Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR 50 ára afmæli alræmds griðasáttmála Tvær miljónir Balta í mótmælakeðju Igær voru 50 ár liðin frá undir- ritun alræmds griðasáttmála þáverandi valdhafa Þýskalands og Sovétríkjanna, þeirra Hitlers og Stalins. Samkvæmt leynigrein í sáttmálanum skyldu baltnesku lýðveldin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, teljast sovéskt áhrifa- svæði, og í skjóli þess samkomu- lags innlimaði Stalín síðan lönd þessi. í baltnesku löndunum var af- mælis sáttmálans minnst með því að mynda keðju fólks, sem helst í hendur, og var ætlast til að keðj- an næði í gegnum löndin þrjú frá Kirjálabotni í norðrí til landa- mæra Litháens og Hvítarússlands í suðri. Búist var við þátttöku hundruðþúsunda manna og ef til vill allt að tveggja miljóna í þess- Fyrirhugað að keðjan yrði óslitinfrá Kirjálabotni til Hvíta- rússlands. Sajudis krefst nær algers sjálfstœðis fyrir Litháen ari mótmælaaðgerð, sem talin er vera sú djarflegasta í baltnesku löndunum frá því að sjálfstjórn- arhreyfingar tóku að láta að sér kveða þar. í Riga, höfuðborg Lettlands, sem er einskonar miðdepill keðj- unnar, söng fólk lettneska þjóð- sönginn frá sjálfstæðistímanum, er það byrjaði að safnast saman. Samkvæmt fyrstu fréttum af að- gerðum þessum fóru þær fram af fyllstu friðsemd. Lögreglumenn fylgdust með mótmælafólki úr fjarlægð, en skiptu sér ekki af því. í fyrradag samþykkti Seymas, 220 manna stjórnarráð litháísku Póllandsþing ógildir sáttmála Pólska þingið samþykkti í gær í einu hljóði fordæmingu á griða- sáttmála Þýskalands og Sovétr- íkjanna, gerðum fyrir 50 árum, og lýsti því jafnframt yfir að sátt- málinn væri ógildur, enda fæli hann í sér brot á alþjóðalögum. Yfir 100af460þingmönnumvoru' fjarstaddir atkvæðagreiðsluna. í fyrradag fordæmdi pólski kommúnistaflokkurinn sáttmál- ann, en í honum var ákveðin fjórða sundurskipting Póllands. alþýðuhreyfingarinnar Sajudis, tillögu þess efnis að ráðið skyldi vinna að stofnun litháísks ríkis, sem yrði óháð Sovétríkjunum í stjórn- og menningarmálum og stjórnsýslu. Af hálfu Sajudis er þó borið á móti því, að með þessu sé verið að lýsa því yfir, að Lithá- ar stefni að því að segja sig úr Sovétríkjunum. En forustumenn sjálfstjórnar- og grasrótarhreyf- inga í lýðveldunum þremur hafa látið í ljós, að þeir líti svo á að innlimun landanna í Sovétríkin, sem framkvæmd var í framhaldi af sáttmála einræðisherranna, sé ógild. Sovéska stjórnin hefur nú við- urkennt að umrædd leynigrein í sáttmáianum hafi verið til og jafnframt lýst því yfir, að sáttmál- inn í heild sinni hafi fallið úr gildi með innrás Þjóðverja í Sovétrík- in 1941. Hinsvegar vill sovéska stjórnin ekki viðurkenna annað en að innlimun landanna þriggja í Sovétríkin sé í fullu gildi, en opin- berlega var látið svo heita að rík- in þrjú hefðu sótt um inngöngu Kína Deng farínn að heiisu og virðingu Valdhafar í herferð gegn vestrœnum þankagangi og spillingu Ayfírborðinu er allt njeð kyrr- um kjörum í Kína. I lok maí og í júní kvöddu valdhafar um 250.000 manna herlið til Peking, og eftir þeim liðsfjölda að dæma hafa þeir litið svo á, að þorri höf- uðborgarbúa væri kominn í upp- reisn gegn þeim eða að minnsta kosti á leið til þess. Nú er