Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.05.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Hversu mörg núll, herra dómari? Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir skrifar Nú er íslendingar hafa tekið þátt í hinni evrópsku söngva- keppni í fjórða sinn ætti að vera kominn tími til fyrir okkur að meta reynslu okkar og helst að marka þáttaskil. Sé litið til baka, held ég að flestir séu sammála um, að fullkomið dómgreindar- leysi á eigin stöðu hafi ráðið ferð- inni framan af. íslendingar lögðu upp í sína fyrstu för og ætluðu bara að vinna. Hópurinn kom til baka, sár og reiður og mótmælti í sjónvarpinu. Ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar höfðu orðið til að greiða þeim atkvæði. Og þjóðin vissi varla sitt rjúkandi ráð. í annað sinn fórum við fram og eftir á stóð umræðan um það, hvort úrslitin hefðu verið réttlát. í þriðja sinn fór ýmsa að gruna að eitthvað kynni að vera að af- stöðu íslendinga til sjálfra sín eða keppninnar eða að undirbúnings- framkvæmdinni hér heima kynni að vera ábótavant. Og í ár urðum við neðst. Samt var lag Valgeirs fallegt og Daníel kom á óvart með að syngja áber- andi betur í aðalkeppninni en í forkeppninni enda hvíldi sjón- varpsmyndavélin á andliti hans mestallan tímann. En það hefur fleirum en íslenskum alþýðulista- mönnum orðið vandratað um hinn alþjóðlega tónlistarheim og við getum kannski huggað okkar við að héðan af eigum við aðeins eina leið færa og hún er upp á við. Sú sem þessi orð ritar hefur verið lengi á ferli í tónlistar- heiminum og fengið ýmsan góð- an glaðning og mikla uppörvun en einnig ótrúlega margar koll- steypur. Eins og allir sem fást við listsköpun hef ég oft á tíðum ver- ið á barmi örvæntingar og fundist að ég réði ekki við það sem ég að gera þá kröfu til listamanna sinna að um þá ríki þjóðarsátt getur hæglega svo farið í framtíð- inni að þeir eignist ekki annað en eftirhermur. Sú framkvæmd keppninnar að hafa atkvæðagreiðslur í öllum söngvakeppni. í henni ættu að sitja fulltrúar alþýðutónlistai manna, klassískt tónskáld ser.. hefur náð árangri í að semja fyrir leikhús, samkvæmisdansari, sviðshönnuður og aðilar úr utan- ríkisþjónustunni. >> íslendingar hafa nú um langt árabil afrekað það að rétta tennurnar í öllum táningum og vinna þess vegnaflestallar fegurðarsamkeppnir. En ekkert slíkt gerist ímenntamálum þjóðarinnar.“ væri að gera eða stæðist ekki þær kröfur sem ég gerði til sjálfrar mín. Án þeirrar tilfinningar verð- ur ekkert listaverk til. Ég leyfi mér að halda því fram að ég þekki hinn alþjóðlega tónlistarheim nógu vel til að hafa ýmislegt til málanna að leggja í dag. f fyrsta lagi: Enginn listamaður og ekkert listaverk nær nokkru sinni þjóðkjöri. Það er hlutverk listarinnar að bíða ósigur fyrir tísku og tíðaranda en rísa síðan upp þegar allir eru búnir að gleyma um hvað var verið að slást og hafa þá síðasta orðið. Séu menn í vafa um þetta geta þeir tekið niður í listasögunni svo til hvar sem er. Ef íslendingar ætla landshlutum um lög og flytjendur er röng. Útvarpsstöðvarnar spila auðvitað vinsæl lög, flutt af uppá- haldsfólki þjóðarinnar, en úti í heimi er eins víst að aðrar við- miðanir og annar smekkur gildi. Ætli íslendingar sér þó ekki sé nema lítið hlutverk í hinni alþjóð- legu hljómkviðu verða þeir að stilla saman alla sína faglegu krafta. Við erum þar komin sem ættfræði og fulltrúalýðræði á sér sín takmörk en sérfræðiþekking og alþjóðleg reynsla og slípun annars vegar en hinn frj álsi mark- aður í þessu tilfelli erlendur hins vegar tekur við. Þess vegna ætti sjónvarpið þegar í stað að setja nefnd, til að undirbúa næstu í öðru lagi: Menn verða að gera sér sem besta grein fyrir út í hvað þeir eru að fara. Um alþjóðlegar tónlistar- keppnir sem eru angi hins alþjóð- lega tónlistarmarkaðar er margt að segja. Það er gott fyrir taugak- erfið að vita að því hefur lengst af verið haldið fram að aðeins