Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Leki í keraldinu Starfsmenn og lesendur Þjóðviljans standa um þessi mánaðamót frammi fyrir enn einum tímamótunum á ritstjórn blaðsins. Kollveltur í útgáfunni og ör mannaskipti við yfirstjórn Þjóð- viljans síðari ár eiga sér ýmsar ástæður sem óvarlegt er að einfalda um of, ætli vinir blaðsins og vandamenn í alvöru að vinna sig útúr vandanum. Hinsvegar er löngu kominn tími til að aðstandendur Þjóð- viljans verði samtaka um að haga útgáfunni í samræmi við ákveðnar nútímastaðreyndir. Ein þeirra er sú að íslenskt samfélag hefur á undanförnum árum og áratugum tekið miklum stakkaskiptum. Dagblaði sem reynir að feta í þau marxísku fótspor að láta sér ekki nægjaað lýsaheiminum heldursetursérjafnframt aðbreyta honum, - slíkum fjölmiðli er það jafngildi dauðadóms að taka ekki þátt í samfélagsþróuninni með innri breytingum og stöðugri endurnýjun. Á ritstjórn Þjóðviljans hefur skilningur á þessu verið fyrir hendi bæði fyrr og síðar, einsog sjá má af því að á þessum áratug - sem og hinum fyrri - hefur Þjóðviljanum tekist að ná frumkvæði og kynna nýjungar á ákveðnum sviðum og jafnvel haldið þar forystu meðal fjölmiðla um hríð. Málstaður sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar hefur átt sér traustan hljómgrunn fyrr og síðar. En faglegur styrkur á ritstjórn Þjóðviljans á ekki síðri þátt í því að áhrif blaðsins hafa verið miklu meiri en tölur um síðufjölda, mannahald og rekstrarafkomu segja til um. Baráttuhlutverk- ið sem Þjóðviljinn hefur gegnt á vegum vinstrimanna hefur við erfiðar aðstæður eflst af þeirri djörfu og fjölbreytilegu blaðamennsku sem hefur einkennt Þjóðviljann þegar best hefur látið. Blaðið hefur á þeim stundum sannað að fjölmiðill getur gert hvort tveggjá í senn, verið annarsvegar áreiðanlegur sendiboði og félagi lesenda sinna og hinsvegar beitt vopn í átökum um stjórnmál og lífsviðhorf. í þessari samtvinnan hefur falist lífsgrundvöllur Þjóðviljans. Blaðinu hefur aldrei komið til hugar að fela sig á bakvið „óhæði“ gagnvart arð- ráni, óréttlæti og atlögum að íslenskri tilveru. Hitt verða menn að gera svo vel að koma auga á: þeir tímar eru liðnir - hafi þeir nokkurntíma átt sér stað - að dagblað geti haldið trúnaði við lesendur sína og jafnframt verið einber hátalari fyrir flokksforystu, hvort sem hún er ein eða tvíein, samvirk eða margföld. Við svoleiðis blað vill enginn binda sitt trúss, - hversu glæsileg sem fortíð þess kann að vera, hvaða persónulegar og pólitískar tilfinningar sem nafn þess kann að vekja með einstaklingum og kynslóðum. Skapandi olnbogarými er forsenda árangurs í allri fjölmiðlun, og fyrir pólitískt dagblað sem í senn reynir að skilja og skýra er ritstjórnarlegt sjálf- stæði beinlínis salt jarðar. Saga Þjóðviljans hefur um þetta ýmis dæmi, bæði til eftirbreytni og viðvörunar. Þau síðustu sýna glöggt hvað hlotist getur af því að dag- blað sé haft að pólitísku bitbeini án tillits til faglegra sjónar- miða. Þjóðviljinn er um þessar mundir í rekstrarlegri kreppu, bæði af almennum og sértækum ástæðum, og eru nú uppi splunkunýjar ráðagerðir um viðreisn. Og vonandi tekst að bjarga honum frá strandi þennan ganginn. Eigi að vera hægt að beita að gagni uppí vindinn verða menn hinsvegar að ganga í það líka að breyta pólitískum aðstæðum við