Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 9
FLÓAMARKAÐURINN Kattavinir Snotur læða og myndarlegur högni fást qefins. Uppl. í síma 25488 milli kl. 20 og 21. Ertu að skipta um teppi? Óska eftir teppi, má vera lélegt. Hafið samband við Elsu í síma 30704 e. kl. 13 næstu daga. Þvottavél Candy P6.60 til sölu. Er í ágætu ástandi. Verð kr. 5000,-. Uppl. í síma 17497. Harmonikka Get boðið 80 bassa Scandalli harm- onikku í skiptum fyrir minna hljóðfæri. Itölsk eða þýsk nikka efst á óskalist- anum. Upl. í síma 27319 e. kl. 18 næstu daga. Svefnherbergis- husgögn Spónlagt svefnherbergissett til sölu, 30 ára gamalt. 2 rúm, 80x190 cm, 2 náttborð og 2 skápar 1 m breiðir. Verðhugmynd 18000 kr. Uppl. í sima 91-20895. Til sölu er Lada 1600 árg. 81 skoðaður 88, útvarp og segulband. Verð 30000 staðgreitt. Einnig varahlutir í Lödu 1600 ss. vatnskassi, startari, þurrku- mótorog armar, kveikja, bensíndæla, karborator o.fl. Sími 73829 e. kl. 17. Til sölu Westinghouse isskápur, verð kr. 8000,-. Sími 73829 e. kl. 17. Barnagæsla Óska eftir gæslu fyrir 3 ára stúlku frá 1. sept. um óákveðinn tíma. Nánari upplýsingar í síma 31768. Óska eftir notuöum örbylgjuofiii, helst ódýrt. Uppl. í síma 19560 eða 19055. Til sölu 4 bráðabirgðahurðir (3 eru 80 cm, 1 er 70 cm), seljast ódýrt. Einnig til sölu 2 Pioneer hátalarar. Á sama stað óskast furukommóða. Uppl. í síma 77546. Skúli eða Halla. Þrigja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 24881 e. kl. 19. Svala Björnsson. Herbergi óskast Danska stelpu sem er að fara í nám í Háskóla íslands vantar herbergi strax, helst í miðbænum. Uppl. í síma 39880. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um minjar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91 -52502 á milli kl. 14 og 18 alla daga. Sjóminjasafn (slands. Til sölu 2 fataskápar og 40m2 gólfteppi, Ijós- grátt. Uppl. í síma 72596. Kettlingar Þarf að losna við 2 fallega kettlinga á góð heimili. Högni og læða. Er heima eftir kl. 18, sími 678748. Herbergi eða lítil íbúð óskast Reglusaman skólapilt vestan af fjörð- um vantar húsnæði í vetur á hóflegu verði sem næst Iðnskólanum (ekki skilyrði). Uppl. í síma 33891. Óska eftir barnaslól á reiðhjól, einnig kvenreið- hjóli og Mackingtosh-tölvu. Uppl. í síma 622186. Píanó til sölu Zimmerman píanó til sölu, mjög vel með farið. Uppl. í síma 15939. Lada Sport 1984 til sölu, tilboð óskast. Uppl. í síma 11389 og 17614. Motta til sölu blá, frá IKEA. Uppl. í síma 641141. Eldavél óskast Notuð eldavél óskast keypt. Uppl. í síma 45590 eða 44911. Óska eftir Daihatsu Charade árg 80 til 82 með bilaða vél. Til sölu á sama stað er Peugeot 76 fyrir sama og ekki neitt. Uppl. í sima 44919. Kassavanan kettling rauðan og hvítan af Blómaskálakyni vantar heimili. Uppl. í síma 686114. Til sölu mikið af bókum, speglar, myndir, lampar, hansahillur, uppistöður, skápar og ýmsar smávörur. Selst vegna flutnings. Uppl. í síma 50486. Til sölu Datsun Cherry árg. 81. Uppl. í síma 33975. Til sölu mjög gott fururúm, 120 cm breitt. Uppl. í sima 22439. 4 dekk á felgum ásamt kúplingsdiski til sölu ódýrt fyrr Fiat 127. Uppl. í síma 18736. Óska eftir ódýrri eldavél og ísskáp. Uppl. í síma 25315 fyrir kl. 17. Barnarúm óskast Vantar barnarúm fyrir 2 ára strák, má vera snjáð, gamalt og lúið. Sigrún, sími 10271. Markaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Til sölu 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar og sumar). Uppl. í síma 34597 e.kl. 18, eða í síma 985-20325. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í sima 19239. Ibúð til leigu 3 herbergja íbúð í vesturbæ til leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 27117 kl. 19-21 næstu daga. Frystikista Óska eftir frystikistu. Uppl. í síma 79470. Óska eftir stofuskáp, hillusamstæðu, sófasetti og sófaborði. Helst ódýrt. Uppl. í síma 674194. Stofnlánadeild landbúnaðarins Laugavegi 120,105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1990 þurfa aö berast Stofnlánadeild landbún- aöarins fyrir 15. september næstkomandi. