Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. júní 1989 105. tölublað 54. árgangur Ríkisstjórnin Viðræður við ASI og BSRB Ríkisstjórnin œtlar að óska eftir víðtœkum viðrœðum við verkalýðshreyfinguna strax eftir helgi. Tillögur um róttœka uppstokkun íefnahags- og atvinnumálum. OlafurRagnar Grímsson: Samtök launþega verða aðsvaraþvíhvers konar áherslurþau vilja hafa ístjórn landsins Ríkisstjórnin hefur ákveðið að boða forystumenn Alþýðu- sambandsins og BSRB til ítar- legra viðræðna strax í byrjun næstu viku, um stöðu efnahags- mála, fjárhagsvanda ríkissjóðs og róttæka uppstokkun í atvinnu- og efnahagslífi. Fjármálaráðherra ÓlafurRagnarGrímsson segir að í þessum væntanlegu viðræðum verði fjölmörg brýn úrlausnar- mál tekin til umfjöllunar, og þess- ar viðræður séu hugsaðar mun víðtækari en sem beint svar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um endurskoðun og afturköllun á nýlegum verðhækkunum. - Við munum á þessum fund- um næstu daga leggja fram ýmis gögn og ræða þessi mál öll með opnum huga. Það þjónar hvorki hagsmunum þjóðarinnar né sér- staklega launafólks, að fara í ein- hvern feluleik með þann veru- leika sem við stöndum frammi fyrir, segir fjármálaráðherra. Ólafur Ragnar segist ekki hafa áhyggjur af stöðu ríkisstjórnar- innar þótt vissulega taki í um þessar mundir. Stjórnin sé að vinna sig út úr hrikalegri arfleifð en nú þurfi að leggja grundvöll að róttækum kerfisbreytingum til næstu ára. Spurningin sé hvort verkalýðshreyfingin sé tilbúin að vinna að þeim málum með þess- ari ríkisstjórn. - Ég vona að minnsta kosti að menn vinni í sameiningu að því að skoða þennan vanda. Það þjónar ekki hagsmunum launa- fólks að stinga höfðinu í sandinn og varla þjónar það hagsmunum launafólks að kalla íhaldið yfir sig aftur. Auðvitað kemur að þeim punkti að samtök launafólks verða að svara því hvers konar áherslur í stjórn landsins þau vilja hafa. Spurningin er hvort verka- lýðshreyfingin vill samvinnu við vinstri stjórn og ætla sér mikinn hlut og vinna að langvarandi breytingum á íslensku þjóðfélagi, eða ætlar hún að láta stundarerf- iðleika hrekja sig yfir í faðminn á Sturla Einarsson byggingameistari í bílskúrnum sem hann byggði úr vikursteypu fyrir 2 árum. Salt- og kalkdrulla lekur úr loftinu. Mynd-Jim Smart Bankasameiningin \^*L. K I við sameiningu ASI og VSI Björn GrétarSveinsson,formaðurJökulsáHornafirði:Þátttaka Alþýðubankans íkaupum með Verslunar- og Iðnaðarbanka ekki í samrœmi við stefnu ASl. Jökull mun draga hlutafé sitt út úr Alþýðubankanum. Sameinaður Alþýðu- og Samvinnubanki hefði verið banki alþýðunnar Eg get ekki með nokkru móti séð að þátttaka Alþýðubank- ans í kaupum á Útvegsbankanum hf. með þessum aðilum, þ.e. Verslunar- og Iðnaðarbanka sé í samræmi við stefnu ASI. I mínum huga jaðrar þetta við sameiningu ASÍ og VSI," sagði Björn Grétar Sveinsson, förmaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Hornaflrði í samtali við Þjóoviljaini í gær. Björn sagðist leggja það til að verkalýðsfélagið Jökull seldi hlut sinn í Alþýðubankanum í kjölfar Fótbolti ^m Mörkin vantaði ísland ogAusturríkiskildujöfn íójöfnum leik Sjá baksíðu þessara kaupa, en Jökull á um 300 þúsund króna hlut í bankan- um. „Ég lít á það sem táknræna aðgerð," sagði Björn. Taldi hann nær að verkalýðsfélögin í gegnum Alþýðubankann hefðu keypt hlutabréf SÍS í Samvinnubankan- um og spurði hvort lífeyrissjóðir launafólks ætluðu að taka þátt í fjármálaævintýrum með þeim öflum sem stýrðu Verslunar- og Iðnaðarbanka. „Sameinaður Al- þýðu- og Samvinnubanki hefði orðið banki fólksins. Fyrir mér jaðrar þetta við að ASI og VSÍ hefðu sameinast og ég yrði ekki hissa þótt félagar mínir í Dags- brún væru sama sinnis.Og hver verða svo áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar í þessum nýja banka?" spurði Björn Grétar að lokum. phh/grh íhaldinu? Samtök launfólks verða auðvitað að svara því póli- tískt hvoru megin þau standa til lengdar, segir Ólafur Ragnar Grímsson. _|g Sjá síðu 2 Steypuskemmdir Svíkur sementiö? Stnrla Einarsson: Saltmengað sement höfuðorsökin. Guðmundur Guðmundsson, framkvstj. SR: Rakalaus þvœttingur I byggingarblaði sem fylgir Þjóðviljanum í dag staðhæfír Sturla Einarsson byggingameist- ari að höfuðorsök alkalískemmda í byggingum hérlendis sé saltmengað sement en hvorki íb- löndunarefni á borð við sjávar- möl né vinnuframkvæmdir, svo sem það hvort steypan sé mis- blaut ellegar styrktarjárn lagt nærri eða fjarri miðju húsa. Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi, vísar þessum fullyrðingum Sturlu á bug sem rakalausum þvættingi. Sturla kveðst hafa komist að því með notkun vikurs í steypu að íblöndunarefnin orsaki ekki alk- alískemmdirnar heldur sement- ið. í sementsverksmiðjunni sé notað kalk úr óhreinsaðri skel af sjávarbotni við framleiðslu sem- entsins og því sé það salt. Til sam- anburðar getur hann þess að er- lendis sé sementskalk fengið úr námum langt inni í landi þar sem það hafi iireinsast af salti á óra- tíma. Sturla segir „eina vitið að erlendar rannsóknarstofur verði látnar efnagreina og meta ís- lenska sementið." Framkvæmdastjóri SR segir að sementssýni séu þegar send jafn- aðarlega utan í rannsókn. Þetta staðfesti Haraldur Haraldsson hjá Rannsóknastofnun bygging- ariðriaðarins í samtali við Þjóð- viljann í gær. Guðmundur kvað eftirliti með íslensku sementi í engu ábótavant enda væri það þrefalt ef erlenda rannsóknin teldist með._________________ks Sjá sérblað Utanríkisþjónustan Benedikt segir af sér Benedikt Gröndal, sendiherra íslands í austurlöndum fjær, hef- ur sagt upp störfum. Mun Benedikt hafa ritað for- seta íslands og utanríkisráðherra bréf fyrir nokkrum dögum þar sem hann fór fram á að vera leystur frá störfum. Benedikt hefur ekki tilgreint ástæður fyrir uppsögn sinni. Benedikt Gröndal hefur gegnt störfum við utan- ríkisþjónustuna frá árinu 1982, þegar hann var settur sendiherra í Stokkhólmi. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.