Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 6
SAMEINAÐA SIA ERLENDAR FRETTIR Júgóslavía Sex alda afmæli Þrastavallabardaga Heildarupphæð vinninga 01.07. var 3.945.753 kr. 2 höfðu 5 rétta og fær hvor kr. 908.258.- Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 78.869.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.319.- og fyrir 3 réttar tölurfær hver um sig kr. 351.- Sölustaðir loka 15 mlnútum fyrir útdrátt I Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Hátíðahöld í tilefni afmælisins merki um vaxandi þjóðareiningu Serba en breikkandi bil á milli þeirra og annarra þjóðernaJúgóslavíu Þann 28. júní s.l. voru Serbar í hundruðþúsunda tali sam- ankomnir í Kosovo, á sjálfstjórn- arsvæði sem nú er að mestu byggt Albönum en var um skeið fyrr á tíð mikilvægur hluti ríkis Serba. Erindi þessa mannsafnaðar var að halda hátíðlegt 600 ára afmæli orrustunnar á Kosovo Polje (Þrastavöllum), en úrslit þess hUdarleiks skiptu miklu um örlög Balkanskaga aUa tíð síðan. Um miðja 14. öld var ríki Serba orðið það voldugasta á Balkan- skaga. Stefán Dúsjan konungur þeirra tók sér 1346 keisaranafn yfir ekki einungis Serbum, heldur og Grikkjum, og fólst í því yfir- lýsing um að serbneska stórveld- ið liti á sig sem arftaka gríska (býsantíska) keisaradæmisins, sem þá var mjög tekið að hnigna. En eftir lát Stefáns keisara 1355 hljóp upplausn í ríkið vegna ill- deilna milli höfðingja, og varð það til þess að veikja mjög vamir Serba gegn Ósmans-Tyrkjum, sem þá voru farnir að sækja inn á Balkanskaga ffá Litlu-Asíu. Á þeim skaga vom Serbar helsti þröskuldurinn í vegi þeirra, og til úrslitaorrustu milli þeirra kom á Þrastavöllum 28. júní 1389. Vann Múrat fyrsti Ósmanasoldán þar algeran sigur, enda her hans sam-. stæðari og betur agaður. Féll þar Lazar, helsti leiðtogi Serba, en Múrat soldán var sjálfur drepinn í orrustulok af Serba einum. Með þessum sigri tryggðu Tyrkir sér yfirráð á Balkanskaga, en Serbía varð fyrst leppríki þeirra og síðan innlimuð með öllu í stórveldi Tyrkjasoldáns. En serbnesk alþýðuskáld og söng- varar, sem minna á Hómer og ís- lensk hirðskáld, bættu þær hrak- farir upp með því að víðfrægja í kveðskap framgöngu Serba í viðureign þessari. Þrastavalla- bardagi varð þannig tákn þjóðar- stolts þeirra og viðnáms gegn er- lendum kúgumm og öðrum óvin- um, fyrst auðvitað Tyrkjum, síð- an Austurríki-Ungverjalandi. Einhverjum örlagaríkustu byssuskotum sögunnar var eins og alkunna er hleypt af í Sarajevo 1914. Þar var þá Frans Ferdín- and, ríkiserfingi Austurríkis- Ungverjalands, veginn af serbnesk-bosnískum stúdent, á- köfum þjóðemissinna. Piltungi þessum og kumpánum hans var það sérstök hvatning að heim- sókn ríkiserfingjans til höfuð- borgar Bosníu bar einmitt upp á afmælisdag Þrastavallabardaga - 28. júní. Yfirstandandi illindi Serba og Kosovo-Albana eiga sér ekki síst hvað rætur í endurminningum þeirra fyrrnefndu um þann slag. Af þessari ástæðu er Kosovo í augum þeirra heilög serbnesk jörð og óþolandi að það svæði sé að mestu byggt Albönum. Hátíðahöld Serba í Kosovo nú á miðvikudaginn fóm að vísu stórslysalaust fram, enda höfðu serbnesk yfirvöld mikinn öryggis- viðbúnað fyrir þau. En þau hafa enn aukið elda tortryggni og fjandskapar milli hinna ýmsu þjóðerna landsins. Serbar hafa undir fomstu síns sterka manns Slobodans Milosevic (sem vita- skuld var aðalræðumaðurinn á hátíðahöldunum um daginn) í raun tekið sjálfstjómina af Koso- vo og Vojvódínu og þar með aukið vald stjórnar serbneska lýðveldisins sjálfs, auk þess sem sú stjórn hefur aukið áhrif sín í Bosníu, Makedóníu og Svart- fjallalandi. Albönum í Kosovo er nú í raun haldið niðri af júgóslavneska hernum, sem Serbar ráða mestu í, og þorri albanskra íbúa svæðis- ins er þeim mótsnúinn. En urgur- inn milli Serbíu annarsvegar og hinsvegar Króatíu og Slóveníu fer einnig vaxandi. Króötum og Slóvenum, kaþólskum og mið- evrópskum að menningu, líst ekkert á „stórserbneskan“ áróður Milosevic og stefnu að því skapi. í ræðunni í Kosovo sagði Milosevic meðal annars, að svo kynni að fara að Serbía kæmist eícki hjá því að „heyja orrastur með vopnum“ til