Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 2
r Ilok júlí verður haldinn hlut- hafafundur í Alþýðubankanum og má búast við að skoðanir full- trúa verkalýðsfélaganna, sem eiga hlut í bankanum, verði mjög skiptar um kaup bankans á hlutabréfum Útvegsbankans og samruna í einn stóran einka- banka meðIðnaðarbankanum og Verslunarbankanum. Skoðanir eru mjög skiptar innan verkalýðshreyfingarinnar og sýnist sitt hverjum. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verka- lýðsfélagsins í Borgarnesi, sagði að ekki hefði verið fjallað sér- staklega um þetta mál innan fél- agsins þar en sjálfur teldi hann það rétta stefnu að sameina banka og gera þannig bankakerf- ið einfaldara og skilvirkara. „Hinsvegar má eflaust deila um það hvort rétt hafi verið að sameinast þessum bönkum en ekki Samvinnubankanum ef það hefði staðið til boða,“ sagði Jón Agnar. Verkalýðsfélagi Borgarfjarðar var gefinn kostur á að auka hlut sinn í Alþýðubankanum einsog öðrum verkalýðsfélögum en fé- lagið hefur ekki enn gert upp hug sinn til þess, enda stendur félagið í húsakaupum um þessar mundir. Snær Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði að menn þar á bæ mæltu með því að Alþýðubankinn tæki þátt í þessum kaupum. „Það skiptir ekki höfuðmáli hvað bankinn heitir. Banki er banki. Því er svo ósvarað hver hlutur verkalýðshreyfingarinnar verður í þessum nýja banka. hann verð- ur eflaust minni en innan Alþýð- ubankans. Hitt er svo annað mál að ef Alþýðubankinn hefði setið eftir einsog lítill sparisjóður hefði hann aldrei getað orðið öflugt tæki fyrir verkalýðshreyfing- una.“ Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar í Hafnarfirði, sagði að farið hefði verið fram á það við Hlíf að félagið yki hlut sinn í bankanum en við því hefði það ekki orðið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um bankasam- eininguna. Björn Grétar Sveinsson, for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Homafirði, hefur lýst yfir andstöðu sinni við hlutdeild Alþýðubankans í nýja einka- bankanum. „Ég er enn þann dag í dag jafn langt frá því að skilja þetta og áður. Það hlýtar að hafa Benedikt Bogason látinn Benedikt Bogason, þingmaður Borgaraflokksins, er látinn eftir hörð og langvinn veikindi, 56 ára að aldri. Benedikt tók sæti á þingi í apríl sl. í stað Alberts Guð- mundssonar. Benedikt lauk verkfræðiprófi 1961 frá T.H. í Helsinki og starfaði lengstum sem verkfræðingur eða að skyldum störfum. Síðast starfaði Benedikt sem fulltrúi forstjóra Byggðastofnunar. Benedikt varð varaformaður Borgaraflokksins í Reykjavík í síðustu kosningum. FRÉTTIR Bankasameiningin sýnist hverjum Eiga þeir samleið? Brynjólfur Bjamason, framkvæmdastjóri Granda og formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, og Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra takast í hendur að lokinni undirskrift kaupsamn- ings Alþýðu-, Iðnaðar- og Verslunarbankans á Útvegsbankanum. Álengdar standa kampakátir Ásmundur Stefánsson, formaður banka- ráðs Alþýðubankans og Gís'i V. Einarsson, formaður bankaráðs Verslunarbankans. Mynd: Jim Smart. átt sér stað grundvallar hugar- fars- og stefnubreyting hjá Al- þýðubankanum fyrir hönd ís- lenskra verkamanna. Eftir þetta get ég ekki séð að það sé til neinn banki launafólks í landinu. Ef Al- þýðubankinn væri banki launa- fólks þá hefði hann átt að sýna þann dug að kaupa hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum og vinna þannig að sameiningu banka.