Þjóðviljinn - 04.07.1989, Side 4

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Side 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Búlgarar, Tyrkir, Kúrdar Balkanskagi haföi lengi á sér þaö vafasama orö aö hánn væri púðurtunna í Evrópu. Þar voru þjóöir margar og ólíkari en góðu hófi gegndi og þau landamæri sem menn drógu á milii þeirra um leið og Tyrkjaveldi skrapp saman og missti mestalla fótfestu sína í Evrópu voru aldrei í anda fyllsta réttlætis. Og enn í dag fáum viö inn á borö til okkar hörmu- legt framhald af þeim skærum, sem leiddu til Balkanstyrj- alda á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri: það er ófriölegt í Kosovo í Júgóslavíu. Og Tyrkir í Búlgaríu flýja land svo tugum þúsunda skiptir. Talsmenn búlgarskra yfirvalda hafa reynt að snúa því dæmi sér í hag með því að segja sem svo, aö Tyrkir vilji fara og megi það. Þeir fá ekki aö sleppa með slíka skýringu. Um 150 þúsundir manna tyrkneskrar ættar taka sig ekki upp í skyndingu og flytja yfir landamærin af þeirri ástæðu einni aö þeir hafi skyndilega fyllst heimþrá. Um alllanga hríð hafa borist fréttir af viðleitni búlgarskra stjórnvalda til að „leiðrétta söguna“ með þeim hætti að afmá tyrkneska minnihlutann í landinu. Þau halda því fram að hér sé í raun um Búlgari að ræða sem á fyrri öldum tyrkneskra yfirráða hafi verið neyddir til að taka við íslam og hverfa frá sinni tungu. Þess vegna hefur tyrkneska nú verið svo gott sem bönnuð í Búlgaríu og fólk tyrkneskrar ættar neytt til að skipta um nöfn, og þeir sem hafa andæft þessu offorsi hafa mátt sæta margskonar kár- ínum. Það ætti að vera óþarft að taka það fram að sú tilvísun í sögulegt óréttlæti sem fyrr var greind er ekki gild rök í málinu: ef á aðra miljón búlgarskra borgaratelja sig Tyrki og eru það að tungu og siðum, þá er það þeirra óvefengjan- legur réttur. Flóttamannastraumurinn hefur vakið upp miklar geð- sveiflur í Tyrklandi sjálfu eins og vænta mátti: á dögunum fóru um fimmtíu þúsundir manna í kröfugöngu í Istanbul og kröfðust þess að tyrkneski herinn marseraði af stað og til Sofíu. Það er svo sem engin huggun flóttafólkinu - en Tyrkir, ráðandi öfl í því landi, eru í engri siðferðilegri stöðu til að belgja sig út sem svaramenn ofsótts minnihluta. Eins og margir vita búa í Tyrklandi austanverðu miljónir manna af hinni marghröktu þjóð Kúrda. En hvort sem í Tyrklandi hefur ríkt opinskátt einræði herforingja eða þar hefur verið reynt að halda uppi fjölflokkakerfi með kosningum, þá hefur þessi þjóð aldrei fengið að vera til í landinu. Kúrdum hefur verið bannað að nota mál sitt, hvað þá kenna það í skólum eða gefa út á því bækur- þeir fá ekki einu sinni að heita Kúrdar, heldur eru kallaðir Fjallatyrkir í bókhaldi ríkisins. En staða þessarar þjóðar er svo hörmuleg að síðustu misseri hafa Kúrdar flúið í stórum hópum til Tyrklands frá írak - þeir flýja í réttleysi en undan beinum lífsháska. Enn einu sinni eru stjórnvöld í Bagdad í þeim ham gegn Kúrdum að ekki verður við annað líkt en tilraun til þjóðarmorðs. Búlgaría kennir sig við sósíalisma, Tyrkland kennir sig vafalaust við lýðræði og þykist verðugur sessunautur lýð- ræðisþjóða í Nató og annarsstaðar. Hvað sem öðru líður er allsendis óþarft að láta þessi ríki komast upp með slíkar fegrunaraðgerðir. Það á vitanlega að vera öllum Ijóst, en sú vísa verður samt