Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Blaðsíða 5
Anna Sigurbiöra Leópoldsdóttir Hún Anna er dáin! Þetta hljómar svo einkennilega þegar hugsað er nokkra mánuði aftur í tímann og mynd hennar dregin fram; hún var ánægð, ætl- aði að vinna sigur á þeim sjúk- dómi sem hafði verið skuggi hennar á fjórða ár, hún átti sér drauma og hún átti sér vin. Lífið hafði svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum hjá henni Önnu Sigurbjörgu Leó- poldsdóttur, en hún bar það ekki utan á sér eða lét á því bera, hún naut þess í svo ríkum mæli að vera innan um fólk, bæði vini og vandamenn, að hún lét það ekki eftir sér að eyðileggja þær stundir með því að bera sína erfiðleika á torg og oft hefur fólk vanmetið aðstæður hennar einmitt vegna þessa. En því sem gerðist fyrir þrem mánuðum í lífi hennar, þeim sjúkdómi, heilahimnubólgunni, sem bókstaflega heltók hana á ör- stuttum tíma og þeirri hetjulegu baráttu sem hún háði, verður ekki lýst með fátæklegum orðum, það geta þeir dæmt um sem fylgst hafa með sjúkdómslýsingu henn- ar þennan tíma. En aldrei hefur nokkur manneskja sem ég þekki þurft að taka annað eins út og hún þegar heilahimnubólgan var á undanhaldi, allt sem hún þurfti að ganga í gegnum þennan tíma er svo hræðilegt og svo ótrúlega mikið að undrun vakti. Þá kom sér vel að hafa stjórn á skapi sínu, geta tekið því sem að höndum bar með stillingu og æðruleysi og brosað gegnum tárin. Guð minn góður því ertu svona miskunnarlaus, af hverju er sumt fólk látið kveljast svona mikið? Hversu oft síðustu mánuði hefur fólkið hennar Önnu ekki hugsað svona og kvalist með henni og ekkert getað gert, en hetjan okk- ar er fallin fyrir fullt og allt. En minningin um elskulega mág- konu og mína bestu vinkonu lifir og ekkert fær tekið frá mér sem ég skal geyma í hjarta mínu það sem eftir er ævi minnar. Hún Anna Sigurbjörg eins og hún hét fullu nafni var fædd í Reykjavík, þann 29.9. 1944, þeim hjónum Maríu Magnús- dóttur og Leópoldi Jóhanness- yni, hún var frumburður þeirra og eina dóttir, en saman áttu þau þrjú börn, auk hennar Magnús f. 1946 og Hall f. 1948. Þegar Anna var 10 ára slitu foreldrar hennar samvistum, en einmitt þá byrjar Fœdd 29. september 1944 - Dáin 26. júní 1989 lífsbaráttan fyrir alvöru hjá Mar- íu og bömunum hennar þrem. Þau voru eftir ein í litla húsinu við Hlíðarveg 33, í Kópavogi, húsinu sem átti bara að vera bráðabirgð- ahús þar til byggt yrði annað og betra hús á lóðinni, en í litla hús- inu bjuggu þau í sautján ár og þrátt fyrir baslið í Kópavoginum var þetta helgur reitur. Kópavo- gurinn, og þá sérstaklega Kópa- vogsbúar, vom alveg einstakir og fram á þennan dag er ég kynnt fyrir gömlum Kópavogsbúum með mikilli virðingu. Með ótrúlegri sparsemi og ráð- vendni tókst Maríu að ala böm sín upp og koma þeim til manns og gott betur, það bættist fjórða barnið í hópinn þegar Anna var 17 ára 1961, Elvar Steinn Þork- elsson, litli bróðir og augast- einninn þeirra allra. Anna lærði strax á unga aldri að fara vel með bæði andleg og veraldleg efni sem reyndist henni gott veganesti í lífinu og eitt er víst, sem best kom í ljós þessa þrjá mánuði sem hún lá helsjúk á Landakoti, að milli móður og dóttur lá þráður sem aldrei slitn- aði, en varð sterkari og sterkari þegar neyðin stækkaði, þær miðl- uðu hvor annarri af svo mikilli blíðu og nærfæmi að undrum sætti. María sér nú á bak einka- dóttur sinni sem hún unni svo mjög. Anna átti fleiri systkini en að framan greinir því Leópold giftist aftur, Ölgu Sigurðardóttur, og eignuðust þau fjögur börn sam- an. Jóhönnu f. 1956, Sigurð f. 1957, Leif f. 1965 og Margréti f. 1967. Heimili þeirra var lengst af í Hreðavatnsskála í Borgarfirði, sem var ekki eingöngu heimili þeirra, heldur einnig hinna bam- anna og bamabarnanna því fjöl- skyldan stækkaði. Anna átti þar oft athvarf, hafði m.a. vetursetu þar með elsta barn sitt á öðru ári, Þórhall Bjömsson, f. 31.3. 