Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Gjöf til Háskólans Nýlega barst Háskóla íslands gjöf að upphæð 260 þúsund krón- ur til kaupa á vísindaritum. Gjöf- in er gefin í minningu hjónanna Einars Ásmundssonar og Jakob-. ínu Þórðardóttur og tveggja lát- inna sona þeirra hjóna, Magnús- ar og Ásmundar. Gefendur eru börn og barnabörn þeirra hjón- anna. Ifréttatilkynningu frá Há- skóla íslands segir að gjöf þessi sé merkur vitnisburður um gagn- kvæman skilning á mikilvægi æðri menntunar fyrir atvinnulíf í landinu. Landsins forni fjandi nálægur Hafísinn, sá forni fjandi, er nú á siglingaleiðum við Horn og á austanverðum Húnaflóa. Veður- stofunni hafa borist upplýsingar um hafísspöng og staka jaka á þessum slóðum. Hefur tveimur skemmtiferðaskipum sem leið eiga til Akureyrar verið bent á að» fara fremur austur fyrir land en norðurleiðina. Geri sterka norðan átt er hætt við að ísinn reki lengra til suðurs og gæti hann þá teppt siglingaleiðina fyrir Horn. Hundadagarí Listasafni Sigurjóns Kanadíski píanóleikarinn David Tutt heldur einleikstónleika í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20.30. Leikin verða verk eftir Franz Schubert, Claude Debussy og Franz Liszt. Tónleikarnir eru liður í menningarhátíðinni Hund- adögum sem Tónlistarfélag Kristskirkju, Alþýðuleikhúsið og Listasafn Sigurjóns gangast fyrir. Samningar um nýja vatnsveitu Utanríkisráðherra og bandaríski herinn hafa gert með sér sam- komulag hvernig staðið verði að verki og kostnaðarskiptingu við gerð nýrrar vatsnveitu fyrir Kefl- avík og Njarðvíkur, en eins og mönnum er í fersku minni hefur orðið vart mengunar í núverandi vatnsbólum frá olíubirgðastöð hersins á Keflavíkurflugvelli. Áætlað er að kostnaður við vatnsveituna muni nema 465 miljónum króna og munu Banda- rísk stjórnvöld greiða þann kostnað. í staðinn mun herinn fá vatn að endurgjaldslausu næstu 15 árin. Að þeim tíma loknum er gert ráð fyrir að herinn muni greiða fyrir vatnið til jafns við aðra. Ráðgert er að framkvæmd- ir hefjist í ár og að þeim verði að fullu lokið um mitt næsta ár. Flugslys í Biskupstungum Um helgina fórst lítil eins hreyfils flugvél í ríánd við bæinn Torfa- staði í Biskupstungum, með þeim afleiðingum að flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, lést sam- stundis að því að talið er. Ekkert Gafir til Listasafns ASÍ Listasafni Alþýðusambandsins hefur að undanförnu borist nokkur vegleg listaverk að gjöf. Verkin eru styttan Móðurást eftir Tove Ólafs- son, tvær myndir úr járni og kopar Flétta og Röðull í þoku eftir Grím Marínó Steindórsson og fimm olíumálverk eftir Bjarna Guðjónsson. Gefendur verkanna eftir Tove og Björn eru börn listamannanna, en verk Gríms gaf listamaðurinn sjálfur. liggur enn fyrir um orsök slyssins, en starfsmenn Loftferðaeftirlits- ins vinna að rannsókn málsins. Námskeið ffyrir hjálparstörf Rauði kross íslands mun í sept- ember efna til grunnnámskeiðs fyrir sendifulltrúa til undirbún- ings fyrir hjálparstörf erlendis. Námskeiðið verður haldið í Mun- aðarnesi og verður með líku sniði og fyrri námskeið. Leiðbeinend- ur verða frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf og fer öll kennsla fram á ensku. Á undan- förnum 10 árum hefur Rauði kross íslands sent um 50 manns til hjálparstarfa í Afríku og Asíu. Flestir þeirra hafa starfað á sjúkrahúsum Alþjóða . Rauða krossins í Thaílandi, Pakistan og Afganistan. Til hjálparstarfa er nú einkum leitað að skurðlækn- um, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfum, bifvélavirkjum og fólki með menntun í fjármálum og stjórnunarstörfum. Umsókn- um um þátttöku í námskeiðinu þarf að skila á skrifstofu RKÍ að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík fyrir 15. ágúst nk. Menningarsjóður félagsheimila í endurskoðun Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lagaákvæði um Menningarsjóð félagsheimila samhliða breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það að mark- miði að sjóðurinn stuðli betur en nú er að aukinni menningarstarf- semi á landsbyggðinni. Menning- arsjóður félagsheimila hefur fengið 10% af fjárlagalið Félags- heimilasjóðs. Fjárveiting til sjóðsins í fyrra var kr. 1.500 þús- und og voru veittir styrkir til 44 aðila. Sjóðurinn hefur sömu upp- hæð til ráðstöfunar í ár. Skúli Al- exandersson er formaður nefnd- arinnar. Lágmarksverð á hörpudiski Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur ákveðið lágmarksverð á hörp- udiski. Frá 1. ágúst til 30. sept- ember að telja er lágmarksverð fyrir hörpudisk í vinnsluhæfu ástandi að stærð 7 sentimetrar á hæð og yfir kr. 20 á kílóið, hörpu- disk 6 til 7 sentimetra 15 kr. Frá 1. október til 31. desember er lág- marksverð stærri fisksins kr. 21 og þeim smærri 15,70 