótleysi og óvissu, að Margaret Thatcher hefur veitt íhaldsstjórn forystu í Bretlandi í áratug. Svo löng stjórnarseta þykir afrek út af fyrir sig og menn hafa verið, hver með sínum hætti, að leita skýringa á hon- um. Það er líka gert í leiðara í DV um síðustu helgi. Hann er að verulegu leyti skrifaður í anda aðdáunar, sem útbreiddur er í borgaralegum málgögnum: frú Thatcher er, segir þar, staðföst, sjálfri sér samkvæm, föst fyrir, hún „kemur sínum málum í gegn“ með „sannfæringu, dugnaði og ódrepandi seiglu“. Og svo eru málin talin upp - járnfrúin, segir þar, hefur „staðið fyrir byltingu í peninga- og markaðsmálum, einkavæðingu, húsnæð- ismálum, verkalýðsmálum, atvinnu- og efna- hagsmálum og breyttum lífsviðhorfum Breta“. Það munar um minna. Maður hefur satt að segja ekki heyrt um jafn altæka „byltingu“ og hér er lýst síðan Maó formann leið. Höfundur leiðarans kemst samt ekki hjá því að geta þess, að það eru maðkar í markaðsbyltingarmysu frú Thatcher. Hann segir sem svo, að járnfrúin hafi komið á réttum tíma, ástandið hafi ekki verið gæfulegt í Bret- landi þegar hún tók við völdum og hún hafi svo sannar- lega átt erindi. Samt hefur þróunin „að sumu leyti“ orðið til hins verra. Leiðarinn segir: „Bilið milli ríkra og fátækra hefur stækkað, lífsskilyrði í norðri og suðri Bretlandseyja hafa þróast í öfugar áttir. Atvinnuleysi, fátækt og félagsleg vandamál hafa aukist að mun. Hvergi er húsakostur verri, hvergi eru sóðabælin jafná- berandi". Það er ekki lítil ásökun sem felst í þessu syndareg - istri.Og þá er þeirri spurningu ósvarað sem hún býður upp á: hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að Marg- aret Thatcher situr enn? Að vísu er á það minnt, að stjórnarandstaðan hefur verið klofin, og í einmennings- kjördæmakerfi býður það upp á að Ihaldsflokkurinn geti haft meirihluta á þingi, þótt því fari fjarri að hann hafi fengið helming atkvæða í kosningum. En þetta segir miklu minna en hálfa sögu. Langur valdaferill frú Thatcher á sér margar skýring- ar. Ein gæti tengst þeirri aðdáun á sterkum foringja og hans „skörungsskap", sem svo freklega gægist upp úr leiðara DV og breiðir jafnan úr sér á óvissu- og kreppu- tímum. í annan stað er breskt þjóðfélag eins og iðn- vædd samfélög önnur þannig gert, að það líkist ekki lengur pýramída með miklum sæg fátæklinga neðst, heldur einskonar tunnu sem er langmest um miðjuna: þar sitja fjölmennir hópar sem búa við miðstéttarkjör og hugsunarhátt. Hinir fátækustu eru þá þeim mun ein- angraðri og varnarlausari en fyrr, samkeppnissiðgæð- ið lítur ekki á þá sem félagsbræður heldur sem þá sem hafa tapað - og vill sem minnst af þeim vita. Sérgæsk- an er sjálfumglaðari og á auðveldara en áður að ýta frá sér sjálfri tilhugsuninni um þá sem lakast eru settir. Og því getur íhaldssamur stjórnmálaleiðtogi setið von úr viti og safnað fylgi þótt „atvinnuleysi. fátækt og félags- leg vandamál hafi aukist að miklum mun“. Salt sam- stöðunnar hefur dofnað, hver étur úr sínum poka og hugsar: öðruvísi getur þetta ekki verið. Þetta er heldur dapurleg framvinda og eins gott að rifja það upp í leiðinni, að ekkert er endanlegt og dagur kemur eftir dag Margrétar Thatcher og hennar líka. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ SA um Brynjolf Stafirnir sem féllu niður undir Klippt og skorið í stóra laugar- dagsblaðinu, sem tileinkað var 1. maí, voru SA. Þetta er tekið fram vegna þess að meðal efnis var mjög persónuleg hugleiðing um Brynjólf Bjarnason sem átti ekki að vera nafnlaus. „Tímamót í safnaðarstarfi“ Þannig hljóðaði fyrirsögn í þessu blaði í gær. Þar var sagt frá því hvemig Isfirðingar settu nið- ur deilur um hvar kirkja þeirra ætti að standa með almennri at- kvæðagreiðslu. Einföld og þó óbrigðul aðferð til að komast að f»ví hvað fólk vill. Bæjarstjóm safjarðar ætti að bjóða borgar- stjóranum í Reykjavík í heim- sókn og kenna honum þessar ein- földu leikreglur lýðræðisins, þó að því miður sé um seinan að spyrja borgarbúa hvort þeir vilji fá ráðhús f grískum stfl ofan f Tjömina með gömlu bámjáms- húsin í baksýn. Ef til vill tekst honum að læra þessar reglur áður en hann hefst handa við að reisa fleiri minnismerki sjálfum sér til dýrðar. Lifi strætó! Nú er komið langþráð sumar eftir langan og strangan vetur. Eins og allir vita hefur færð verið erfið um mestallt land og erfiðari en eðlilegt má telja á höfuðborg- arsvæðinu. En þrátt fyrir illviðri, snjóþyngsli og heimsku fólksins á sumardekkjunum hafa strætis- vagnar á svæðinu staðið sig ákaf- lega vel. Bflstjórum tókst ótrú- lega vel að halda áætlanir við hin- ar hatrömmustu aðstæður og sýndu langlundargeð langt um- fram það sem þeim er greitt fyrir. Þeim sé þökk. Verkefni