Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR BygRÍnRavöruverslun Innlendir heildsalar sniðgengnir Imörgum tilfellum hagkvœmara aðflytja evrópskar vörur innfrá Bandaríkjunum en að skipta við innlenda umboðs- og heildsala. Heildsöluálagningin oft hœrri en smásöluálagningin Að undanförnu hefur það færst í vöxt að smásöluverslunin flytji inn sínar vöru beint frá framleiðanda, eða umboðsaðila erlendis í stað þess að versla við innlenda umboðs- og heildversl- Möguleikar íslendinga á að komast í úrslit heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu minnkuðu verulega þegar Austurríki bar sigur úr býtum í viðureign þjóðanna í Salzburg í gær. Eftir þennan leik hefur Is- land enn fjögur stig í 3. riðli unda- nkeppninnar en Aústurríki hefur náð sex stigum og Tyrkland fimm. Þessar þjóðir berjast um 2. sætið í riðlinum sem gefur þátt- tökurétt í úrslitakeppninni á Ital- íu, en Sovétmenn þykja líklegir til að hreppa 1. sætið. Leikurinn í gær var opinn og fjörugur, en talsverð harka leik- manna beggja liða setti nokkurn svip á leikinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Pfeiffenberger að skora fyrir heimamenn þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Varla höfðu starfsmenn austurríska sjón- varpsins lokið við að endursýna markið þegar Ragnar Margeirs- son jafnaði metin með glæsilegu skoti frá vítateig. Eftir markið héldu bæði lið áfram að sækja á víxl en um miðj- an hálfleikinn skoraði Zsak ann- að mark Austurríkis. Markið skoraði hann af löngu færi og hefði annars mjög góður mark- vörður íslendinga, Bjarni Sig- urðsson, máske varið skot hans un. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur einkum kveðið rammt að þessu í sölu byggingavöru. Að sögn viðmælenda Þjóðviljans í byggingavöruversluninni stafar þetta sumpart af aukinni og harð- með aðeins betri staðsetningu. íslendingar héldu knettinum ívið meira það sem eftir var leiks en fengu þó ekki góð færi á að jafna á ný. íslendingar léku oft ágætlega í þessum leik og voru ekki langt frá því að ná öðru stiginu. Sigur Austurríkis var þó ekki ýkja ó- sanngjarn en segja má að ísland hefði átt tvö stig fyllilega skilin í tveimur leikjum þjóðanna en ekki aðeins eitt. Ragnar Mar- geirsson og Sigurður Grétarsson léku mjög vel í þessum leik, eins og reyndar flestir íslendinganna, og verður að teljast furðuleg ákvörðun að skipta Ragnari útaf þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka. Eftirtaldir leikir eru nú eftir í 3. riðli: Ísland-A-Þýskaland 6.9 Austurríki-Sovétríkin 6.9 Ísland-Tyrkland 20.9 A-Þýskaland-Sovétríkin 7.10 Tyrkland-Austurríki 25.10 Sovétríkin-Tyrkland 8.11 Austurríki-A-Þýskaland 15.11 Staðan í riðlinum er nú þannig: Sovétríkin.............5 3 2 0 8-2 8 Austurríki........... 5 2 2 1 6-6 6 Tyrkland...............5 2 1 2 8-6 5 Island............... 6 0 4 2 4-7 4 A-Þýskaland............5 1 1 3 4-9 3 þóm ari samkeppni smásöluaðila og hins vegar strangara verðlagseft- irliti. Að sögn Harðar Sigfússonar hjá Húsasmiðjunni, flytur fyrir- Ragnar Margeirsson skoraði mark fyrir ísland en það dugði ekki til. tækið inn töíuvert magn evr- ópskrar framleiðsluvöru frá Bandaríkjunum, í stað þess að skipta við umboðs- og heildsala hér á landi. - Bandarískir innflytjendur flytja inn svo gífurlegt magn að innkaupsskostnaður er miklu lægri heldur en við eigum að venjast hér á landi. Þetta gerir það að verkum að við getum fengið vöruna ódýrari