Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ríkissljómar- vandinn Fjármálaráöherra gerði fyrir helgina grein fyrir við- brögðum ríkisstjórnarinnar við fyrirsjáanlegum fjárlagahalla á þessu ári, sem búist er við að nemi 4,2 miljörðum króna. Þau hafa verið tíunduð í fréttum: niðurskurður ríkisútgjalda um 800 miljónir, auknar innlendar lántökur upp á þrjá milj- arða auk þess innheimta á ýmisleg gjöld með skilvíslegri hætti en áður. Þegar skoðuð eru ummæli stjórnmálamanna og leiðara- höfunda við þessum ráðstöfunum kemur það á daginn að fáir verða til að andmæla þeim beinlínis. Um niðurskurð á útgjöldum ríkisins segja allir að hann sé nauðsyn, hvort sem þeir bæta nú við að „eitthvað varð að gera“ eða telja ríkisút- gjöld yfirhöfuð helsta böl samfélagsins. (Þessi jákvæði tónn á svo eftir að breytast í miklar rimmur síðar á árinu þegar að því kemur að taka ákvarðanir um það, hvar á að skera niður, en það er önnur saga). í annan stað telur jafnvel Morgun- blaðið það skárri kost en aðra að reyna að ná endum saman í ríkisbúskap með innlendum lántökum - og vitanlega er það rétt og satt hjá fjármálaráðherra, að sá siður að taka neyslu- víxla erlendis sem lengi hefur verið stundaður af fyrri ríkis- stjórnum, verður eftir því sem lengra líður æ háskalegri möguleikum okkar til að taka ákvarðanir sem sjálfstæð þjóð. Um leið er furðumikill samhljómur í viðbrögðum að því leyti að menn telja að ráðstafanirnar séu hvorki róttækar né stefnumarkandi. Hægriblöðin hamast vitanlega mjög á því, að „rýrarskammtímaaðgerðir" leysi í rauninni engan vanda, ríkisstjórnin hafi svo sem ekki komist að neinni niðurstöðu, endafylgi hún kolrangri millifærslustefnu í efnahagsmálum. Stjórnarsinnar hafa svo verið að viðurkenna það hver með sínum hætti, að þeirra bíði stærri verk og meiri en fjárlaga- dæmin. Megináherslur eru þá þær að ríkisstórnin hafi verið í björgunaraðgerðum, sem hafi þann galla að með þeim sé framlengt líf bæði vænJegra og vonlítilla fyrirtækja, en þann kost að komið hafi verið í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Nú sé þessum björgunartíma hinsvegar að Ijúka og mál til kom- ið að gera eitthvað sem um munar til langframa. En hvað það verður, það vitum við ekki. Um fjölmiðlaloftin svífa ýmsar hugmyndir um lækkun á matarkostnaði heimila og fjármagnskostnaði fyrirtækja en sá kór er svo margradd- aður, að enginn veit hvernig sú málamiðlun sem samstilling þeirra þýðir kann að verða á litinn. Við fáum það eitt að heyra frá atkvæðamestu ráðherrum stjórnarinnar, að samstarf þeirra sé dágott, menn tali saman af heiðarleika. En hve langt sem sú eindrægni dugar þá er eitt víst: engar ráðstaf- anir eru á dagskrá sem gætu með skjótum hætti breytt afkomu fólks „yfir línuna" eins og það heitir, hresst upp á kaupmáttinn eins og allir stjórnmálaforingjar eru víst dæmd- ir til að reyna. Þær eru ekki á dagskrá vegna þess að hugmyndir skorti, heldur vegna þess að öngvar róttækar ráðstafanir skila sér með skjótum hætti í lífskjörum, síst í því ástandi sem nú ríkir og má síst af öllu reyna að leysa með því að moka fiski úr sjónum. Því er hætt við því að ríkisstjórnin verði áfram að búa við þann tilvistarvanda sem