1965. Þann vetur kynnist hún Gunn- ari Má Ingólfssyni frá Sauðár- króki, sem þá var að læra mjólkurfræði, og giftast þau síð- ar. Saman eignast þau tvö böm, Unnar Þór f. 11.1.1968 og Maríu Sif, f. 17.5.1971. AnnaogGunn- ar stofna sitt fyrsta heimili á Sauðárkróki, að Skógargötu 9, í litlu húsi. Þá strax er fjölskyldan orðin stór fyrir ungt fólk því þeim var fæddur sonurinn Unnar Þór og þremur ámm seinna fæðist þeim dóttirin María Sif. Nokkm síðar ráðast þau í byggingu nýs íbúðarhúss að Víðihlíð 29, sem átti að verða þeirra framtíðarhei- mili, en margt fer öðmvísi en fólk ætlar og árið 1979 flytur Anna aftur suður á bóginn með fjöl- skyldu sína, til Selfoss, og þar búa þau í u.þ.b. 3 ár. En upp úr því slíta þau endanlega samvistum og Anna byrjar sína lífsbaráttu upp á eigin spýtur með börnin sín öll. Enga manneskju þekki ég sem gat komist eins vel af og hún Anna. Af ekki miklum tekjum tókst henni að komast yfir hús- næði fyrir þau að Tunguseli 8, í Reykjavík, eftir þó nokkra hrakninga í leiguíbúðum. Yfir Önnu var mikil reisn, hún var góðum gáfum gædd, glæsileg á velli og hafði góða kímnigáfu, heiðarlegri og nákvæmari mann- eskju þekkti ég ekki. Ég hugsaði það oft í gegnum árin að ef allir væru eins nákvæmir og hún þá væri margt betra í mannlífinu en það er. Að Önnu stendur í báðar ættir mikið merkisfólk, heiðar- legt, vinnusamt og sterkir per- sónuleikar sem hver maður gæti verið stoltur af að tilheyra. Okkar kynni hófust þegar ég giftist bróður hennar, Magnúsi, 1968. Með okkur tókust strax góð kynni sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast á yfir 20 ára tímabili. Sérstaklega er mér minnisstæður veturinn langi þeg- ar við hjónin lentum í verulegum erfiðleikum, þá hringdi hún í mig sem oftar og spurði hvað hún gæti gert og ég sagði, ég vildi að þú værir komin til mín (en hún bjó á Sauðárkróki og ég í Kópavogin- um) og hún sagði „ég kem“ sem hún gerði daginn eftir og var hjá mér um tíma. Hún var svo ótrúlega góð.og nærfærin. Því miður voru oft vegalengdir á milli okkar, en við nýttum tímann vel, spjölluðum, saumuðum, prjónuðum og margt margt fleira. Margs er að sakna, en söknuð- ur bama hennar óharðnaðra verður samt mestur. Góður Guð gefðu þeim allan þann styrk sem þau þurfa, í þeirra miklu sorg, einnig ungu norsku tengdadótt- urinni sem í annað skipti kemur til íslands við erfiðar aðstæður. Foreldmm, systkinum og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð í sorg ykkar og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Björk Valsdóttir Veturinn var harður og vorið kalt, óþreyjufull var biðin eftir hlýjum sumardögum. í þann mund er sú von okkar rættist að sumarið tæki völdin, lauk baráttu ungrar konu, í þrjá mánuði stóð stríðið milli lífs og dauða. Læknar lögðu fram mátt tækni og þekkingar, hjúkmnarfólk vakti nótt sem dag og veitti allt það besta sem starf þess bauð. Mannleg hlýja og mikil hugsun var látin í té þessa vordaga, en sigurinn var dauðans. Anna Sigurbjörg var fædd 29. september 1944, elst systkina sinna og var af þeim ævinlega nefnd Anna systir. Okkur fannst oft að henni væri gæfan gefin í smáum skömmtum og víst voru áföllin mörg og ekki lítil. En lífsgæfan verður ekki mæld í tíma né öðrum einingum og hugtakið rúmar margt og mikið. Anna var falleg kona, óvenju brosmild og geislaði af hlýju. í klæðaburði bar hún oft af öðrum þó ekki ætti hún veraldarauð til að