talið að aðeins sé eftir í borginni um 25.000 manna herlið. Ætlan margra er þó að hinir hafi ekki farið langt. Samkvæmt sumum heimildum er mikill her ennþá í stöðvum hringinn í kring- um Peking, svo að kalla má að yfirhöfðingjar Kínaveldis hafi höfuðborg sína enn í einskonar umsátri. Og í borginni sjálfri eru hermenn hvarvetna á verði á stöðum sem taldir eru öðrum fremur hernaðarlega mikilvægir. Enn heyrast skothvellir Andspyrnan gegn valdhöfum virðist að mestu hafa verið brotin á bak aftur. Opinberlega hefur verið skýrt svo frá að um 2000 „gagnbyltingarmenn" hafi verið handteknir, en samkvæmt óopin- berum heimildum nemur tala handtekinna tugum þúsunda. Og þrátt fyrir kyrrðina á yfirborðinu heyrast enn á næturþeli af og til skothvellir víðsvegar í höfuð- borginni. Óvíst er hvort þar eru að verki hermenn, skjótandi á einhverja sem að þeirra mati eru grunsamlegir, eða andófsmenn sem skjóta á hermenn, nema hvorttveggja sé. Vesturlanda- menn kunnugir í landinu hafa og frétt, að einhver brögð séu að því að hermenn hafi fundist drepnir á varðstöðvum sínum í Peking, gjaman kyrktir. Af stjómvalda hálfu er í gangi herferð mikil gegn „borgaralegri frjálshyggju," en með því er átt við vestræn áhrif almennt. Aldrei fyrr í óralangri Kínasögunni hef- ur komið fram svo áköf aðdáun á erlendri menningu, eins og sú gífurlega hrifning af öllu vest- rænu, er einkenndi lýðræðis- hreyfinguna í vor. Táknrænt fyrir þann anda var líkan það af frelsis- styttunni í New York, sem stúd- entar drógu til Himinsfriðartorgs og stilltu upp augliti til auglitis við mynd mikla af Maó formanni, sem þar er til staðar. Þetta frelsis- goð stúdenta hafði meira að segja andlitsdrætti evrópída. Ætla má að elstu kynslóðinni í Flokknum, gagnsýrðum af hefðbundinni kín- verskri þjóðernis- ef ekki beinlín- is kynþáttarhyggju ekki síður en marxlenínisma, hafi komið þetta fyrir sjónir sem óþolandi ögmn. Kant og Freud í banni Áðurnefnd herferð er einkum tvenns eðlis. Annarsvegar er spjótunum beint beinlínis gegn vestrænum áhrifum á hugsunar- hátt, stundum með heldur bros- legri útkomu, eins og þegar rit- verk t.d. Immanuels Kant, Frie- drichs Nietzsche, Jean-Pauls Sartre og Sigmunds Freud era úr- skurðuð háskaleg sálnaheill Kín- verja og bönnuð. Jafnframt er stóraukin áhersla lögð á að innræta námsmönnum hug- myndafræði kommúnistaflokks- ins. Háskólar og menntaskólar eru undir sérlega ströngu eftirliti. Námsmönnum í menntaskólum verður í haust fækkað nokkuð frá því sem var á síðasta námsmiss- eri, og færri nýstúdentum verður í haust sleppt inn í Pekingháskóla en í upphafi s.l. vormisseris. Þessar ráðstafanir bera vott um djúpan ótta valdhafa við skóla- æskuna, sem þeir með réttu líta á sem þungamiðju andstöðunnar. En ef af veralegmm samdrætti skólakerfisins verður, er líklegt að undangenginni þjóðarat- kvæðagreiðslu og samþykktum þinga sinna. 