Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Páfi talar yfir hausamótum Svía Fordæmir fóstureyðingar Segirþœr bera vott um vöntun á virðingufyrir mannslífinu oggeta leitt afsérsamfélagsupp- lausn Iræðu, sem Jóhannes Páll annar páfi flutti í Uppsalaháskóla á föstudag, beindi hann mjög spjót- um sínum að fóstureyðingum og gaf jafnvel í skyn að iíkja mætti þeim við það að gamalmennum væri styttur aldur. Hið síðar- nefnda mun raunar ekki hafa ver- ið óþekkt á Norðurlöndum til forna, en ekki er vitað hvort páfa er kunnugt um það. Svíþjóð er meðal þeirra ríkja heims, er frjálslegasta hafa fóst- ureyðingarlöggjöf. Konur fá þar fóstri eytt umsvifalaust á kostnað ríkisins og þriðja hverju fóstri, sem kemur undir þarlendis, er eytt. Áreiðanlega var það í tilefni þessa, sem páfi valdi fóstur- eyðingar að ræðuefni er hann tal- aði yfir kennurum og stúdentum í höfuðsetri sænsks lærdóms, er stofnað var á 15. öld. Páfi komst í ræðunni að orði á þá leið, að hugmyndin um fóstur- eyðingar fæli í sér vöntun á virð- ingu fyrir Iífi, og slíkt virðingar- leysi gæti leitt af sér upplausn mannlegs samfélags. „Sá réttur, sem samfélagið verður að verja öllu öðru fremur, er rétturinn til lífs. Hvort sem persóna er í móð- urkviði eða á lokaskeiði ævinnar má aldrei losa sig við hana í þeim tilgangi að gera öðrum lífið auðveldara,“ sagði Jóhannes Páll. Ennfremur kvað hann sög- una sýna, að grundvallarvöntun á virðingu fyrir mannslífum gæti haft miklar hörmungar í för með sér og benti í því sambandi á fiöldamorð nasista á gyðingum. Omögulegt myndi reynast, sagði páfi, að leggja fram siðrænar meginreglur, er tryggt væri að framfylgt yrði, nema því aðeins að samfélagið liti á mannslífið, persónuna, sem friðheilaga. Svíþjóð var síðasta landið, sem páfi heimsótti í Norðurlandaför sinni. Á föstudaginn var í tilefni heimsóknarinnar haldin sam- kirkjuleg guðsþjónusta í Upp- saladómkirkju, höfuðkirkju sænskrar kristni, og messuðu þeir þar báðir páfi og Bertil Werks- Jóhannes Páll annar - tryggja verður friðhelgi persónunnar. Mynd: Jim Smart. tröm, erkibiskup hinnar lúther- sku þjóðkirkju Svía. Viðstödd voru meðal annarra Karl sex- tándi Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning. í stólræðu sinni þar hvatti páfi til endurnýjaðs átaks til einingar vestrænu kristninnar, sem klofnaði með siðaskiptunum. Væri nú tækifæri til að taka til meðferðar þann ágreining, er þá hefði risið, án orðagjálfurs og tortryggni. Reuter/-dþ. SMÁFRÉTTIR ■■■■■■■■■ Reagan sleginn til riddara Elísabet önnur Bretadrottning sló Ronald Reagan, fyrrum Banda- ríkjaforseta, í gær til heiðursriddara af Bathreglunni. Regla þessi er ævaforn og var upphaflega skipuð mönnum er slegnir voru til riddara þegar Englandskonungar fyrirtíð Normanna voru krýndir. Sjaldgæft er að útlendingum sé auðsýndur þessi heiður. Þótt Reagan hafi þannig verið aðlaður, má hann ekki titla sig Sir, þar eð hann er ekki breskur þegn. Kontraforingi snýr heim Alfredo Cesar, einn af foringjum kontranna, liðsafla þess er verið hefur í stríði við Níkaragvastjórn í átta ár með stuðningi Bandaríkjanna, er kominn heim til föðurlandsins og segist ætla að taka þátt í kosninga- baráttunni fyrir kosningar þær, er fram eiga að fara þarlendis í febr. n.k. Aðrir kontraforingjar, þeirra á meðal Adolfo Calero og Roberto Ferrey, hafa gefið í skyn að einnig þeir kunni að snúa heim innan