Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.08.1989, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgarnesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórni kjördæmisráðs Auglýsið í Þjóðviljanum FLÓAMARKAÐURINN Fyrir ungbarn Viljum selja Maxi Cosy barnabilstól, hopprólu, magaburðarpoka, skipti- tösku og 2 bleyjufötur á hálfvirði. Not- að af einu barni blátt að lit. Uppl. í síma 13846 e. kl. 18. Daihatsu bltabox og Charade til sölu, 2 ágætis smábílar. Bitabox árg. '84 og Charade árg. '82, sjálf- skiptur. Uppl. í síma 17482. Til sölu sjö ára gamalt ITT litstjónvarpstæki í góðu lagi. Selst ódýrt. Uppl. í síma 41494. Ibúð í Barcelona Til leigu íbúð í miðborg Barcelona í ágústmánuði. Uppl. í síma 83695. Vantar ódýrt sjónvarp má vera hvort sem er svart/hvítt eða litatæki. Uppl. gefur Hlín í síma 23542. Til sölu Nýr afturstuðari á Lada Safir árg. 1982 og 4 Dexion hillur og uppistöð- ur, tilvalið í geymlu eða bílskúr. Hvorttveggja selst á hálfvirði. Uppl. í síma 622456. Góð bílkerra til sölu. Uppl. í síma 37374. Fallegur kettlingur fæst gefins, 11 vikna gamall. Uppl. í síma 621336. Óska eftir notaðir leikgrind. Ragnhildur, sími' 41732. Sóleyjarstólar Óska eftir að kaupa svarta Sóleyjar- stóla. Sími 91-21341. Fuglabúr til sölu með fylgihlutum. Notað í tæpt ár. Uppl. í síma 29672. Til sölu Kortína 1300 árg. 1979, fernra dyra, skoðaður 1989. Mjög heillegur bíll. Verð 50 til 60 þúsund. Uppl. í síma 73829. fsskápur Óska eftir notuðum ísskáp, gefins eða ódýrt. Á sama stað til sölu vara- hlutir í Lada 1600 árgerð 1980. Uppl. í síma 73829. Húsnæði óskast 2 norðlenskir bændasynir, nýskráðir til náms við Háskóla Islands óska eftir ódýrri 3 herbergja íbúð. Uppl. gefur Tryggvi á Þúfum, sími 95-37470. Tll sölu Winther stúlknahjól, 16", vel með far- ið. Uppl. í síma 688652 e. kl. 19. Tll sölu Ný Olympus AF1 myndavél, ónotuð. Verð kr. 10.000,- Uppl. í síma 688652 e. kl. 19. Lada 1600 árg. '81 fæst fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 22439. VII selja örbylgjuofn, minnstu gerð, AEG, sáralítið notaðan. Sími 83837. Vil kaupa regnhlifakerru. Uppl. í síma 641292. Óska eftir að kaupa ódýran ísskáp og þvottavél. Vinsam- lega hringið í síma 680059 á kvöldin. Til sölu 2 bjöllur VW1302 og VW1300 ásamt dekkjum og felgum og varahlutum. Fást fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 78422 e. kl. 19. Þvottavél Gömul en gangfær þvottavól fæst gefins. Uppl. í síma 36138 milli kl. 17 og 20. Citroén BX 16 PRS árg. '84 til sölu — gullbrons, rafdregn- ar rúður, samlæsing. Öskabíll í fullkomnu lagi. Verð 390.000 - 80.000,- kr. afsláttur gegn stað- greiðslu. Uppl. í síma 15369. Þvottavél Óska eftir þvottavél. Upp. í síma 31805 e. kl. 18. Þak yfir höfuðið Móður og barn vantar 2-3 herbergja leiguíbúð strax. Eru nánast á götunni. Móðirin starfar á Borgarspítalanum og barnið er í dagvist í Breiðholti. Æskilegast væri því íbúð í Breiðholti. Vinsamlega hringið í síma 73606 e kl. 17. Barnapössun 12 ára stúlka óskar eftir að passa barn í ágúst, helst í Hlíðum, Norður- mýri eða Þingholtum. Uppl. í síma 14807 e. kl. 17. Til sölu