Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1989, Blaðsíða 7
S J ÓM ANN AD AGURINN Grindavik Sjómannastofan 10 ára Aðeinsþrjársjómannastofurstarfrœktará landinu. I Grindavík, ísafirðiog íNeskaupstað. Félagsheimilifyriraðkomusjómenn og vertíðarfólk. Sjómannadagsblað ífyrsta sinn Þótt einkennilegt megi virðast munu aðeins vera starfræktar þrjár sjómannastofur á landinu öllu. Þær eru í Grindavík, ísafirði og í Neskaupstað. Á sjómanna- daginn í ár verður Stofan í Grindavík 10 ára. Ákvörðun um byggingu hennar var tekin á fundi í félagsheimilinu Festi 1977 og hún síðan vígð á sjómannadaginn 1979. Húsið er um 300 fermetrar að stærð og þar er pláss fyrir 100 - 150 manns. í Sjómannastofunni er aðstaða fyrir bað- og snyrtingu og þar er að finna einu almenningssalernin í bænum. Rekstur sjómannastof- unnar er leigður út og er boðið upp á hádegis- og kvöldmat. Jafnframt er þar aðstaða til að horfa á sjónvarp, taka í spil, tefla og annað til afþreyingar. Jafn- framt er það aðstaða fyrir félags- starf og fundi fyrir Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem stofnað var 21. október 1956. hefur Jón Guðmundsson haft hann með höndum. Athvarf fyrir aðkomumenn Ástæðan fyrir byggingu sjó- mannastofunnar í Grindavík sem og á ísafirði og í Neskaupstað er fyrst og fremst sú að veita aðkom- usjómönnum sem og öðru vertíð- arfólki athvarf í landlegum. Á fyrstu starfsárum sjómannastof- unnar í Grindavík var fjöldi að- komufólks á vertíð mun meiri en hann er í dag og eins hefur skipum sem landa eða gera út frá bænum fækkað að mun. í upphafi töldu þeir svartsýn- ustu að sjómannastofan mundi fljótlega breytast í einhverskonar drykkjubúllu en reyndin hefur verið önnur. Umgengni um hana hefur verið afar góð enda hefur rekstur hennar verið undir styrkri stjórn Jón Guðmundssonar. Þá hefur viðhaldskostnaður verið í lágmarki í gegnum árin. Fyrirmyndin sótt til Norðfjarðar Að sögn Hinriks Bergssonar sem var einn af driffjöðrunum fyrir byggingu sjómannastofunn- ar í Grindavík, má rekja fyrir- myndina að byggingu hennar til þeirrar sem er í Neskaupstað. Þar var oft á tíðum margt um mann- inn eystra á sfldarárunum og urðu þeir hrifnir af henni. Síðan var það spuming sem grindvískir sjó- menn veltu fyrir sér í nokkurn tíma hver ætti að standa fyrir byggingu Sjómannastofu í Grindavík. Á endanum þótti ekki annað sýnt en að Sjómanna- og vélstjórafélagið tæki það að sér ef hún ætti að verða að veru- leika. Að vísu voru skiptar skoð- anir um það meðal félagsmanna hvort svo ætti að vera en á enda- num var ákveðið að fara út í byggingarframkvæmdir og í fyrs- tunni sá félagið um rekstur henn- ar. En undanfarin ár hefur rekst- urinn verið leigður út og lengst af DAGVI8T BARNA Forstöðumaður Dagvist barna auglýsir lausa stööu forstöðu- manns á nýtt skóladagheimili við Rangársel. Umsóknafrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. það um 50 síður að stærð og hefur gengið mjög vel að safna efni í blaðið sem og auglýsingum. í Grindavík sem og annars staðar hafa afþreyingarmiðlar nútímans tekið sinn toll en engu að síður hefur verið mjög góð mæting á hátíðahöld sjómanna- dagsins í Grindavík þó svo erfitt hafi verið á stundum að fá fólk til að taka þátt í skemmtiatriðum dagsins. Engu að síður er alltaf fyrir hendi ákveðin eftirvænting meðal bæjarbúa eftir því sem nær dregur sjálfum deginum og nær hápunkti þegar hann rennur upp. Enda ávallt verið mikið metnað- armál allra að framkvæmd hans sé eins og best verður á kosið. -grh Hinrik Bergsson var ein af driffjöðr unum fyrir byggingu Sjómanna stofunnar í Grindavíkfyrir 12 árum. Mynd: Jim Smart. Eins og gefur að skilja var rekstur stofunnar þungur fyrstu árin en undanfarin ár hafa þessar þrjár sjómannastofur verið inni á fjárlögum og nemur sú upphæð í ár 680 þúsund krónum. Með því að setja stofuna inná fjárlög viðurkennir ríkið mikilvægi hennar sem nokkurskonar félags- heimilis fyrir sjómenn. Fyrsta Sjó- mannadagsblaðið Sjómannadagurinn hefur verið frá í 1946 og í fyrstu voru það íþrótt- afélagið í bænum og björgunar- sveitin sem höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd hans. Frá þeim tíma og tii dagsins í dag hafa hátíðahöld dagsins fall- ið niður tvisvar sinnum vegna hörmulegra sjóslysa. í ár stendur Sjómannadagsráð í fyrsta sinn fyrir útgáfu sérstaks sjómannadagsblaðs undir forystu Björns Gunnarssonar. Verður TILKYNNING TIL EIGENDA GENGISBRÉFA Forsvarsmenn Hagskipta hf. hafa óskað eftir því að Fjárfestingarfélag íslands hf. taki við rekstri Verðbréfasjóðs Hagskipta hf. Heildarverðmæti sjóðsins er nú samtals 28.7 milljónir króna. Að höfðu samráði við bankaeftirlit Seðlabanka Islands hefur Fjárfestingarfélag íslandshf. ákveðið að verða við þessari beiðni. Gengi útgefinna Gengisbréfa við yfirtöku er óbreytt frá 2. júní 1989, eða 1,736 stig. Gengið byggist m.a. á mati löggilts endurskoðanda og lögmanna sjóðsins á eignum sjóðsins ásamt tryggingum sem fyrir lágu við yfirtöku. Gengið mun breytast í samræmi við ávöxtun eigna sjóðsins. Innlausn Gengisbréfa fer framvegis fram á verðbréfamörkuðum Fjárfestingarfélagsins að Hafnarstræti 7 og Kringlunni, Reykjavíksvo og á Ráðhústorgi 3, Akureyri. Innlausnargjald er 2%. Nafni sjóðsins hefur verið breytt og heitir hann nú Gengisbréfasjóðurinn hf. Breyting þessi raskar á engan hátt stöðu eigenda Gengisbréfa gagnvart sjóðnumJafnframt hefur verið kjörin ný stjóm fyrir sjóðinn. Hanaskipanú: Sigurður R. Helgason, formaður ÞórðurMagnússon KristjánJóhannsson Brynja Halldórsdóttir GunnarS.Bjömsson Löggiltur endurskoðandi sjóðsins frá og með 2. júní 1989 er Endurskoðun hf. Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Gengisbréfasjóðurinn verður rekinn með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. Reykjavík, 2. júní 1989 FJARFESTINGARFEIAG ISIANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.