Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.06.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Íran/Sovétríkin Heimsókn Rafsanjanis markar tímamót Með henni steig íran skrefáleiðis úr einangrun sinni á alþjóðavettvangi. ístaðinn vonarstjórn Gorbatsjovs að íranir látivera að spana upp Sovét-múslíma Rafsanjani og Gorbatsjov - Sovétríkin ekki lengur „af djöflinum"? Is.l. viku var Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani, forseti þings írans og að líkindum valdamestur manna þarlendis að Khomeini látnum, í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Er Rafsanjani hæst settur þeirra Irana, sem sótt hafa Sovétmenn heim frá því að þeir fyrrnefndu gerðu sína „ís- lömsku byltingu“. Heimsókn þessi er taíin marka tímamót í viðieitni írönsku forustunnar að komast úr þeirri einangrun á al- þjóðavettvangi, er hún komst í af völdum ofsa Khomeinis karls. í augum þess gamla voru risa- veldin tvö í eðli sínu nokk- urnveginn jafnill, en heift hans gegn Bandaríkjunum var þó í raun meiri. vegna mikilla ítaka þeirra í íran síðustu áratugi keisaratímans og stuðnings þeirra við síðasta eisarann af Pa- hlaviætt. í pólitískri erfðaskrá sinni, sem skráð var 1987, skil- greinir Khomeini Sovétríkin að vísu svo, að þau séu af djöflinum, en síðustu mánuðina sem hann var hérna megin virðist hann hafa verið farinn að hallast að því, að þeim væri eftir allt saman við bjargandi. í jan. s.l. skrifaði hann Gorbatsjov bréf, tilkynnti hon- um að kommúnisminn væri dauður og ráðlagði honum að lesa Kóraninn. Jafnframt hrósaði hann Gorbatsjov fyrir aukið trúfrelsi sovéskum múslímum til handa í valdatíð hans og sendi- maður sá, er bréfið flutti, lofaði Sovétríkjaforseta eins og forn- persneskt hirðskáld stórkonung. Hamagangur Khomeinis gagnvart Salman rithöfundi Rushdie spillti viðleitni tiltölu- lega hófsamra manna í írönsku forustunni til að bæta samskipti við Vesturlönd, og þar að auki er ólíklegt að þau samskipti breytist til batnaðar meðan ofstækisfullir Líbanonssjítar í bandalagi við ír- önsku forustuna halda vestur- landamönnum í gíslingu. Sovésk- um ráðamönnum er hinsvegar kappsmál að bæta samskipti sín og Irans, í von um að íranski klerkdómurinn láti þá hjá líða að reyna að flytja íslamska bókstafs- trú sína út til sovéskra múslíma. Ljóst virðist að í ofsóknum Asera á hendur Armenum og Úsbeka gegn Mesketum hafi trúarofstæki að írönsku fyrirmyndinni verið með í spilinu. frönsku forustunni, eða að minnsta kosti tiltölulega hóf- sömum mönnum í henni eins og Rafsanjani, er hinsvegar mjög í mun að rjúfa þá einangrun lands síns á alþjóðavettvangi, sem það komst í á Khomeiniárunum. Sagt er að ofstækisfyllri menn forust- unnar beri Rafsanjani sökum um dulda vináttu í garð Vesturlanda og hann hafi öðrum þræði farið til Moskvu þeirra erinda að firra sig því ámæli. Niðurstaða heimsókn- arinnar varð samningur um lagn- ingu járnbrautar milli sovétlýð- veldisins Túrkmenistans og Ma- sjad, helstu borgar í Norðaustur- íran, og fremur óljóst orðað sam- komulag um samvinnu á hermál- asviðinu. Talið er að Gorbatsjov hafi viljað fara að með fyllstu var- úð í því efni, til þess að spilla í engu samskiptum sínum við Vesturlönd. dþ. Amnesty International Óttast um örlög kínverskra andófsmanna Amnesty International, hin þekktu alþjóðlegu baráttu- samtök fyrir mannréttindum með aðsetur í Lundúnum, lýstu því yfir í gær að þau óttuðust um líf hundraða þess fólks, sem hand- tekið hefur verið í Kína frá því að herinn braut lýðræðishreyfing- una þar á bak aftur. Frá því 21. þ.m. hafa kínversk yfirvöld til- kynnt a.m.k. 33 aftökur þar- lendis. Samkvæmt sumum fregnum hafa hundruð andófsmanna verið tekin af lífi frá því að herinn réð- ist á mótmælafólk á Himinsfrið- artorgi í mánaðarbyrjun. Amn- esty telur fyrir sitt leyti hugsan- legt að fleiri hafi verið líflátnir en upp hefur verið gefið af kínversk- um yfirvöldum og hvetur ríkis- stjórnir og fólk um allan heim að leggja fast að kínverskum stjórnvöldum að láta af aftökum á pólitískum andófsmönnmum. Að sögn Amnesty var ferill kínverskra yfirvalda í mannréttindamálum á þessum áratug þegar orðinn hinn herfi- legasti áður en lýðræðishreyfing- in undir forustu námsmanna var barin niður. Komast talsmenn mannréttindasamtakanna svo að orði, að þarlendis sé alvanalegt að „dæma fyrst, og hafa síðan réttarhöld“. Algengt er að dauðarefsingu sé beitt í Kína og telur Amnesty að í herferð yfir- valda gegn afbrotum þarlendis 1983-87 hafi um 30,000 manns verið teknir af lífi. Ekki sé heldur óþekkt þar að menn séu pyndaðir til að játa á sig sakir. Reuter/-dþ. Argentína