kerruvagn með burðarvagni - lítið notaður. Uppl. í síma 678171. Útimarkaður Hiaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, kera- mik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Til sölu 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar og sumar). Uppl. í síma 34597 e. kl. 18, eða í síma 985-20325. Gólfið er kalt Á einhver gamla ofna mottu (tusku- mottu) til að gefa fótköldu fólki hjá Útidelldinni í Kópavogi? Ef svo er, vinsamlega hringið í síma 42902 milli kl. 11 og 12.30 alla virka daga. Bókband Tek bækur í band, stakar bækur og heil verk. Fágmaður. Sími 23237. Hanna og smíða skilrúm í stofur, forstofur o.fl. Kem og geri verðtilboð. Vinsamlega leggið síma- númer inn á símsvara 667655. Til sölu efni í gluggakappa o.fl., spónlagt ma- hogany, lengd 2,5 metrar. Vinsam- lega leggið símanúmer ykkar inn á símsvara 667655. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í síma 19239. Húsgagnasmiður tekur að sér alhliða innréttingasmíði Kem heim og geri verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Ath. símsvari tekur á móti símanúmeri þínu og síminn er 667655. /K HE8 Sovétríkin Andófsþingmenn stofna felag Róttœkir umbótamenn eru uggandi um Gorbatsjov og segja mál til komið að hann geri upp sinn hug og velji á milliperestrojku og nómenklatúru Róttækir umbótamenn á so- véska þjóðþinginu og í Æðsta ráðinu komu saman í bækistöðv- um Sambands kvikmyndagerðar- manna um helgina og stofnuðu með sér félag í því augnamiði að þrýsta á forystu flokks og ríkis að hraða nýsköpun sovésks samfé- lags. Félagar kusu sér forystu- sveit sem í eiga sæti Borís Jeltsýn, fyrrum flokksforingi í Moskvu, og mannréttindafrömuðurinn Andrej Sakharov auk þriggja annarra. Með stofnun þessa félags- skapar er brotið blað í sögu So- vétríkjanna. Skoðanahópar eða „klíkur“ hafa ekki verið liðnar þar eystra, hvorki í Kommúnista- flokknum né öðrum stofnunum, frá því Jósef Stalín gekk á milli bols og höfuðs á vinstriandstöðu Leons Trotskíjs og félaga um miðbik þríðja áratugarins. Forystumenn félagsins segja að um 500 fulltrúar á þjóðþinginu nýja (af 2.250 alls) hyggist eða hafi nú þegar gengið til liðs við sig og sömu sögu sé að segja af 90 fulltrúum af alls 542 í Æðsta ráð- inu. „Það sem hér hefur gerst stað- festir að sovésk alþýða er póli- tískt fullveðja og hefur tekið út lýðræðisþroska," sagði Jeltsýn í fyrradag. Auk þeirra Sakharovs voru sagnfræðingurinn Júríj Af- anasjev, hagfræðingurinn Gavriil Popov og eistneski umbótamað- urinn Viktor Palm kjörnir í fimm manna forystusveitina. Stofnfundurinn var sem fyrr segir haldinn í húsakynnum kvik- myndamanna sem helgaðist af því að flokksskrifræðið í Moskvu kom í veg fyrir að stofnfélagarnir 316 fengju inni í Kreml. Afanasjev flutti aðalræðuna og hét á Míkhaíl Gorbatsjov að taka af skarið og ganga rösklega að verki við róttækar breytingar á sovésku samfélagi. Áskorunin og viðbrögð fulltrúa við ræðunni bera með sér að margir umbóta- sinnar eru farnir að efast um að Gorbatsjov vilji ganga á hólm við íhaldsöflin í stjórnmálaráði flokksins og keyra nýsköpunina ur sporunum. Afanesjev hrósaði að sönnu Gorbatsjov fyrir að hafa hleypt perestrojku af stokkunum fyrir fjórum árum og stuðlað að því að hafist var handa við breytingar á stjórnmála- og efnahagskerfi sem gengið hefði sér til húðar. „En sá tími er á enda að hann geti með góðu móti verið jöfnum höndum forystumaður perestrojku og leiðtogi forréttindafólksins (nómenklatúrunnar). Hann verður að velja og hafna.