Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 12
'SPURNINGIN' Hvernig líst þér á nýja einkaskólann? Einar Geirsson matreiðslunemi: Mér líst vel á hann, ég held að einkaskólar séu af hinu góða. Helena Leósdóttir húsmóðir: Einkaskólann já, ég veit það eiginlega ekki. Ég hef ekki heyrt nægilega mikið um hann til að svarja því. Páll Kristinsson verkamaður: Mér líst vel á hann. Ég er hrifinn af einkaskólum, ég held aö kennsla í þeim sé betri. Auður Friðriksdóttir móðir: llla. Mér líst illa á einkaskóla vegna þess að það er ósann- gjarnt að sumir geti eytt hundrað þúsund krónum á mánuði í skóla á meðan aðrir hafa hvorki í sig né á. Bjarni Hermundarson sölumaður: Ég veit það ekki. Ekki of vel. Alla- vega ekki ef reynslan verður sú sama og hefur orðið í Tjarnar- skólanum, sem er hálfgerður nasistaskóli. Einkaskólar gætu þó verið ágætir ef mannleg sjón- armið fá að ráða í stað þeninga- legra. ÓÐVILIINN Miðvikudagur 16. ógúst 1989 139. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir heilsar upp á gesti í afmælishófi Blindrafélagsins. Mynd: Kristinn. Afmœli Blindrafélagið 50 ára Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskerta heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. í tilefni af því var forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur boðið að vera viðstödd hóf sem haldið var í húsi Blindrafélagsins við Hamra- hlíð nýlega. Vigdís var beðin um að aflienda félaginu frumgerð „Gullna þríkrossins“, sem er hannaður af Ásgeiri Gunnarssyni og hefur verið blessaður af Jó- hannesi Páli páfa og biskupi ís- lands. Gullni þríkrossinn verður seldur um allan heim til styrktar blindum á Islandi. í tilefni af afmælinu hefur verið unnið mikið átak í endurbótum á húsi félagsins og gert hefur verið við steypuskemmdir í eldri álmu hússins, málað og skipt um gler. Einnig hefur verið sett upp brunavarnarkerfi sem verður beintengt við slökkvistöð Reykjavíkur. Blindrafélagið fjármagnar starfsemi sína með happdrætti sem er dregið í tvisvar á ári og nú er verið að selja miða í afmælishappdrætti félagsins sem verður dregið í á afmælisdaginn 19. ágúst. Blindrafélagið er með margvís- lega starfsemi á sínum snærum og má þar nefna burstagerð, körfu- gerð og hljóðbókagerð sem gefur út fréttasnældu og tíðindi á blindraletri. Félagslíf er líka fjöl- breytt og opið hús er fyrir blinda og sjónskerta annan hvern fimmtudag yfir vetrartímann, en einnig eru kvöldskemmtanir af og til, árshátíð, jólaskemmtun og farið í hópferðir. Blindrafélagið leigir félagsmönnum sínum gestaherbergi, íbúðir og atvinnu- húsnæði. Innan félagsins eru starfandi Æskulýðsdeild og sjálf- stætt foreldrafélag blindra og sjónskertra. Hagsmunamál Blindrafélagið vinnur að hagsmunamálum blindra og sjón- skertra og heldur fjölbreytileg námskeið m.a. fyrir nýblinda og fjölskyldur þeirra og blindraráð- gjafi útvegar og selur hjálpartæki og veitir félagslega þjónustu. Hjá Blindrafélaginu er líka rekin Sjónstöð og þar fer fram þjálfun og endurhæfing blindra og sjón- skertra af öllu landinu. I Sjón- stöðinni fer fram augnskoðun og kennsla í umferli, m.a. notkun hvíta stafsins. Hvíti stafurinn Blindir og sjónskertir leggja áherslu á að sjáandi menn séu eðlilegir í umgengni við þá og séu hvorki úr hófi forvitnir né vand- ræðalegir. Pað á að tala við þá sjálfa, ekki fylgdarmenn þeirra og það þarf ekki að brýna raust- ina, þeir heyra flestir ágætlega. Hvíti stafurinn er eitt mikilvæg- asta hjálpartæki blindra og sjón- skertra og aldrei verður nægilega brýnt fyrir ökumönnum og öðr- um vegfarendum að sýna þeim sem nota hvíta stafinn fyllstu til- litssemi og að bjóða þeim aðstoð þegar þurfa þykir. Blindir grípa til ýmissa ráða til að bjarga sér. Sagan segir af ein- um blindum manni sem kom inn í stórmarkað. Honum fannst sér vera lítið sinnt og greip hann því til þess ráðs að taka í hnakka- drambið á blindrahundinum sín- um og sveifla honum í kringum sig. Verslunarstjórinn gekk þá snarlega til hans og spurði með þjósti hvað gengi á. Blindi mað- urinn svaraði því til að hann væri að líta í kringum sig! ns. Vigdís Finnbogadóttir afhendir Ragnari Magnússyni formanni Blindrafélagsins Gullna Þríkrossinn. Mynd: Kristinn. Stjórn Blindrafélagsins skipa Gísli Helgason, Ragnar Magnússon, Sverrir Karlsson, Halldór S. Rafnar, Gréta Haraldsdóttir og Ágústa Eir Gunnarsdóttir, en hún er ekki á myndinni. Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.