Þjóðviljinn - 01.08.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.08.1989, Qupperneq 5
MINNING Guðrún Guðjónsdóttir F. 24. des. 1903 - D. 25. júlí 1989 Amma mín, Guðrún Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1903. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Brynjólfsson verkamaður og Guðlaug Eyjólfs- dóttir húsmóðir. Guðrún ólst upp í Reykjavík og lauk þar barna- skólanámi. Árið 1919 tók hún inntökupróf í Verslunarskólann í Reykjavík en fátækt kom í veg fyrir lengri skólagöngu. Námsfer- ill hennar hélt þó áfram því hjá Guðrúnu fór saman opinn hugur og góðar gáfur. Hún var gædd heilbrigðu sjálfstrausti og horfð- ist óhrædd í augu við heiminn. Á unglingsárum réðst hún eitt sinn í vist á „betra heimili" í Reykjavík. Þegar hún komst að því að henni var ekki ætlað að matast við sama borð og fjölskyldan hætti hún vistinni og sagði móður sinni að þangað færi hún aldrei aftur. Þetta litla atvik sem Guðrún sagði mér frá finnst mér lýsa vel- skapgerðareiginleikum hennar. Henni var í blóð borin sterk rétt- lætiskennd og vakandi áhugi fyrir mannlegu samfélagi. Hún ólst upp við kröpp kjör og hreifst ung af hugsjónum sósíalismans. Sósí- alistahreyfingin varð vettvangur hennar í löngu og miklu félags- starfi og starfaði hún m.a. með Kvenfélagi sósíalista, Menning- ar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og MÍR. Aðalstarf henn- ar á sviði félagsmála var þó innan KRON en hún sat í stjórn félags- ins 1945-1969. Guðrún var verslunarmaður í Reykjavík 1919-1923 og síma- kona hjá Bæjarsímanum í Reykjavík 1923-1932, með nokkrum hléum. Árið 1926 giftist Guðrún Stefáni Jakobssyni (f.1895, d. 1964). Fyrsta árið eftir að þau giftu sig bjuggu þau að Galtafelli í Hrunamannahreppi, þar sem Stefán hafði tekið við búi eftir föður sinn. Ári síðar fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Stefán lagði fyrir sig múraraiðn og varð múrara- meistari um 1940. Þau eignuðust Mánudagurinn 24. júlí rann upp og það sást loks til sólar í Reykjavík. Hugurinn var bund- inn við birtu þessa f agra dags þeg- ar helfregnin barst og allt varð dimmt og kalt. Það er oft erfitt að skilja þetta líf og maður spyr í vanmætti sín- um: Hver er eiginlega tilgangur- inn með þessu öllu? Og það fæst ekkert svar. Lífi ungs manns er lokið og minningarnar streyma fram. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég sá Óskar Örn nýfæddann í vöggu sinni á Sól- vangi og frá þeirri stundu átti hann hluta hjarta míns. Þetta var fyrsta barnabarnið og það eina í næstu átta ár. Hann var frum- burður sonar okkar, Jóns Grétars Óskarssonar og fyrri konu hans, Lilju Guðmundsdóttur. Þau voru ung og bæði í námi svo ömmunni var trúað fyrir þessum litla snáða. Hann var ljúfur og brosmildur við ömmu sína en grenjaði þeim mun hærra á nóttunni fyrstu mán- uði ævinnar og það var oft ósofin móðir sem fór í skólann en aldrei var skrópað. Mér fannst ég alltaf eiga meira í þessum dreng en ömmu á að finnast og söknuður- inn varð því mikill þegar fjöl- skyldan fór til nokkurra ára dval- ar í Kanada. Það bætti þó úr að það kom bréf frá Grétari í hverri viku öll þessi ár og við gátum fylgst með þroska drengsins úr fjarlægð. Svo lá leiðin til fslands á ný. Samband okkar við Óskar Örn var alltaf mikið og það breyttist ekki við skilnað þeirra Lilju og Grétars. Eftir það var drengurinn í umsjá móður sinnar og var aðnjótandi allrar þeirrar ástar og umhyggju sem góð móð- ir getur veitt. Óskar Örn las mikið á bernskuárum sínum en hann hafði líka gaman af öllum rebbas- ögunum sem afi hans bjó til um leið og þær voru sagðar. Ég fylgd- ist oft með