“ Jeltsýn tók þvínæst til máls. „Fólk er búið að fá yfir sig nóg af hálfvelgjulausnum sem ekki leiða til eins eða neins. Verkfall kola- námamanna bar vott um aukna spennu í þjóðfélaginu og sýndi svart á hvítu að verkamenn bera ekkert traust lengur til þeirra sem þykjast fulltrúar þeirra. Flokks- aðaílinn er orðinn sérstök stétt. Hreyfing verkamanna er fram komin til höfuðs þeirri stétt, jafnvel þótt þeir geri sér ekki grein fyrir því sjálfir enn sem komið er.“ Reuter/ks Sovétríkin Bækur úr banni Sovésk stjórnvöld hafa létt nán- ast öllum takmörkunum af inn- flutningi bóka eftir rithöfunda sem fyrrum voru sagðir „andso- véskir“ og dæmdir óalandi og óf- erjandi. „Nú eru aðeins settar hömlur á innflutning bóka eftir höfunda sem hvetja til þess að ríkisvaldinu verði kollvarpað með ofbeldi og ennfremur innflutning á klámi,“ sagði Vítalíj Bojarov, yfirtoll- þjónn Sovétríkjanna, á frétta- mannafundi í gær. Ritskoðunarstofnunin, Gavlít, hefur veitt heimild fyrir birtingu allra verka Alexandrs Solzheníts- yns í Sovétríkjunum, þar á meðal Gúlag-eyjanna, og hafa sum þeirra hafið göngu sína sem fram- haldssögur í tímaritum. Gúlag- eyjaklasinn mun byrja að koma út hjá bókmenntatímaritinu „Novíj-Mír“ síðar í þessum mán- uði. Bojarov kvað nýjar tollreglur taka gildi um miðbik mánaðar- ins. Eftir það yrði minna mál en áður fyrir farþega sem ekki hefðu tollskyldan varning í fórum sín- um að komast inní landið. Þeir myndu ganga um „grænar rásir“ einsog fyrirfinndust í flugstöðv- um um allan heim. Reuter/ks Iþróttamenn hlunnfamir Heimsmeistarinn segir Iþróttanefnd Sovétríkjanna stríð á hendur arríj Kasparov, heimsmeist- ari í skák, réðst harkalega á íþróttanefnd Sovétríkjanna í blaðagrein fyrir helgi og bar henni á brýn misnotkun verð- launafjár og gerræði í skiptum MINNING f við okkur oft stundir við að tala saman í síma því hvorug okkar hafði á síðustu árum heilsu til ferðalaga. En nú er hún farin og ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vinkonu og bið henni allrar guðs blessunar í nýjum heimi. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Rut Guðmundsdóttir Það var árið 1951, eða fyrir hartnær 40 árum, sem ég kynntist þeirri fjölhæfu listakonu og hug- sjónakonu, Guðrúnu Guðjóns- dóttur. Menningar- ogfriðarsam- tök íslenskra kvenna voru þá ný- stofnuð og við vorum báðar í stjórn samtakanna. Það duldist engum við fyrstu kynni við Guðrúnu Guðjónsdótt- ur, að þar fór engin hversdags kona. Þar var kona athafna ekki síður en orða og áætlana. Mér er minnisstætt, að þegar samtök okkar, nýstofnuð og févana að sjálfsögðu, ákváðu að þýða skýrslu kvennanefndar sem Al- þjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna sendi til Kóreu til að kanna stríðsglæpi í