Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Verðhækkunum mótmælt Mörgþúsund manns komu saman á Lækjartorgi í fyrradag að hvatningu ASÍ og BSRB til að mótmæla þeim verðhækkunum sem yfir hafa dunið á síðustu dögum á ýmsum nauðsynjum - og búvöruhækkanir eru á leiðinni. Forystumenn samtaka launamanna voru harðorðir um þess- ar hækkanir á fundinum. Ásmundur Stefánsson komst svo að orði, að með þeim hefði ríkisstjórnin brugðist þeim fyrirheitum um viðspyrnu gegn verðhækkunum sem gefin voru fyrir skemmstu þegar samið var við verkafólk og ríkisstarfsmenn. Hann sagði að grundvöllur samninganna væri að hrynja og það yrði að knýja ríkisstjórnina til að taka mark á eigin fyrirheitum. Ekkert er eðlilegra en þessi mótmæli: til þeirra er stofnað af þeim sem töldu sig sýna raunsæi og tillit til efnahagsaðstæðna í kröfugerð og samningum ( og voru flestir á því máli nema Sjálfstæðismenn sem töldu alla samninga vonda sem minnstu kauphækkanirhefðu íförmeð sér). Og þá viljaþeirvitanlegaað stjórnvöld standi við sinn hluta samninga sem gerðir hafa verið. Ráðherrrar ríkisstjórnarinnar verja sig með ýmsum hætti: þeir vísa á erlendar hækkanir, á óviðráðanlega sjálfvirkni í verðlagsmálum landbúnaðar - fyrir utan það að þeir leggja annan skilning í fyrirheit sín en oddvitar ASÍ og BSRB. Vitan- lega hafa þeir tölvert til síns máls og ekki mikill fengur í því að grípa enn og aftur til þeirrar klisju, að ríkisvaldið sé alltaf fyrst og síðast fjandsamlegt launafólki. Stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar geta og tilfært ýmislegt henni til réttlætingar - bæði það sem gert er til að koma í veg fyrir hrun atvinnuveganna og svo blátt áfram það, að allir ættu von á verri og harðari aðgerðum ef hægristjórn færi hér með völd. En slíkt tal vekur takmarkaða pólitíska hrifningu, að ekki sé meira sagt. Verðhækkanir í kjölfar kjarasamninga eru vissu- lega ekki nýmæli á (slandi og til of mikils mælst að vinstristjórn get kippt úr sambandi öllum gangvirkjum sem því ráða. En það sem þá á skortir er að stíga um leið þau skref sem sannfæra almenning um að eitthvað annað sé á ferðinni en nauðungar- víxláhrif kaupgjalds og verðlags, eitthvað sem um munar fyrir þá sem verst eru settir, einhver trúverðug áhlaup séu gerð á Ijósfælinn gróða þeirra sem hagnast hafa á reyfaralegu efna- hagsástandi liðinna missera. Að þessum hlutum vék ögmund- ur Jónasson í sinni ræðu á Lækjartorgi: hann sagði að auðvitað mætti finna skýringar á öllum verðhækkunum: „þeirra skýringa má leita í efnahagsreikningum olíufyrirtækja, skipafélaga, flugfélaga og okurfyrirtækja. En heimilin hafa líka sína efna- hagsreikninga og þá má einnig útskýra". Og þar með er Ogmundur kominn að því sem miklu varðar: fólk ætlast til þess af stjórn sem kennir sig við félagshyggju að hún taki mun meira mark á „útskýringum" heimilanna en þeirra sem fara með auð og vald fyrirtækja. Það er ekki síst þess vegna sem svo mikill fjöldi fólks var saman kominn til mótmæla á Lækjartorgi í fyrradag - fólki er ekki eins heitt í hamsi við íhaldsstjórn, eins þótt hún geri miklu verri hluti, og við „sína menn“. Til (Deirra sem telja sig stjórna í anda félagshyggju eru gerðar mun