Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Samkomulag um Nicaragua og Bandaríkin Fyrir skömmu var haldið upp á tíu ára afmæli byltingar Sandinista í Nicaragua. Sú bylting hefur notið gagnrýninnar samúðar víða um heim hjá þeim sem telja sig vinstra megin við miðju í hinu pólitíska litrófi: Menn vildu sýna samstöðu með þeim sem ráku frá völdum gjörspillta einræðistjórn Somozafjölskyldunnar, um leið vildu menn ógjarna að enn ein byltingin sigldi inn í þann skammgóða vermi sem víta- hringur flokksræðisins er. Þessi afstaða hefur reynst skynsamlegri og gagnlegri vafalaust en sú fyrirvaralausa aðdáun á fjarlægum byltingum sem oft hefur gripið menn - aðdáun sem fyrr eða síðar leiðir til slæmra pólitískra timbur- manna. Margir Sandinistar hafa og gert sér sæmilega grein fyrir þeim hættum sem leynast í alræði byltingarflokks. Því er það, að þrátt fyrir einokun á stærstu fjölmiðlum og önnur tilhlauptil ritskoðunar, sem menn hafa réttlætt með borgara- stríðsástandi í landinu, þá hafa ráðamenn í Managua ekki gert sér forræði flokks síns að því trúaratriði að aðrar raddir mættu ekki heyrast í landinu. Þessi afstaða hefur svo greitt fyrir því, að loks hefur tekist að semja um að leysa upp hersveitir gagnbyltingarsinna, sem herjað hafa á Nicar- augua frá Honduras með bandarískum vopnum og á kostn- að bandarískra skattþegna. í fyrri viku gerðu forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja samkomulag þar að lútandi í Honduras. Þar með sér loks fyrir endann á ófriði sem hefur þegar kostað fimmtíu þúsundir manna lífið að sögn stjórnar Nicar- agua. Áður en af þessu yrði höfðu Sandinistar gengið frá samkomulagi við um tuttugu flokka og samtök stjórnarand- stæðinga í landinu um það, hvernig ganga skuli til almennra kosninga í landinu í febrúar á næsta ári. Með því tryggja Sandinistarstjórnarandstöðunniaðgang aðfjölmiðlum.fella niður herskyldu og fallast á alþjóðlegt eftirlit með fram- kvæmd kosninganna. Á móti kemur að stjórnarandstæðing- ar hvetja til þess að gagnbyltingarliðið verði leyst upp sem fyrst og þá fyrir væntanlegar kosningar. Það fer vitanlega ekki á milli mála hvílíkt fagnaðarefni þessi sáttagerð er. Það hyllir undir langþráðan frið í stríðs- hrjáðu landi, þeim löndum fækkar um eitt þar sem frændur berast á banaspjót - um leið og þeir reynast vera einskonar staðgenglar í heimstafli stórvelda. Og nú líður að því að bylting Sandinista geti sýnt til hvers hún dugir - það hefur verið mjög erfitt að leggja hlutlægt mat á það, sem reynt hefur verið í Nicaragua: að hve miklu leyti var bágt efna- hagsástand að kenna mistökum og miðstýringartrú Sandin- ista, og hve miklu réði það tjón sem fjandskapur Bandaríkj- anna og hernaður gagnbyltingarsveita ollu? Einn er sá aðili sem hefur beitt sér gegn því samkomulagi sem náðist í Honduras, en það erstjórn Bush Bandaríkjafor- seta. Hún mun að vísu sætta sig við orðinn hlut með semingi - en meðan hægt var reyndi hún að þæfast fyrir. Bandaríkja- stjórn vildi að kontraskæruliðar væru áfram undir vopnum í Honduras að minnsta kosti fram yfir kosningarnar í febrúar. í þeirri afstöðu kemur fram eina ferðina enn tregða ráða- manna í Washington við að hverfa frá þeim sið, að nýta til hins ýtrasta í pólitísku