þessari sagnagerð og eitt sinn þegar rebbi var sérlega slæmur og átti allt illt skilið þá þrjá syni, Hreggvið (f.1927), Hrafnkel (f. 1930, d. 1983) og Stefán Má (f. 1938). Mikil vand- virkni einkenndi öll störf Guð- rúnar og á heimili þeirra Sefáns ríkti smekkvísi og reglusemi. Þó grunar mig að húsmóðurstörf hafi aldrei verið ömmu minni sér- staklega hugleikin. Áhugi hennar á lífinu var óþrjótandi og listir og menning skipuðu stóran sess í huga hennar. Guðrún hafði ákveðnar skoðanir og var hrein- skilin og hreinskiptin í orði og verki. Hún lá ekki á skoðunum sínum og átti það til að segja mönnum óþvegið til syndanna og fór þá ekki í manngreinarálit. En þó Guðrún væri skapmikil kona var hún manna sáttfúsust og tók aldrei þátt í illdeilum. Heiðar- leiki var hennar einkunnarorð. Hún hafði eigin sannfæringu að leiðarljósi í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og máttu þá aðrir hugsa og segja hvað þeir vildu. Allur heimurinn og allir menn komu henni við. Með sama hlýhug orti hun til bræðra sinna í Víetnam og Afríku, til japan- skrar móður, drengs í Kóreu og til vina sinna og ættingja. Hún trúði á stórar hugsjónir. Og þó framkvæmd þeirra færi stundum á annan veg en hún óskaði, og stríð og böl mannkynsins gengi henni nærri, kom uppgjör aldrei til greina. Mér finnst sálarstyrkur hennar koma vel fram í vísu sem hún orti um ljósið: Pú ert Ijósið, sem lýsir mér skærast þú ert Ijósið sem yfir mér skín, ég mun sýna og santia öllum heimi, að um síðir ég kemst upp til þín. bað drengurinn honum vægðar og sagði: „Afi, ekki láta hann deyja“. Óskar Örn fór ungur að vinna með afa sínum og stundum að vinnudegi loknum hurfu þeir nafnar, en ef ég lagði við hlustir þá heyrði ég í þeim skrafið úti í garði, þar sem rótað var eftir ormum og síðan var haldið til veiða í eitthvert vatnið í grenn- dinni. Þetta eru ljúfar minningar. Árin liðu. Óskar Örn varð fal- legur ungur maður og góðum gáf- um gæddur. En svo fór að draga ský fyrir sólu. Hann veiktist skyndilega þegar hann var 16 ára gamall, en náði góðri heilsu á ný. Þá kom annað áfall. Hann missti föður sinn fyrir fjórum árum og þar missti hann jafnframt sinn besta vin. Um það leyti hafði hann kynnst góðri stúlku og þau stofnuðu heimili, en það sam- band slitnaði. Við erum oft minnt á hve stutt er milli lífs og dauða og enginn veit hver næstur fer. Það hvarfl- aði síst að mér síðastliðinn sunnu- dag þegar sonarsonur minn kom í heimsókn með Ósk frænku sinni, að hans ferð yfir landamærin væri svo stutt undan. En enginn fær snúið stundaglasinu við og í gær var Óskar Örn lagður til hinstu hvfldar við hlið föður síns. Eftir sitja ættingjar og vinir og syrgja góðan dreng. Elsku Lilja, þú hefur alltaf ver- ið okkur kær síðan þú dvaldir ung á heimili okkar og við vitum hve sorg þín er sár. Við Óskar og börn okkar vottum þér og þínum okkar dýpstu samúð. Anna Jónsdóttir Jólin nálguðust. í flestra hug- um eru þau tími gleði, ástar og Stundum þegar ég kom úr heimsókn frá Guðrúnu ömmu minni, gat ég ekki varist því að bera saman stöðu okkar í tilver- unni. Ég stóð ein en hún í fylk- ingu hugsjónamanna og barðist með fulltingi almættisins. Það var ekki auðvelt að deila við slíka konu. Þó lífskraftur Guðrúnar væri mikill átti hún einnig til þíða og viðkvæma strengi. Hún var Iist- hneigð og hafði yndi af ljóðum. Þegar tími gafst, undi hún við ljóðalestur, ljóðaþýðingar og ljóðagerð. Tvær ljóðabækur komu út eftir Guðrúnu, Opnir gluggar (1976) og Gluggar mót sól (1988). Hún skrifaði einnig og þýddi barnasögur og ævintýri. Alls birtust 10 bækur eftir Guð- rúnu á prenti, frumsamdar og þýddar. Vefnaður