að verja sér- German, 91 árs gamall patrlarki serbnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar. Fyrir hátíðahöldin af tilefni 600 ára afmælis orrustunnar á Koso- stöðu sína og þjóðareinkenni. Athyglisvert er einnig, að eftir því sem úfar rísa meira með Serb- um og sambýlingum þeirra í júg- óslavneska sambandslýðveldinu, þeim mun meir eykst þjóðar- eining Serba sjálfra. Frá því að kommúnistar tóku völd í Júgó- slavíu hafa verið fáleikar með stjórnvöldum og serbnesku réttt- rúnaðarkirkjunni, sem sætt hefur þrengingum ýmsum af hálfu stjórnvalda. En nú brá svo við um helgina fyrir 600 ára afmælishá- tíðina að þeir hittust Milosevic og German, rúmlega níræður patrí- arki kirkjunnar, og sættust heilum sáttum fyrir hönd ríkis/ kommúnistaflokks og kirkju. Sá leikur var áreiðanlega ekki út í hött hjá Milosevic, því að saga serbnesku kirkjunnar er sam- vo Polje sættust valdhafar kommúnistaflokks og ríkis í Ser- bíu við hann heilum sáttum. gróin sögu þjóðarinnar svo að segja frá upphafi serbneska ríkis- ins. Annað merki um vaxandi þjóðareiningu Serba sýndi sig við umrædd hátíðahöld. Þangað fjöl- menntu m.a. gamlingjar þeir, sem enn eru lífs úr liði sétníka, serbneskra og konunghollra skæruliða, sem börðust upphaf- lega gegn Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari en síðan einkum gegn skæruliðum Titos. Leiðtogi sétníka, Drazha Mihail- ovic, var tekinn af lffi 1946 eftir sigur Titos og liðsmenn hans hafa síðan verið taldir til svikara. En. nú er það liðið hjá með allsherjar þjóðarsátt Serba, jafnframt því sem gjáin breikkar milli þeirra oa sumra annarra þjóðema Júgósla- víu. dþ. Bandaríkin Ný kaþólsk blökkumannakiiicja Sfra George Stallings, rúmlega fertugur bandarískur prestur sem hingað til hefur heyrt kaþólsku kirkjunni til, lýsti um helgina yfir stofnun nýrrar kaþólskrar kirkju fyrir blökku- menn þarlendis. Fullyrðir klerk- ur að kaþólska kirkjan sé þrungin kynþáttahyggju og að þar sé eng- um gott að vera nema hvítum mönnum. Hina nýstofnuðu kirkju nefnir síra Stallings Imamimusterið, en orðið imami kvað vera úr svahili og þýða trú. Stofnunarguðsþjón- ustan, sem fór fram í kapellu Harvardháskóla, var fjölsótt og tmmbusláttur og fleira setti á hana afrískan blæ. Þrátt fyrir þessa ráðstöfun neitar séra Stall- ings því að hann hyggist segja skilið við páfakirkjuna, en af hálfu þeirrar kirkju hefur verið gefið í skyn, að hann yrði sviptur kjóli og kalli, ef hann léti verða af stofnun nýrrar kirkjudeildar, og ef til vill rekinn úr kirkjunni. Stallings hefur auk annars borið kaþólsku kirkjunni á brýn að hún vanræki menningararf blökku- manna og beiti sér of lítið gegn eiturlyfjaplágunni, sem kemur hart niður á þeim. Flestir bandarískir blökku- menn era mótmælendatrúar, en um tvær miljónir þeirra em ka- þólskir. Reuter/-dþ. Grómýkó látinn Á sunnudaginn lést austur í So-1 vétríkjum Andrej Grómýkó, einn þekktustu stjórnmálamanna á alþjóðavettvangi frá því í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, tæp- lega áttræður að aldri. Hann var sonur hvítrússnesks smábónda. Grómýkó þjónaði öllum æðstu valdhöfum Sovétríkjanna frá Stalín til Gorbatsjovs, að báðum meðtöldum, var utanríkisráð- herra 1957-85 og forseti Sovétr- íkjanna 1985-88. Stjórnmálaaf- skiptum hans lauk endanlega í apríl s.l., er hann lét af störfum í miðnefnd sovéska kommúnista- flokksins. Líklegt er talið að hann hafi átt drjúgan hlut að því að Gorbatsjov var kjörinn aðalritari flokksins 1985. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIIIN j Þriðjudagur 4. júlí 1989 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 13. júlí. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið 4. júlí 1989 FÉLAGSMÁLAStOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsráðgjafi Félagsráðgjafa vantar í afleysingar á Hverfa- skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar í 6 mánuði. Umsóknum skal skila til félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Síðumúla 34, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Erla Þórðardóttir í síma 685911.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.