versla í tískuhúsum stórborga. Handlagin og smekkvís var hún með afbrigðum. Aðaleinkenni hennar og það sem gerði hana ógleymanlega þeim sem áttu með henni samleið, var hversu létt hún átti með að tjá sig og láta í ljós tilfinningar sínar, einlæg og hreinskiptin. Brosandi og með opinn faðminn heilsaði hún fjöl- skyldu og vinum alla tíð og vini átti hún marga enda afburða mannglögg og trygglynd. Það vakti undrun þeirra er til þekktu hvemig hún kom rekstri heimilisins fyrir, innan ramma tekna sinna, þar kom til einstök reglusemi og skipulagsgáfa, sannkölluð hagstjóm. Eitt áfallið kom fyrir síðustu jól er sjúkdómur tók sig upp. Mig langar að minnast lítils atviks sem lýsir henni svo vel. Þá átti ég stund við sjúkrabeð hennar, fljótlega fann hún út að hægt var að greiða götu mína í gegnum sína og sagði; „Má ég reyna hvað ég get gert?“ og það mál leystist fljótt og vel. í janúar var ég ugg- andi um hennar þrek og fór til að hitta hana að máli. „Ef ég næ í bakkann held ég fast og klóra mig uppúr,“ sagði hún, trúin og ótrú- legt baráttuþrek hennar var endurheimt, en skammt var stór- ra högga á milli. Anna veiktist af heilahimnu- bólgu á þriðja í páskum og var flutt á gjörgæsludeild Landa- kotssjúkrahússins. í tæpan hálfan mánuð var hún meðvitundarlaus. Margar heitar bænir voru beðnar sem veittu von og trú á líkn með þraut. Hún kom til vitundar með fulla og óskemmda hugsun og sál, en líkaminn var lagður í þunga fjötra og henni varnað máls. Henni var gefið það þrek að geta fagnað öllum með sínu breiða brosi og augun skinu af elsku til ættingja og vina. Henni auðnað- ist að nota hægri handlegg í nokkrar vikur til að faðma að sér eins og henni var svo eiginlegt. Þökk sé fyrir þær stundir. Ef til vill er það stærsta gæfa hvers manns að geta gefið samferða- fólkinu bros og tjáð væntum- þykju til hinstu stundar. Fátækleg orð til að minnast eins af sterkum ljósgeislum er lýst hafa í lífi mínu. Guð blessi börn hennar og ættingja. Grafskrift Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bœnum þeirra sem þú elskaðir aldrei mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Olga Þriðjudaginn 20. júní sl. lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Her- mann Jónsson og var hann jarð- sunginn frá Landakirkju hinn 26. júní. Hermann var fæddur að Barmi á Skarðsströnd 5. desember 1898, sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar söðlasmiðs og Sigríðar Marínar Jónsdóttur. Tólf ára gamall flutti Hermann ásamt for- eldrum sínum og systkinum til Sauðeyja á Breiðafirði. Systkini Hermanns voru fimm talsins og komust fjögur þeirra til fullorð- insára. Ein systir hans er á lífi. Hermann fór ungur að vinna fyrir sér eins og algengt var um alda- mótabörn þessa lands. Hann var meðal annars margar vertíðir til sjós hér í Vestmannaeyjum og hér kynntist hann konuefni sínu Þorsteinu Margréti Þorvaldsdótt- ur frá Raufarfelli Austur- Eyjafjöllum. Hún var fædd árið 1911 og þau gengu í hjónaband 1936. Þau hófu búskap í Vina- minni í Flatey á Breiðafirði og bjuggu þar í þrjú ár áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Þau hjónin eignuðust fjögur böm: Kristinn var fæddur 1939, hann lést af slysförum aðeins fjögurra ára að aldri. Kristín fædd 1943, Kristinn fæddur 1945, hann er búsettur á Selfossi, og Þorvaldur fæddur 1949, býr í Vestmannaeyjum. Dóttir þeirra hjóna, Kristín er þroskaheft og þurfti mikla umönnun sem móðir hennar Hermann Jónsson Fœddur 5. desember 1898 — Dáinn 20. júní 1989 sinnti af alúð og kærleik. Þegar eldgos hófst á Heimaey þurfti Hermann og fjölskylda hans eins og aðrir að yfirgefa heimabyggðina. Það vora erfiðir tímar að verða