Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 4
I þJÓÐVILJIHN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ viðskipti Áhugamenn um niöurskurö landbúnaðar hafa látið til sín heyra og kveður þar við gamalkunnan tón: Þjóðin styrkir bændur um miljarða króna, langt umfram getu. Bændur eins og aðrir verða að sætta sig við að skipta um vinnu, því ekki verður hjá því komist að hætta framleiðslu á rándýrum landbúnaðarafurðum og flytja inn aðrar. ódýrari í staðinn. Vissulega rennur mikið fé úr sameiginlegum sjóðum til landbúnaðarmála og ekki er nema eðlilegt að reynt sé að spara á því sviði sem öðrum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr hafa bændur fest óhemju fé í húsum og tækjum á undanförnum árum og afköst og þekking í atvinnugreininni hafa stóraukist. Bændur geta þó ekki búist við að neytendur hafi til frambúðar þolinmæði til að gera hvort tveggja: greiða hátt verð fyrir beint úr buddunni og að verja verulegum skattpeningum til að halda verðinu niðri. Landbúnaðarstefna og samningar ríkis við bændur hljóta því að miðast við aukna hagkvæmni og þar með væntanlega lægra vöruverð til neytenda. Hér er sleginn varnagli, þar sem svo virðist sem neytendur hafi um árabil mátt sæta óeðlilega háum miililiðakostn- aði. Það eitt að lækka framleiðslukostnaðinn er skammgóður vermir ef ekki tekst að draga úr kostnaði við að koma vörunni yfir búðarborðið. Hver sú þjóð, sem ekki hefur bolmagn til að sjá sér fyrir stærstum hluta af brýnustu nauðsynjum býr ekki við fullkomið sjálfstæði. Þegar íslendingar ákveða að verja talsverðu fé til að tryggja að búskapur fái þrifist í landinu eru þeir því ekki eingöngu að hjálpa bændum til að komast af. Þeir eru að renna styrkari stoðum undir eigið sjálfstæði og þeir eru að skapa sér samningsað- stöðu á alþjóðlegum vettvangi. Við eigum fyrir höndum langt sambýli við Evrópu- bandalagið og erum í þeirri aðstöðu að geta boðið bandalagsbúum góðan fisk. Við fáum hátt verð fyrir afurðirnar af þeirri einföldu ástæðu að Evrópubúar hafa sjálfir ekki aðstöðu til að framleiða jafn góða vöru. Evrópubandalagið mun alltaf reyna að fá fiskinn á svo hagstæðu verði sem það getur. Það er því mikilvægur liður í viðskiptalegri aðstöðu okkar að geta boðið vöru sem íbúa bandalagsins vantar. Enda þótt nú sé hægt að fá landbúnaðarvörur á hlægilegu verði niður í Evr- ópu er ekki eins víst að við ættum slíka kosti ef við gætum ekki sagt: Við þurfum ekki á þessum vörum að halda, við búum þær til sjálf. Og hver getur tryggt að Evrópubandalagið tengi ekki saman lágt verð á land- búnaðarafurðum hjá sér og kröfur um lægra verð á fiski frá okkur? íslenskur landbúnaður er ekki til fyrir bændur og búalið eingöngu. Nýjar kynslóðir þéttbýlisbúa munu ekki hafa sömu tengsl við landbúnað og dreifðar byggðir eins og þær sem nú eru á miðjum aldri eða eldri. íframtíðinni er hætt við að lítið þýði að bjóða upp á tal um byggðastefnu og hugsjónir um sveitalíf. Eina raunhæfa leið bænda og stjórnvalda til að mæta slíkum viðhorfum er því að treysta landbúnaðinn til að fram- leiða úrvals vöru á viðráðanlegu verði, því hinar sömu kynslóðir munu ekki aðeins spyrja um verð, heldur ekki síður um gæði. hágé. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22.-AGÚST 1989 „Hámemiingin“ flæð- [ir um Kjarvalsstaði I eftir Guðmund I Guðmundnrson „Hámenning listsköpunar sam I tímans og síðustu áratuga" er sögð hafa haldið innreið sína á Kjarvals- staði um þessar mundir. Einstakt tækifæri til að sjá „Ber íslcndingum brýna nauðsyn til að stunda þetta alþjóðlega „hámenningar“-snobb i poppmyndlist?" að kynnast „hámenningu nútímalist- ar“, minntist hann á að það væri spennandi að geta sýnt þessi verk á íslandi. Það er þó vissulega þakkarvert að helmingurinn af hámenningunni skuli enn hvfla í friði í Epinal! Skemmst frá að segja skýldi mað- ur halda að mörg verkin á þessari 'nincnj væru fenedn frá treðveikra- Guðmundur Guðmundarson y V.otl' Allt á sínum stað Stundum fyllist ég fögnuði við að lesa Morgunblaðið. Það er þegar ég finn að þar er allt á sín- um stað. Og hvar væri þessi þátt- ur án Moggans? í hverfulum heimi er það ómetanlegt að vita af tilvist hornsteina borgaralegra gilda á borð við Morgunblaðið. Þá fyllist ég innri ró og þakka mínum sæla. Eins og ég hef gert í þessari viku við lestur á greinum og les- endabréfum um sýningu á nú- tímamyndlist sem staðið hefur að Kjarvalsstöðum. Þar reið á vaðið kunnur menningarvinur, Guð- mundur Guðmundarson fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, en hann sló fyrst fyrir alvöru í gegn þegar hann birti hverja ádrepuna á fætur annarri um sorpritið Ljóðaárbók 1988. Þar afhjúpaði Guðmundur svo lengi verður eftir munað forkastanlegt dekur sjálfskipaðra menningarpáfa við leirburðarmenn og bögubósa sem vaða uppi og kenna sig við ljóðlist. Hrífandi ruslahaugar Nú er Guðmundur á öðrum miðum þótt enn sé það hámenn- ingin sem er í húfi. Hann gerði nefnilega þau reginmistök að taka mark á leiðara Morgun- blaðsins. Þar mátti lesa að á Kjar- valsstöðum væri boðið upp á „hámenningu nútímalistar". Guðmundur fór á staðinn, en hví- lík vonbrigði! „Skemmst frá að segja skyldi maður halda að mörg verkin á þessari sýningu væru fengin frá geðveikrahæli og ætluð til styrkt- ar góðu málefni!