Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.06.1989, Blaðsíða 2
Magnúsarmál Þagnargildi um heimild Borgardómur úrskurðaði í gær að fréttamanni útvarps bæri ekki að gefa upp hver væri heimildar- maður að frétt Ríkisútvarpsins um áfengiskaup Magnúsar Thor- oddsens fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Lögmaður Magnúsar, Jón Steinar Gunnlaugsson, óskaði eftir úrskurði dómsins eftir að fréttamaður útvarps, Arnar Páll Hauksson, neitaði að gefa upp heimild sína fyrir fréttinni. Jón Steinar lýsti því yfir að hann myndi ekki áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar, því slíkt myndi tefja mjög fyrir framgangi máls- ins, þar eð endurskipa yrði Hæst- arétt. -Ig. FRETTIR Heimavarnarliðið Þjóðleg andspyma æfð Sjálfsprottin hreyfingþjóðlegra andspyrnuafla gegn yfirgangi erlends hers á íslandi boðar til œfinga seinni hluta júnímánaðar á sama tíma og Bandaríkjaher heldur herœfingar sínar. Soffía Sigurðardóttir: Okkur að mæta ef herinn æfir utan girðingar arkmiðið með þessum að- gerðum er að sporna við þeirri gegndarlausu hernaðar- uppbyggingu sem hér fer fram og sem aldrei hefur verið meiri en einmitt núna. Jafnframt er hér um ákveðna stefnubreytingu að ræða í baráttu herstöðvaand- stæðinga sem felst í því að nú beinum við spjótunum beint gegn hernum í stað þess að leggja höf- uðáherslu á að vekja athygli al- mennings á þessu ófremdar- ástandi og mótmæla afstöðu stjórnvalda. Þá er það á hreinu að ef herinn ætlar sér að æfa fyrir utan þau svæði sem honum eru merkt, þá er okkur að mæta, sagði Soffía SigurÖardóttir hjá Heimavarnarliðinu. Heimavarnarliðiö, sem er sjálfsprottin hreyfing þjóðlegra andspyrnuafla gegn yfirgangi er- s,rpU^USAN m,nisters i hCE DES MINISTRES EUROPÉE for sport LES DU SPC Svavar Gestsson stýrir fundi íþróttamálaráðherra Evrópuráðsins á Kjarvalsstöðum. Mynd: Þóm. Iþróttir Ráðheirafundurinn hafinn Fulltrúar 29 landa þinga á Kjarvalsstöðum r Igær hófst á Kjarvalsstöðum fundur íþróttamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins. Fundinn sækja fulltrúar allra ríkjanna, þar af 17 ráðherrar, auk fulltrúa Póllands og Ung- verjalands sem ekki eru í Evrópu- ráðinu. 1 gær var ma. rætt um efnahags- legt mikilvægi íþrótta og sérstöðu smáþjóða í þeim efnum. Þá verð- ur á fundinum rætt um aðgerðir varðandi ofbeldi á kappleikjum, sérstakan sáttmála um lyfjanotk- un íþróttamanna og önnur mál sem efst eru á baugi á íþróttasvið- inu. Svavar Gestsson er ráðherra íþróttamála hér á landi, en al- gengt er að menningarmálaráð- herra fari einnig með íþróttamál- in. Svavar er fundarstjóri á Kjar- valsstöðum en ásamt honum hafa Reynir G. Karlsson og Erlendur Kristjánsson annast undirbúning fundarins í samvinnu við utan- ríkisráðuneytið og Evrópuráðið. -þóm lends hers á íslandi, hefur boðað til námskeiðs til að æfa and- spyrnu gegn bandaríska hernum hér á landi. Þegar er fólk farið að skrá sig til þátttöku og er búist við miklu fjölmenni. Þó er hætt við að færri komist að en vilja því takmarkaður fjöldi kemst á hverja æfingu. Þá kemur Dagfari út á næstunni í 10 þúsund ein- tökum og verður blaðinu dreift í sem flest hús á landinu. Æfingarnar verða seinni part- inn í júní og byrja með mótmæl- aaðgerðum þann 17. og 20. júní, sama dag og Bandaríkjaher byrj- ar sínar heræfingar, mun Heima- varnarliðið mótmæla þeim sem næst vettvangi og þann 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, lýkur mótmælunum með blaða- mannafundi. Æfingar Heimavarnarliðsins verða ma. á ströndinni milli Stafness og Hafna og verður þá látið reyna á umgengnisrétt og stöðu íslenskra náttúruverndar- laga gegn bandarískum her- lögum. Einnig verður kannaður ýmis herbúnaður við ströndina td. ratsjárstöð og SOSUS - stöð. Ennfremur verða lýsingar og kort af varnarsvæðum bornar saman við girðingar hersins. Æfingar verða einnig í Helgu- vík, umhverfis Rockville og rat- sjárstöðina H -1. Þá verður hern- aðarskrani safnað í hauga og fylgst verður með viðbrögðum hermanna og