Kóreustyrj- öldinni var Guðrún einn helsti hvatamaðurinn að því að við gæf- um hana út og hæfum þar með starf okkar. Það varð úr að við gerðum það, og reyndist útgáfan okkur nokkuð kostnaðarsamaðri en við var búist, auk þess sem okkur gekk verr að selja skýrsl- una en við höfðum reiknað með. Þegar við komum saman á næsta stjórnarfund eftir útgáfu skýrsl- unnar vorum við því heldur fram- lágar og svartsýnar á peningamál- in, það var ekki gæfulegt fyrir ný- stofnað félag að byrja starfsferil sinn með skuldir í prentsmiðju. Þá sagði Guðrún Guðjónsdóttir: „Þetta lagast, við þurfum bara að hafa tíma.“ Þetta sagði hún með svo miklum sannfæringarkrafti, að okkur létti mikið. Eg spurði hana hvernig hún hyggðist bjarga þessum málum. „Það eru til svo margir góðir menn, sem vilja leggja góðu málefni lið að ég veit okkur tekst það,“ var hið sannfærandi svar hennar. Og okkur tókst þetta. Guðrún hafði forgöngu um það, að við fórum af stað og gengum milli manna og báðum um fjárstyrk fyrir þetta fyrsta verkefni samtakanna. Og nokkrum mánuðum seinna gát- um við borgað allar okkar skuldir vegna skýrslunnar. Þessarar gerðar var Guðrún. Hún gafst aldrei upp þegar hún var að vinna að hugsjónum sínum. Og ég held að hún hafi sannað okkur að oft- ast er „vilji allt sem þarf“. Við Guðrún sátum árum sam- an í stjórn Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, og við unnum mikið saman þar fyrir utan, og á ég margar góðar minn- ingar um samstarf okkar. Eitt af hugsjónamálum Guð- rúnar var að koma upp tómstund- aheimili fyrir börn, en þetta var á þeim árum sem húsmæður voru að fara út á vinnumarkaðinn, og algengt að börnin væru eftirlits- lítil heima með lykil um hálsinn. Að tilhlutan Guðrúnar stofnuðu Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, ásamt Mæðrafé- laginu, nefnd til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Nefnd þessi starfaði nokkur ár, og safnaði peningum í fyrirhugað tómstund- aheimili. Eitt af því sem við gerð- um var að hafa skyndihapp- drætti, og hafði Guðrún forgöngu um það eins og margt annað. Hún ákvað að happdrættisvinn- ingarnir allir skyldu vera listmun- ir, og minnir mig að hún hafi safn- að þeim öllum, eða a.m.k. flestu sjálf. Happdrættið gekk vel, og þá vildi Guðrún að við hæfum starfsemi, þó í litlu formi yrði til að byrja með. Hún bauðst til að láta í té húsnæði og sjá um börn- in, endurgjaldslaust. Þá var að útvega húsgögn og annað sem rekstrinum þurfti óhjákvæmilega að fýlgja. En eftir að við höfðum látið gera kostnaðaráætlun, þar sem í ljós kom að við yrðum að taka allnokkurt lán til að koma jafnvel þessum frumstæða rekstri á laggirnar, var það skoðun meirihluta nefndarkvenna og stjórna félaganna, að ekki væri hægt að leggja í þess áhættu að svo stöddu. Við héldum því áfram að safna peningum, en það varð í litlum mæli eftir þetta, og peningarnir sem við áttum brunnu á báli verðbólgu, og voru síðar notaðir í annað. Man ég hvað það voru Guðrúnu mikil vonbrigði. Enn í dag sé ég eftir því að við skyldum ekki leggja út í þetta. Þetta er fátt eitt af því sem er að minnast af samvinnu minni við