Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 7
Atvinnuleysi Sjálfs- virðingin fer fyrst Ég sé engan endi á þessu ástandi og eftirþví sem lengri tími líður verður vonin veikari, segir ung kona sem hefur verið atvinnulaus frá því í september á síðasta ári Fyrst af öllu missir maður sjálfsvirðinguna, svo kemur þetta voðalega vonleysi og svartsýni. Það er fátt eins niður- drepandi og að skrifa hverja um- sóknina á fætur annari, fara í við- tal eftir viðtal og bíða svo dögum saman eftir svari. Komi eitthvert svar, sem er nú sjaldnast, þá hef- ur það verið neikvætt til þessa. Eg sé engan endi á þessu ástandi og eftir því sem lengri tími líður verður vonin veikari, segir ung kona sem verið hefur atvinnulaus frá því í september á síðasta ári, ef undan er skilin nokkurra vikna afleysingavinna í lok síðasta árs. En atvinnuleysið er ekki eina vandamál þessarar konu heldur síðasta hörmungin í röð atvika sem gerst hafa á undanförnum tveimur árum. Hún er 35 ára, fráskilin, tveggja barna móðir. Hún vann í banka í 10 ár en setti síðan upp litla verslun sem hún rak í 3 ár. Þegar hún var 24 ára flutti fjöl- skyldan í einbýlishús sem þau hjónin byggðu að mestu leyti sjálf og um þrítugt voru þau búin að koma sér nokkuð vel fyrir og flest benti til þess að mestu fjárhags- erfiðleikarnir væru að baki. Misstu allar eigur sínar En rekstur verslunarinnar gekk ekki vel og skuldirnar hlóð- ust upp. Þá reyndu þau að selja hana en það gekk ekki og á end- anum misstu þau verslunina ásamt öllum sínum eignum. Þau bjuggu úti á landi og ákváðu að flytja í bæinn og byrja upp á nýtt. Fjölskyldan flutti þó ekki saman til Reykjavíkur því þau hjónin voru skilin áður en af því varð. - Til að byrja með vildi égekki trúa því hvert stefndi með rekstur verslunarinnar en þegar ég á endanum varð að horfast í augu við það að ég var að missa allt út úr höndunum á mér fór ég ein- faldlega yfir um og í stundarbrjá- læði tók ég þá ákvörðun að ég vildi ekki lifa lengur og tók inn allar töflur sem til voru á heimil- inu. Af tilviljun kom sonur minn fyrr en til stóð heim úr skólanum þennan dag og leist ekki á hvað mamma hans svaf fast. Ég komst yfir þetta þunglyndi með hjálp lækna, aðstandenda og góðra vina og þegar eignamissir- inn var yfirstaðinn gat ég alveg horfst í augu við það til að byrja með. En þegar hjónabandið rann út í sandinn, sem gerðist á mjög skömmum tíma, þá veittist mér miklu erfiðara ’að sætta mig við hvernig komið var. Ég veit að saman hefðum við getað komið fótunum undir okkur á ný á stutt- um tíma. Ég fékk vinnu strax þegar ég kom til Reykjavíkur vorið 1987. Þá var ekki farið að bera svo mikið á slæmu atvinnuástandi. Eftir eins árs starf á skrifstofu í bænum bauðst mér starf í banka. Launin voru betri þar og ég gat alveg hugsað mér að vera þarna til frambúðar. Það fór þó svo að ég vann ekki í bankanum nema í 3 mánuði. Upp komu leiðindi á milli mín og annarrar konu, sem hafði verið í sambandi við fyrr- verandi manninn minn meðan á skilnaði okkar stóð. Ég býst við að sökin liggi hjá okkur báðum og mér fannst ósanngjarnt að ég ætti ein að gjalda þessara leiðinda en eftir að yfirmaður bankans hafði gert mér ljóst að hann teldi annarri okkar ofaukið gekk ég út samdægurs. Mig grunaði ekki þá að ég væri að ganga út í margra mánaða atvinnuleysi. Ég fór fljótlega af stað í leit að annarri vinnu og vildi helst kom- ast að í öðrum banka. Þeir voru þá búnir að loka fyrir allar ráðn- ingar nýrra starfsmanna. Þá sótti ég um ýmis almenn skrifstofu- störf og störf við veitingar og verslunarrekstur þar sem ég hafði reynslu á þessum sviðum en þeg- ar það bar ekki heldur neinn ár- angur sótti ég bara um allt sem mögulega kom til greina. Sent hátt í eitt hundrað starfsumsóknir Ætli ég sé ekki búin að