tvö fyrstu sætin skipti markaðslega séð máli. Það ætti því ekki að skipta máli hvort við verðum númer 16 eða 22. Það hefur löngum verið veik- leiki íslenskra listamanna að meta gáfur og listræna innlifun mikils en handverkið lítils. En á prófum jafnvel í hinum bestu tón- listarskólum Evrópu, þar sem lífið er eintóm heppni, flíka menn ki gáfum sínum og reyna sig ...ki í miklum tilþrifum eða hinni stórkostlegu list. Það er verið að prófa í tækni og fagmennsku en listin sjálf er smekksatriði og bíð- ur eins og áður er sagt nærri alltaf ósigur í fyrstu atrennu. Enginn lífsreyndur tónlistamemi gefur sig á vald smekks misvinsamlegra prófdómara. Með öðrum orðum: á prófi vinnur maður sitt verk og eins vel og maður getur en gætir þess að snerta enga strengi í brjóstum prófdómara því að það geta hæglega verið strengir sem þeir vilja ekki hlusta á. Og enn frekar á þetta við um tónlistar- keppnir. Að prófi loknu eða að unninni samkeppninni taka við tímar hins listræna frelsis, tímar áhættu og persónulegra sigra og ósigra. I þriðja lagi: í listaheiminum eru kosningar ekki lýðræðislegar og réttlætið ekki til, enda mæli- kvarðarnir allir í sveigjanlegra lagi. Samt gerist það sjaldan að það sem er lélegt nái á toppinn eða staldri þar við. Ekki er teflt fram andstæðunum sannleiki/ lygi, aðeins andstæðunum fallegt/ ljótt. Og ekki er spurt um for- sendur keppnisaðila. Við tökum ekki þátt í söngvakeppninni sem fulltrúar einnar minnstu þjóðar Evrópu. Á þessum stað hafa menn ekki hugmynd um hvað ís- Framhald á bls. 8 Guðrún Sigríður er söngkona. Um hlutlausar kannanir og fleira Þótt það hafi að sönnu glatt hjarta mitt að sjá hve málefna- lega Ólafur Gíslason blaðamaður Þjóðviljans hefur fjallað um Fossvogsdal að undanförnu leyfi ég mér að setja á ofurlitlar vanga- veltur vegna fréttaskýringar hans „í brennidepli" miðvikudaginn 10. maí. Ólafur víkur þarna m.a. að fyrirhugaðri könnun skipu- lagsstjórnar ríkisins á áhrifum Fossvogsbrautar. Um það mál sagði svo í allítarlegri frétt Morg- unblaðsins 4. maí: Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir að skipulags- stjórn ríkisins vilji láta hlut- lausa aðila vega og meta áhrif Fossvogsbrautar, annars vegar á umferð og hins vegar á um- hverfi með tilliti til mengunar, hávaða og fleira. Þótt fyrirætlan skipulagsstjóra líti sakleysislega út á pappírnum og vant sé að sjá hvað maður geti haft á móti henni blandast þar samt saman býsna ólíkar „kann- anir“ - ef einu sinni er hægt að hafa það orð um allt sem til greina kemur. Eðli málsins samkvæmt er það nefnilega svo að suma hluti er hægt að rannsaka og rnœla á hlut- lœgan (objektívan) mœlikvarða, aðra hluti er hægt að spá um og tnœla á huglægan (súbjektívan) kvarða. Á þessu tvennu er mikill munur. Flesta þá þætti er snerta meng- un mun vera unnt að rannsaka og mæla nokkuð nákvæmlega og þarf engum að blandast hugur um niðurstöður, þær eru ekki háðar huglægum túlkunum. Það kom vel fram í ávarpi Sigmundar Guð- bjarnarsonar, háskólarektors, á fundi um Fossvogsdalinn 6. maí (birtist m.a. í Morgunblaðinu 9. maí) að auðvelt er að mæla ríkj- andi vindáttir, auðvelt er að sýna hvernig mengun muni berast frá bflaumferð í dalnum, auðvelt er að segja nokkuð nákvæmlega fyrir um magn kolmónoxíðs frá tilteknum bifreiðafjölda á gefn- Heimir Pálsson skrifar um hraða. Um slíkar mælingar þarf ekki að efast og ef þær sannfæra einhvern er sjálfsagt að láta þær fara fram. „æskilegt“, ekki hvað sé „vís- indalega nauðsynlegt“. Þetta er skýringin á því að bæj- arstjórn Kópavogs hefur hafnað aðili er ekki til vegna þess að hann verður hlutdrægur af þeim upplýsingum sem honum eru fengnar. „Suma hluti er hœgt að rannsaka og mœla á hlutlægan mœlikvarða, aðra hluti erhægtað spá um og mœla á huglœgan kvarða. A þessu tvennu er mikill munur. “ Hins vegar er það svo að könn- un á „umderðarlegri þörf“ brautar, hvort sem er Fossvogs- braut eða einhver