kveðin eina ferðina enn hér: það samrým- ist hvorki sósíalisma né heldur lýðræði að ganga á rétt minnihlutaþjóða. í þessum dæmum sem öðrum verðurfyrst og síðast að inna eftirframgöngu stjórnvalda á hverjum stað í mannréttindamálum, sé hún blygðunarefni mun flest ann- að og verða í skötulíki. Hellt úr koppum reiðinnar í umræðum um söluskattsinn- heimtur hafa menn tekið óvenju- stórt upp í sig í Morgunblaði og DV þegar þeir hafa ausið úr koppum sinnar reiði yfir Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Því er fram haldið með margvíslegum hætti, að annað eins fól hafi aldrei í ráðherrastól setið. Þorsteinn Pálsson lætur að því liggja í gamalkunnri viðleitni Sjálfstæðisflokksins til að deila og drottna, að Ólafur Ragnar sé eiginlega miklu verri kommi en til dæmis Svavar Gestsson. í leiðara í DV var kveinað hátt og lengi yfir því, að fjármálaráð- herra berði og biti fast með of- beldi, hótunum og lögreglu til að „koma umfangsmikilli starfsemi á kné“. Ekki var ljóst hvers vegna Ólafur Ragnar beitti þvílíkum bolabrögðum, það var ekki einu sinni látið að því liggja að þetta gerði hann til þess að gera einka- framtakinu ólíft í landinu, þetta var barasta einhverskonar óút- skýrð illmennska eins og í has- armyndunum. Hitt mátti vera ljóst af öllu saman, að eittthvað hafði Ólafur Ragnar gert af sér, einhvern frið hafði hann truflað, einhverja hefð, sem borgara- blöðunum fannst sárt að missa. Týndur friður fyrirgreiðslunnar Hvað var það sem glatast hafði? í fyrrnefndum leiðara í DV, sem Éllert Schram, fyrrum þing- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði, er fróðlega klausu að finna sem getur kannski vísað á svar við þeirri gátu. En hann segir: „Sumir fjármálaráðherrar hafa litið á sig sem þjóna fólksins og nýtt sér vald sitt til að veita al- menningi og fyrirtækjum undan- þágur gagnvart valdboði og ein- strengingslegum reglugerðum.“ Skoði menn þessa klausu nán- ar, þá ber hún í sér sjálfa formúlu fyrirgreiðslupólitíkurinnar: að stjórnmálamaður sitji í ráðaherrastól til að „redda“ hin- um og þessum. Formúlan er nátt- úrlega flott að utan. Ráðherran- um er lýst sem „þjóni fólksins“ - þótt vitanlega liggi það í augum uppi að enginn ráðherra stendur í því að veita „fólkinu“ undanþág- ur frá sköttum og aðflutnings- gjöldum og guð má vita hverju. Hann er að hygla sínum mönnum eða þeim sem hæst jarma - og kallar þá „litla manninn“ eða eitthvað annað snyrtilegt rétt á meðan. í annan stað er fyrir- greiðslumaðurinn fegraður með því að stilla honum upp sem handhafa hins góða andspænis einhverju „kerfi“ sem allir eiga að halda að sé vont: hann veitir ekki undanþágur frá sköttum og skyldum og lögum jafnvel, held- ur frá „valdboði og einstrengings- legum reglugerðum". Allt í þeim anda, að sá nkisbúskapur sem ráðherra þarf að reka sé illur - bæði þegar hann vill skatt taka (þá tekur hann of mikið) og þegar hann borgar velferðina (þá er hann of nískur). Semsagt: ríkið er vont og ráðherrann er til þess að það hrekki MIG ekki. Þetta er með öðrum orðum hugmynda- fræði Hulduhersins - sem nær náttúrlega miklu víðar um Sjálfs- tæðisflokkinn en til manna Al- berts Guðmundssonar. Hafi Ólafi Ragnari nú tekist að reyta þetta hugmyndakerfi til reiði með sinni framgöngu í sölu- skattsmálum þá er strax þess vegna betur af stað farið en heima setið. Auglýsingar