senda hátt í eitt hundrað umsóknir út Laus staða Staöa deildarstjóra í fjármáladeild félagsmála- ráðuneytisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðu- neytinu fyrir 11. ágúst n.k. Félagsmálaráðuneytið, 21. júlí 1989 um allan bæ. Svo bíður maður eftir svari dögum saman en fæstir hafa einu sinni fyrir því að láta vita af því að maður fái ekki vinn- una, hvað þá heldur að umsóknir og önnur gögn séu endursend. Ég hef enga tölu á því hversu margar starfsumsóknir ég hef sent vegna auglýsinga í Morgunblaðinu en mér finnst þetta ekki forsvaran- legt fyrirkomulag að þurfa að senda ítarlegar upplýsingar um sjálfan sig út um allt og hafa enga hugmynd um hverjir fá þær og það er alger undantekning að þær séu endursendar. Það kemur sér afar illa fyrir mig að hafa gengið út úr síðasta starfi í illsku. Ég fæ auðvitað eng- in meðmæli þaðan og af því að ég gekk sjálf út þá á ég ekki rétt á neinum bótum frá atvinnuleysis- sjóði bankamanna. Ég fæ tæp- lega 20 þúsund í atvinnuleysis- bætur á mánuði vegna fyrri starfa og ásamt meðlagi og mæðra- launum hef ég því um 40 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ég greiði um 38 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði. Fjárhags- hliðin á dæminu er þannig að ég vil helst ekki um það hugsa. Ég get ekki staðið í skilum með nokkurn hlut og skuldabunkinn hækkar stöðugt. Eftir að ég var búin að vera atvinnulaus í nokkra mánuði leitaði ég til Fél- agsmálastofnunar og fæ þaðan húsaleigustyrk núna. * Orjúfanlegur vítahringur í fyrstu sagði ég alltaf frá því í umsóknum hvernig starfi mínu lauk hjá bankanum en ég er hætt því núna. Ég gæti alveg eins sleppt því að sækja um vinnuna. Aðstaðan sem ég er í fjárhagslega hefur líka mjög neikvæð áhrif. Atvinnurekendur hafa aðgang að upplýsingum um stöðu fólks gagnvart bönkunum og það eru nú ekki mjög jákvæðar fréttir sem þeir fá þaðan. Og á meðan ég fæ ekki vinnu versnar sú staða þannig að þetta virðist vera orð- inn órjúfanlegur vítahringur. Sú staðreynd að ég er einstæð móðir er svo enn til að minnka líkurnar á vinnu. Stundum hefur mér verið sagt það hreint út að einstæðar mæður fái ekki vinnu á staðnum. Aðrir segja minna en það sést á svipnum hvað þeir eru að hugsa. Mér finnst þetta nánast útskúfun og niðurlægingin er óþolandi. Eins og það sé einhver glaqjur að eiga tvö börn. Ég er hætt að sækja um vinnu eftir auglýsingum í blöðunum. Ég geng á milli fyrirtækja sjálf og er skráð hjá nokkrum ráðningar- skrifstofum. Tilveran sveiflast á milli vonar og ótta. Stundum er ég full af krafti og dríf mig á marga staði en þegar ég er búin að standa fyrir framan fjölda fólks og þylja sömu rulluna án þess að það beri nokkurn árangur þá hellist yfir mig vonleysið og mér finnst það vita tilgangslaust að vera að berjast í þessu. Ég er orðin óskaplega bitur því þessir erfiðleikar hafa svo staðið lengi og það virðist enginn endir vera á þessu. Ég hef þó ekki aftur sokk- ið svo djúpt að það hvarfli að mér aftur að stytta mér aldur, en ég er oft mjög kvfðin og get lítið sofið heilu næturnar. Þrátt fyrir alla erfiðleikana hef ég reynt að horfa á björtu hlið- arnar í lífinu, ég á yndisleg börn, mjög góða foreldra og systur og stóran hóp af vinum sem hafa hjálpað mér og hvatt mig á allan hátt. Einhvern tíma hlýt ég að fá vinnu og verða fær um að sjá mér og börnunum mínum farborða. Þó að það sé andstyggilegt, að geta ekki greitt sínar skuldir og staðið sig sem eina fyrirvinna heimilisins, þá er það enn verra að fá ekki að vera virkur úti í atvinnulífinu þegar maður hefur fulla krafta og vilja til þess. •Þ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgarnesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjóm kjördæmisráðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.