erfiðast er við að glíma: vanda hinnarpólitísku þreytu sem vísaröllu frá sér og segir: það ræður enginn við neitt. Þó er eitt enn verra en sú þreyta, en það er að gefast upp við allt saman - því það þýðir ekki annað en bent sé á Sjálfstæðisflokkinn að taka við. Flokk sem lifir um þessar mundir allgóðu lífi í skoðanakönnunum, ekki á því að hafa merkilegar hugmyndir til lausna heldur á því einu að vera í fríi frá stjórnsýslu um það leyti sem yfir samfélagið skella afleið- ingar þess, að ábyrgðarmönnum samfélagsins varð minna en ekkert úr góðæri næstliðinna ára. KLIPPT OG SKORIÐ Ef ég væri ríkur... Skammast menn sín fyrir aö vera ríkir? Eru menn stoltir af því að vera ríkir? Þessum spurning- um er ekki auðsvarað. Þau fara líka bæði eftir tísku og löndum. Til dæmis er það augljóst að það er talið nokkuð svo sjálfsagt og eðlilegt að ríkt fólk í Banda- ríkjunum berist mikið á, láti vita af því að það er sólarmegin í tilve- runni, auglýsi jafnvel nkidæmi sitt og glæsilega eyðslu. Þetta þykir ekki eins sniðugt athæfi í Evrópu, síst á Norðurlöndum. í því sambandi má vitna til Mark- úsar gamla Wallenbergs, ættar- höfðinga í einni af fjölskyldunum sextán sem „eiga Svíþjóð". Markús neitaði jafnan að taka á móti fréttamönnum og ljósmynd- urm frá útbreiddum vikublöðum sem vildu fá að festa á filmu og í viðtöl dýrðina á heimilum ríkis- manna. Þetta fannst gamla manninum ómerkilegt athæfi, sem ekki gerðu aðrir sig seka um en þeir bjánar sem halda að þeir séu ríkir af því að þeir hafa skotist upp fyrir meðaljóninn í tekjum og eignum. Markús Wallenberg sagði hinsvegar. „Maður á ekki að sjást - heldur VERA“. íslenskar tískusveiflur íslendingar apa náttúrlega flest eftir öðrum, líka það sem að um- gengni við ríkidæmi snýr, en þetta gera þeir með sínum hætti, fylgja sínu almanaki. Til dæmis átti sú tíska hér erfitt uppdráttar lengi vel að fjölmiðlar snúist mjög um lífshætti, einkamál og lífsumbúnað hinna ríku. Þegar fyrsta lotan í þá veru var gerð fyrir svosem þrjátíu árum með viðtalaspyrpum um ríkmanniega búin heimili, myndatökum af merkiskjólum á hefðarsamkom- um og fylgdu með matseðlar og fleira - þá glottu flestir íslending- ar við tönn, létu sér fátt um finn- ast, gerðu gys að öllu saman. Síð- an lá þetta snobb niðri um skeið, og hjálpaði svokölluð uppreisn æskunnar til við að berja niður þann selshaus. En fjölmiðladans- inn kringum gullkálfana er svo aftur fast stiginn síðustu misserin, sem kennd eru við uppa og þeirra sjálfumglaða og neyslufreka lífs- stíl. Hvað er á undanhaldi? Þessi tíska hefur smám saman verið að brjóta niður þá jafnaðar- mennsku í þjóðarsálinni sem hef- ur beinlínis andúð á forréttinda- jukki og hefur reynt að halda því niðri með dári og spéi og fleiri ráðum sígildum. Og svo á þeirri kristilegu samvisku sem ein- hversstaðar er í felum og segir, að menn skuli ekki safna þeim auðæfum sem mölur og ryð grandar, á þeim biblíusögum sem senda ríka manninn í vítis loga meðan allsleysinginn Lasarus hvflir í eilífri náðinni og gera ráð fyrir því, að eignagleðin svoköll- uð sé ekki annað en ofurdramb sem í koll kemur. Feluleikur samt Ekki svo að skilja: það er ekki eins og menn séu farnir að tíunda