útgáfuna, og leysa upp það kompaní sjálf- kjörinna rétthafa sem aftur og aftur gleymir botninum uppí Borgarfirði, - með þeim afleiðingum að veruleikinn hótar nú að segja endanlega upp áskrift sinni að blaðinu. -m ímynd Islands I Brennidepli hér í Þjóöviljan- um stóð um daginn þessi klausa: „Þá hefur það og vakið blendnar tilfinningar meðal manna hérlendis að forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skuli hafa lagt sitt lóð á vogar- skálina í máli sem jafn mikill styr stendur um.“ (Og hvalveiðar Is- Iendinga.) Klippari er á þeirri skoðun að forseti íslands eigi ekki að segja opinberlega álit sitt á venjulegu stjórnmálaþrefi innanlands og utan. Öðru máli gegnir um mál- efni sem hefur áhrif á ímynd fs- lands út á við. Frú Vigdís er full- trúi fyrir þá ímynd og ef ímyndin er skrumskæld stendur ekki nær nokkurri manneskju að koma henni í rétt horf. f leiðaranum í Naturopa, tíma- riti Evrópuráðsins, bendir forseti réttilega á að við verðum að horfa á vistkerfi hafsins í heild en ekki einblína á hluta þess. Ef mann- skepnan veiðir allan fiskinn er dauðinn betri lausn fyrir stóru spendýrin í hafinu, seli og hvali, en að dragast upp úr hörgulsjúk- dómum og sulti. Stefán Snævarr Sjoarinn og stúdentinn Þannig hljóðar fyrirsögn á grein Stefáns Snævars í Alþýðu- blaðinu fyrir síðustu helgi. Hann gengur þar fram fyrir skjöldu í vörn fyrir skólamenntun og kennara sem nú eiga óvænt undir högg að sækja í samfélaginu. Og segir m.a.: Mönnum gleymist að það eru skipaverkfræðingar sem hanna þessar ryksugur hafsins sem kall- ast „nútíma togarar". Og hvar stæði útgerðin ef ekki nyti fiski- fræðinga sem finna torfurnar fyrir togarana? Margur sjóarinn, sem nú bölv- ar menntahyskinu, væri löngu uppétinn af djúpsjávarfiskum ef veðurfræðingar hefðu ekki varað hann við ofviðrum. Og ekki er nóg að skófla á land í gríð og erg; einhver verður að pranga fiskn- um inn á útlendinga. Og þá er ekki ónýtt að hafa við hlið sér fólk sem er menntað í erlendum málum.“ Látum nú vera með þetta hagnýta, en hvað með hitt? Stef- án heldur áfram: „Hafa furðufög á borð við eðl- isfræði og heimspeki nokkurt hagnýtt gildi? Ég hlýt að gjalda jákvæði við þessari spurningu, þótt ótrúlegt megi virðast. Eðlis- fræði er nefnilega forsenda tæknilegra framkvæmda og heimspekin móðir vísindanna og því amma tækninnar! ...Sigurður Þór Jónsson kenn- ari segir í nýlegri grein að rann- sókn bandarísks hagfræðings leiði í ljós að hagvöxtur í Banda- ríkjunum sé að tveim þriðju hlutum aukinni menntun þar- lendra að þakka. Og Japanir, sú þjóð sem nýtur mestrar efnahags- legrar velgengni, er jafnframt sú best menntaða." Ný gyðja Sjálfstæðismanna Sú var tíðin að amerískir for- setar áttu bestu vini sína á Morg- unblaðinu. Jafnvel Nixon, sá armi þrjótur, átti vini þar lengur en nokkurs staðar annars staðar. Járnfrúin breska, Margrét Thatc- her, sem á nú við mikla andúð að etja í landi sínu vegna þess hvern- ig hún gengur yfir fólk af fullkomnu tillitsleysi, getur hugg- að sig við að á íslandi á hún vin- konu og aðdáanda svo heitan að jaðrar við tilbeiðslu. Það er Guð- rún Zoéga verkfræðingur sem skrifar lofgrein um Margréti, undir því yfirskini að hún sé að skrifa um Sjálfstæðisflokkinn í nútíð og framtíð, í Voga, blað Sjálfstæðismanna í Kópavogi. „í Bretlandi hafa orðið þvílík