Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Pjóðleikhúsið Að hengja „leikara" fyrir smið Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri: Naumt skammtað úrhnefa. Fjárþörf hússins ekki mœtt á fjárlögum Fjárhagsvandræði Þjóðleik- hússins á undanförnum árum er að rekja til þess að fjárveiting- arvaldið hefur aldrei viljað horf- ast í augu við fjárhagsþörf leikhússins við gerð fjárlaga. Þjóðleikhússtjóri segir fjárhagsá- ætlanir Þjóðleikhússins iðulega hafa verið skornar niður við trog á fjárlögum - eða um 30 til 40 af hundraði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gísli Alfreðsson þjóð- leikhússtjóri hefur sent frá sér vegna þeirra ummæla fjármála- ráðherra á dögunum að koma yrði skikki á fjármálalega- og rekstrarlegastjórn leikhússins, enda væri það orðið að viðtekinni venju að rekstur hússins færi fram úr ráðstöfuðu fé samkvæmt fjárlögum. Gísli sagði í samtali við blaðið að rekstrarvanda leikhússins væri að rekja til þess að það hefði ekki fengið þær fjárveitingar sem það hefði farið fram á og þess í stað verið ætlað að standa straum af rekstrinum í allt of miklum mæli fyrir eigið aflafé. - Þrátt fyrir að við höfum get- að sýnt fram á að fjárhagsáætlan- ir okkar stæðust í öllum aðalat- riðum hefur ævinlega verið naumt skammtað úr hnefa á fjár- lögum. Þegar fjárlög eru samþykkt eru ekki nema um tvær vikur þangað til húsið þarf að fara að vinna eftir þeim, en þá er leikhúsið iðulega löngu búið að skuldbinda sig fyrir allt árið, sex til tíu mánuðum áður. „Að rifta gerðum samning- um kostar skaðabætur og er þannig einnig dýrt,“ segir í yfir- lýsingu þjóðleikhússtjóra. - Staðreyndin er sú að okkur er gert að reka stofnunina í allt of ríkum mæli fyrir eigið aflafé. Það þekkist ekki hjá atvinnuleikhús- um á Norðurlöndum, til að mynda, að þeim sé búið slíkt hlut- skipti af hálfu hins opinbera. -rk Leiðrétting un Þjóðleikhúsnefnd Ígrein um mál Þjóðieikhússins eftir Pál Baidvin Baldvinsson, sem birtist í helgarblaði Þjóðvilj- ans, var fyrst frá því sagt, að Ólaifur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri komu fram í sjónvarpi fimmtudaginn 22. júní og lögðu mjög ólíkt mat á fjár- hagsvanda leikhússins. Síðan segir í grein Páls Bald- vins: „Aðrir fjölmiðlar tóku málið upp: Morgunblaðið með sam- hljóða frétt á föstudeginum. Fjármálaráðherrann taldi nauð- syn brýna til að ráðherra leik- listarmála, Svavar Gestsson, skipaði nefnd í málinu. Hún var skipuð samdægurs.“ Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, hafði samband við blaðið og vildi koma því á framfæri að hér væri rangt með farið. Nefndin, sem fjalla skal um rekstrarvanda Þjóðleikhússins, var skipuð 13 júní, eða tíu dögum fyrr - eftir langar umræður við þjóðleikhús- stjóra og fleiri aðila. Hún hafði þegar haldið sinn fyrsta fund áður en þeir fjármálaráðherra og þjóðleikhússtjóri skiptust á kveðjum í næstliðinni viku. Kennarastöður Sjaldan fleiri umsóknir Langt komið með ráðningar á höfuðborgarsvœðinu. Kristrún Isaksdóttir: Vantar í raun- og tœknigreinar Umsóknir um kcnnarastöður við framhaldsskóla fyrir næsta haust hafa sjaldan verið fleiri en nú. Þó er það misjafnt eftir fögum, því það vantar í stöð- ur raun- og tæknimenntaðra. Að sögn Kristrúnar ísaksdótt- ur deildarsérfræðings hjá menntamálaráðuneytinu, er langt komið með ráðningar á höf- uðborgarsvæðinu, en ástandið er verra á landsbyggðinni. Mynstrið væri þannig að menn sæktu fyrst um á höfuðborgarsvæðinu, en það væri alltaf hópur sem fengi synjun og þeir færu þá út