krónur. Þjóðleikhúsið rétt við Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að gera tillögur um bættan rekstur Þjóðleikhúss hef- ur skilað áliti. Tillögur nefndar- innar gera ráð fyrir því að Alþingi samþykki aukafjárveitingu að fjárhæð 422 til 432 miljónir króna til að greiða upp þann skuldahala sem leikhúsið er komið með gagnvart ríkissjóði og til fjár- mögnunar á fjórum verkum sem sýnd verða á stóra sviðinu á hausti komanda. Þá leggur nefndin til að ráðinn verði sér- stakur framkvæmdastjóri til að koma skikk á fjármál stofnunar- innar, sem og að föstum starfs- mönnum verði fækkað á næstu árum. Blómarósin Sigríður Jóhannsdóttir hjá Blómamiðstöðinni heldur hérna á búntum af afskornum rósum. Blómamiðstöðin - sölusamtök blómaframleiðenda - býður núna afskorin blóm í tilbúnum blómvöndum á hálfvirði. Tilgangurinn er sá að gefa mönnum kost á því að njóta blóma fyrir lágt verð þann tíma sem framleiðslan er í hámarki. Reiknað er með að tilboðið standi út september. Nú hafa menn fáar afsakanir haldbærar til að draga við sig að færa elskunni blóm. Mynd Jim Smart. Hagvirki Akvörðun innan skamms Málið er enn í athugun. Við höfum sent greinargerð til dómsmálaráðuneytisins þar sem sjónarmið embættisins kemur fram og álitsgerð frá lögfræðingi Hagvirkis.- Það verður tekin ákvörðun um framhaldið mjög fljótlega, sagði Friðjón Guðröðar- son sýslumaður í Rangárvallar- sýslu varðandi söluskattsmál Hagvirkis h.f. Friðjón sagði að þrátt fyrir að embættið hefði endanlegt ákvörðunarvald varðandi inn- heimtu söluskatts þá hefði verið haft náið samstarf við dómsmála- ráðuneytið og fjármálaráðuneyt- ið varðandi þetta einstaka mál. - Þetta er að mörgu leyti mjög sérstakt mál sem hefur ekki kom- ið inn á borð embættisins áður. Hér er um að ræða söluskatt sem fyrirtækið sjálft hefur aldrei inn- heimt og málið er enn í fyrir dóm- stólum. Það eru mörg lagaleg og siðferðileg álitaefni varðandi þetta mál og þarfnast því ná- kvæmrar skoðunar áður en ákvarðanir eru teknar, sagði Friðjón. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, sagði í samtali við blaðið í gær að hann hefði ekki fengið neinar frekari fregnir af því hvernig málinu reiddi af hjá ráðuneytinu. - Boltinn er hjá ráðuneytinu. Ég reikna þó með því að þessi mál skýrist fljótlega, sagði Jóhann. -iþ Stjórn hraðfrystihússins hefur óskað eftir að fyrirtœkið verði tekið tilgjaldþrotaskipta eftir að Hlutafjársjóður neitaðiþvíum aðstoð til fjárhagslegrar endurskipulagningar uppá 200 miljónir króna. Sveitarstjórinn: Án aðstoðar er stutt í draugabæinn Við munum reyna að leita allra leiða til að snúa vörn í sókn og ein af þeim er að stuðla að stofnun hlutafélags til kaupa á skipum og eignum héðan sem farið hafa undir hamarinn. Ef það tekst ekki og við fáum ekki opinbera aðstoð er fátt eitt til bjargar þessu 1000 manna samfélagi sem hér,“ sagði Sigurður Viggósson stjórn- arformaður í Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar. Stjórn Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar ákvað um helgina að fara fram á að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að stjórn Fllutafjársjóðs neitaði því um að- stoð, en Fiskveiðasjóður hafnaði kaupum á hlutdeildarskírteinum í hraðfrystihúsinu. Áður hafði Atvinnutryggingarsjóður út- flutningsgreina neitað fyrirtæk- inu um aðstoð fyrr á árinu. Ekki er nákvæmlega vitað hvað gjaldþrotið er stórt en talið er að skuldir þess nemi núna um 700 - 800 miljónum króna. Hraðfrysti- húsið hefur verið lokað síðustu 10 mánuðina en fyrir þann tíma var það stærsta atvinnufyrirtæki þorpsins og störfuðu þá vel yfir 100 manns hjá því að jafnaði. - Núna fyrst mun reyna á reglugerð Hlutafjársjóðs þar sem segir að sjóðnum sé heimilt að veita fé inní útflutningsfyrirtæki sem stofnuð eru á grunni gjald- þrotafyrirtækis, þó svo að sá hinn sami sjóður hafi neitað að taka þátt f fjárhagslegri endurskipu- lagningu hraðfrystihússins uppá 200 miljónir króna, sagði Sigurð- ur Viggósson. Sveitarstjórn Patreksfjarðar- hrepps kom saman til skyndi- fundar strax á sunnudag eftir að stjórn hraðfrystihússins hafði ákveðið að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipa. Að sögn Úlfars B. Thoroddsens sveitar- stjóra er ljóst að heimamenn hafa ekki einir sér bolmagn til að koma fyrirtækinu til hjálpar og eina von íbúnna sé því opinber aðstoð til stofnunar nýs félags um rekstur hraðfrystihússins. - Eftir allt það sem á undan hefur gengið getur maður ekki verið bjartsýnn á að stjórnvöld hlaupi hér undir bagga og ef svo fer er stutt í að Patreksfjörður verði draugabær. Fari svo verður hann sá fyrsti en ekki sá síðasti, sagði Úlfar B. Thoroddsen. -grh Patreksfjörður Allra leiða verður leitað 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.