umskipti undir forystu Margrétar Thatcher, að aðdáun og undrun vekur,“ segir Guðrún. En hlýtur það ekki að fara eftir frá hvaða sjónarhóli er litið? Varla eru þeir fullir undrunar og aðdáunar atvinnuleysingjarnir sem skipta miljónum í Bretlandi. Fjöldi þeirra jókst hrikalega einmitt upp úr 1979 þegar Margrét tók við. Á fyrstu stjórnarárum henn- ar varð mesta hrun í efna- hagsmálum Breta frá lokum síðari heimsstyrjaldar og bein af- leiðing af því var atvinnuleysið. Varla eru þeir heldur agndofa af aðdáun - þótt kannski séu þeir hissa - útigangsmennirnir sem sofa undir járnbrautarbrúm í Lundúnaborg tugþúsundum saman, undir pappírsdruslum eða inni í hrófatildrum úr kössum niðri við Themsá. Töluverður fjöldi þeirra á ekki í aðra staði að venda eftir að þeir misstu hús- næði á vegum ríkisins, vegna þess að Margrét losaði sig við fólk sem ekki gat keypt ríkisíbúðir. Það kallar Guðrún „að stuðla að því að fleiri eignist eigin íbúðir". Fjöldi þessara útigangsmanna eru sjúklingar sem Margrét hefur rekið út á götu og lokað sjúkra- húsunum sem þeir voru á. Eink- um hefur hún verið dugleg að loka geðsjúkrahúsum og vísa þeim sem þar dvelja út á guð og gaddinn. Ætli það sé ekki það sem Guðrún kallar að leggja áherslu á „ábyrgð, frelsi og hagsmuni einstaklingsins"? Guðrún segir að verðbólga í Bretlandi hafi verið 21% árið 1980 en 3-5% á ári síðan 1983. Sönnu nær mun vera að verð- bólgan hafi verið um 10% þegar frúin tók við og hangi nú í kring- um 8%, sem er mun hærra en meðaltalið er í Efnahagsbanda- lagslöndunum. Hinu neitar eng- inn að Margrét hafi verið góð við sína, væn við uppana og peninga- fálkana, meðal annars með því að „brjóta á bak aftur ofurafl verka- lýðsfélaganna“ eins og Guðrún þakkar henni fyrir. Og Guðrún lýkur lofræðunni um Möggu á þessa leið: „Hún missir aldrei sjónar á takmarkinu og hvikar ekki frá því sem hún telur vera rétta leið. En fyrir henni er leiðin að markinu jafnframt takmark í sjálfu sér. Hún er ekki gefin fyrir málamiðl- anir, en berst fyrir sannfæringu sinni. Síðast en ekki síst, þá stendur hún við loforð sín. íslenskir stjrírnmálamenn geta margt lært af Margréti Thatc- her.“ En vonandi gera þeir það ekki. Engin göt „Engin göt eru á ósonlaginu yfir Grænlandi samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum rannsóknar sem danska veðurstofan hefur staðið fyrir þar í landi,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þó að klippari sé að klippa sitt síðasta klipp er honum huggun að því að ekki skuli þó vera göt á ósonlaginu yfir Græn- landi. SA Þjóðviljinn Síöumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Aftrir blaftamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmda8tjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórí: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. ' Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Erla Lárusdóttir ■elft8lu-ogafgrel&8lust|óri:Björn Ingj Rafnsson. eiftsla: Halla Pálsdóttir. HretnaMagnúsdóttir. telmtumaður: Katrín Báröardóttir. ivrsla, afgreiftsla, ritstjórn: imula 6, Reykjavfk, simar: 681333 & 681663 ilvsinaar: Síðumúla6,símar681331 og 681310. Ver A f lausasölu: 90 kr. Nýtt HelgarblaA: 140 kr. Áskrlftarveröámánuftl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 1. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.