og handíð var Guð- rúnu áhugamál. Hún litaði band úr íslenskum jurtum og óf úr því dúka og myndir. Einnig prjónaði friðar en hjá þeim sem hafa elsk- að og misst eru þau oft sá tími sem minningarnar sækja fast á og söknuðurinn er hvað sárastur. Ég var í miðjum jólabakstrinum þeg- ar útidyrnar opnuðust á þennan sérstaka hljóðláta hátt. Eitt andartak hvarf ég fjögur ár aftur í tímann og mér fannst Grétar vera að koma heim úr vinnunni. í því birtist bjart og sviphreint andlit Óskars sonar hans í gættinni. Hann settist við eldhúsborðið að venju og við tókum tal saman. Rólegt en þó spyrjandi andlitið gaf til kynna að hann þyrfti að segja mér eitthvað sérstakt. Það var ekki fyrr en við kvöddumst að hann rétti mér umslag. Hanp hafði legið andvaka um nóttina og reynt að skrifa það sem hann var of dulur til að geta nokkurn tíma tjáð. Heitar tilfinningar streymdu yfir arkirnar fyrir framan mig og brenndu gómana. Sorgin og inni- byrgður söknuður eftir föðurnum fylltu síðurnar og flóðu fram f á- kalli á styrk til að komast yfir það hún og hannaði fatnað úr ís- lenskri ull. Samhliða þessum hugðarefnum sínum og félags- störfum vann Guðrún við mót- töku ferðamanna fyrir Ferða- skrifstofu ríkisins 1950-1968, og var gæslukona á Þjóðminjasafn- inu og Listasafni Einars Jóns- sonar í nokkur ár eftir 1971. Nú er komið að leiðarlokum. Að baki er löng og starfsöm ævi. Lffið færði Guðrúnu sigra, og ef- laust einnig vonbrigði. Sigrarnir voru þó miklu stærri, því með lífsreynslunni óx þroski hennar og skilningur á mönnunum. Það var því gaman og lærdómsríkt að tala við ömmu. Andi hennar hélst ungur þó líkaminn hrörnaði. Fram undir það síðasta bjó Guðrún í eigin fbúð en naut nábý- lis við fjölskyldu Stefáns Más, yngsta sonar síns, að Háteigsvegi 30. Síðastliðinn vetur fór heilsu hennar hrakandi. í vor fluttist Guðrún á heimili Stefáns Más og konu hans Kristínar Ragnars- dóttur að Stigahlíð 93. Ég fann vel að það var henni Iéttir þó sam- búðin hafi orðið styttri en við hugðum. Pegar Gleym-mér-ei lokar auga sínu og blærinn sefur rótt í kvöldkyrrðinni dreymir þröstinn í trénu og við mœtumst í himin- blámanum. Af heilum hug þakka ég Guð- rúnu ömmu minni samfylgdina, og bið henni velfarnaðar á veg- ferð sinni til ljóssins. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir áfallt að missa þann sem við elsk- uðum umfram aðra menn. Eng- um hafði Óskar treyst jafnvel enginn hafði verið honum slík fyrirmynd. Honum fannst það skarð sem dauðinn hafði hoggið í líf sitt opið og óvarið og það yrði aldrei fyllt. Nú þegar þeir feðgar hafa náð saman aftur minnist ég þess hve Grétar var stoltur þegar hann kynnti Óskar son sinn fyrir mér í fyrsta skipti. Ég horfði framan í myndarlegan dreng með greindarlegan svip og skýrleg blá augu. Það brá fyrir í þeim kímnis- glampa sem átti eftir að þroskast og dýpka með árunum. Skugginn - sem seinna brá svo oft yfir svip- hreint andlitið og varð fyrirboði þess sem koma skyldi - sást ekki. Engum duldist að hér fór efnis- piltur gæddur góðum námsgáf- um. Fram undan lá lífsins vegur bj artur og breiður, varðaður góð- um fyrirheitum. Á fyrsta ári hans í menntaskóla gripu örlaganornirnar í taumana. Þá blossaði upp sá sjúkdómur sem fylgdi honum þar til hans stuttu ævi lauk. Hann vakti ógn og skelfingu. Stundum veitti hann grið en lá í vari og beið færis að læsa klónum aftur f allt of ung- an dreng til að hljóta slík örlög. Óskar átti móður sem vafði hann ást, umhyggju og hlýju, föður sem hann virti og treysti öðrum fremur. Þó að foreldrar hans hafi slitið samvistum þegar hann var níu ára gamall máttu þau hvorugt af