Guðrúnu, en þetta lýsir vel þeim stórhug sem þessi óvenjulega kona var gædd. Þá var Guðrún fjölhæf lista- kona, hún samdi bækur, málaði og hannaði prjóna- og vefnað- armynstur, og hefur mér oft verið hugsað til þess hve mikil tækifæri kona með hennar hæfileika hefði átt, ef hún hefði verið ung í dag, en ekki á árum kreppu og ör- birgðar. Að síðustu þakka ég Guðrúnu fyrir allt okkar samstarf, sem aldrei bar skugga á í hartnær 40 ár. Ég votta aðstandendum henn- ar mína dýpstu samúð. María Þorsteinsdóttir við íþróttamenn. Kasparov er miðstjórnarmaður í Komsomol, ungherjasamtökum Kommúnist- aflokksins, og reit greinina í mál- gagn samtakanna, Komsomol- skaja Pravda. Heimsmeistarinn velti því fyrir sér hvað yrði eiginlega um ailt verðlaunaféð sem sovéskum íþróttamönnum er gert að skila í hendur nefndarinnar við heimkomu úr sigurför. „Nú þeg- ar opin umræða er komin á það stig að jafnvel varnarmálaráðu- neytið gerir opinskátt hvernig það ver sínu fé lúrir íþróttanefnd- in á öllum upplýsingum um ráð- stöfun verðlaunafjár íþrótta- manna.“ Kasparov rifjar upp að þeir Anatolíj Karpov, áskorandi og fyrrum heimsmeistari, hafi ákveðið fyrir einvígi sitt í Lund- únum og Leníngrad 1986 að verð- launafé beggja skyldi renna óskipt til fórnarlamba kjarnorku- slyssins í Tsjernóbýl. Þetta voru alls tæpar 20 miljón- ir króna og var íþróttanefndinni falið að koma þeim til skila. En Kasparov staðhæfir að hluti upp- hæðarinnar hafi horfið í vörslu nefndarinnar og krefst skýringa á afdrifum þessa fjár. Kasparov fullyrðir ennfremur að sovéskir íþróttamenn séu gjörsamlega réttlausir gagnvart duttlungum og gerræði nefndar- manna sem ráðskist með þá eins- og eign sína. Máli sínu til árétt- ingar nefnir hann sölu afreks- manna í knattleikjum, ss. knatt- spyrnu og körfuknattleik, til er- lendra liða. Þeir fái engu að ráða um það hvert þeir séu seldir né hvaða skilmálar settir í samninga þeirra né hvaða laun þeir þiggi. Kasparov sagði mál til komið að skerða völd íþróttanefndar Sovétríkjanna og gera ítarlega út- tekt á starfsemi hennar á umliðn- um árum. Það væri einnig mál til komið að afleggja þann ósið að hirða obba verðlaunafjár sov- éskra afreksmanna af þeim við heimkomuna. ks Sitt sýnist hverjum um ágæti kínverska hersins. Dátum ekið til orrustu við „gagnbyltingarmenn" á Torgi hins himneska friðar. Kína Hvað er sannleikur? Vestrœnir erindrekar sniðganga hátíðarhöld á „degi hersins“ íPekíng. Pindarlaus áróðurssíbylja stjórnvalda ber árangur Dagur hersins var haldinn há- tíölegur af hershöfðingjum og flokksöldungum í Pekíng í gær. Fóru ræðumenn á hátíðarfundi mörgum orðum og fögrum um hetjuskap hersins í baráttunni við „gagnbyltingaröfl“ í öndverðum fyrra mánuði. Enginn vestrænna sendiherra mætti á samkundu þessa. Einnig hjuggu menn eftir því að Deng Xiaoping var fjarri góðu gamni. Annars er það helst að frétta úr Kínaveldi að linnu- laus áróður stjórnvalda í fjöl- miðlum er farinn að bera nokk- urn ávöxt. Til marks um þetta eru orð skrifstofustúlku sem segist hafa heyrt svo oft hina opinberu útgáfu á atburðarásinni aðfarar- nótt 4. júní að hún sé farin að efast