með því að kaupa hana inn frá bandarískum aðila en að skipta við umboðsað- ila hér heima. í sumum tilfell- um er jafnvel ódýrara að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum en að kaupa þær beint frá fram- leiðanda hér í Evrópu, sagði Hörður. Ýmsir þeir aðilar sem tengjast byggingavöruverslun, tjáðu blað- inu að heildsöluálagning hér heima væri oft á tíðum óþarflega há, sem mætti beinlínis rekja til þess að umboðs- og heildsalar væru alltof margir og smáir. Þannig væri heildsöluálagningin í sumum tilfellum mun hærri en smásöluálgningin. Verslunarstjóri byggingavöru- verslunar á höfuðborgarsvæðinu, sem Þjóðviljinn ræddi við, sagði að í kjölfar samdráttar í bygging- avöruverslun að undanförnu, væru jafnvel brögð að því að verslanir slægju sér saman og keyptu inn beint frá fram- leiðanda, í stað þess að versla við umboðs- og heildverslunina. Þær losnuðu um leið við óþarfa milli- lið og héldu þannig verðlaginu niðri. -rk Málrœkt Móðurmálsátak Fjölbreytt dagskrá um móð- urmálskennslu og tengsl hennar við aðrar námsgreinar, verður haldin dagana 28.-30. ágúst. Dag- skráin er ætluð þeim sem annast máluppcldi ungra barna og þeirra sem sinna íslenskukennslu f grunn- og framhaldsskólum. Fyrir hádegi þessa daga verða fluttir fyrirlestrar í Kennarahá- skóla íslands um ýmis svið móð- urmálsins, s.s. mælt mál, ritun, málþroska ungra barna, móður- málið og kvikmyndir, uppeldi, listir og boðskipti, börn og bækur, þjóðfræði og um landið, málið og söguna. A mánudeginum mun Guð- mundur B. Kristmundsson lektor fjalla um Málræktarátakið og Móðurmálsviku, Pétur Gunnars- son rithöfundur fjallar um það Að orða hlutina og Hrafnhildur Ragnarsdóttir Iektor fjallar um málþroska 6-9 ára barna. Á þriðjudeginum fjallar Páll Skúla- son prófessor um uppeldi, listir og boðskipti, Þráinn Bertelsson um íslensku og kvikmyndir og Margrét Pálsdóttir kennari um mælt mál. Á miðvikudeginum talar Jónína Friðfinnsdóttir skólasafnsráðgjafi um börn og bækur, Helgi Skúli Kjartansson lektor um landið, málið og sög- una og Ögmundur Helgason handritavörður um þjóðfræði. Eftir hádegi þessa daga geta þátttakendur svo valið um fjóra fræðslu-/vinnufundi, sem verða haldnir í Æfingaskóla KHÍ, Kennaraháskólanum og í Kennslumiðstöð Námsgagnast- ofnunar. Þeir fundir verða um efni sem tengjast fyrirlestrunum. Dagskráin hefst kl. 9.00 alla dagana og stendur til kl. 16.00. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir og ekki þarf að til- kynna þátttöku. ns. Fótbolti ttalía úr sögunni? Austurríki marði sigurgegn íslandi og stendur nú með pálmann í höndunum Upplysingahandbok um Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gefið út upplýsingahandbók sem ætlað er að gefa íbúum Reykjavíkur glögga innsýn í rekstur og stjórnkerfi borgarinnar auk þess að skilgreina hver svarar hverju um hina ýmsu málaflokka og rekstrarþætti borgarinnar. Bókin er prentuð í 40.000 eintökum og verður henni dreift inn á öll heim- ili í Reykjavík. Meðal efnisþátta bókarinnar má nefna Embætti, ráð og nefndir, Félags- og heilbrigðismál, Fræðslu- og skólamál, Menningar-, íþrótta- og tómstundamál, Skipulags- og umhverfismál, Tækni- og rekstr- armál, Veitustofnanir, Ýmsar upplýsingar og símaskrá. Jarðfræði og eldvirkni á íslandi Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudaginn24. ágúst,um jarð- fræði og eldvirkni á íslandi. Er þetta síðasti fyrirlesturinn í „Opnu húsi“ Norræna hússins