Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Milliríkjaviðskipti Hróöur fisks og ullar Ihverri viku berqst á bilinu 10- 20 beiðnir til Útflutningsráðs Islands um viðskiptasambönd við íslensk fyrirtæki. Beiðnirnar ber- ast frá mörgum og ólíkum þjóð- uni í heiminum og samkvæmt upplýsingum Ingibjargar Krist- jánsdóttur hjá Útflutningsráði, eru beiðnir frá Afríku algengar. Ingibjörg sagði greinilegt að ís- land væri tiltölulega vel þekkt í öðrum löndum fyrir vörur sínar, aðallega fisk og ull. Útflutnings- ráð gefur þeim aðilum sem leita eftir viðskiptasamböndum, upp- lýsingar um framleiðendur, vörur þeirra og hvernig hægt sé að kom- ast í samband við þá. Að sögn Ingibjargar kemur það fyrir að erlendu aðilarnir séu að leita eftir viðskiptum við framleiðendur sem ekki eru til í landinu. Oftast vissu menn þó hvað væri að finna hér á landi. Dæmi eru um beiðnir frá Suður Afríku og sagðist Ingibjörg með- al annars muna eftir konu sem kom frá Suður Afríku og vildi kaupa ullarvörur frá íslandi. Út- flutningsráð hefur sjaldnast milli- göngu um viðskiptasambönd, heldur veitir aðeins upplýsingar. Það kemur þó fyrir að Útflutn- ingsráð hafa milligöngu af þessu tagi, sagði Ingibjörg. -hmp Borgarbókasafn Bókaútlánum fækkar Útlánumfœkkaði ífyrra um ríflega 30þúsund frá fyrra ári. Bókaútlán flest í marsmánuði Borgarbókasafnið lánaði út ríf- lega 30.000 bókum færra á síðasta ári en árið áður og það þótt bókakostur safnsins aukist og Reykvíkingum fjölgi ár frá ári. I fyrra námu bókaútlán safnsins 684.036 eintökum en í hitteðfyrra lánaði safnið út 715.378 eintök, segir m.a. í árskýrslu safnsins 1988 sem er nýbirt. Drýgst í útlánunum er aðal- safnið í Þingholtum, en þaðan voru lánuð út 181.671 eintök bóka. Næst kom útibúið í Gerðu- bergi með rúm 170 þúsund ein- tök. Önnur útibú lánuðu snöggt- um minna út. Mjög mismunandi er hvernig útlán skiptast milli mánauða. Flest voru útlánin í mars eða rúm 68.000 en fæst í desember 49.000 og iúlí rúm 48.000. A síðasta ári áskotnaðist Borg- arbókasafni með kaupum og gjöfum 17.934 ný eintök bóka. Þar af voru barnabækur flestar eða rúm 6000 eintök. á fjárhagsá- ætlun safnsins í fyrra voru til bókakaupa ætlaðar rúmar 15 miljónir króna. Á árinu var safn- inu veitt aukafjárveiting upp á 11 miljónir sem skiptist jafnt á milli áranna 1988 og 1989. Borgar- bókasafnið hafði þannig til um- ráða á síðasta ári til bókakaupa rúmar 20 miljónir. -rk Verðlagning Mikill verðmunur á drykkjarvönim Ikönnun sem Verðlagsstofnun gerði í júnímánuði kemur fram mikill verðmunur á drykkjar- vörum ýmis konar og á mjólkurís. Munurinn á milli einstakra sjoppa var frá 31%-106% en verðmunurinn á milli cinstakra matvöruverslana var 7-72%. Það ætti því að öllu jöfnu að vera hag- stæðara að kaupa drykkjarföng í matvöruverslunum en í sjoppum. Meðalverð í sjoppunum var 3- 21% hærra en í matvöruverslun- um. Lægsta verð var oftast að finna í sjoppunni Turninum við Laugalæk en sölustaðir Nestis við Reykjanesbraut, á Ártúnsholti, Bfldshöfða og í Fossvogi voru oft- ast með hæsta verð á drykkjar- föngum. Mjólkunsinn reyndist líka dýrastur í Nestis-sjoppunum en ódýrastur í ísbúðinni Álf- heimum 2. Verðmunurinn á venjulegum ís í brauðformi var allt að 85%. Mestur var munur- inn á barnaís með dýfu, eða Nýtt auglýsingaverð Frá og með 1. ágúst verður grunnverð auglýsinga í Þjóðvilj- anum kr. 660 pr. dálksentimetra. 