Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.06.1989, Blaðsíða 11
FRÁ LESENDUM Þjóðviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Opið bréf til dóms- og kirkju- málaráðherra Vegna komu páfa til Islands Heimsókn páfa til íslands er ný- lokið og þjóðlíf að færast í samt horf. Við komuna til landsins lýsti páfi sem er maður friðar og kirkju- legs samstarfs því skilmerkilega yfir frammi fyrir forsætisráðherra að hann óskaði að á Þingvöllum yrði samkirkjuleg samkoma allra kristinna safnaða á íslandi. Starfsmenn þjóðkirkjunnar önnuðust síðan framkvæmdina með fulltingi ríkisins eins og það var orðað, enda á kostnað al- mennings í landinu. í dagblöðum var fullyrt að for- stöðumenn kristinna safnaða utan þjóðkirkjunnar myndu taka þátt í athöfninni. Þess vegna verður ekki undan því vikist að krefjast skýringa á framkvæmdinni. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hlaut viðurkenningu hins íslenska ríkisvalds árið 1983. Þrátt fyrir það var hvorki haft sam- band við hana um undirbúning að athöfninni né þátttöku. Þegar starfsmenn þjóðkirkj- unnar taka að sér slíka fram- kvæmd á vegum hins opinbera hafa þeir enga heimild til að velja og hafna að eigin geðþótta. Þeim ber að hafa samband við alla viðurkennda kristna söfnuði. Aft- ur á móti er það réttur og skylda þeirra safnaða sem til er leitað að ákvarða sjálfir hvort þeir óski þátttöku. Hvers vegna var Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu ekki boðið að taka þátt í hinni samkirkjulegu athöfn á Þing- völlum? Hvaða aðrir söfnuðir viðurkenndir af stjómvöldum þessa lands vom sniðgengnir og hver var yfirleitt þátttaka kristinna safnaða utan þjóðkirkjunnar í at- höfninni? Þar eð mái þetta varðar trúfrelsi í landinu og meðferð almannafjár óskar Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu svars frá hátt- virtum dóms- og kirkjumálaráð- herra. Að svo mæltu viljum við óska Kirkju Krists konungs - kaþólsku kirkjunni á íslandi - til hamingju með komu páfa til íslands. Reykjavík, 6. júní 1989 Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á íslandi Klerka- skrifum svarað Mig langar að svara grein hans séra Ragnars Fjalars Lámssonar um borgaralega fermingu, sem birtist í Morgunblaðinu 8. júní sl. Þessi maður sem þykist vera þjónn guðs sýnir með þessum hatursfullu skrifum sínum, hvorki kærleik, umburðarlyndi né göfuglyndi Hann fer ekki dult með hatur sitt á útlendingum og allt það sem er ekki rammíslenskt. Hvað myndi Kristur sjálfur hafa sagt við þannig mann? „Vei yður far- íserar og hræsnarar. Þér líkist kölkuðum gröfum sem að utan líta farurlega út, en eru að innan fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhreinindum. Þannig sýnist þér og hið ytra rétt- látir fyrir mönnum, en hið innra eru þér fullir af hræsni og lög- málsbrjótum." Mattheus 23, 27- 28.. Páll postuli segir: „Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists, og er það undur því að Satan sjálfur tekur á sig ljós-engilsmynd. Það er því ekki mikið þótt að þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna. Afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra. 2 Korintubréf 11, 13-15. Erlendur fbúi á íslandi. Rangnefni Alltaf finnst mér það ömurlegt að sjá og heyra sémöfn afbökuð. Um daginn las ég frétt í DV þar sem fjallað var um grasköggla- verksmiðjuna í Skagafirði. Þar var verksmiðjan nefnd Vall- hólmi, ekki einu sinni, heldur þri- svar, svo að um pennaglöp gat ekki verið að ræða. Graskögglaverksmiðjan ber nafn sveitarinnar þar sem hún er staðsett. Og sú sveit heitir ekki Vallhólmi heldur Vallhólmur og það er hið rétta nafn verksmiðj- unnar. Eða hefur nokkur heyrt talað um Krossanes, Löngumýri, Húsey, Velli eða Vallanes í Vall- hólma? „Fákum kunni Hólmur hýri“, sagði sr. Matthías. Og ætli megi ekki gera ráð fyrir því, að gamli maðurinn hafi vitað hvað hann söng. Þetta leiðir hugann að öðru ör- nefni í Skagafirði, sem oft er rangfært. Þá á ég við það svæði á Öxnadalsheiðinni sem heitir Giljareitur. Tíðum heyrist það nefnt Giljareitir, sem er rang- nefni. Reiturinn er einn þó að gil- in séu fleiri. Ég held að við ættum að halda okkur við gömlu örnefnin. Við breytum þeim varla til bóta. - mhg. þJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Ætlar Stefán Jóhann að eyðileggja bygaingu verkamannabústaðanna í ár? Orþrifaráð Japanna vegna ósigr- anna I Kína. Síldveiðiskipin leggja úr höfn.. 25 togarar taka þátt í síld- veiðum í sumar. Jónas Halldórsson hefur sett 50 sundmet. í DAG 15.JÚNÍ fimmtudagur. Fyrsti dagur I níundu viku sumars. 166. dagur ársins. Sól kemur upp í Fteykjavík kl. 02.57 og sestkl. 24.01. Viðburöir Vítusmessa. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 9.-15. júnf er I Háaleitis Apóteki og VesturbæjarApóteki. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik slmi 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvllið og sjúkrabilar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........slmi 1 11 00 Hafnarfj...........simi 5 11 00 Garðabær............simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðinvið Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. LaridakotS8pftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítall Hafnarfirði: alladagal5-16og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyöarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráögjöf i sálf ræðilegum efnum.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Slminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl .20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminner 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús i Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00 Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 14. júní 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 58,72000 Sterlingspund............. 89,29800 Kanadadollar.............. 48,96800 Dönsk króna................ 7,47070 Norskkróna................. 8,04270 Sænsk króna................ 8,64930 Finnsktmark............... 13,03590 Franskurfranki............. 8,55600 Belgískur franki........ 1,38700 Svissn.franki............. 33.63790 Holl.gyllini.............. 25,79120 V.-þýskf mark............. 29,04060 Itölsklira................. 0,04020 Austurr.sch................ 4,12580 Portúg. escudo............. 0,34960 Spánskur peseti............ 0,45230 Japanskt yen............... 0,39595 írsktpund................. 77,55400 KROSSGATA Lárétt: 1 bás4virki6 spíri7ólykt9aðsjáll12 Stór14blástur15 stefna16hættuleg19 eydd 20 uppgötvaði 21 dulin Lóðrétt: 2 tryllta 3 flagg 4 striti 5 sefa 7 mállaus 8annriki 10bölið 11 illkvittinn 13 eldsneyti 17 fljótið 18 vafi Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 hrós 4 bæra 6 nói7assa9nekt12 krógi14svo15tíu16 rónar 19 orða 20 muni 21 arman Lóðrétt: 2 rós 3 snar 4 bing5rök7aðstoð10 eitrunH tautir13ógn 17óar18ama Flmmtudagur 15. júní 19M.ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.