Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Sakadómur Aðför að málfrelsinu Hallur Magnússon, blaðamaður dœmdur í Sakadómi. Hallur Magnússon: Dómurinnhœttulegtfordœmifyriróprúttna embœttismenn og aðför að málfrelsi og ritfrelsi. Lúðvík Geirsson, formaður BÍ: Embættismenn að slá skjaldborg um sjálfasig. Tilgangurinn að koma í veg fyrir gagnrýna umrœðu Fimmtudagur 22. júnf 1989 . ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 r Ifyrradag kvað Sverrir Einars- son sakadómari upp dóm í máli ríkissaksóknara fyrir hönd sr. Þóris Stephensen gegn Halli Magnússyni, blaðamanni vegna greinar sem hann ritaði í dag- blaðið Tímann um sr. Þóri Step- hensen, núverandi staðahaldara í Viðey. Var Halli gert að greiða 40 þúsund krónur í ríkissjóð, 150 þúsund krónur í miskabætur til sr. Þóris og 70 þúsund krónur i sakakostnað, eða alls 260 þúsund krónur. „Það er alveg Ijóst að ef þessi dómur stendur fyrir Hæst- arétti, þá eru óprúttnir embættis- menn komnir með sterkt vopn í hendur, því þeir geta beitt þessu fordæmi fyrir sig þégar almenn- ingur jafnt sem blaðamenn vilja gagnrýna störf þeirra, hvort sem sú gagnrýni er réttmæt eða ekki,“ sagði Hallur Magnússon í samtali við Þjóðviljann í gær. Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands, sagði að ijóst væri að með þessum dómi væru embættismenn að slá um sig skjaldborg á grundvelli úreltrar lagagreinar. „Með þessum dómi er verið að fylgja eftir dæma- lausum yfirlýsingum vararíkis- saksóknara um að hann ætli að skera upp herör gegn „öllum rit- sóðum.“ Tilgangurinn getur ekki verið annar en sá að koma í veg fyrir alla gagnrýna umræðu, ekki síst um opinbera starfsmenn," sagði Lúðvík. Þau ummæli sem Hallur er dæmdur fyrir lúta að því að sr. Þórir hafi komið fram í fjölmiðl- um sem sjálfskipaður staðarhald- ari í Viðey, að hann hafi blandað stjórnmálum inn í stólræður sínar og að sr. Þórir sé skinheilagur maður sem beri ábyrgð á ófyrir- gefanlegum skemmdarverkum á heilögum stað. Ríkissaksóknari krafðist refsingar skv. 108. gr. al- mennra hegningarlaga en hún hljóðar svo: „Hver, sem hefur frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varð- haldi, eða fangelsi allt að þremur árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er bor- in fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Hallur Magnússon sagði að með þessum dómi væri verið að leggja verðmætamat á viðurlög við broti á umræddri lagagrein og 250 þúsund króna sekt væri ekk- ert annað en hefting á málfrelsi og prentfrelsi. „Röksemdirnar fyrir dómnum halda ekki. Það er sannað fyrir rétti að sr. Þórir hafi komid opinberlega fram og lýst því yfir að hann sé staðarhaldari í Viðey og að það hafi gerst áður staðan hafi verið búin til og áður en borgarráð, sem veitir slíkar stöður hafði með nokkru móti fjallað um málið. Þrátt fyrir þetta eru þessi ummæli dæmd dauð og ómerk. Sr. Þórir vísar í einkavið- tal við Davíð Oddsson, borgar- stjóra um að honum hafi verið veitt staðan, en það er ekki Da- víðs að veita slíka stöður. Þá er ég dæmdur fyrir að segja að sr. Þórir hafi blandað pólitík í stólræður sínar, jafnvel þó tilvitnun í Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sýni að sr. Þórir hafi í stólræðu hrósað Sambandi ungra sjálf- stæðismanna fyrir ákveðinn til- löguflutning og þó það sé stað- reynd að sonur hans er formaður Heimdallar," sagði Hallur. Hallur sagði það athygli vert að vararíkissaksóknari hefði aldrei sést í réttinum, heldur ætlaðist hann greinilega til að dómarinn talaði sínu máli og tæki afstöðu með sér. „Á sama tíma og ekkert sést til hans í réttinum, þá dæmir vararíkissaksóknari mig opinber- lega fyrirfram í viðtali við Þjóðlíf og kallar mig ritsóða og æru- morðingja, áður en dómurinn fellur. Lögfræðingur minn', Ragnar Aðalsteinsson fór fram á að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að Bragi Steinarsson væri ekki hæfur sem ákærandi í málinu, þar sem hann hafi viðhaft ofangreind ummæli um mig opin- berlega á þessu stigi málsins. Sverrir Einarsson, sakadómari, vísaði þessu frá og Hæstiréttur staðfesti svo ákvörðun Sverris. Þetta þýðir að Hæstiréttur er bú- inn að leggja blessun sína yfir það að ríkissaksóknari taki fólk af lífi í fjölmiðlum, áður en dómur er fallinn og án þess að þurfa að svara til saka fyrir það. Þá tók dómurinn ekki tillit til þeirra rök- semda lögfræðings míns