á land. Þetta væri að sjálfsögðu baga- legt fyrir marga skóla á lands- byggðinni, því þeir hefðu ekkert öryggi í þessum málum og væru að ráða langt fram eftir hausti. Þeir kennarar sem fengju synjun væru ekkert endilega verri en aðrir, ástæðan fyrir synjuninni væri samkeppni í ákveðnum greinum. Sem fyrr segir eru það raun- og tæknimenntunarkennarar sem skortur er á og svo hefur alltaf verið. Aftur á móti eru það samfélagsgreinar og tungúmála- kennsla sem langflestir sækja í. Ástæðu þessarar aukningar umsókna taldi Kristrún vera þær kjarabætur sem kennarar hafa fengið, auk þess öryggis sem samningar til langs tíma gefa. Líka það að störf í einkageiran- um eru ekki eins heillandi og áður og menn geta ekki lengur gengið í skrifstofurstarf og fengið himinhá laun. ns. Fjólublátt alþingi Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Félagsvísindastofnun- ar Háskólans telja íslendingar löggjafarsamkomu sfna gegna hlutverki sínu einna verst af opin- bcrum stofnunum. Einungis 6.4% töldu Alþingi rækja hlut- verk sitt vel og komst engin stofn- un neðar í þessari könnun. Ef til vill er stofnun veitingastaðar í Mjóddinni undir nafninu “Á Al- þingi“ angi af þessu viðhorfi fólks gagnvart löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Fyrir eigendum staðarins vakti lítið annað en að finna frumlegt og skemmtilegt nafn á nýjan veitingastað og þeir hafa bent á sklrskotun nafnsins til Alþingis til forna og að nafngiftin sé betri en útlendar ambögur sem margir veitingastaðir bera sem sýni berlega skort á virðingu fólks fyrir þjóðerni sinu og afhjúpi í raun minnimáttarkennd landans gagnvart öllu því sem erlent er. Alþingismenn voru ekki par hrifnir þegar þeir heyrðu af hinu nýja “Alþingi" og líta ekki á nafngiftina sem vott um þjóðlegt stolt. Forseti sameinaðs þings sagði að án þess að hún hefði hugsað sér að gera þetta að stór- máli fyndist henni þetta ákaflega ósmekklegt uppátæki. Áður en fyrirtækið komst á skrá hafði bæði verið haft sam- band við firmaskrá og hlutafé- lagaskrá og þeim tilmælum beint til þessara stofnana að skrásetja ekki fyrirtækið undir þessu heiti án þess þó að ljóst væri á hvaða forsendum hefði verið hægt að stöðva það. Það kom þó ekki til þess að neita þyrfti um skrásetn- ingu því veitingastaðurinn er hvergi á skrá heldur einungis hlutafélagið Þingrof hf. sem rek- ur veitingahúsið. - Hér í firmaskránni var okkur sagt að afgreiða ekki umsókn um skrásetningu á veitingahúsinu Á Alþingi heldur vísa umsókninni til fógeta ef hún bærist. Ég veit svo sem ekki á hvaða lagalegum forsendum hefði verið hægt að neita um skrásetningu en ef þús- und ára hefð tryggir ekki einka- rétt á nafninu þá getur sjálfsagt ekki nokkur hlutur hefðast, sagði starfsmaður í firmaskrá hjá borg- arfógeta. Hlutafélagaskrá fékk líka upphringingu og var bent á að ekki ætti að skrá veitingahúsið. Starfsmaður embættisins sagði að ef til vill hefði umsókn þar að lút- andi getað farið í gegn í hugsun- arleysi ef ekki hefði verið farið fram á það við embættið að gera það ekki. Þegar eigendur veitingahússins ætluðu að skrá fyrirtækið í símaskrána reyndist ekki unnt að fá það skrásett undir þessu nafni. Það er fleira en nafn veitinga- staðarins sem hefur skírskotun til löggjafarsamkomunnar. Innan- búðar er ýmislegt nefnt eftir al- þingi til forna, matsalurinn nefn- ist Lögrétta, básamir bera nöfn eins og Snorrabúð og búð Egils Skallagrímssonar og barinn heitir Drekkingarhylur. Matseðillinn er hins vegar saminn með alþingi nútímans í huga og