um áreiðanleika minnis síns: það sem hún hafí séð hafí bara alls ekki gerst. Það vekur svosem enga stór- furðu þótt Deng hafi verið fjar- verandi í gær enda er hann vanur að hverfa úr höfuðborginni yfir hásumarið og láta svala vinda leika um sig í sumarbúðum hinn- ar nýju stéttar við ströndina. Svo virðist sem opinber dýrkun per- sónu hans færist jafnt og þétt í aukana. Kvikmynd um ævi hans og störf er sýnd í kvikmyndahús- um vítt og breitt um Kína, ljós- myndum af honum hefur verið komið fyrir allstaðar og hvergi í Pekíng og þulir sjónvarps og út- varps tönnlast sýknt og heilagt á hinum miklu afrekum hans. Aðalræðumaður hátíðarfund- arins í gær, Qin Jiwei hershöfð- ingi og landvarnaráðherra, brá ekki út af þessari venju. „Undir forystu Dengs Xiaopings létu eldri félagar úr röðum byltingar- öreiga mikið að sér kveða í bar- áttunni gegn gagnbyltingaröflun- um. Hermenn úr Frelsisher al- þýðunnar, sem stofnaður var fyrir réttum 62 árum, óttuðust ekki að þurfa að færa fórnir þegar þeir brutu gagnbyltinguna á bak aftur.“ Þótt Qin legði á það áherslu að kínversk stjórnvöld ættu enn hauka í horni í röðum erlendra ríkisstjórna var sláandi hversu fáir sendiherrar og sendifulltrúar létu svo lítið að þiggja boð á há- tíðarhöld til heiðurs kínverska hernum. Einn erlendur sendi- boði kvað rfkisstjórn sína og ann- arra vestrænna fulltrúa hafa slitið öll hernaðartengsl við Kína og því sniðgengi hann samkunduna. Qin gat ekki látið sem hann yrði þessa ekki var: „Erlend öfl blanda sér í kínversk innanríkis- mál og reyna að þrýsta á yfirvöld en fjölmargar ríkisstjórnir hafa lýst yfir stuðningi við okkur eða sýnt samúð og skilning eftir að við sigruðum gagnbyltingar- sinna.“ Hverju trúa Kínverjar sjálfir? Hér á vesturhveli jarðar urðu menn vitni að atburðum á Torgi hins himneska friðar aðfararnótt 4. júní fyrir tilstilli sjónvarps og biandast því ekki hugur um sekt eða sýknu stjórnvalda. Málið horfir öðruvísi við heima- mönnum. Þeir eru á einu máli um að hermenn og skriðdrekar hafi látið til skarar skríða gegn mótmælendum en tvennum sög- um fer af mannfalli og markmið- urn og framferði andófsmanna. Og í því áróðursstríði er leikurinn næsta ójafn. Bændur og þorpsbúar úti á landsbyggðinni hafa við fátt að styðjast annað en frásagnir fjöl- miðla og trúa þeim svo fremi ein- hverjir ættingja þeirra hafi ekki verið við nám í Pekíng og borið ,þeim fregnir af því sem gerðist í raun og veru. íbúar borga eru hinsvegar efagjarnir, einkum Pekíngbúar sem urðu vitni að framferði hermanna dagana 3.-5. júní. Stjórnvöld halda því fram að 200 óbreyttir borgarar hafi fallið í valinn og nokkrir tugir hermanna. 9000 manns hafi særst. En sjónarvottum og vest- rænum fréttaskýrendum og sendimönnum ber saman um að fallnir skipti þúsundum, ef ekki tugum þúsunda, og hafi þorri þeirra verið úr röðum náms- manna og annarra mótmælenda og látist í fjöldamorðum hersins í miðborg Pekíng. Yfir landsmenn hefur gengið holskefla áróðurs sem ekki stenst samjöfnuð við neitt nema menn- ingarbyltinguna. Dagblöð, út- varp og sjónvarp hafa verið lögð undir linnulausa tuggu hinnar op- inberu