að sr. Þórir væri í raun ekki opinber starfsmaður samkvæmt laganna hljóðan, en þá hefði málið líka fallið um sjálft sig,“ sagði Hallur Magnússon. phh Ríkissaksóknari Kæru á sakadómara vísað frá Ekki talið sannað að Rflrissaksóknari hefur tilkynnt lögreglustjóranum í Reykja- vík að hann telji ekki grundvöll til frekari aðgerða vegna kæru Oddnýjar Gunnarsdóttur, leigubflstjóra, á hendur Sverri Einarssyni, sakadómara. Oddný kærði Sverri fyrir líkamsmeið- ingar og heldur því fram að Sverrir hafi slegið til hennar í andlitið. Samkvæmt áverkavottorði var staðfest að um áverka hefði verið að ræða. Bjarni Þór Óskarsson, lögmaður Óddnýjar staðfesti að sakadómarinn hafi beitt samkvæmt lögregluskýrslum hafi málvextir verið þeir að Oddný hafði samband við lögreglu að- faranótt 1. apríl síðastliðinn og leitaði aðstoðar vegna farþega í leigubifreið hennar. Voru þrír lögreglumenn kallaðir til og lentu þeir í stympingum við sakadóm- arann sem vildi ekki fara úr bif- reiðinni, enda mun hann hafa verið undir áhrifum áfengis. Síð- ar kærði Oddný Sverri fyrir lík- amsmeiðingar. Hallvarður Einvarðsson, ríkis- saksóknari, sagði í samtali við líkamsmeiðingum Þjóðviljann að kæruefnið hafi verið líkamsmeiðing og það hafi ekki þótt sannað og því hafi ekki þótt ástæða til frekari aðgerða. Hafi bréf þess efnis verið sent lögreglustjóra 14. þessa mánað- ar. Egill Stephensen, yfirlögfræð- ingur embættisins, hefði haft rannsókn málsins með höndum. Bjarni Þór Óskarsson, lögfræð- ingur Oddnýjar, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvert áframhald málsins yrði. phh [ Árbæjarsafni er þessa dagana hægt að líta aðeins út fyrir ramma hins daglega lífs borgarbarna og fá smörþefinn af lífinu í sveitinni. Húsdýr eru þar til sýnis, kindur, kýr, kettir, hestar og hænsn og var þessi mynd af nýkastaöri kryssu og folaldi ásamt ungum og áhugasömum safngesti tekin þar í gær. - Mynd þóm Söluskattur Tugir miljóna komnir inn Aðgerðir stjórnvalda vegna söluskattsvanskila hafa mjög góð- an árangur borið. Að sögn Þu- ríðar Halldórsdóttur lögfræðings Tollstjóraembættis, hafa tugir miljóna komið inn síðustu daga. Þuríður vildi ekki gefa upp neina tölu, en í vikulok yrði gef- inn upp afrakstur vikunnar. Mörg fyrirtæki sem ekki hefðu getað greitt á mánudag og þriðju- dag, hefðu komið í dag eftir að hafa útvegað sér fé. Ljóst er að ef stjórnvöld fá þá upphæð út úr þessum aðgerðum sem þau vonast til, mun það bæta stöðu ríkissjóðs verulega eftir verðlækkunaraðgerðir síðustu daga. Talið er að þær muni kosta 100-200 miljónir, en úr sölu- skattsaðgerðunum er vonast til að ná mun meiru en því. Varnarmálaskrifstofan Jöfn aðstaða blaðamanna Guðni Bragason: íslenskir og erlendir blaðamenn fá sama aðgang að herœfingunum og sömu upplýsingar Guðni Bragason, hjá Varnar- málaskrifstofu hafði samband við Þjóðviljann í gær út af frétt sem birtist þá í blaðinu um að erlendir fréttamenn fengju að fylgjast með heræfingunum alla þá daga sem þær stæðu, meðan íslenskir blaðamenn fengu aðeins að fylgjast með æfingum einn dag. Sagði Guðni að misskilnings gætti í fréttinni, þar sem erlendu blaðamönnunum sem aðallega kæmu frá bæjarblöðum úr heimabyggð varaliðsins auk blað- amanns frá Boston Globe, yrði veittur sami aðgangur að æfing- unum og sömu upplýsingar og þeim íslensku. Að vísu fengju erlendu blaða- mennirnir að fara í „þessa venju- bundnu upplýsingaferð“ sem vamarliðið byði upp og íslensk- um blaðamönnum hefði margoft verið boðið í. fslenskum blaða- mönnum yrði ekki gefinn kostur á að fara í þá ferð að þessu sinni. Misskilningurinn hefði senni- legan komið upp, þar sem ákveð- ið hefði verið að halda sér blaða- mannafund með fulltrúum hers- ins fyrir erlendu blaðamennina og færi hann fram á ensku. Ekki hefði verið talið fært að láta blaðamannafundinn fyrir ís- lensku blaðamennina fara fram á ensku, sem þó hefði verið nauðsynlegt hefði átt að halda fundinn sameiginlega fyrir ís- lendinga og Bandaríkjamenn. Á fundunum sætu hins vegar sömu menn fyrir svörum. Aðspurður hvort íslensku blaðamennirnir gætu þá ekki sótt blaðamanna- fundinn með erlendum kollegum sínum, sagðist Guðni ekki geta svarað því, en það yrði athugað. Hinir erlendu blaðamenn munu þó búa fyrstu tvo dagana inni á herstöðinni og spumingin er hvert athafnafrelsi þeirra verður þá dagana. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.