honum sjá. Eftir skilnaðinn bjó hann þó lengst af hjá móður sinni, Lilju Guð- mundsdóttur, dagskrárstjóra hjá Ríkissjónvarpinu. Tvö ár bjó hann á heimili niínu og föður síns Jóns Grétars Óskarssonar, lífeðl- Mig langar til að minnast vin- konu minnar Guðrúnar Guð- jónsdóttur með nokkrum orðum. Henni og manni hennar Stefáni Jakobssyni kynntist ég áriðl951 á sólbjörtum sumardögum, er við hjónin dvöldum sumarfríið ásamt þeim og fleira fólki við hinn fagra stað Hítárvatn. Það voru dýrð- legir dagar sem aldrei gleymast. Ég fann það strax að við fyrstu kynni mín af Guðrúnu að þar fór mikilhæf og sérstæð kona, sem ég vildi halda áfram að þekkja og síðan höfum við ætíð haldið kunningsskap. Það hefur verið mér mikils vert gegnum árin að hafa samband við hana, það var ætíð svo fróðlegt og skemmtilegt að tala við hana, hún var lista- kona á mörgum sviðum hug- myndarík og uppörvandi. Á miðjum aldri fór hún að skrifa bækur, fyrsta bókin hennar barnabók, kom út árið 1972, síð- an komu margar fleiri barna- og unglingabækur bæði frumsamdar og þýddar, mjö góðar að mínum dómi og 2 ljóðabækur gaf hún út. Ljóðabókin „Opnir gluggar“, sem kom út árið 1976 var hennar stærsta bók og hefir hún að geyma mörg gullfalleg ljóð bæði frumsamin og þýdd og vildi ég benda þeim sem hafa gaman af ljóðum á hana. En ritdómarnir hafa að mér finnst of lítið um bækur hennar fjallað og hún var listakona á fleiri sviðum, prjónaði saumaði óf og málaði, í mörg ár vann hún að listvefnaði óf veggteppi, púða, dregla og myndir, mér er minnis- stæð mynd sem hún teiknaði af sonardóttur sinni og óf síðan í veggteppi, allt var mjög vand- virknislega gert sem hún vann við. Það mætti margt af henni ^egja í sambandi við hugmyndir á listasviðinu, en þessar línur mín- ar áttu aðeins að vera þakklætis- vottur minn fyrir góð og elskuleg kynni á leið okkar í lífinu. Eftir að við vorum báðar búnar að missa eiginmenn okkar styttum isfræðings. í Garðabæ biðu afi og amma með opinn faðm alltaf reiðubúin til að veita skjól og elsku. Minningarnar sækja á og kalla fram myndir af föður og syni. Það var yndislegt að sjá hvernig sam- band þeirra feðga þróaðist upp í nána vináttu þegar tímar liðu fram. Vináttu sem var þeim báð- um mikils virði. Grétar taldi kjark í Óskar þegar á móti blés og veitti honum styrk og öryggi. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál í íþróttum. Þrisvar í viku æfðu þeir og hlupu saman. Það voru gleði- stundir. Á eftir var sest inn í eld- hús og málin rædd lengi kvölds. Þá var oft í för Ragna Jónsdóttir unnusta Óskars frá þessum tíma. Aldrei hafði samband feðganna verið nánara, vináttan meiri og tengslin sterkari. Þá kom reiðarslagið. Jón Grét- ar dó úr heilablóðfalli 12. mars 1985. Óskar missti ekki aðeins föður heldur líka sinn besta vin. Nú er Óskar farinn líka. Eftir sitjum við harmi slegin. Hann tók sína ákvörðun og hana ber að virða. Því er oss erfitt að dœma þann dóm að dauðinn sé hryggðarefni, þó Ijósin slökkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? (Einar Ben.) Systkini hans fjögur eiga sínar góðu minningar um stóra bróður. Móður hans sem nú hefur misst sína dýrmætustu gjöf, afa og ömmu í Garðabæ - sem hann dvaldi löngum hjá og átti ómæld- ar ánægjustundir með - sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Einn- ig föðursystkinum hans Ósk og Ömari sem voru honum sem systkin alla tíð. Hvorki fjarlægð né tími lækna slíkan missi. Það er einungis hægt að læra að lifa með honum. Kristín Jónsdóttir Óskar Öm Jónsson Fœddur 9.12. 1966 - Dáinn 24.7. 1989 Þriðjudagur 1. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.