hagsmunaskyni þær sveitir sem þeir hafa séð fyrir vopnum. Þessi tregða kemur einnig fram í stuðningi við herstjóra í Afganistan, sem engum líkjast meir en erkiklerkum í íran, sem og í því, að enn er hinum illræmdu Rauðu khmerum haldið til streitu sem aðilum að framtíðar- stjórn í Kampútseu. Þessi fastheldni bandarískra ráða- manna á ýmis viðhorf ættuð úr köldu stríði er um þessar mundir ein alvarlegust hindrun í vegi sáttagerðar um svo- kölluð staðbundin stríð, sem hafa lifað til skamms tíma blóðugu lífi á mögnuðum fjandskap risaveldanna. Vöruskorturinn í Sovétríkjunum í fréttapistlum frá Sovétríkjum Gorbatsjov ber mest á þessum áherslum hér: glasnost, málfrels- ið, er blómlegt, en það nærist ekki af árangri perestrjokunnar, umbóta í efnahagsmálum. Pví bera m.a. vitni auðar hillur í búð- um - vöruskortur er feiknalegur, verðbólga fer ört vaxandi. Dagblaðið ízvestija birti á dög- unum fróðlegt viðtal við einn af höfundum perestrojkunnar, hag- fræðinginn Abel Aganbegjan, um það hvernig bregðast skuli við þessum vanda. f viðtalinu, sem birt er undir fyrirsögninni „Hvar á að taka þessa miljarði?“ segir Aganbegjan á þessa leið: Það má alls ekki hækka verðið á nauðsynjum (eins og margir aðrir hagfræðingar hafa mælt með í nafni markaðslögmála). Það mundi skerða verulega þau kröppu kjör sem flestir búa við. Verðbólgan er komin á þungan skrið, fólk treystirekki peningum og „flýr frá þeim“ með því að kaupa hvað sem vera skal. I raun- inni ber ríkinu skylda til að hækka verulega greiðslur til þeirra sem verst verða úti í verð- bólgunni - ellilífeyrisþega og þeirra sem hafa lágt fastakaup. Seljum húsnæði! Aganbegjan telur að um 150 miljarðir rúblna séu nú „á lausu“ - peningar sem eru að leita sér að vöru, fjármagn sem þyrfti að beina á nytsamlegar brautir í stað þess að láta það þjarma að verð- lagspólitíkinni eða leika lausum hala á svarta markaðnum. Hann leggur það til að ríkið skeri niður fjárfestingar sínar í nýjum verksmiðjum (sem hafa verið miklar á undanförnum árum og skilað sér illa) um amk. 20 %. Þetta eru um 25 miljarðir á ári. Af þeim ætti að taka tíu milj- arða og byggja fyrir húsnæði. Fyrir þessa peninga mætti byggja á ári tvær miljónir herbergja. Þessi „herbergi“ á að selja fólki með því móti, að fólk afhendir smærri íbúð og fær stærri og kaupir mismuninn. (Ekki eiga allir fyrir heilli íbúð í samvinnu- blokk en flestir geta keypt sér slfka stækkun). Með þessum við- skiptum við almenning, segir hagfræðingurinn, má „binda" um þrjátfu miljarði rúblna. Bílar og bílskúrar Þá leggur hann til að aukin verði framleiðsla bifreiða til einkanota og peningar bundnir um leið með því, að láta þá sem nú eru í biðröð eftir bflum greiða andvirði þeirra fyrirfram (gegn ríkistryggingu sem er ávísun á bif- reið). Þrjá eða fjóra miljarða af því fé sem sparast í stórum fjár- festingum vill Aganbegjan taka og byggja fyrir þá bílskúra (Það vantar núna tíu miljónir bílskúra í landinu). Þessi sala getur gefið af sér 20-30 miljarði rúblna á ári. Aganbegjan leggur og til að tugir miljarða rúblna verði bundnir með því að gera sérstakt átak til að auka framboð - fyrir hærra verð en nú, því eftirspurn er meiri en nóg - á myndbands- tækjum, símum, þjónustu