á einni nóttu heimilislaus og þessar aðstæður urðu til þess að þau Hermann og Þorsteina urðu að láta Kristínu frá sér á stofnun, þar sem hún dvelur enn. Eftir.gosið fluttu þau hjónin aftur heim til Eyja á gamla heimilið sitt að Hásteinsvegi 5. Því miður naut Hermann ekki langra samvista við konu sína eftir heimkomuna því hún lést hinn 21. maí 1976. Hermann stundaði sjó- mennsku til ársins 1949 og eftir að í land kom vann hann um ára- bil við fiskvinnslu. Hermann var alla tíð baráttu- maður jafnréttis og bræðralags. Hann var sannur sósíalisti og frá þeirri hugsjón sinni hvikaði hann aldrei. Hermann var vel til forystu fallinn, enda valdist hann til trún- aðarstarfa, fyrst fyrir Sjó- mannafélagið Jötun og síðar Verkalýðsfélag Vestmannaeyja þar sem hann var m.a. varafor- maður í átta ár og formaður í fjögur ár. Hermann naut hvar- vetna virðingar, jafnt meðal sam- herja í verkalýðsbaráttunni sem atvinnurekenda, enda sanngjam samningamaður og víðsýnn. Það sem einkenndi hann öðru fremur var óbilandi baráttuhugur fram að síðustu stundu. Hann upplifði miklar þjóðfélagsbreyt- ingar á langri ævi og gladdist yfir öllum framförum og til marks um víðsýni hans má nefna að honum var mikið kappsmál að efla hlut- verk og starfsemi dagvistar- heimila barna og þar fannst hon- um að öll börn ættu að eiga kost á að dvelja, án tillits til heimilis- hags eða annarra aðstæðna. Hann skildi öðrum betur að breyttum tímum fylgja óhjá- kvæmilega breyttir siðir. Það var honum ólýsanleg gleði þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti landsins. Hann var alla tíð einlægur að- dáandi hennar og fannst hún afar verðugur fulltrúi breyttra tíma og siða. Hann hlakkaði eflaust mikið til að hitta þennan glæsi- lega fulltrúa hugsjóna sinna um jafnrétti og bræðralag er hún kom hér í heimsókn um seinustu helgi, en því miður var hann kall- aður brott aðeins fimm dögum áður en af heimsókn hennar varð. Hermann var alla ævi bundinn æskustöðvum sínum sterkum böndum og sl. sumar fór hann sína hinstu ferð í Breiðafjörðinn og hafði ómælda ánægju af því, því hann hafði mikla ánægju af að ferðast heima og erlendis og lagði sig fram í því að kynnast sem best landi og þjóð og þá ekki síður sögu landsins en landslagi. Eftir að hann kom að Hraunbúðum (dvalarheimili aldraðra í Eyjum) gafst honum meiri tfmi en oftast áður á lífsleið- inni til lestrar, að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp, eða stunda aðra dægradvöl. Hann tók virkan þátt í öllu starfi sem fram fór á Hraunbúð- um og þar undi hann hag sínum vel. Þegar ég kynntist Hermanni var hann orðinn gamall maður. Gamall segi ég, það er ekki rétta orðið. Árin voru að sönnu orðin mörg sem hann hafði lifað en hann hafði þann eiginleika að hann var alltaf jafngamall þeim sem hann talaði við í það og það skiptið. Hjá honum þekktist ekkert kynslóðabil. Hann var þeim kost- um búinn að hann gat litið yfir farinn veg og verið sáttur við lífið. Ég tel mig hafa verið lánsama að fá að kynnast Hermanni Jónssyni. Hann er mér ógleym- anlegur og það var mannbætandi að umgangast hann. Hann mót- aði í mörgu skoðanir félaga sinna með hógværð sinni og lítillæti, því hann var ekki fyrir það að þröng- va skoðunum sínum upp á aðra, en þeir sem hlustuðu á ráð hans komust ekki hjá því að verða fyrir áhrifum af honum. Hermann lætur eftir sig 6 barnabörn sem öll voru honum afar kær og hann fylgdist grannt með uppvexti þeirra og þroska. Þau sakna nú afa síns og umfram allt hafa þau misst góðan vin. Hermann Jónsson var góður maður. Guðmunda Steingrímsdóttir Vestmannaeyjum Þriðjudagur 4. júlí 1989 ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.