“ En Guðmundur keypti sér sýn- ingarskrá og sá þar að hinn armi þrjótur Gunnar B. Kvaran list- ráðunautur lagði blessun sína yfir „margslungin og sjónrænt hríf- andi listaverk" sýningarinnar. En útskýringar listfræðingsins duga skammt þegar Guðmundur á í hlut: „Mér þykir ákaflega leitt að mín skilningarvit og því miður fjölda annarra eru ekki burðugri en svo, að við höfum alls ekki innbyggðan móttakara, sem get- ur melt ruslahaugana á Kjarvals- stöðum, sem hámenningar- veislu!“ Skítugt drasl en dýrt Guðmundur er sér þess fylli- lega meðvitaður að ekki muni all- ir fagna þessum skrifum hans: „Til þess að réttlæta þessa árás mína á hámenninguna, þá hlýt ég að minnast á nokkur listaverk af handahófi: Meistaraverk Tony Crags eru saman safn af allskonar drasli úr geymslunni eða bíl- skúrnum (nema hvorttveggja sé) ... Þessu rusli er raðað saman eftir stærð á gólfið og hámennt- aðir listfræðingar um víða veröld meta þetta skítuga drasl (sem varla þolir flutning) á tugi milj- óna! Hvílík dásemd!! Ef almenn- ingur tæki listfræðingana alvar- lega myndu menn fjölmenna á öskuhaugana til að komast í til- finningalega útgeislun og ilmandi snertingu við heimsmenning- una. Alvöru taða En þótt listin sé víðsfjarri ruslahrúgunum á gólfi Kjarvalss- taða þessa daga fór ekki hjá því að sýningargripirnir vektu ýmis hugrenningatengsl í höfði fram- kvæmdastjórans. Til dæmis verk ítalans Truciolo sem gert var á árunum 1967-69 en það saman- stendur af heysátu á stól með mjóu neonljósi. „Hversvegna það tók þrjú ár að sameina þetta drasl skil ég heldur ekki. Hinsvegar er ljóst af ítölsku listaverkunum að Súmar- arnir hér heima hafa verið á handfæraveiðum niður á Ítalíu. Heysátan þeirra var þó úr ilm- andi töðu!! Eru ljósaskilti eitthvað, sem við þurfum að fara á listsýningu til að skoða? Tvö slík er að finna á Kjarvalsstöðum og finnst mér mörg önnur, sem ég hef séð, mun áhugaverðari.“ Skotið í allar áttir Undir lokin tekur Guðmundur sér fyrir hendur að svara ýmsu bulli sem haft er eftir safnstjóran- um frá Epinal í sýningarskrá. Og fá þar ýmsir skot: ,,„Að mála sig út í horn“. Eitthvað þykist ég kannast við þann sjúkdóm úr abstrakt- listinni. Þar hafa óumdeildir lista- menn lífs og liðnir lent í því að vera að mála sömu mótívin ára- tugum saman. Það er talið að okkur sé mikill fengur að þessari sýningu en þá kemur mér í hug okkar nýja og fagra „Listasafn ís- lands“. Lét það sigekki hafaþaðí vor að fórna aðalsýningarsalnum undir þessa ömurlegu „list“. ... E.t.v. var þetta einskonar for- leikur að „hámenningunni", sem „okkar menn“ virðast hafa gleypt hráa, eftir þessari sýningu að dæma. Á báðum þessum sýning- um hafði ég á tilfinningunni að reynt sé að pranga inn á mann svikinni vöru. Reynt er að blekkja fólk inn á sýningarnar með skrumi um hámenningu, sem virðist flestum ómenning eða bara della. Nema þessi barnalegi „sandkassaleikur" sé ætlaður list- fræðingum og hámenningarvit- um.“ Framtíð list- fræðinga tryggð Ja, ljótt er ef satt er að há- menningarfól séu að plata sak- lausa framkvæmdastjóra til að horfa á ruslahauga og taka pen- ing af þeim fyrir. Og það er ekki bara Guðmundur sem ber sig upp undan þessum ósköpum. í Mogg- anum í gær tekur „listunnandi" undir hvert orð Guðmundar en kemur hins vegar með athyglis- verða tillögu: „Ég held, að þegar svona væg- ast sagt undarleg „listsýning“ er opnuð almenningi, þá þyrfti nauðsynlega að vera til staðar einhver listfræðingur, sem gæti treyst sér til að skýra fyrir gestum í hverju fegurð og/eða listgildi þvílíkra verka væri fólgið." Þarna er kjörinn starfsvett- vangur fyrir listfræðinga sem ekki ættu að þurfa að óttast offjölgun í stéttinni ef farið verður að þessari tillögu. Nema þeir séu á sama máli og Halldór Laxness sem einhvern tíma sagði að ef maður stæði frammi fyrir listaverki og fyndist maður hafa getað gert það sjálf- ur, þá væri það gott listaverk, annars ekki. -ÞH Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími: 68133 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Utbreiöslu-og afgreiðslustjóriiGuörúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Kvöldsími: 681348 Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Umbrotog setnlng: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Símfax:681935 yerðílausa8Ölu:90kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.