önnur, veltur einvörðungu á því hvaða forsend- ur eru gefnar og hvaða huglæg mörk menn setja sér til að meta hvað sé „gott“ eða jafnvel „skynsamlegt“ í umferð. Þetta sést vel ef við staðhæfum t.d. að væri gert ráð fyrir Fossvogsbraut með hámarkshraðanum 90 km yrði áreiðanlega auðvelt í reikni- líkani að sýna fram á að hún létti mjög umferð af ýmsum öðrurn götum og væri þá sjálfsagt „æski- legur“ kostur frá einhverjum sjónarmiðum. Sé hámarkshrað- inn hins vegar settur í 45 km á klukkustund snarminnkar „gagn- ið“ af brautinni fyrir þá sem búa við aðrar götur. Ötkoman veltur á því hvaða forsendur eru gefnar. Á sama hátt veltur mat manna á „æskileik“ brautar vitanlega á því hvort þeir telja endilega nauðsynlegt að komast greiðustu hugsanlega leið milli þeirra punkta sem brautin tengir. Á þetta er einvörðungu hægt að leggja huglægt mat, menn geta aðeins sagt hvað þeim finnist þeirri hugmynd um hugsanlegt sé að fela „hlutlausum“ aðila að kanna umferðarþörfina fyrir Fossvogsbraut. Þessi hlutlausi Ólafur Gíslason segir að sú af- staða bæjarstjórnar Kópavogs að telja sig óbundna af umferðar- þarfa-könnun orki tvímælis „ein- faldlega vegna þess að skipulags- mál höfuðborgarsvæðisins verða ekki leyst nema með samvinnu." Þetta er svo sem gott og blessað. En þá mega menn ekki heldur horfa fram hjá því að í Fossvogs- deilunni er tekist á út frá tveim ósættanlegum sjónarmiðum. Verði lögð hraðbraut um dalinn verður hann ekki útivistarsvœði. Verði hann útivistarsvœði verður þar engin hraðbraut. í bæjarstjórn Kópavogs hefur sú skoðun verið ráðandi, alt frá árinu 1975 að vinna skuli að „friðun hans (dalsins) fyrir bfl- aumferð." Þar með er því lýst yfir að önnur sjónarmið ráði gerðum okkar en þarfir umferðarinnar. Þess vegna virðist okkur í bæjar- stjórn Kópavogs viðhorfið til um- ferðarkönnunarinnar ekki orka tvímælis. Heimir er forseti bæjarstjórnar í Kópavogi Misskilningur í Brennidepli Athugasemd frá þingflokki Kvennalista Óhjákvæmilegt er að leiðrétta Staðreyndir málsins eru þess- herfilegan misskilning og rang- ar: í gildandi lögum eru ákvæði túlkun, sem fram kemur í Sem takmarka lánsrétt eigna- greininm „í brennidepli“ í Þjóð- viljanum 11. maí sl. Þar er m.a. fjallað um húsbréfamálið og at- kvæðagreiðslu um það á Alþingi og sagt m.a. orðrétt: „Kvennalistinn kom á óvart með því að leggja Sjálfstæðis- flokknum lið og tryggja sam- þykkt tillögu um að stóreigna- menn eigi jafnan rétt á húsnæðis- stjórnarláni og sauðsvartur al- múginn.“ Þetta er alrangt, og verður þessi skilningur blaðsins að skrif- ast á óvönduð vinnubrögð og þekkingarskort, nema að blaðið fari vísvitandi með ósannindi í pólitískum tilgangi. manna og veita þeim forgang sem eiga engar eða litlar fasteignir. Kvennalistakonur studdu þessi ákvæði dyggilega, þegar þeim var bætt inn í lögin um Húsnæðis- stofnun í árslok 1987. Það sem lagt var til í frumvarpsgreinun- um, sem nú hafa verið felldar, var frekari takmörkun á lánsrétti í al- menna kerfinu, annars vegar til eignamanna, sem að mati Hús- næðismálastjórnar hefði haft lítil sem engin áhrif, en hins vegar veruleg skerðing á lánsrétti ein- hleypinga. Sú skerðing hefði vissulega haft í för með sér sparn- að fyrir útlánakerfið, sem hefði þá nýst öðrum lánsumsækjend- um í biðröðinni, en kvennalistak- onur töldu með því gengið ómak- lega á rétt einhleypinga, sem þurfa þak yfir höfuðið eins og aðrir og eiga engu auðveldara með fjármögnun húsnæðiskaupa en aðrir nema síður sé. Þessar greinar frumvarpsins Smu húsbréfakerfinu ekkert >. Kvennalistakonur rufu því c*.ki samkomulag við ríkisstjórn- ina um framgang húsbréfakerfis- ins með stuðningi við brottfall þessara greina. Og það skal að lokum ítrekað og undirstrikað að sú afstaða leiddi ekki til annars en þess, að núgildandi takmarkanir á lánsrétti standa óbreyttar. Með þökk fyrir birtinguna. Miðvikudagur 17. maí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.