“ Þá sagðist Björn Grétar eiga bágt með að trúa því að almenn- ingur myndi ekki láta heyra í sér ef fara ætti að nota þá peninga almennings sem geymdir eru í líf- eyrissjóðunum til þess að kaupa hlut í banka, en rætt hefur verið um það að breyta reglugerðum lífeyrissjóðanna þannig að þeir megi fjárfesta 5% af ráðstöfunar- fé sínu í fyrirtækjum. Hrafn Magnússon hjá Sam- bandi almennra lífeyrissjóða sagði að lögum SAL sjóðanna hefði verið breytt í júlí í fyrra þannig að sjóðunum væri leyfi- iegt að fjárfesta 5% af ráðstöfun- arfé sínu í fyrirtækjum sem væru skráð hjá Verðbréfaþinginu. Sjóðirnir mættu þó ekki eiga meira en 5% í hverju fyrirtæki. Að sögn Hrafns þarf svo hver sjóður að breyta reglugerð sinni til að sjóðunum sé heimilt að fjár- festa í fyrirtækjum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, fór til Vestmannaeyja sl. föstudag og ræddi við formenn verkalýðsfélaganna þar, en Eyja- menn hafa gagnrýnt þessa banka- sameiningu. „Menn eru ekki tilbúnir að gleypa þetta svona hrátt. Okkur finnst svolítið einkennilegt að það eigi að teygja sig í sjóði félag- anna og lífeyrissjóðanna til þess að fjármagna þessi kaup. Ég ótt- ast að þessi sameining verði okk- ur í Eyjum ekki til hagsbóta,“ sagði Elías Bjömsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, við Þjóðviljann í gær. -Sáf Jafnréttisráð Aldrei fleiri kærur Jafnréttisráð afgreiddi 6 kærur á síðasta ári vegna meintra brota á jafnréttislögum við stöðu- veitingar bjá hinu opinbera. í einu tilviki var ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum. í fjórum til- fellum komst jafnréttisráð að þeirri niðurstöðu að ekki væri um brot á jafnréttislögum að ræða en í tveimur tilfellum var niðurstað- an sú að stöðuveitingin bryti í bága við lög. Þar er annars vegar um að ræða ráðningu i stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli og hins vegar ráðningu sparisjóðs- stjóra þjá Sparisjóði Norðfjarð- ar. Jafnréttisráð hefur nú höfðað mál á hendur Sparisjóðnum í Neskaupstað. Fyrir utan kæmr vegna stöðu- veitinga fjallaði jafnréttisráð um nokkur tilvik sem vörðuðu efni auglýsinga. - Þær kærur eða ábendingar sem okkur berast era aðallega auglýsingar sem unnar era af öðr- um en fagfólki í auglýsingaiðnaði eða eru hluti af því auglýsingaefni sem umboðsmönnum hérlendis berst að utan en það kemur varla fyrir nú orðið að auglýsingastofur Allt að 42% verðmunur var á dýrustu og ódýrustu inn- kaupakörfu innan sömu verslun- ar í nýafstaðinni könnun Verð- lagsstofnunar. Verðlagsstofnun hafði þann hátt á í þessari könnun, sem gerð var í maílok, að áætla þriggja daga neyslu vísitölufjölskyldunn- ar á ýmsum algengum vöruteg- eða annað atvinnufólk í þessu fagi fari út fyrir þau mörk sem sett eru í jafnréttislögunum og siðareglum SÍA, sagði Stefanía Traustadóttir hjá Jafnréttisráði. •Þ undum, mat-, snyrti- og hreinlæt- isvörum eða 45 alls. Niðurstaðan bendir til þess að fólk geti með útsjónar- og eftirtektarsemi spar- að sér all nokkur fjárútlát. Engu að síður er rétt að hafa hugfast að í „könnuninni var litið framhjá hugsanlegum gæðamun...,“ eins- og bent er á í fréttatilkynningu Verðlagsstofnunar. ks Innkaup 42% verðmunur Benedikt lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmað- ur mun fylla sæti Benedikts á þingi í vetur. Eldsvoði í minkabúi Stórtjón varð í eldsvoða í minkabúi að Miðengi í Austur- Skaftafellssýslu sl. fimmtudags- kvöld. Mikill fjöldi dýra kafnaði vegna reykeitrunar og enn eru dýr að drepast af þeim sökum. Búið er um 350 læðu bú og í gær voru um 100 læður enn lifandi. Eldsins varð ekki vart fyrr en reyk tók að leggja frá minkabú- inu. Slökkviliðinu á Höfn tókst greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Búið er tryggt hjá Sam- vinnutryggingum og Brunabót, en margt er á huldu um bætur vegna brunans. Mannslát í Miðbænum Rannsóknarlögregla ríkisins er að rannsaka mannslát í miðbæn- um í Reykjavík sl. laugardag. Hinn látni var á fertugsaldri. Granur leikur á að afleiðingar ryskinga hafi orðið hinum Iátna að aldurtila. Rannsóknarlö- greglan