skamms. Bendir þetta til þess að kontrar sjái ekki aðra kosti betri fyrir höndum en að hverfa heim til föðurlandsins, þar eð án hernaðarstuðn- ings frá Bandaríkjunum hafa þeir reynst ófærir um að halda áfram hernaði gegn Níkaragvastjórn og stjórn Hondúras, þar sem þeir hafa bækistöðvar, vill ekkert fremur en að losna við þá. Glæpir í Sovétríkjum Anatólíj Smírnov, forstöðumaður upplýsingadeildar sovéska innan- ríkisráðuneytisins, sagði í gær að glæpum þarlendis hefði s.l. ár fjölgað um 32 af hundraði frá því árið á undan. Væri hér einkum um að ræða auðgunarbrot, fjárglæfra og brask, og stæðu oft að þessu skipu- lagðir hópar, þó ekki svo stórir að hægt væri að kalla þá samtök í mafíustíl. Grundvallarástæðan er að mati Smírnovs að meiri peningar eru í umferð en sem samsvari framboði á neysluvörum. Alvarlegum glæpum eins og morðum og nauðgunum hefur og mjög fjölgað, og kennir Smírnov um vaxandi agaleysi auk drykkjuskapar og fíkniefna- neyslu. Heyrst hefur að skipulagðir hópar glæpalýðs hafi átt hlut að ofsóknunum gegn Mesketum í Usbekistan undanfarið. Tígremenn vilja semja Þjóðfrelsisfylking Tígre, fylkis í Norður-Eþíópíu, sem í 14 ár hefur verið í stríði gegn miðstjórn landsins, tók á þriðjudag tilboði Mengistu Haile Mariam, Eþíópíuforseta, um friðarviðræður. Segjast Tígremenn vera reiðubúnir að hefja viðræðurnar innan mánaðar. Friðarviðræðut- ilboð Mengistus nær einnig til Þjóðfrelsisfylkingar Eritreu og gengur hann í því lengra til móts við uppreisnarmenn en Eþíópíustjórn hefur nokkumtíma áður gert. Ekki gefur hann þó kost á því í tilboðinu að Eritrea og Tígre fái fullt sjálfstæði. Sú er krafa Þjóðfrelsisfylkingar Eritreu, en Tígremenn munu fáanlegir til að sætta sig við sjálfstjórn. Ungverjaland Ferkantaðsborðs viðræður Þar er kommúnistaflokkurinnfylgismeiri og gæddur meira sjálfstrausti en pólski bróðurflokkurinn, en innan hans takastýmsir aðilar á Þessa dagana eru að hefjast f Ungverjalandi viðræður um framtíð landsins milli stjórnar og stjórnarandstöðu, rétt eins og f Póllandi áður. í Varsjá sátu menn við hringborð, en ungverska við- ræðuborðið er hinsvegar ferkant- að. Við eina hlið borðsins sitja full- trúar kommúnistaflokks landsins og þar með stjórnvalda, og gegnt þeim fulltrúar níu flokka og sam- taka í stjórnarandstöðu. Við þriðju borðshlið sitja fulltrúar ýmissa samtaka, sem flest eru hliðholl kommúnistaflokknum, og fjórða borðshlið er frátekin fyrir hina og þessa aðra áhuga- menn. Ólíkt því sem er hjá Pólverjum í Ungverjalandi, líkt og Pól- landi, stefnir í aukið lýðræði. Því fylgja margskonar áhyggjur ým- issa aðila, minni þó en í Póllandi. f því landi hefur kommúnistafl- okkurinn aldrei verið fylgismikill og rótgróin andúð landsmanna á Rússum og hollusta við kaþólsku kirkjuna gerðu að verkum að vald hans hefur þar fyrst og fremst byggst á ótta við her og lögreglu og þó einkum sovéska hernaðaríhlutun. Sá ótti er nú á förum og í kosningunum um dag- inn voru kommúnistar rótburst- aðir. Það þurfti engum á óvart að koma. f Póllandi streittist kommún- istaflokkurínn, vel vitandi um óvinsældir sínar, gegn breyting- um í lengstu lög. í Ungverjalandi hafa að vísu verið fyrir hendi kröfur um breytingar að neðan, Károly Grósz, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins - gagnstætt pólska bróðurflokknum virðist hann njóta mikils alþýðufylgis. en stjórnarandstæðingar þar eru