fyrir málræktarráðunaut Þyri Árnadóttir kennari skrifar grein um kjör og kröfur kennara í Alþýðublaðið 29. apríl. Klippara féllust alveg hendur við að lesa aðfaraorð greinarinnar og fannst í fljótu bragði engin ástæða til að bæta kjör kennara sem skrifaði jafnvoðalegan texta og þennan: „í dag fær kennari á byrjenda- launum 1600 lítra minna af mjólk fyrir mánaðarkaupið sitt en 1973, 800 lítra minna af bensíni og greiðir helminginn í húsaleigu í stað einn fimmta." Það kemur þó í ljós þegar greinin er lesin að Þyri kemst prýðilega að orði um hvaðeina og veit í hvaða föllum orðin eiga að standa. Inngangurinn er eftir ein- hvem annan sem hefði ekki átt að koma nærri greininni. Þyri hefur mál sitt á þessa leið: „Undirrituð hóf störf sem grunnskólakennari í Reykjavík í september árið 1973, með kenn- arapróf og 2ja ára nám frá kenn- araháskóia eriendis að baki. Mánaðarlaun mín vom þá rétt tæp 50 þúsund gamlar krónur. Laun tæknifræðings á al- mennum markaði vom þau sömu. í sept. 1973 greiddi ég 10 þús. kr. í leigu fyrir góða 3ja herbergja íbúð á almennum leigumarkaði í Reykjavík, mjólkurlítrinn kost- aði um 20 kr., bensínið 23 kr. Fyrir mánaðarkaupið fengust því 25001 af mjólk, 21741 af bens- íni og húsaleigan var 1/5 af mán- aðarlaununum. Nú í apríl 1989 fær byrjandi í HÍK 58.932 kr. í mánaðarlaun. Fyrir þá upphæð fást 990 1 af mjólk, 1600 færri en 1973, 1345 1 af bensíni, eða 8ÓÓ færri en 1973 og telia má vel sloppið ef helm- ingur launanna dugar fyrir leigu á 3ja herbergja íbúð. Til þess að fá sama hlutfall milli kostnaðar á húsaleigu, mjólk og - bensíni og fyrir 15 árum, reiknast mér svo til að byrjendalaunin nú þyrftu að vera a.m.k. 130 þús.“ Og hún bætir við að eftir öll þessi ár í starfi séu laun hennar 71.016 kr. á mánuði en tækni- fræðingurinn á almennum mark- aði sem hóf störf um leið og hún hefur nú í laun 122.379 kr. Skyldu störf hans vera til meiri þjóðþrifa? Tékkar sjá rautt í klippt og skorið í The Financi- al Times í vikunni sem leið er þessi klausa: „Sjónvarpið í Ungverjalandi er áfjáð í að nota nýfengið frelsi til að endurmeta söguna og hefur nú tekist að láta Tékka sjá rautt út af viðtali við Alexander Dubcek, fyrrum leiðtoga landsins sem dæmdur var til gleymsku fyrir þátt sinn í Vorinu í Prag. Ungverski dagskrárgerðar- maðurinn Andras Sugar tók við- talið við Dubcek fyrir þáttaröð um framtíð Austur-Evrópu og kommúnismans, og komst að því sér til furðu að Dubcek var fús til að tala opinskátt um það sem gerðist 1968. Hann lét í Ijósi óá- nægju sína með ungverska leiðtogann Janos Kadar sem ekki studdi hann í andófinu gegn innrás Sovétmanna. „Ég viður- kenni hryggur í bragði að ég von- aðist til að Kadar myndi mót- mæla innrásinni áður en yfir lyki eða að Gomúlka (fyrrum leiðtogi Pólverja) fyndi styrk til þess með sjálfum sér. Mér finnst að Kadar og Gomúlka hefðu átt að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir innrásina. Þeir voru hinir einu sem hefðu getað það.“ Ekki var fyrr búið að sjónvarpa viðtalinu en ásakanir bárust frá utanríkisráðuneyti Tékka um að Ungverjar væru að hlutast til um innanríicismál Tékkóslóvakíu og kröfðust þess að ekki yrði sent út meira af svo góðu. Sugar svaraði með grein í blaðinu Uj Szo sem kemur út á ungversku í Slóvakíu: „Núverandi stjórn Tékkóslóvak- íu segir að innrásin 1968 hafi ver- ið réttmæt þó að lögleg ríkis- stjórn landsins, þáverandi stjórn Kommúnistaflokksins og tékk- nesk alþýða hafi mótmælt henni. En þó að sovésku skriðdrekunum hafi verið heimilt að hlutast til um tékknesk innanríkismál þá var mér ekki liðið það. Kannski mega bara skriðdrekar hlutast til um innanríkismál Tékka og vandi minn sá einn að ég á engan skrið- dreka...“ Þetta gefur til kynna að Ungverjar ætli sér að halda áfram þáttaröðinni eins og ekkert hafi í skorist.“ SA Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamann: DagurÞorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Siguröur Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), Þor- finnurómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrif atofuatjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. * Sfmavarsla: Sigrfður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. : Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbrelðslu- og afgreiðalustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltatjóm: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýaingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog aetning: Prentsmiöja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lauaasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áakrtftarverð á mánuði: 900 kr. 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.