218%. Ódýrasti bamaísinn kost- aði 55 krónur en sá dýrasti 175 krónur. Hvað drykkjarföngin varðar, þá var hlutfallslegur verðmunur mestur á Sanitas appelsíni í sjoppum. 33 sentilítra dós kost- aði allt frá 35 krónum í 72 krónur og er munurinn 106%. f krónum talið var mesti verðmunurinn á Pepsi Cola í 1,5 lítra flöskum. Munurinn var 67 krónur. Ódýr- asta Pepsíið kostaði 99 krónur en það dýrasta 166 krónur í mat- vöruverslunum. -hmp að hefur tíðkast lengi að atvinnrekendur auglýsa eftir starfsfólki í blöðum án þess að gefa upp nafn fyrirtækis heldur biðja um að umsóknir ásamt ýms- um persónulegum upplýsingum verði sendar blaðinu merktar ein- hverju númeri. Það virðist vera almenn regla fremur en undan- tekning að umsóknir sem sendar eru vegna þessara auglýsinga er hvorki svarað né endursendar, það er ef viðkomandi umsækj- andi kemur ekki til greina í starf- ið. Áður en fólk fær vinnu er það þannig oft búið að senda inn fjöl- da umsókna með ýmsum per- sónulegum upplýsingum án þess að hafa hugmynd hvert þær fara eða hverjir hafi aðgang að þeim. Það virðist gilda einu hvers konar störf er um að ræða og jafnvel þó að því sé heitið að öllum umsókn- um verði svarað er það engin trygging fyrir því að það verði gert. Um leið og þrengir um á vinnu- markaðinum má búast við því að fleiri umsóknir berist um hvert starf og sá sem er í atvinnuleit þarf að senda umsóknir á fleiri staði áður en hann á endanum fær vinnu. Fólk sendir líka ítarlegri og vandaðri umsóknir til að auka möguleikana á því að umsóknin verði tekin til nánari skoðunar. Þó að í fæstum tilfellum sé um að ræða upplýsingar af því tagi sem fólk vill halda fyrir sig er flestum illa við að hafa ekki nokkra hug- mynd um hvert þær fara og hverj- ir hafa aðgang að þeim. Misnotkun möguleg Á meðan þeir sem auglýsa njóta algers trúnaðar er ekki úti- lokað að þessar upplýsingar kunni að vera misnotaðar með einhverjum hætti. Menn sem leita að vinnu á einhverju sérsviði þar sem samkeppni um stöður er mikil gætu til dæmis haft hag af því að vita hverjir eru að sækja um auk hans sjálfs. Viðkomandi gæti auglýst sjálfur spennandi starf og fengið þannig sendar um- sóknir allra sinna keppinauta og haft hliðsjón af þeim við samn- ingu sinnar umsóknar. Sjálfsagt eru fáir svo óprúttnir að grípa til ráða af þessu tagi en ef einhverj- um dytti það í hug er þetta og önnur misnotkun ekki erfið í framkvæmd. Það sem helst angrar þá sem eru í atvinnuleit er óvissan um stöðu sína og biðin eftir einhverj- um viðbrögðum. f samtali við blaðamann nefndi kona, sem leitað hefur að vinnu lengi, dæmi um það að einn mánudaginn hefði hún skilað inn 7 umsóknum eftir auglýsingum í Morgunblað- inu þar sem nafn fyrirtækis var ekki gefið upp. Hún beið lengi eftir einhverjum viðbrögðum en fékk ekki svar við einni einustu umsókn. Vinnubrögð sem þessi eru auðvitað rakinn dónaskapur og virðingarleysi gagnvart þeim sem eru í atvinnuleit en um Ieið eru auglýsendur líka að þrengja þann hóp fólks sem hugsanlega sækir um