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvél- akaupa á árinu 1990 þurfa aö senda inn um- sóknir fyrir 31. desember n.k. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, Búnaðarsamböndum og úti- búum Búnaðarbanka íslands, en í þeim kemur fram hvað fylgja þarf með umsókn. Eyðublöðin ber að fylla greinilega út. Það skal tekið fram, að það veitir engan for- gang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tiyggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lán- töku frá Lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Stofnlánadeild landbúnaðarins Auglýsing um styrki alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) á sviði heilbrigðisþjónustu árin 1990 og 1991 Alþjóðaherlbrigðismálastofnunin (WHO) hefur til ráðstöfunar nokkurt fé til styrktar starfsfólki á sviði heilbrigðismála. Lögð er áhersla á, að styrkir komi að notum við eflingu á heilsugæslu og við forvarnir sjúkdóma í samræmi við lang- tímamarkmið um heilbrigði allra árið 2000. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 20. september 1989. Eldri umsóknir þarf að endur- nýja. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 21. ágúst 1989 RSK RI'KISSKATTSTJÓRI Frá ríkisskattstjóra Á síðastliðnu vori voru samþykkt á Alþingi lög nr. 51, 1. júní 1989. Samkvæmt þeim lögum er gerð breyting á lögum nr. 75/1981, um tekju- skatt og eignarskatt, sem felur það í sér að þeim sem hafa misst maka sinn er veittur réttur til eignarskattsálagningar eins og hjá hjónum í fimm ár eftir lát maka. Við álagningu eignarskatts árið 1989 nær réttur þessi til þeirra eftirlifandi maka sem sitja í óskiptu búi í árslrk 1988, en hafa misst maka sinn árið 1984 eoa síðar. Vegna þess hve stuttur tími var fram að álagn- ingu frá því að umrædd lagabreyting var sam- þykkt á Alþingi var af tæknilegum ástæðum ekki unnt að haga álagningu eignarskatts á árinu 1989 í samræmi við framangreind lög hjá þeim rétthöfum sem misstu maka sinn á árunum 1984 til og með árinu 1987. Eignarskattsálagningu á þá sem misstu maka sinn á árinu 1988 var hinsvegar unnt að fram- kvæma í samræmi við framangreind lög og er hún því rétt. Skattstjórar vinna nú að því að leiðrétta eignar- skatt þeirra sem hafa vegna þessa máls fengið ranga eignarskattsálagningu. Stefnt er að því að þeim leiðréttingum verði lokið í næsta mán- uði. Reykjavík 21. ágúst 1989 Ríkisskattstjóri Flensborgarskólinn í Hafnarfiröi Frá Flensborgarskóla Kennsla vegna haustprófa hefst föstudag 25. ágúst kl. 9:00. Haustpróf hefjast 31. ágúst og standa til 8. september. Áður auglýst tafla fyrir haustpróf gildir. Próftími er kl. 18:00 og 20:00 bæði fyrir dagskóla og öldungadeildarnem- endur. Nánari upplýsingar um tilhögun kennslu og prófa fást á skrifstofu skólans, sími 50092. Stundatöflur nemenda fyrir haustönn 1989 verða afhentar þriðjudaginn 12. september. Kennsla í dagskóla og öldungadeild hefst mið- vikudaginn 13. september samkvæmt stunda- skrá. Öldungadeild: Innritun í öldungadeild fer fram dagana 30. ág- úst til 1. september kl. 14:00 til 18:00. Kennslu- gjald á önninni verður kr. 7.200,-. Stöðupróf í dönsku, ensku, frönsku, þýsku og vélritun fara fram dagana 4.-7. september og fer innritun í þau fram þá daga sem innritað er í öldungadeild. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólameistari Kennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Til greina kemur kennsla í ýmsum bekkjum allt frá 1. upp í 9. og í ýmsum námsgreinum, m.a. handmennt. Frítt húsnæði er í boði á staðnum. ? Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Jóhönnu Bjarneyjar Guðjónsdóttur Selbraut 30, Seltjarnarnesi Þórdís Þorleifsdóttir Jón Snorri Þorteifsson Guðmunda Þorleifsdóttir Jónas Jóhannsson barnabörn og fjölskyldur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.