sumar- dvalarstofnana, húsgögnum og svo framvegis. Tvöfalda inn- flutning neysluvöru Þá telur hagfræðingurinn nauðsynlegt að tvöfalda innflutn- ing á neysluvarningi. Eins og er nemur slíkur innflutningur um fimmtán prósentum af innflutn- ingi Sovétríkjanna, en lagt er til að hann fari upp í þrjátíu prósent. Þetta megi að vísu ekki gera með því að safna skuldum í útlöndum, þær skuldir séu þegar farnar að nálgast hættumarkið. (Þess má geta hér að enn eru erlendar skuldir Sovétríkjanna tiltölulega miklu lægri en skuldir t.d. Ung- verja og Pólverja). Þess vegna vill Aganbegjan breyta hlutföll- um í innflutningi - skera niður innflutning til dæmis á korni (hann treystir þá væntanlega fjöl- skyldubúskapnum nýja til að rétta við matvælaskortinn) og svo innflutning á ýmsum tæknibún- aði til fyrirtækja. Síðasta ráðlegg- ingin getur hljómað undarlega í landi þar sem talið er mikilvægt að hressa upp á eigin fram- leiðslukerfi. En þá er þess að gæta, að mikið af innfluttri tækni hefur ekki nýst sem skyldi í Sov- étríkjunum, meðal annars vegna þess að of mikið af stórfyrirtækj- um hefur verið í smíðum í einu, og tæknibúnaður aðfluttur kann- ski legið ónotaður eða undir skemmdum árum saman. Aganbegjan treystir ekkki sov- éska verslunarkerfinu fyrir stór- auknum innflutningi neysluvarn- ings. Þess vegna vill hann stofna mikla verslunarsamsteypu sov- éskra og erlendra fyrirtækja, sem selur sérlega eftirsóttan erlendan og sovéskan varning beint til neytenda eftir pöntunarlistum. Gerir hann ráð fýrir því að slík samsteypa gæti velt 60-80 milj- örðum rúblna á ári. Þess má geta hér að við sovéskar aðstæður er sala á innfluttum neysluvarningi, sem er lygilega dýr á svörtum markaði, afar fljótvirk aðferð til að ríkið geti krækt í þá ráðvilltu peninga sem fólkið hefur unnið sér inn og veit ekki hvað skal við gera. Ennfremur leggur hagfræðing- urinn það til, að það verði gert eftirsóknarverðara en nú að geyma fé í sparisjóðum. Þar hafa vextir verið mjög lágir, neikvæðir reýndar, svo notaður sé orða- leppur sem íslendingar kannast vel við. En nú er mælt með hærri vöxtum á reikningum, bundnum til nokkurs tíma. Mikið liggur við Abel Aganbegjan telur, að með slíkum og þvílíkum ráðstöf- unum megi gera tvennt í senn: „binda“ peninga fólksins - og skapa sjóði sem þarf til að berjast við fátæktina, fyrir kjörum þeirra sem verst fara út úr þróuninni. Hann telur að þrjátíu miljarða rúblna megi „frelsa“ til þeirra hluta á ári - og leggur þá sérstaka áherslu á nauðsyn þess að sett sé ný lög um ellilaun og lágmarks- laun hækkuð. Að lokum segir hann á þá leið í samtali sínu við blaðamann fzvestíja, að hann geri ekki tilkall til að hafa fundið svar við öllum spurningum sem á mönnum brenna. Hitt viti hann, að mikið liggi á að gerðar séu ráð- stafanir sem um munar því „að hika er sama og tapa“. Þjóðviljinn Síöumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórl: Árni Bergmann. Fróttastjórl: Lúövík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason. Siguröur Á. Friöþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. • Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð I lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askrfftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.