eignir sínar og tekjur með opin- skáum hætti hér á lslandi. Sá sem spyr eftir tekjum manna mun oft- ar en ekki reka sig á rammgerðan hneykslunarvegg: hvað varðar þig um það þinn gáttaþefur! Engu líkara en spurt sé hvort menn séu náttúrulausir orðnir eða pissi í rúmið. Satt að segja vitum við næsta lítið um það hvernig menn verða ríkir á ís- landi, að minnsta kosti vitum við margt annað betur. Það eru kannski settar saman langar við- talsbækur við menn sem hafa sjálft ríkidæmið í sínu viðurnefni - en fróðleikur um þetta við- kvæma mál er það sem síðast verður í þeim bókum fundið. Peningar á leynireikningum Þessar og aðrar vangaveltur eru að leika sér í hugarstofunum í framhaldi af klausu sem Klippari rakst á í samantekt eftir Sæmund Guðvinsson í Alþýðublaðinu á dögunum, en þar var hann að velta því fyrir sér hvort allt væri ekki „að fara í hundana“ í þessu ríka landi. En þar segir m.a.: „Mér blöskrar hvernig ein- staka viðskiptajöfrar flytja fé úr landi án þess að nokkur hreyfi hönd eða fót. íslenskir fésýslu- menn eiga hundruð miljóna króna á leynireikningum í Sviss, Luxemborg og víðar. Af þessum peningum er aldrei borgaður skattur. í vissri borg í Florida standa einbýlishús í röðum sem eru í eigu íslendinga sem aldrei hafa fengið leyfi gjaldeyrisyfir- valda hér til að fjármagna þau kaup. Sömu aðilar borga svo svipað í opinber gjöld og níræður ellífeyrisþegi“... Rannsoknarefnið mikla Og manni verður strax hugsað til þessa hér: í öllum andskotan- um vasast fjölmiðlar sem sína forvitni, en mikið gefa þeir lítinn gaum þessari hlið á frægum efna- hagsvanda þjóðarinnar. Með öðrum orðum þeirri, að til hafa orðið miklar eignir, sem menn vita sem fæst um og enginn nær til, allra síst skattheimtumenn. Líklega hafið þið, lesendur góðir, lesið sitthvað um þá þverstæðu, að meðan t.d. Argentína skuldar svosem 60 miljarða dollara þá eiga argentínskir efnamenn tugi miljarða dollara í felum „í Flor- ida“ - eða þá hinu sígilda athvarfi illa fenginna peninga, Sviss. Um það hefur áreiðanlega verið skrif- að miklu meira á íslandi en nokkru sinni um leynireikning- ana og laumueignirnar íslensku í útlöndum. Mykraverkin, þau gerast annars staðar. Reyndar er það svo, að forvitni fjölmiðla er þegar á heildina er litið afar meinlaus á íslandi. Menn eru mest að snúast hring- inn í kringum sambúðarvanda í stjórnmálaflokkum eða ríkis- stjórnum. En hver hefur tekið að sér þá „rannsóknarblaða- mennsku" að skoða þær eignatil- færslur sem eru að verða á Islandi - ekki síst núna á hávaxta- og gjaldþrotatímum? Hver skoðar það hvað verður um hús og íbúðir allra þeirra sem sökkva í skulda- súpu? Hver skoðar þá menn sem beinlínis gera út á ófarir þessa fólks? Spyr sá sem ekki veit. Kannski er slík forvitni of erfið eða of hættuleg til að menn treysti sér til að fylgja henni eftir? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrif8tofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjórl: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 90 kr. Nýtt Helgarbiað: 140 kr. Askriftarverð á mánuðl: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN l Þrlðjudagur 25. júlí1989 Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.