Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 4. júlf 1989 115. tölublað 54. órgangur Rjötútsalan Barist um brtana Seldu smálest af„lambakjbti á lágmarksverði" á hálftíma ígœr. ÓlafurRagnar Grímsson fjármálaráðherra: Seljum meira áþessum kjörum ef vel tekst til skrokkum fjallalamba oní frysti- borð verslunarínnar. Sem kunnugt er ákvað ríkis- Odýra kunbakjötið var sett á markað í gær og létu viðbrögð fólks ekki á sér standa, kjötið seldist mjðg vel og sumstaðar upp. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í gær að til greina kæmi að sclja meira magn en 5-600 tonn með þessum hætti ef viðbrögð al- mennings yrðu jákvæð. Lambakjötið seldist mjög vel fyrsta dag útsölunnar í gær. Að sögn Jóns Inga Jónssonar hjá Hagkaupum í Skeifunni var út- sölukjötið á þrotum hjá þeim hálftíma eftir opnun í gær, ein smálest. Vegna vörutalningar opnuðu verslanir Hagkaups ekki fyrr en kl. 4 en all löngu fyrir þann tíma höfðu myndast biðraðir fólks sem hugðist notfæra sér verðlækkun á lambakjöti. Var hamagangurinn það mikill í Skeifunni að ekki vannst tími til þess að raða niðursneiddum hálf- „Lambakjötið er snyrt og sneitt af kostgæfni og öll aukafita og ein- stakir bitar, sem ekki nýtast, eru fjarlægðir." Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra hampar „lambakjöti á iágmarks- verði". Mynd: Jim Smart. stjórnin fyrir nokkru að lækka verð á lambakjöti til neytenda, þ.e.a.s. hálfskrokkum í sérstök- um neytendapakkningum. í kjölfar þess var skipaður sérstak- ur samstarfshópur um sölu á lambakjöti og undirbjó hann söluátakið sem hófst í gær undir kjörorðinu „lambakjöt á lág- marksverði". „Lambakjötið er snyrt og sneitt af kostgæfni og öll aukafita og einstakir bitar, sem ekki nýtast, eru fjarlægðir," eins- og segir í fréttatilkynningu. Verðlækkunin er talin alls um 25% og kjötið verður fáanlegt í verslunum um land allt. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í gær að verð- lækkun á kindakjöti væri í sam- ræmi við ákvæði síðustu kjara- samninga. Hann lagði mikla áherslu á að ekki væri um neitt afgangskjöt að ræða heldur besta fáanlegt hráefni. Ef viðbrögð al- mennings yrðu góð á næstu tveimur mánuðum og upphaflegt sölumagn, 5-600 smálestir, seld- ust upp væri ekki loku fyrir það skotið að enn meira lambakjöt yrði selt á þessum vildarkjörum. ks Flugleiðir Rekstur á hverfanda hveli Dagskipun stjórnar:fœkkun starfsfólks og í flugflotafélagsins. Sigurlín Scheving flugfreyja: Kemur okkur íopna skjöldu. Endurnýjunflugflotans benti til hins gagnstœða Dagskipun stjórnar Flugleiða er niðurskurður og fækkun starfsfólks tíl að draga úr kostn- aði. Á stjórnarfundi félagsins í síðustu viku var m.a. rætt um að segja upp níu flugáhöfnum í haust, eða 18 flugmönnum og 45 flugfreyjum. Jafnframt var ákveðið að fækka í millilanda- flugflota félagsins næsta sumar úr sjö þotum í fimm og að hætta leiguflugi til sólarlanda. Sigulín Scheving flugfreyja sagði í samtali við blaðið, að þess- ar fréttir kæmu flugfrsyjum gjörsamlega í opna skjöldu. - Við höfum heldur hallast að því undanfarið að í vændum væri betri tíð fyrir félagið. Til þess bentu umtalsverðar fjárfestingar til endurnýjunar flugflota félags- ins. Að sögn Sigurlínar á Flug- freyjufélagið eftir að fjalla um þessi áform og ræða þau við stjórn Flugleiða. - Það er greini- legt að eitthvað hefur komið upp á sem veldur því að tillögur um niðurskurð eru á dagskrá stjórn- arinnar, sagði Sigurlín. Flugfreyjur hafa verið með lausa samninga við Flugleiðir frá því í janúar á síðasta ári. Sigurlín sagði að hvorki gengi né ræki í deilunni sem nú um nokkurn tíma hefur verið hjá rikissátta- semjara og sjálfsagt ættu fréttir um niðurskurð eftir að hafa þar nokkur áhrif a. -rk Fangaprestur Útilokaður frá skylduverkum Ólafurjens Sigurðsson: Beiðni liggurfyrir um viðtal viðfangaprest. Ekkertþvítilfyrirstöðu að verða viðþeirri ósk. SturlaÞórðarson, lögreglustjóraembœttinu: Verður að veraprestur sem hœgt er að treysta All óvenjuleg og snúin staða er komin upp í samskiptum fangaprests þjóðkirkjunnar og ftkniefnadeildar lögreglunnar. Að sögn Ólafs Jens Sigurðssonar fangaprests hafa báðir gæslu- varðhaldsfangarnir sem enn eru í haldi í Siðumúlafangelsinu vegna umfangsmikils flkniefnamáls ósk- að eftir viðtali við hann en eins og kunnugt er af fréttum hefur Saka- dómur í ávana- og fíkniefnamál- um úrskurðað að Ólafi sé óheim- ilt að hitta fangana, vegna gruns um að hann hafi borið upplýsing- ar á milli þeirra. - Mér er ekki ljóst hvernig við þessari beiðni verður brugðist, sagði Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur í samtali við Þjóð- viljann í gær. Samkvæmt 70. gr. laga um meðferð opinberra mála segir að rétt sé að verða við ósk- um gæslufanga um að hafa sam- band við lækni og prest ef þess er kostur. - Það ber vitanlega að hafa það í huga að þess er kostur. Kirkjan hefur tilnefnt ákveðinn mann til að sinna þessari trúai- gæslu, sagði Ólafur Jens, - og fyrir liggur beiðni í viðtalsbeiðna- bók fangaprests. Að sögn Sturlu Þórðarsonar, lögfræðings hjá Lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík, hefur beiðni fanganna ekki komið inn á borð lögregluyfirvalda og því kvaðst hann ekki geta sagt til um hvernig við yrði brugðist. - Það er þó ljóst að það verður að vera prestur sem hægt er að treysta. - Þessi prestur hefur verið úr- skurðaður með dómi frá þessum gæsluvarðhaldsföngum vegna þess að hann er talinn hafa brugð- ist því trúnaðartrausti sem talið er að slíkur maður verði að við- hafa. Ólafur hefur áfrýjað úrskurði Sakadóms til Hæstaréttar. - Ég reikna með því að úrskurður Hæstaréttar liggi fyrir fljótlega. Það er ekki einu sinni ljóst að upplýsingar hafi borist á milli fanga. Ég á því ekki von á öðru en Hæstiréttur úrskurði mér í vil, sagði Ólafur Jens, - en málinu getur aldrei lokið af minni hálfu nema einn veg. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er líklegast að falli úrskurður Hæstaréttar sr. Ólafi óhag, komi til kasta fangelsisyfirvalda í sam- ráði við dómara eða rannsóknar- aðila málsins að skipa gæsluvarð- haldsföngunum trúargæsluaðila í stað Ólafs. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.