meiri kröfur - eins og sjálfsagt er. Sjómannadagur Á sjómannadegi eru menn minntir á margt: bæði á það sem ekki breytist: mikilvægi þeirrar stéttar sem dregur mesta björg í bú og svo gjörbreyttar forsendur sjávarútvegs í landinu. Við upplifum þá þverstæðu að góð aflabrögð vekja ugg um það hvað tekur við þegar kvótar ársins eru full nýttir. Hvergi sjáum við betur takmarkanir hefðbundinnar samkeppni, hvergi betur nauðsyn jákvæðrar „skipulagshyggju" um þjóðarnauðsyn en í íslenskum fiskveiðum. Og eitt nærtækasta verkefnið hlýtur þá að vera það fyrirkomulag veiða sem tryggir sjómönnum og sjávarplássum sem jafnasta dreifingu verkefna yfir allt árið. Þjóðviljinn sendir sjómönnum um land allt sínar bestu árnað- aróskir. ÁB. KLIPPT OG SKORIÐ nPnHSnBRMWt \ v3 ■ t i| *yi ■ 1 11 «•> v ^r| í ii m & -'fe? ■' WQjx | ■ Spilling hér og þar Pað er skrýtið með spillinguna: það er eins og þjóðarsálin hafi margskonar næmi gagnvart henni. Einna minnst er næmið gagnvart skattsvikum eins og margir munu við kannast. Vitan- lega reiðast menn skattsvikum og tala margt miður fagurt um þá sem „alltaf skjóta sér undan því að leggja sitt af mörkum til sam- félagsins“. En því miður: það er oftar en ekki einhver holur hljómur í þeirri reiði. Talið allt eins og einum um of afstrakt. Stundum grunar þann sem hlust- ar, að sá sem reiðist skattsvikur- um sé í rauninni sjálfum sér gramur fyrst og fremst. Fyrir það að vera ekki eins sniðugur og aðr- ir í þeirri list að koma sér undan ti'und. Þegar meiriháttar óreiða er uppi í kringum stórfyrirtæki, þá eru menn líka eins og vankaðir í sínum vangaveltum um fjármál- aspillingu. Um þetta eru mörg dæmi og það frægasta finnum við vitanlega í Hafskipsmálinu, sem enn er að sigla um dómkerfið og veit enginn hvenær slíkt mál nær landi eða hvort það gerist. Stund- um eru upphæðirnar sem fjallað er um eitthvað svo ónotanlega háar, að menn átta sig ekki á þeim, þær fara einhvernveginn fyrir ofan garð og neðan. Síðan reynist gjalþrotakörlum jafnan auðvelt að sveipa um sig geysi- þykkum þokumekki á einhvers- konar bókhaldsskollaþýsku, svo að sakleysingjarnir Jón og Gunna, foreldrar þjóðarsálarinn- ar, sjá ekki handa sinna skil. Ó þá náð að eiga flösku En þegar kemur að brenni- vínsspillingunni, þá eru allir með á nótunum. Allir sjá fyrir sér fyrirhafnarlaust flöskuna sem ekki þurfti að borga fyrir nema tíunda eða sjöunda hluta þess sem hún kostar frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Það liggur við að þeir geti farið höndum um hana í andanum, skrúfað af henni tappann og teygað í sig sæluna „á kostnaðarverði“. Slíkur mögu- leiki er einhversstaðar í námunda við þær hugmyndir sem okkar elskuleg þjóð gerir sér um himna- nki - og þá ekki bara það himnar- íki sem er eins og ókeypis Spánar- ferð án allra timburmanna. Þið munið hvernig menn ortu um eilífðarsæluna hér á fyrri öldum: kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt... Skefjalaus söfnun Þess vegna brugðust menn við hart þegar upp komst um stór- felld áfengiskaup forseta Hæsta- réttar, um það að hann dró hátt á annað þúsund flöskur í bú undir þeim formála að hann væri hand- hafi forsetavalds nokkra daga. Almenningsálitið