Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 12
Elín V. Guðlaugsdóttir í skóla lífsins Ég vona þaö. Annars er íslensk veðrátta óútreiknanleg. Ég spái ekki snjóléttu sumri, þaö verður annaðhvort mikill snjór eða eng- inn. Lára Ómarsdóttir vinnur á barnaheimili Já, það er örugglega komið. Ég er bjartsýn og spái mjög góðu sumri. —■SPURNINGIN— Heldur þú aö sumariö sé komið? Garðar Jónsson skrifstofumaður Já, það er komið. Ég spái sól í allt sumar, það er nauðsynlegt eftir þennan leiðinlega vetur. Daníel Ingi Pétursson ófaglærður fóstri Ég efast um það. Það var kannski sumar í gær, en í fyrradag var rigning og það verður örugglega rigning á morgun. Ég held að það sé ekkert útlit fyrir sumar. Sólborg Sigurðardóttir húsmóðir Ég efast nú um að það verði nokkurt sumar. En við skulum samt segja að það sé komið, og ef svo er þá verður það kalt. þJÓÐVILIINN Fimmtudagur 1. júní 1989 97. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN coi 0/10 Á LAUGARDÖGUM 681663 Bókmenntir Þórbergur brotinn til mergjar Félag áhugamanna um bókmenntirþingar um Þórberg Þórðarson. Pétur Gunnarsson: Nýbirtefni gefur tilefni til að skoða öll verk hans í nýju Ijósi. Leikfélag Hornafjarðar sýnir úr Sálminum um blómið Alaugardaginn verður haldið málþing um Þórberg Þórðar- son í Súlnasal Hótel Sögu. Það hefst kl. 10 um morguninn og stendur til kl. 18. Félag áhuga- manna um bókmenntir boðar til þingsins en það er opið öllum sem áhuga hafa. Aðalerindi á þinginu eru þrjú: Sigfús Daðason talar um „Sveiflur og jafnvægisleit", Ást- ráður Eysteinsson um „Atrúnað og endurfæðingu" og Porsteinn Gylfason nefnir erindi sitt „Hundrað og eitt ár“. Auk þeirra halda sex aðrir styttri erindi. Pétur Gunnarsson rithöfundur er einn af stjórnarmönnum í Fé- lagi áhugamanna um bókmenntir og var spurður um tildrög þings- ins. „Félag áhugamanna um bók- menntir hefur haldið stórfundi á hverju vori síðan það var stofn- að,“ svaraði Pétur. „Fyrst var haldið málþing um Halldór Lax- ness, svo um Málfríði Einarsdótt- ur og núna um Þórberg Þórðar- son. Þó að aldarafmælið hafi lagt tilefnið upp í hendurnar á okkur vildum við ekki halda þingið á afmælisdaginn heldur í lok starfs- ársins eins og við höfum gert und- anfarin ár. Það er ekki lítið skemmtilegt að fá að brjóta Þórberg til mergj- ar og þarf ekkert afmæli til. Hann hefur verið að framkallast á nýj- an hátt fyrir augum okkar undan- farið, ekki síst vegna efnis sem hefur komið út eftir að hann lést. Menn höfðu spurt sig: Hvernig debúterar maður með snilldar- verki eins og Bréfi til Láru? Núna vitum við að hann var búinn að skrifa mikið áður en Bréfið kom út. Úrval úr því hefur verið að koma út undanfarin ár. Sigfús Daðason gaf út Ólíkar persónur með þýðingum og palla- dómum sem Þórbergur skrifaði m. a. í handskrifuð blöð Ung- mennafélagsins í Reykjavík. í bókunum Ljóri sálar rninnar og Mitt rómantíska œði eru kaflar úr dagbókum hans og sendibréfum, allt er þetta skrifað áður en Bréf til Láru kom út og sýnir vel þróun Þórbergs sem persónu og rithöf- undar." Hvað er svona nýtt í þessu? „Það sem opinberast fyrir okk- ur í þessum bókum er sálarkrepp- an sem hann komst í eftir að hann kom unglingur úr Suðursveit til Reykjavíkur. Paradísarmissir hans. Engan hafði órað fyrir erf- iðleikunum sem hann átti við að etja, þeir voru svo miklu stækari en hann dregur upp í Ofvitanum. Sannkallaður hreinsunareldur. Þess vegna gefa þessi nýbirtu verk tilefni til að skoða Þórberg alveg upp á nýtt, allt sem hann skrifaði. Annars langar mann auðvitað alltaf til að hitta fólk og krúnka um Þórberg. Hann er rithöfund- ur af þeirri stærð að það er hve- nær sem er hægt að setjast niður og fjalla um verk hans.“ Það er stíf dagskrá allan daginn hjá ykkur. „Já, mörg fróðleg erindi. Svo kemur Egga la, Helga Jóna Ás- bjarnardóttir, söguhetja Sálmsins um blómið, og talar um hjónin á Hringbraut 45. Okkur er sérstök ánægja að fá að hlusta á hana og líka leikara Leikfélags Horna- fjarðar sem sýnir atriði úr Sálm- inum um blómið í leikgerð Jóns Hjartarsonar. Þessi sýning var rómuð fyrir austan og hér gefst einstakt tækifæri til að sjá hluta af henni í Reykjavík. Enn eitt sem ég vil sérstaklega nefna er kvikmynd Ósvaldar Knudsen um Þórberg sem þarna verður sýnd. Hún gefur heillega mynd af hversdagslífi Þórbergs á Hringbrautinni, en fólk á mínum aldri sem sá hana í skóla man sér- staklega eftir atriðinu þegar Þór- bergur baðar sig nakinn í fjör- unni.“ Sömu aðilar og standa að þing- inu hafa látið gera veggskjöld með nafni Þórbergs til að minna á veru hans í húsinu við Hringbraut 45. Hann verður settur þar upp í dag. Þátttökugjald fyrir allan dag- inn á málþinginu er kr. 1500 (1300 fyrir félagsmenn) og eru þá innifaldar kaffiveitingar og há- degisverður. Fyrir hálfan dag greiða menn 600 kr. og fá þá bara kaffi. Mál og menning, og Styrkt- arsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur standa að þinginu með Félagi áhuga- manna um bókmenntir. Mennta- málaráðuneytið styrkir för leikhópsins frá Hornafirði. Skráningarsími á þingið er 15199. SA Dagskrá málþings um Þórberg Þórðarson 10.00 Soffía Auður Birgisdóttir setur þingið 10.15 Sigfús Daðason: Sveiflur og jafnvægisleit 11.00 Pétur Gunnarsson: Þórbergur og skáldsagan 11.20 Helgi Sigurðsson: Hann gekk þá ekki framhjá 11.40 Helga Jóna Ásbjarnardóttir: Á Hringbraut 45 12.00 Kvikmynd Ósvaldar Knudsen um Þórberg 12.15 Matarhlé 13.30 Leikfélag Hornafjarðar: Atriði úr Sálminum um blómið 14.00 Ástráður Eysteinsson: Átrúnaður og endurfæðing 14.45 Sigurður Þór Guðjónsson: Var Þórbergur ofviti í alvörunni? 15.00 Kaffihlé 15.30 Þorsteinn Gylfason: Hundrað og eitt ár 16.15 Þórir Óskarssorr. Þórbergur Þórðarson og ritið íslensk stílfræði 16.30 Guðmundur Andri Thorsson: Grunntónn tilverunnar 17.00 Pallborðsumræður undir stjórn Árna Sigurjónssonar 18.00 Þingslit Fundarstjóri: Soffía Auður Birgisdóttir ■1 ■■■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.