Þjóðviljinn - 25.07.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Page 2
FRETTIR Óvíst Lögfræðingar Tryggingastofn- unar ríkisins hafa samið lög- fræðilegt álit, varðandi það hvort greiða beri ellilífeyrisþegum sér- staka orlofsuppbót, sem samið var um í nýgerðum kjarasamn- ingum. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Guðmundur Bjarnason, hefur verið í fríi en kemur til vinnu í dag og mun þá væntanlega taka afstöðu til lög- fræðiálitsins. Sú krafa hefur komið fram í röðum verkalýðshreyfingarinn- ar, að ellilífeyrisþegar fái greidda sérstaka orlofsuppbót, eins og launþegar. Um er að ræða tæpar 7 þúsund krónur. En samkvæmt lögum um almannatryggingar skal heilbrigðisráðherra hækka lífeyri til samræmis við hækkanir á dagvinnulaunum á almennum launamarkaði, eigi síðar en 6 mánuðum eftir að þær verða. Ingimar Sigurðsson, lögfræð- ingur Tryggingastofnunar, tók saman álitsgerðina ásamt Hilm- ari Björgvinssyni. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um innihald hennar fýrr en ráðherra hefði séð hana. En vafaatriðið í málinu snerist um túlkun 79. greinar al- mannatryggingalaganna. Þar væri kveðið á um samræmi trygg- ingabóta og vikukaups almenns verkafólks. Spurningin væri hversu langt ætti að teygja þá grein þegar kæmi að sértækum hækkunum eins og desember- uppbót og orlofsuppbót, og sam- ið væri um í kjarasamningum. Að sögn Ingimars vakna margar lög- fræðilegar spurningar varðandi Fiskveiðasjóður Enn með Patrek BA Már Elísson: Ymsir hafa sýnt áhuga á kaupum. Salan auglýst þegar skipið hefurfengið nýtt haffœrniskírteini - Þegar þar að kemur munurn við auglýsa skipið til sölu en hve- nær það verður nákvæmlega veit ég ekki. Fyrst verður skipið að fá nýtt haffærniskírteini og til þess þarf að kippa i liðinn um 30 at- riðum sem starfsmenn Siglinga- málastofnunar hafa fundið að,“ sagði Már Elísson forstjóri Fisk- veiðasjóðs. Eins og kunnugt er keypti Fisk- veiðasjóður nýlega Patrek BA frá Patreksfirði á nauðungarupp- boði fyrir 146 miljónir króna, en kvóti skipsins er um 700-800 þor- skígildistonn. Að sögn Más hafa ýmsir sýnt áhuga á að kaupa skipið og meðal þeirra eru einnig heimamenn. Fyrir Fiskveiðasjóði vakir fyrst og fremst að fá sem mest fyrir skipið, alveg óháð því hverjir kaupendurnir, eru svo framarlega sem þeir eru loðnir um lófana. Það virðist ekki skipta sjóðinn neinu máli né koma hon- um neitt við þótt skipsmissirinn höggvi skarð í viðkvæmt atvinnu- líf Patreksfjarðar sem þegar er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var fyrir einum ára- tug eða svo. - Fiskveiðasjóður hefur ekki eignast skip með sama hætti og Patrek BA síðan 1985 og við munum reyna að selja það eins fljótt og auðið er,“ sagði Már El- ísson forstjóri Fiskveiðasjóðs. -grh Kínverskur matur, kínversk hrísgrjónavín og nú síðast; kínverskur bjór á Sjanghæ við Laugaveg. Mynd: Jim Smart. Tsingtao á Sjanghæ Almenningur og veitingahús geta serpantað bjór hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins. Þennan möguleika hafa eigendur vcitingastaðarins Sjang- hæ við Laugaveg notfært sér, því þar er nú á boðstólum kínverskur bjór sem heitir Tsingtao. Geta matargestir valið á milli tveggja tegunda, venjulegs ljóslitaðs bjórs og dökks bjórs. Ljósi bjórinn er ekki svo frá- brugðinn þeim vestrænu tegund- um sem hægt er að kaupa hér- lendis. Þó er annar keimur af honum sem kannski má skrifa á vatnið sem í hann er notað. Það kemur frá Laos, samkvæmt upp- lýsingum á umbúðum. Dökki bjórinn er hins vegar einhvers konar maltbjór. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ÁTVR, er ekki mjög mikið um að almenningur og veitingahús notfæri sér mögu- leikann til sérpantana. Mest er er sérpantað af þýsku bjórtegund- unum Becks, Holstein og Bit- burg. Hafa umboðsmenn þessara tegunda garfað í því að veitinga- hús bjóði gestum sínum þessar tegundir. Til skamms tíma hefur fólki gefist kostur á að sérpanta vín. En samkvæmt heimildum ÁTVR hefur snarlega dregið úr þeim. -hmp Loðdýrarœkt Reddað fyrir hom Fóðurstöðvum gert kleift að starfa áfram. Jöfnunargjald áfóður hœkkað. Byggðastofnun: Samkeppnisstaðan vonlausfái danskir og finnskir loðdýrabændur ríkisstyrk Ríkisstjórnin ákvað á dögun- um að létta undir með loðdýra- bændum, vegna þcirra gífurlegu erfíðleika sem greinin á við að etja. Jöfnunargjald á fóður var hækkað um 2,50 krónur á hvert kíló fóðurs út framleiðsluárið og ákveðið hefur verið að hraða endurgreiðslum söluskatts, þann- ig að loðdýraræktin standi jafnfætis öðrum útflutningsgrein- um. Þessar aðgerðir miða að því að fóðurstöðvar geti haldið áfram rekstri út framleiðsluárið. Gera á úttekt á afkomumöguleikum greinarinnar og hvaða hag- kvæmniaðgerða væri hægt að grípa til, þar með talið hvernig best sé að standa að óhjákvæmi- legum samdrætti. í svari sem Byggðastofnun gaf ríkisstjórninni um framtíð loð- dýraræktar í landinu, er dregin upp mjög dökk mynd af ástand- inu. Áðgerðir á aðgerðir ofan hafi ekki nægt til að tryggja rekst- ur loðdýrabúa og fóðurstöðva og ef ríkisstjórnir Finnlands og Dan- merkur ákveði að styrkja greinina hjá sér, geti íslendingar hætt strax að framleiða skinn. Samkeppnisaðstaðan yrði von- laus. Þegar farið var af stað með loð- dýrarækt hér á landi, var hún álitin góð aukabúgrein vegna lágs fóðurkostnaðar. Þessar vonir hafa reynst byggðar á fölskum forsendum. Fóðurkostnaður er mjög hár, aðallega vegna þess hvað loðdýrabúin eru dreifð um landið, að sögn Byggðastofnun- ar. Stigsmunur er á afkomu refa- búa og minkabúa. Þjóðhags- stofnun segir ekki borga sig, út frá sjónarhóli þjóðarbúsins, að fóðra refi fram að pelsun. Hins vegar séu horfur slíkar í minka- ræktinni, að það borgi sig að fóðra þá fram að pelsun. Árið 1987 var útflutningsverðmæti loðskinna 0,35% af vöruútflutn- ingi. -hmp Bankasameiningin Jökull alfariö á móti Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn: Nái tillaga bankaráðs Alþýðubankansfram að ganga á hluthafafundi 26. júlí eru forsendur fyrir eignaraðild Jökuls að Alþýðubankanum brostnar Stjórn verkalýðsfélagsins Jök- uls í Austur-Skaftafellssýslu er andvíg kaupum Alþýðubank- ans á þriðjungi eignarhluta ríkis- ins í Útvegsbanka íslands með þeim kvöðum sem þeim fylgja, það er að rekstur Alþýðubankans verði sameinaður Iðnaðar- og Verslunarbanka. í ályktun stjórnar verkalýðsfé- lagsins segir ma.: „Við teljum að ef tillaga bankaráðs Alþýðu- bankans um áðurnefnd atriði nær fram að ganga á hluthafafundi 26. júlí þá séu forsendur fyrir eignar- aðild verkalýðsfélagsins Jökuls að Alþýðubankanum brostnar. Stjórnin vill að óþvinguð sam- vinna við aðra byggist á grund- vallarsjónarmiðum verkalýðs- hreyfingarinnar og því til stuðn- ings vísum við til stefnuyfirlýsing- ar Alþýðusambands íslands. Viðskipti fólks við peningastofn- anir er eitt af stærri hagsmunamálum neytenda í nú- tímaþjóðfélagi. Stefnuyfirlýsing ASÍ segir að þar skuli verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyfing- in vinna saman.“ - Þá segir ennfremur í ályktun stjórnar verkalýðsfélagsins Jökuls: „Við munum leggjast af öllu afli gegn því að lífeyrissjóðs- fé okkar félaga verði notað til kaupa á hlutafé til framgangs þessa máls og teljum ekki verj- andi að hundruðum miljóna króna af lífeyrispeningum verka- fólks sé ráðstafað á þennan hátt. Við viljum að gefnu tilefni taka fram að á engum stigum þessa máls var leitað eftir skoðunum okkar af hálfu formanns bankar- áðs Alþýðubankans eða annarra sem með málið hafa farið.“ -firh Ellilífeyrisþegar um orlofsuppbót túlkun á umræddri grein al- uðust menn ekkert við málið að innar hefði verið rauðglóandi, mannatryggingalaganna, þegar öðru leyti en því sem komið hefur þar sem fólk hefði mikið hringt til mál sem þetta koma upp. fram f fjölmiðlum. Þar fengust að spyrja um þetta atriði. Hjá Tryggingastofnun könn- þau svör í gær, að sími stofnunar- -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 25. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.