hafa ýmsir nú- verandi alþingismenn orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að réttir seðilsins eru kenndir við þá. Þannig er gestum boðið upp á fjölbreytt úrval af flatbökum og í BRENNIDEPLI Eftirsem áðurstanda menn frammi fyrir þeirri staðreynd að fólkið í landinu ber ekki mikla virðingu fyrirAlþingi eða störfum alþingis- manna og margt ungt fólk gefur lítiðfyrir söguna sem að baki löggjafarsamkomu þjóðarinnar býr heitir til dæmis ein þeirra Al- bertsbaka en meðal góðgætis sem ofan á henni er má nefna kry- ddhund sem mun vera íslensk þýðing á pylsu sem kölluð hefur verið pepperoni. Albertsbökunni fylgir vindill í eftirrétt. Inga- bjarnarbaka er hins vegar tví- skipt og er annar helmingurinn með skinku en hinn með nauta- hakki. Jóhönnubaka er með kaupleiguskinku og húsbréfa- sveppum. Þeim sem finnst of sterkt pólitískt bragð af þessum flatbökum er boðið upp á flat- böku utan flokka sem er með sjálfkjörnu áleggi. Fyrir utan þessi heiti er ekki hægt að sjá að staðurinn hafi neitt þjóðlegri blæ yfir sér en aðrir veitingastaðir sem elda eftir er- lendum uppskriftum. Fjólubláir veggir, speglar og halogenljós er hvorki frumlegur né þjóðlegur búningur á veitingahúsi. Skoðanir manna á nafni stað- arins byggjast aðallega á því hvort þeim finnst að með þessari nafngift hafi verið farið út fyrir einhver óskráð siðferðismörk eður ei, og mörgum finnst það bæði siðlaust og ósmekklegt að nota nafn hæstvirts Alþingis með þessum hætti. Að sögn eigenda staðarins er það einkum miðaldra fólk og þaðan af eldra sem hefur lýst yfir óánægju sinni en yngra fólki finnst þetta sniðugt. Því hefur verið hreyft að rétt væri að setja lögbann á notkun nafnsins ef aðrar aðgerðir duga ekki. Þó er ljóst að engin skýr ákvæði er að finna í lögum sem beinlínis banna notkun þess, þótt finna megi ákvæði í vörumerkja- lögum sem banna notkun nafna á stofnunum á fyrirtæki. Hingað til hefur Alþingi ekki séð ástæðu til að setja lög sem veita stofnuninni sérstaka vemd gegn virðingar- leysi almennings en til eru sérstök lög sem banna óvirðulega með- ferð á t.d. fána landsins, þjóð- söng og skjaldarmerki. Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri Alþingis sagði að sér fynd- ist það málinu óviðkomandi hvaða augum menn litu Alþingi nú. - Alþingi er rótgróin, hefð- bundin stofnun sem skipar ákveðinn sess hjá þjóðinni út frá sögulegu samhengi og þá er ég að hugsa um Alþingi til forna sem var eina stofnun sinnar tegundar í heiminum og er nú jafnan tengd því sem við erum hvað stoltust af í sögu okkar. Af þeirri ástæðu ætti fólk að vera yfir það hafið að nota nafn þess til að selja einhverja vöm og skiptar skoðanir á því sem er að gerast á Alþingi nú á tímum kemur sögunni ekki við, sagði Friðrik. Aðspurður um hugsanlega lagasetningu sagði Friðrik að það kæmi vel til greina að setja lög sem tækju af öll tví- mæli um að nafnið Alþingi mætti ekki nota í þessum tilgangi. Eflaust myndi Iagasetning sem bannar óviðeigandi notkun á heiti Alþingis koma í veg fyrir að slíkt yrði gert. En eftir sem áður standa menn frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að fólkið í landinu ber ekki mikla virðingu fyrir Alþingi og störfum alþingis- manna og margt ungt fólk gefur lítið fyrir söguna sem að baki lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar býr. Það þarf annað og meira en laga - setningu til að breyta viðhorfi fólks til þessarar elstu löggjafar- stofnunar í heimi. ‘Þ Þriðjudagur 4. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.