vallarlögreglu við þessum þrifnaðaraðgerðum og við umferð við girðingar. Ein æf- ing verður við girðingar setuliðs- ins kringum austurhluta her- stöðvarinnar á Miðnesheiði frá Höfnum að Grænási. Skoðaðar verða orkuveituæðar inn til stöðvarinnar, girðingar, horn- staurar, vegir og hlið. Einnig verður æft við Grindavík. Staðs- etningar og hlutverk fjarskipta- stöðva verða athugaðar og fyrir- huguð varastjórnstöð hersins skoðuð. -grh Það er nóg að gera þessa dagana við flokkun á tómötum hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna. Tómatar lækka í verði Á sama tíma og flestar landbúnaðarvörur hækka allverulega, lækka tómatar í verði. Hér er um ársbundna niðursveiflu í verði að ræða, þar sem mest framboð er af tómötum á þessum tíma. Frá því í aprfl hefur hvert kg af tómötum lækkað í heilsölu úr 410 kr. í 149 kr. eða um 64%. Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru góðar horfur um uppskeru í sumar og jafnvel búist við að hún verði meiri en í fyrrasumar. 5. þing KÍ hefst í dag Fulltrúaþing Kennarasambands íslands, það fimmta í röðinni, hefst í dag og stendur fram á laug- ardag. Þingið munu sitja um 170 fulltrúar en aðalumræðuefni þingsins að þessu sinni eru kjara- mál og kjarabarátta, endur- skoðun á skólastefnu sambands- ins, samstarf Kf og HÍK auk um- ræðna um skólamál, skólaþróun, sérkennslu og fleiri mál. Um 3500 félagar eru í KÍ, en fulltrúaþing sambandsins er haldið annað hvert ár. Núverandi formaður KÍ er Svanhildur Kaaber. Opið svæði fyrir utilistaverk Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa lagt til að menning- armálanefnd borgarinnar verði falið að koma upp svæði eða svæðum fyrir sýningar á útilista- verkum í höfuðborginni, þar sem listamönnum bjóðist að sýna verk sína tímabundið. Gerir til- lagan ráð fyrir að leitað verði eftir samvinnu við Myndhöggvarafé- lag Reykjavíkur um val á svæði og tilhögun sýninga. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi borgarstjórnar í dag. Þórbergs skjöldur í dag kl. 11 árdegis verður af- hjúpaður minningarskjöldur um Þórberg Þórðarson. Athöfnin verður við Hringbraut 45 í Reykjavík þar sem skáldið bjó lengstum. Það er Félag áhuga- manna um bókmenntir sem stendur fyrir uppsetningu skjald- arins. Hreinsað í Firðinum Gaflarar ætla að taka til hendinni í næstu viku en þá fer fram árleg hreinsunarvika í Firðinum. Starfslið Vinnuskólans mun að venju vera bæjarbúum innan handar og fjarlægja allt rusl, en takmarkið er hreinn bær fyrir há- tíðahöldin 17. júní. Hafskipskærur halda Hæstiréttur hefur synjað kröfum 11 forsvarsmanna Hafskips og Útvegsbankans um að ákærum sérskipaðs saksóknara í málinu verði vísað frá dómi. Áður hafði Sakadómur Reykjavíkur komist að sömu niðurstöðu. Málið verð- ur því tekið upp að nýju þar sem frá var horfið í Sakadómi, en ákveðið hefur verið að vitna- leiðslur og dómsrannsókn hefjist í haust að loknu réttarhléi. Rætt um veiru- sykingu í heila f dag hefst í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna þar sem fjallað verður um veirur og mannsheilann, en ráðstefna þessi er haldin á vegum norrænna taugameinafræðinga. Alls sitja um 160 ráðstefnuna frá 16 löndum. Meginumfjöllunar- efni eru veirusýkingar og hvernig nota má veirur í tilraunum til að kanna þróun og gerð heilans og einnig verður sérstaklega fjallað um svonefndar retroveirur en til þeirra teljast m.a. eyðniveiran og visnuveiran. Sumaráætlun hjá SVR Að venju gengur sumaráætlun Strætisvagnar Reykjavíkur í gildi í dag 1. júní. Helstu breytingar eru þær að vagnar á leiðum 2-12 aka nú á 20 mínútna fresti frá 7 til 19 en akstur á kvöldin verður óbreyttur og vagnar á leiðum 13 og 14 aka á 60 mínútna fresti kvöld og helgar en akstur þeirra á öðrum tímum verður óbreyttur. Áskriftarverð hækkar Frá og með 1. júní hækkar á- skriftarverð Þjóðviljans og verð- ur kr. 1.000. Verð Þjóðviljans í lausasölu verður kr. 90. Verð Nýs helgar- blaðs í lausasölu verður kr. 140. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.