verst allra frétta af mál- inu en þegar hafa einhverjir verið yfirheyrðir vegna þess. íslendingur hreppir blásaraverðlaun Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari hreppti fyrir skemmstu fyrstu verðlaun blásara í alþjóð- legri keppni ungra einleikara í Royal Tunbridge Wells í Eng- landi. Þátttakendur í keppninni vora 160 frá 24 löndum. Með- leikari Áshildar á tónleikunum var Nína Margrét Grímsdóttir pí- anóleikari en hún stundar tón- listarnám í City University í London. Auk verðlauna fyrir blástur voru veitt verðlaun fyrir frammistöðu í píanóleik, strengjaleik og söng. Tilgangur keppninnar er að koma ungum einleikurum á framfæri. Sigur- vegaramir fjórir munu koma fram á sameiginlegum verð- launatónleikum í London í októ- ber nk. Áshildur lauk masters- prófi frá Juilliard tónlistarskólan- um í New York vorið 1988. Blýmengun við dagheimili Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur afráðið að verða við þeirri ósk Foreldrasamtakanna að kanna blýmengun af völdum út- blásturs bifreiða í námunda við nokkur útileiksvæði og dagvistar- heimili í borginni sem liggja á svæðum þar sem umferðarþungi Farsóttir Svipaður fjöldi og í fyrra 830 manns leituðu til læknis vegna kvefs eða annarrar veiru- sýkingar í efri loftvegum í maí- mánuði samkvæmt skýrslu sem borgarlækni hefur borist frá læknum. Af öðrum sjúkdómum má nefna að 63 fengu lungna- bólgu, 14 inflúensu og 78 iðra- kvef. Þetta eru ekki heildartölur um sjúklinga sem leitað hafa til lækn- is vegna þessara sjúkdóma í Reykjavíkurumdæmi vegna þess að það senda ekki allir læknar inn skýrslu. Að sögn Heimis Bjarna- sonar aðstoðarborgarlæknis er hins vegar hægt að fylgjast ágæt- lega með ástandinu frá ári til árs í gegnum þessar skýrslur því það eru alltaf sömu læknarnir sem senda inn skýrslunar. Heimir sagði að þessar tölur sýndu að ástandið í ár væri mjög svipað því sem verið hefði á síðasta ári, eina merkjanlega muninn mætti sjá í því að inflúensutilfellum fækkaði í maímánuði á þessu ári saman- borið við sama mánuð í fyrra en skýringarnar á því eru m.a. þær að þá var inflúensan frekar seint á ferð. iþ Eyjafjörður Stéttarfélög vilja stóriðju 10 verkalýðsforingjar skrifa iðnaðarráðherra og lýsa yfir stuðningi við stóriðjuþreifingar Oddvitar 10 stéttarfélaga við Eyjafjörð, aðildarfélaga Alþýðu- sambands Norðurlands, hafa samþykkt ályktun og sent Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við þær sveitastjórnir landshlut- ans sem áfram eru um stóriðju við Eyjafjörð. Ennfremur er ráðherrann minntur á samþykkt 17. þings AI- þýðusambands Norðurlands en þar segir m.a.: „í framhaldi af Blönduvirkjun ber að gera sér- staka athugun á hvaða mögu- leikar era á Norðurlandi til að nýta þá orku, sem skapast til al- mennrar atvinnuuppbyggingar og nýiðnaðar. Nefna má í því sambandi orkufrekan iðnað við Eyjafjörð..." er mikill, s.s. Valhöll við Hring- braut og Grænuborg við Eiríksgötu. Tilefni þess að For- eldrasamtökin fóru þessa á leit við Heilbrigðiseftirlitið era fregnir um að blýmengun frá út- blæstri bifreiða í jarðvegi í Dan- mörku væri orðin það mikil að heilsu barna og þroska stafaði ógn af. Stjórnarfundur Alþjóða fimleika- sambandsins í síðustu viku fór fram í Reykjavík stjórnarfundur Al- þjóða fimleikasambandsins. Slík- ir fundir eru haldnir einusinni til tvisvar á ári og hafa smáþjóðir til þessa ekki þótt fýsilegur kostur til þess að hýsa slíkar samkundur. í fundinum tóku þátt fulltrúar frá 31 þjóðlandi og hafði enginn þeirra komið til Islands áður. Á fundinum var m.a. rætt um nýja skýrslu um lyfjanotkun fimleika- manna, en sambandið hefur ákveðið að setja saman nýjar og strangari reglur varðandi lyfjaát fimleikamanna. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.