1 Moskvu safnaðist lítill hópur manna saman til að láta í ljós samúð með Böltum, en sérþjálf- uð lögregla dreifði því fólki af hörku. Reuter/-dþ. Kúrdar Þing í útlegð fyrirtiugað Verður sett er tvö ár verða liðinfrá eiturgasmorðun- um í Halabja *||“ alsmaður kúrdneskra sjálf- stöðvum Sameinuðu þjóðanna, sagði fréttamönnum í gær að í undirbúningi væri að stofna kúrdneskt þing í útlegð. Þingi þessu, sem fyrirhugað væri að kæmi f fyrsta sinn saman ein- hversstaðar f Evrópu í mars n.k.., væri ætlað að mynda kúr- dneska ríkisstjórn, er að sjálf- sögðu yrði einnig að starfa í út- legð. Líkur benda til að Kúrdar hafí í þessu sambandi fyrirmynd- ir frá Palestínumönnum f huga. Talsmaðurinn, Salah Jmor að nafni, sagði við þetta tækifæri að ofsóknirnar gegn Kúrdum væru nú komnar á það stig, að líkja mætti kjöram þeirra við aðstæður gyðinga í heimsstyrjöldinni síðari. Hann kvað ennfremur um 30 kúrdneska lögfræðinga hafa hist í Lundúnum um síðustu helgi til að ræða langtímaáætiun um stofnun sjálfstæðs kúrdnesks ríkis. Hefðu lögmönnunum bor- ist stuðningsyfirlýsingar frá Kúrdum í sovétlýðveldunum Armeníu og Aserbædsjan. Þorri Kúrda býr sem kunnugt er í Tyrk- landi, fran, írak og Sýrlandi. Ætlunin er að hið fyrirhugaða þing þeirra komi saman 17. mars n.k., en þá verða tvö ár liðin frá fjöldamorðunum í Halabja í ír- aska Kúrdistan, er íraski herinn varpaði eiturgassprengjum á borgina og byggðir þar í grennd. Fórust þá um 5000 manns. Reuter/-dþ. Deng - búist við ókyrrð er hann fellur frá. að það hafi lamandi áhrif á fram- þróun risaþjóðfélags þessa er til lengdar lætur, í svo sárri þörf sem það er fyrir menntað fólk. Þá er Flokkurinn farinn að dusta rykið af slagorðum Maós- tímans um ósérhlífni í starfi og íburðarleysi í lifnaðarháttum. Ritum Dengs Xiao-ping er all- mjög haldið að fólki og hann hylltur sem mikill leiðtogi á ýms- an annan hátt. En ef marka má svör þeirra Kínverja, sem enn þora að ansa erlendum frétta- mönnum, er virðing þess gamla, sem nú hefur náð 85 ára aldri, á förum. Þar að auki er hann farinn að heilsu og að sumra sögn sljór orðinn fyrir aldurs sakir. Eigi að síður virðist Flokkurinn ekki telja sig geta án hans verið sem sameiningartákns. Það sýnir ef til vill betur en nokkuð annað að þar eru menn tvílráðir og óvissir um hvað til bragðs skuli taka í náinni framtíð. Margir búast við valda- baráttu og ókyrrð á ný er Deng fellur frá. Hinn aðalliður áminnstrar herferðar kínverskra valdhafa beinist gegn spillingu. Ráðamenn í stórfýrirtækjum og flokks- broddar, sem undanfarin ár hafa auðgað sjálfa sig gríðarlega með refjum og klækjum, eru nú teknir ómjúklega á beinið og sumir dæmdir af iífi. Óánægja út af spillingu var eitt af því, sem hleypti lýðræðishreyfingunni af stað, og með því að sýna af sér rögg við að uppræta þann ósóma gera valdhafar sér efalaust vonir um að endurvinna að einhverju marki traust þeirra mörgu, sem nú hlýða þeim fyrst og fremst af því að þeir þora ekki annað. dþ. FRAMKVÆMDASTJORI ■BBBB LANDSBANKA ISLANDS Landsbréf bf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum Um starf framkvœmdastjóra. Umsœkjandi þatf að hafa viðskiptafrœði-, hagfrœði- eða aðra sambœrilega menntun. Frumkvæði ogsjálfstœði í starfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri stötf berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á: Stjóm Landsbreja hf, c/o Landsbanki íslands, Austurstrœti 11, 3■ hœð, Pósthólf 170, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjórar. Verðbréfamarkaður Landsbankans Flmmtudagur 24. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.