hvergi nærri eins samstæðir og öflugir og hliðstæðir aðilar í Pól- landi. í Ungverjalandi eru engin samtök, sem njóta fylgis og virð- ingar á við pólsku Samstöðu, eða neitt nálægt því. Frumkvæðið að breytingum hefur þar ekki hvað síst eða jafnvel öllu fremur komið að ofan, frá tiltölulega frjáls- lyndum aðilum innan kommún- istaflokksins. Raunar er hér um að ræða á margan hátt eðlilegt framhald af þeim breytingum í efnahagsmálum til frjálslegra horfs, sem stjórn Kádárs gamla stóð fyrir. Innleiðsla lýðræðis Perestrojka Kádárs gekk vel um hríð en upp á síðkastið hefur slegið í bakseglin og það valdið versnandi lífskjörum og vaxandi ólgu meðal almennings. Við- brögð kommúnistaflokksins gagnvart þeim vanda eru þau, að ekki komi til greina að snúa aftur til harðræðis, heldur skuli reynt að leysa vandann með þjóðar- sátt, er ekki sé kostur á nema með því að innleiða lýðræði. Þessi afstaða ungverska kom- múnistaflokksins stafar sumpart af því, að hann er gæddur stórum meira sjálfstrausti en pólski bróð- urflokkurinn. í síðustu frjálsu kosningunum þarlendis (sem raunar má kalla að hafi verið þær einu frjálsu í sögu landsins til þessa) í nóv. 1945 fengu komm- únistar um 17 af hundraði at- kvæða, sem var hreint ekki svo slæm útkoma, þegar hliðsjón er höfð af hefðbundinni andúð landsmanna á Rússum og ránum og nauðgunum Rauða hersins skömmu áður, er hann hertók landið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar í apríl s.l. eru 36 af hundraði kjósenda hlynntir kommúnistaflokknum. Þetta bendir til þess að kommúnista- flokkurinn hafi fulla ástæðu til að ætla, að hann verði áfram eitt sterkasta aflið í stjórnmálum landsins, jafnvel þótt hann geti vart gert sér vonir um að fá hrein- an meirihluta í fullkomlega frjáls- um þingkosningum. Nagy þjóðar- píslarvottur Nú hafa Imre Nagy og aðrir þeir forustumenn Ungverja, sem teknir voru af Iífi eftir upp- reisnina 1956, fengið fulla upp- reisn æru og á morgun á að jarð- setja Nagy, sem lengi hefur legið í ómerktri gröf, með fullum sóma á ný. Búist er við miklu fjölmenni við þá jarðarför' og kvíða ýmsir því að hún kunni að verða upphaf ókyrrðaröldu, er komi meirihátt- ar raski á þjóðfélagið og verði kommúnistaflokknum hættuleg. En vera má að endurreisn Nagys, sem nú er orðinn einskonar þjóð- arpíslarvottur, geti öðrum þræði komið kommúnistaflokknum vel - Nagy var jú eftir allt saman einn af leiðtogum hans. Varla þarf að taka fram að pólskir kommúnist- ar eiga sér engan hliðstæðan písl- arvott. Hvað sem því lfður eru vanda- málin, sem blasa við Ungverjun- um við ferkantaða borðið, ekkert smáræði, og viðræðurnar verða efalaust langar og strangar. All- mikið los er komið á kommún- istaflokkinn og innan hans deila harðlínumenn, frjálslyndir og ýmsir hópar þar á milli. Komm- únistaflokkur og stjórnarand- staða hafa t.d. lýst því yfir sam- eiginlega, að tryggja verði að enginn flokkur eða samtök hafi tök á hemum eða öðm vopnuðu liði. En vitað er að íhaldsmenn innan kommúnistaflokksins halda einmitt fast í tök hans á verkamannavarðliði svokölluðu, sem sumir kalla að sé í raun einkaher þess flokks. Ágreining- ur er einnig um hvenær frjálsar kosningar skuli fram fara; Frjáls- lyndir kommúnistar hafa stungið upp á að þær verði haldnar í júní næsta ár, en stjórnarandstaðan vill að þær verði þegar í haust. dþ. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.