hefur reyndar brugðist svo hart við, að þau málaferli sem nú fara fram yfir Magnúsi Thoroddsen, hvemig sem þeim lýkur, geta aldrei leitt til refsingar sem kemst í hálfkvisti við þá illu frægð. í málflutningi ríkislögmanns er farið hörðum orðum um hegðun hins ákærða eins og vonlegt er. Þar segir m.a. um áfengiskaup forseta Hæstaréttar: „Þessi skefjalausa söfnun áfengis væri sjálftaka hlunninda sem væri með öllu óþekkt innan ríkiskerfisins. Ekki hefði verið sett ákveðið hámark á úttektir en æðstu embættismönnum treyst til að gæta hófs.“ Virðingastigi syndanna Hér er rétt að nema ögn staðar. Málsóknin byggist mjög á því, að mál Magnúsar sé einstakt í sinni röð vegna þess hve langt hafi ver- ið gengið í að misnota ákveðin fríðindi. Málsvörnin byggist svo öll á því, að fjöldi annarra manna, bæði kollegar Magnúsar (þótt þeir séu ekki nafngreindir beinlínis) og svo ýmsir ráðherrar, séu hér um bil jafnsekir vegna þess að þeir hafi einnig umgengist sín fríðindi með vafasömum hætti. Út úr þessu hefur reyndar orðið undarlegt karp í blöðum, þegar t.d. einn af dálkahöfund- um Tímans geisar tölvert yfir því, að verjandi Magnúsar Thorodd- sen láti að því liggja að öngvir ráðherrar drekki brennivín aðrir en Framsóknarmenn! Sækjandi málsins vill skilja forseta Hæstaréttar mjög greini- lega frá ráðherrum í sínum mál- flutningi. Hann segir m.a.: „Það breytti engu hvort ráð- herrar hefðu veitt áfengi á kostn- aðarverði í afmælum sínum eða við önnur tækifæri þar sem þeir hefðu ræktað nauðsynleg tengsl ráðherra víðs vegar að úr þjóðfé- laginu. Slkar væru þeirra skyldur og þeir bæru ábyrgð gagnvart kjósendum og alþíngi." Gáum að þessu. Rétt og rangt Víst má segja að ráðherrar og forsetar Hæstaréttar séu ekki með öllu í sama báti í áfengismál- um. En það sýnist engu að síður mikill óþarfi að gera mikið úr þeim mismun og teygja sig jafnvei svo langt að maður gæti haldið að það væri „skylda" ráð- herra að halda svo miklar afmæli- sveislur að ríkið „yrði“ að niður- greiða þær með sérstökum innkaupaaðferðum. Það skiptir mestu í öllum þessum málum, sem haft er eftir sækjanda í máli ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thor-- oddsen í þeirri ítarlegu frásögn sem Morgunblaðið hefur birt af málflutningi, en það er þetta: „Ámælisvert hefði verið að nýta heimildina með þeim hætti sem Magnús gerði. Það hefði far- ið í bága við hugmyndir fólks um muninn á réttu og röngu.“ Einfalt og dagsatt. Fólk er, þrátt fyrir allt, ekki alveg búið að gefa það upp á bátinn að unnt sé að gera mun á réttu og röngu. Skiptir ekki höfuðmáli hve oft og lævíslega menn ganga fram hjá þeirri viðleitni með allskonar sið- ferðilegum afstæðisbrellum. Og það er alveg ljóst, að fólk telur misnotkun opinberra aðila á fríðindum, „sjálftaka hlunn- inda“, sé blátt áfram röng. Og við því mati almennings er í rauninni ekki til nema eitt svar: að setja ótvíræðar reglur um alla opin- bera risnu. Og fara eftir þeim. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- fmnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustióri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrtftarverö á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.