og sannleikur Við höfum stundum verið að fjasa um þýðingu auglýsinga fyrir málfrelsið. Vegna þess samheng- is að auglýsingar bera svo mikinn hluta af framleiðslukostnaði fjöl- miðla, að það verður í reynd auglýsingaheimurinn sem ræður úrslitum um það hvort blað eða sjónvarpsstöð eru til. Þessi staða ýtir mjög á eftir því, að málflutningur fjölmiðla lagi sig í ósæmilegum mæli að þörfum auglýsenda og þrengi þar með að raunverulegum möguleikum þeirra til gagnrýni. Víkverji Morgunblaðsins kom eitthvað inn á þessi mál á dögun- um og hann sneri dæminu alveg við. Þar var sú ályktun dregin af misbrúkun kínverskra ríkisfjöl- miðla á dögunum, þegar þeir voru notaðir til að sverta málstað námsmanna í andófi, að það fals allt stafaði af auglýsingaskorti! Eða eins og þar segir: „Blöð í Sovétríkjunum og Kína eiga ekkert undir auglýsingum, þeim finnst heldur ekki nein þörf á að segja sannleikann.“ Hér stendur allt á haus. í fyrsta lagi er það ósvinna að leyfa sér að tala svo um sovéska og kínverska kollega, að þeim „finnist engin þörf á að segja sannleikann“. Blaðamenn í þessum löndum eru náttúrlega misjafnir eins og gengur - sumir önnum kafnir við að pota sér áfram í sínu frama- kerfi (og ættu menn að kannast ofurvel við það úr nálægarí byggðum). Aðrir eru hugvits- samir og áræðnir baráttumenn fyrir „þörf“ og rétti til að segja sannleikann beiska og óþægilega, og hafa í þeim efnum lagt sig í háska sem við þekkjum ekki nema af afspum. í annan stað er svo hin raun- verulega útkoma - þeas hve vel eða illa mönnum gengur að segja sannleikann - alls ekki háð því hvort auglýsingar em í sovéskum og kínverskum blöðum (þær eru reyndar til í báðum löndum, meira að segja auglýsingar frá al- þjóðlegum stórfyrirtækjum). Hún er háð almennu pólitísku ástandi í löndunum og þar með valdi ritskoðunar - hvort hún er ströng eða á undanhaldi eða þá að mestu horfin eins og í Sovét- ríkjunum nú. Fjárhagslega þurfa t.d. sovésk blöð hvorki að vera háð ríkisstyrkjum né auglýsing- um. Spurningin er svo fyrst og fremst um samband þeirra við hið pólitíska vald. Og að því er varð- ar „þegnlegt hugrekki“ þá skal það fullyrt hér, að á undanförn- um misserum hafa sovéskir blaðamenn unnið afrek sem kol- legar þeirra úr hefðbundnu mál- frelsi Vesturlanda mega vel öfunda þá af. Því þeir hafa ekki aðeins verið að skrifa um erfið fortíðarmál: þeir hafa dregið margt stórlega viðkvæmt fram úr nútíðinni um spillingu í háum stöðum, um hrottalega meðferð á afbrotaunglingum og svo á nýlið- um í hernum, um glæpi gegn náttúrunni og margt fleira. Þeir eiga að sönnu eftir að losa sig við hömlur á nokkrum sviðum - og þá fyrst og fremst á sviði utanrík- ismála þótt einnig þar hafi verið um miklar og örar breytingar að ræða. Þeir hafa til dæmis verið feimnir við ótíðindin frá Kína að undanförnu. En úr þeirri feimni verður ekki bætt með auglýsing- um, það er víst og satt. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórl: Ámi Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur ' Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýslrvgar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðalustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrlftarverðámánuði: 1000kr. ,4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN I Þriðjudagur 4. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.