Peronisti tekur við völdum Efnahagur í upplausn. Menem boðar neyðarráðstafanir. Líkurá átökum hans og verkalýðssamtakanna, sem eruundir stjórn flokksmanna hans Argentína er rík að náttúru- auðlindum, hefur tiltölulega þróað efnahagslíf og mikið af menntuðu fólki, en engu að síður er varla nokkurt ríki Rómönsku Ameríku verr á sig komið í efna- hagsmálum um þessar mundir. Astandið í þeim efnum er nú svo ferlegt að jaðrar við algert hrun. í þessum mánuði er líklegt að verðbólgan verði 170% og 200- 300% í júlí. Vextir á lánum eru um 130-180% á mánuði. Gildi gjaldmiðils landsins, ástralsins, hefur rýrnað um að minnsta kosti 500% það sem af er árinu. Raun- gengi ástralsins gagnvart Banda- ríkjadollarnum hefur síðan í jan- úar hrapað úr 18 áströlum í 450 fyrir einn dollar. Laun hafa í raun Iækkað um 50-70 af hundraði síð- an um áramót. Lágmarkslaun eru hvað raungildi snertir á hraðri leið niður fyrir það sem er á Ha- iti, sem löngum hefur verið eitt aumasta ríki álfunnar hvað við- víkur efnahagsstjórn og lífskjör- um. Og margir Argentínumenn hafa varla annað en lágmarks- laun að lifa af. Atvinnuleysi er samkvæmt op- inberri skráningu 13-14 af hundr- aði en er talið vera um 20 af hundraði í raun, auk þess sem því fer fjarri að aliir vinnandi menn hafi fulla vinnu. Enda eru fyrir- tækin óðum að lamast. Þau draga stórlega úr starfsemi og segja upp fólki. Óreiðan erslíkað mörgfyr- irtæki geta ekki selt framleiðslu sína, þar eð þau vita ekki hvaða Menem - teflir djarft til að fá ný lán hjá alþjóðlegum fjármála- stofnunum. verð á að setja á hana. Bílasala hefur t.d. að mestu lagst niður. Lífskjararýrnunin kemur ekki aðeins hart niður á lágstéttum, heldur og miklum hluta milli- stéttarinnar, og leiddi þetta til mikilla óeirða í nokkrum borgum landsins á dögunum með ránum og gripdeildum. Efnahagslífið var þegar í miklum ólestri eftir valdatíð herforingj astj órnarinn- ar, er stjórn Alfonsíns tók við 1983, og hann hefur hliðrað sér hjá að gera fyrirsjáanlega óvin- sælar ráðstafanir til að rétta efna- haginn við, enda verið á milli tveggja elda, annarsvegar verka- lýðssamtaka undir stjórn peron- ista og hinsvegar herforingjanna, en ótti við nýtt valdarán þeirra í kjölfar ókyrrðar í þjóðfélaginu hefur stöðugt vofað yfir. Með hliðsjón af öllu þessu kom ekki á óvart að radíkalaflokkur Alfonsíns beið mikinn ósigur í forsetakosningunum 14. maí. Kjörinn var Carlos Menem, frambjóðandi peronista. Hann er snjall áróðursmaður og fjölda- sjarmör í anda þeirrar hreyfing- ar, þar sem lýðskrum og persónu- dýrkun hefur alltaf verið ríkur þáttur. Hann tekur væntanlega við völdum af Alfonsín 8. júlí. Menem hefur nú kynnt ráð- stafanir til úrbóta á efnahags- ástandinu, sem sagt er að sé verra en nokkru sinni fyrr í sögu lands- ins. Hann ætlar að innleiða strangt verðlagseftirlit, fella gjaldmiðilinn til að opinbert gengi hans verði í samræmi við raungengi gagnvart dollarnum, draga stórlega úr ríkisútgjöldum og segja upp miklum hluta starfs- manna ríkisfyrirtækja. Ríkið er tiltölulega stór atvinnurekandi í Argentínu og að sumra sögn veldur tapið á tólf þeim stærstu þeirra um 80 af hundraði fjár- lagahallans. Menem gerir sér vonir um að ráðstafanir þessar muni blíðka Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og Alþjóðabankann, svo að þeir fáist til að veita Argent- ínumönnum ný lán. Annað mál er svo það, að hætt er við að ráðstafanir þessar komi hart niður á mörgum, sem hafa það slæmt fyrir. Menem átti sigur sinn ekki hvað síst að þakka dyggum stuðningi verkalýðs- samtakanna, sem eru undir stjórn peronista, og nú telja for- ustumenn þeirra hann hafa svikið sig. Auk ýmissa væntanlegra ráð- stafana hans í efnahagsmálum gremst þeim skipanir hans í ráð- herraembætti. Menem hefur þannig skipað Miguel nokkurn Roig efnahagsmálaráðherra, og sá er ekki einu sinni peronisti og þar að auki aðalframkvæmda- stjóri stærsta fyrirtækis landsins í einkaeign og þannig liðsoddur auðvaldsins sem peronistar eru andsnúnir samkvæmt hefð frá upphafi sínu. Menem hefur einn- ig reynt að losna við Saul Ubald- ini, forseta alþýðusambands landsins, með því að bjóða hon- um stöðu erlendis, en Ubaldini afþakkaði. Þetta tilboð mun til- komið af því að Menem óttast að þessi flokksbróðir hans verði stjórn hans erfiður þrándur í götu. Menem virðist ætla að hætta á andstöðu verkalýðssamtakanna og mikils hluta flokks síns í von um að sér takist að bæta það upp með stuðningi annarsstaðar frá. En margra mál er að í því efni tefli hann í djarfasta lagi. jþ Flmmtudagur 29. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.