starfið. Þeir sem eru í fastri vinnu en hafa hugsað sér til hreyfings sækja til dæmis yfirleitt ekki um störf sem eru auglýst með þessum hætti, m.a. af þeirri ástæðu að þeir gætu verið að sækja um starf hjá fyrirtækinu sem þeir vinna hjá. Starfsfólk á ráðningastofum hafa oft heyrt kvartanir fólks vegna þessara vinnubragða og segir að fólk kjósi í auknu mæli að nýta sér þjónustu þeirra, m.a. af þessari ástæðu. Flestar ráðning- arstofur hafa þann háttinn á að í BRENNIDEPLI senda ekki út upplýsingar um þá sem leita að atvinnu í gegnum þær nema með þeirra samþykki. í gegnum ráðningarstofurnar get- ur fólk líka fylgst vel með því sem er að gerast í þeirra málum og veit nokkurn veginn hvar það stendur. Hvers vegna þessi leynd? Hjá Morgunblaðinu þar sem mikið er um atvinnuauglýsingar af þessu tagi eru ekki uppi nein Vinnubrögð sem þessi eru auðvitað rakinn dóna- skapur og virðing- arleysi gagnvart þeim sem eru í atvinnuleit, en um leið eru auglýsend- ur líka að þrengja þann hóp sem hugsanlega sœkir um starfið áform um það að breyta þessu fyrirkomulagi. Aðspurður um kvartanir sem blaðinu bærist vegna umsókna sem fólk hefði ekki fengið nein svör við sagði starfsmaður á auglýsingadeild- inni að það væri alltaf eitthvað um slíkar kvartanir. f þeim tilfell- um bjóðast starfsmenn blaðsins til að koma kvörtunum áleiðis en þeir gefa aldrei upp nafn fyrir- tækis. Það virðast vera allar gerðir fyrirækja sem auglýsa með þess- um hætti og ástæðurnar geta ver- ið margvíslegar. Sumir auglýsa með þessum hætti til að komast hjá óþægindum og þeirri fyrir- höfn sem fylgir því að gefa fólki upplýsingar um starfið og hvað ráðningunni líði. Það er miklu einfaldara að taka bara við um- sóknabunka og láta þær sem ekki koma til greina flakka í ruslafötu- na. Sum fyrirtæki eru kannski ekki enn búin að segja þeim upp sem fyrir er í starfinu, ef þannig stendur á, og vilja halda fyrirhug- aðri ráðningu leyndri um sinn af þeirri ástæðu, en samkvæmt upp- lýsingum frá auglýsingadeild Morgunblaðsins virðist oft ástæð- an einungis vera sú að margir aðr- ir auglýsa með þessum hætti. Ekkert opinbert eftirlit Það vekur athygli þegar farið er að grennslast fyrir um þessi mál að enginn aðili virðist telja það í sínum verkahring að gera athugasemdir við auglýsingarn- ar. Þeir menn úr verkalýðshreyf- ingunni sem rætt var við lýstu flestir þeirri skoðun sinni að hér væri á ferðinni dónaskapur af grófari gerðinni en þrátt fyrir það hefur þetta ekki verið til umræðu innan þeirra félaga. Af hálfu hins opinbera er ekk- ert eftirlit með þessari hlið at- vinnulífsins og ekki eru nein ákvæði í lögum sem setja reglur á þessu sviði. Það virðist því vera löngu tímabært að koma af stað umræðu og verkalýðsfélög gætu beitt þrýstingi til að fá atvinnu- rekendur til að láta af þessum dónaskap. Ef vinsamleg tilmæli til þeirra sem auglýsa með þesum hætti og þeirra sem taka við auglýsingunum ber ekki árangur er sá möguleiki líka fyrir hendi að löggjafinn taki málið í sínar hend- ur. Því þótt menn kæri sig koll- ótta um almenna mannasiði, vilja færri vera sakaðir um lögbrot og þá sérstaklega ef við brotinu liggja viðurlög. iþ ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.