í sumar. Ari flytur mál sitt á norsku og eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin Eldur í Heimaey og er hún með norsku tali. í anddyri hússins stendur yfir sýning um Vestmannaeyjar er lýsir jarðeldunum í Heimaey og myndun Surtseyjar. Á laugardag 26. ágúst verður síðasti fyrirlestur Borgþórs Kjærnested fyrir nor- ræna ferðamenn um ísland. Kl. 17 mælir Borþór á sænska tungu en kl. 18 á finnska. Aðgangur er ókeypis á þessa fyrirlestra. Samráðsfundur staðalstofnana Vinnuhópur á vegum staðal- stofnana á Norðurlöndunum mun halda samráðsfund á íslandi dagana 28.-29. ágúst. Megin- verkefni fundarins verður að bera saman bækur þessara landa um uppbyggingu gæðakerfa og vottun, en hjá nágrannaþjóðum okkar hefur átt sér stað ör þróun á sviði gæðastjórnunar, ekki síst í tengslum við aðlögun ríkja Evr- ópubandalagsins að sameigin- legum innri markaði. Fyrirtæki hafa tekið upp gæðastjórnun f samræmi við alþjóðlega staðla um gæðakerfi. Fylgi fyrirtæki þeim stöðlum getur það fengið vottun, þ.e. staðfestingu á því að gæðakerfið standist kröfur stað- alsins. í tengslum við vinnufund- inn verður haldin ráðstefna á veg- um Staðalráðs íslands um hag ís- lenskra fyrirtækja af því að taka upp gæðastjórnun og gæðavott- un. Ráðstefnan verður í Borgar- túni 6 og hefst kl. 13. Ráðstefnan er öllum opin en skráning þátt- takenda fer fram hjá staðaldeild Iðntæknistofnunar í síma 687000 og lýkur fyrir hádegi í dag, fimmtudag 24. ágúst. Bílanaust - rallý Dagana 1.-3. september verður haldið Bílanaust-rallý 1989. Keppnin hefst við Bílanaust, Borgartúni 26, föstudaginn 1. september kl. 11.30 og lýkur á sama stað kl. 13 sunnudaginn 3. september. Keppnin er alþjóðleg og eru eknir 1.275 kflómetrar, þar af 465 á sérleiðum. Fjórar er- lendar og nokkrar innlendar áhafnir hafa skráð sig til keppni. Keppnin gefur stig til íslands- meistaratitils öku- og aðstoðar- manna og einnig til Bikarmeist- arakeppni Bflgreinasambands- ins. Upplýsingar eru veittar í síma 73234 á kvöldin. Framtíð jafn- aðarflokkanna Vetrarstarf Birtingar hefst með opnum fundi um stöðu íslenskra og erlendra vinstriflokka, reynslu þeirra og nýjar hugmyndir. Fundurinn verður á Gauki á Stöng laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 14. Yfirskrift fundarins er „Eru jafnaðarmannaflokkar að geispa golunni?" Framsöguer- indi flytja Einar Karl Haraldsson ritstjóri Nordisk Kontakt, Einar Heimisson sagnfræðinemi og Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði. Eftir framsögu- erindin verða almennar um- ræður. Fundarstjóri er Martgrét S. Björnsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur. Samstarf um hálendið Ríkisstjórnin hefur ákveðið að þrjú ráðuneyti hafi samstarf um eftirlit og þjónustu við ferða- menn sem ferðast um hálendi ís- lands. Ráðuneytin eru dóms- mála-, samgöngu- og mennta- málaráðuneytið. Náttúruvernd- arráð mun annast þetta samstarf fyrir hönd menntamálaráðuneyt- isins og er stefnt að því að tillögur um eftirlit og þjónustu liggi fyrir í tæka tíð fyrir næsta sumar. Dýrari Lottomiðar Eftir næstu helgi verður dýrara að kaupa lottómiða. Verðið á þeim mun hækka úr 30 kr. röðin í 35 kr. eða um 16,67%. Þetta hef- ur í för með sér að vinningar hækka. Ef vinningsupphæðin væri td. 6 miljónir fyrir hækkun yrði hún 7 miljónir eftir hækkun og fyrsti vinningur myndi þá hækka úr 2.760.000 kr. f 3.220.000 kr. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.