útgáfu atburðarásarinnar, kvikmyndir um hetjudáðir „al- þýðuhersins“ og mikið ágæti Dengs og félaga eru það sem boð- ið er uppá í kvikmyndahúsum. Námskeið eru haldin á vinnu- stöðum þar sem menn eru inntir eftir því hvað þeir höfðu fyrir stafni í ofanverðum maímánuði og öndverðum júní, hvort gagn- byltingaröflin hafi ekki verið viðurstyggileg og framganga her- mannanna vaskleg. Pekíngbúar fá frímiða, einn eða fleiri, á heimildamynd um kínverska kommúnistaflokkinn og baráttu hans við japanska innrásarliðið á styrjaldarárum og sigur yfir Kúomingtangliðum Sjangs Kæs Sjeks 1949. Það er ekki skylda að mæta en talið afar æskilegt og nöfn manna færð til bókar við inngang kvikmynda- húsa. Starfsmenn umsvifamikilla ríkisfyrirtækja og blaðamenn þurfa að sækja „fræðslufundi'" sem standa í 2 klukkustundir, tvisvar í viku. Þar er hamrað á sörnu atriðunum æ ofaní æ og menn síðan spurðir útúr og beðn- ir um að gera grein fyrir viðhorf- um sínum til atburðanna á Torgi hins himneska friðar. Skrifstof- ustúlka sem Reuter tók tali sagð- ist hafa sótt svo marga „fræðsluf- undi“ næstliðna tvo mánuði að hún væri farin að bera brigður á minni sitt og efast um að hún myndi rétt hvað borið hefði sér fyrir sjónir í miðborg Pekíng. Fyrir nokkrum dögum var hót- elum í höfuðborginni fyrirmunað að selja dagblöð og tímarit að utan, einnig frá Hong Kong. Þetta þótti ráðamönnum sjálf- sögð varúðarráðstöfun því brögð voru að því að heimamenn rækju nefið niðrí blöð þessi og keyptu þau jafnvel og létu ganga manna á meðal. En ekki eru allir Pekíngbúar daufir í dálkinn þessa dagana. Fréttaskýrendur herma að marg- ir miðaldra og aldnir íbúa höfuð- borgarinnar harmi síst hverjar urðu lyktir lýðræðishreyfingar- innar. „Það er búið að stilla til friðar á ný og ég er ánægð með það,“ er haft eftir „skúringakonu á efri árum“. „Ég fór aldrei að sjá þessi mótmæli. Og hvað hefði það svosem haft uppá sig? Þetta var bæði hættulegt og ruglings- legt. Nú getum við farið okkar ferða í friði.“ Yngri kynslóð menntamanna er vondauf. Unga fólkið leggst til svefns á gangstéttum við dyr er- lendra sendiráða í von um að verða framarlega í biðröð sækj- enda um vegabréfsáritanir að morgni. Sum stórfyrirtæki hafa lagt bann við því að ungir sér- fræðingar segi upp störfum því brotthvarf þeirra leiðir óhjá- kvæmilega til hnignunar. Emb- ættismaður í höfuðborginni, sem vitaskuld lét ekki nafns síns getið, hafði þetta að segja: „Unga fólk- ið örvæntir um framtíð Kína og vill yfirgefa landið. Það hefur ekki eirð í sinum beinum að sitja og bíða þess að öldungarnir í flokksforystunni deyi og nýir og lýðræðislegri stjórnhættir verði teknir upp.“ Reuter og fl./ks Heildarupphæð vinninga 29.07 var 7.110.254.-2 höfðu 5 rétta og fær hvor kr. 2.103.448.- Bónusvinning- inn fengu 4 og fær hvor kr. 107.668.- Fy rir 4 tölur réttar fær hver 5.422 og fyrir 3 rétt- ar tölur fær hver um sig 369.- Solustaöir loka 15 mínútum fyrir út- dráttíSjónvarpinu. Upplýsingasímsvari 681511. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. ágúst 1989 Þriðjudagur 1. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.