Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Fiskveiðistefnan Byggðakvóti í stað núverandi stefhu Hugmyndir Alþýðubandalagsins um byggðakvóta lagðarfyrir ríkisstjórn í dag. Ólafur Ragnar: Dæmiðfrá Patró sýnir nauðsyn stefnubreytingar ífiskveiðistjórnun. Kvótinn verði tengdur byggðarlögum og gangi ekki kaupum og sölum Olafur Ragnar Grímsson fjár- mönnum nauðsyn þess að breytt ~ málaráðherra mun í dag sé um stefnu í fiskveiðistjórnun og að tekin verði upp byggða- lafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mun í dag leggja tillögur Alþýðubandalags- ins um byggðakvóta í stað núver- andi kvótastefnu fyrir ríkisstjórn- ina, en Alþingi mun í haust þurfa að kljást við mótun nýrrar fisk- veiðistefnu, þar sem núverandi lög renna út um áramót. „Dæmið frá Patreksfirði sýnir kvótastefnan sem Alþýðubanda- lagið mótaði fyrir tveimur árum, en hún felur í sér að í stað þess að rígbinda veiðiheimildir við skip, ræður byggðarlagið yfir tveimur þriðju hlutum kvótans, en þriðj- ungur hans fylgi skipinu," sagði Ólafur Ragnar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Kjarni þessarar stefnu felst í því að byggðarlögin sjálf eru eignaraðilar að veiðiheimildum og þannig er komið í veg fyrir að sala skipa geti lagt byggðarlög í rúst. Ef skip eru seld úr byggðar- laginu halda heimamenn eftir tveimur þriðju hluta veiði- heimilda og geta úthlutað þeim til þeirra skipa sem eftir eru eða til nýrra skipa sem keypt yrðu til staðarins. í dæmi Patreksfjarðar hefði því bara þriðjungur veiði- heimilda flust með Sigurey til Hafnarfjarðar. „Stefna Alþýðubandalagsins gengur út frá því að fiskimiðin séu þjóðareign og því á ekki að Danir stoppa hugsjónaflug Dönsk stjórnvöld standa enn í vegi fyrir því að Hollendingurinn Eppo Harbrink Numan, geti íslandsbanki Skipulag kynnt Bankaráð íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um það hverjir verða framkvæmdastjórar bank- ans. Það verða þeir Guðmundur Hauksson, Kristján Oddsson, Jó- hannes Siggeirsson og Ragnar Önundarson. Þeir verða ráðnir frá og með 1. janúar 1990. Einnig er búið að ákveða verkaskiptingu og skipulag bank- ans og er sú skipting nokkuð ólík því sem íslenskir bankar hafa haft. Bankastjórar verða Valur Valsson, sem sér um formennsku í bankastjórn, Björn Björnsson sér um rekstrar- og tæknimál og Tryggvi Pálsson sem sér um al- þjóðaviðskipti og markaðsmál. Verkaskipting framkvæmd- astjóranna eru þannig að Guð- mundur Hauksson sér um fyrir- tækjalán og lögfræðimál, Krist- ján Oddsson sér um afgreiðslur og fræðslumál. ns. flogið á fisflugvél sinni frá íslandi til Kanada, á leið hans til New York. Eppo segist hafa fullnægt öllum þeim skilyrðum sem dönsk stjórnvöld settu í upphafi fyrir flugi hans yfir Grænland. Hann hafi orðið sér úti um nauðsyn- legar try ggingar sem greiði kostn- að af hugsanlegri leit að honum, fari eitthvað úrskeiðis. Eppo hefur hugsað sér að af- henda aðalritara Sameinuðu þjóðanna tiliögu að lagagrein sem hann vill að sett verði inn í mannréttindalöggjöfina, þar sem kveðið er á um að allir jarðarbúar eigi rétt á því að lifa við náttúrleg skilyrði sem séu í jafnvægi. Allir jarðarbúar eigi rétt á hreinu lofti og hreinu vatni og þessi réttindi séu mannréttindi. Eppo segir að ef þetta verði að alþjóðlegum mannréttindum, verði þjóðir heims neyddar til að standa sam- an um að halda jörðinni hreinni. Að sögn Eppos hefur hann nú meðal annars skrifað drottningu Danmerkur og beðið hana að ganga til liðs við sig. Hann er sannfærður um að hann komist alla leið til Kanada á fisvél sinni en að hann geti ekki beðið lengur en til 20. september, vegna þess að eftir það verði veður tvísýn. -hmp vera hægt að ráðstafa veiðiheim- ildum einsog þær séu eignarhluti einstaklinga, enda segir í fyrstu grein laga um fiskveiðistefnuna að miðin séu þjóðareign. Okkur tókst því miður ekki að ná því fram á sínum tíma að þessi áhersla á þjóðareignina mótaði útfærslu fiskveiðistefnunnar. “ „Við vonum að það sem gerst hefur á Patreksfirði og afleiðing núgildandi fiskveiðistefnu fyrir íbúa byggðarlagsins verði til þess að menn líti nú á kjarnann í fisk- veiðistefnu Alþýðubandalagsins við mótun fistkveiðistefnunnar næstu árin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -Sáf Leikfélag Reykjavíkur Eppo Harbrink Numan hef ur ekki gefið upp von um að f Ijúga fisflugvól sinni yf ir Atlantshaf. Mynd: Jim Smart Flutt í Borg- arleikhús Leikfélagið tekur við Borgarleikhúsinu á sunnudaginn Leikfélag Reykjavíkur tekur við Borgarleikhúsinu af Davíð Oddssyni borgarstjóra við athöfn á stóra sviði leikhússins á sunnu- daginn kl. 17. Af því tilefni fara Leikfélagsmenn í skrúðgöngu frá Iðnó og ganga upp á Listabraut í Kringlu þar sem Leikfélagið mun starfa frá og með mánudeginum 4. september. Verður lagt upp í skrúðgönguna kl. 16 á sunnudag- inn og er borgarbúum boðið að taka þátt í göngunni upp í Borgar- leikhús. Nýtt leikár er reyndar hafið hjá Leikfélaginu, en æfingar á Ljósi heimsins og Höll sumarlandsins, leikgerðum Kjartans Ragnars- sonar á Heimsljósi Halldórs Lax- ness, hafa staðið yfir undanfarna daga á tveimur stöðum í borg- inni. Formleg vígsla leikhússins og fyrstu frumsýningar eru fyrir- hugaðar helgina 20. - 22. októ- ber' LG Vetraráætlun SVR Á mánudaginn kemur, 4. september, tekur vetraráætlun Strætisvagna Reykjavíkur gildi. Eykst þá ferðatíðni á nokkrum leiðum. Vagnar á leiðunum 2-7 og 10-12 aka þá á 15 mínútna fresti milli kl. 7 og 19 mánudaga til föstudaga en þeir hafa ekið á 20 mínútna fresti í sumar. Akstur á öðrum tímum er óbreyttur. Vagnar á leiðinni 8-9 og 13-14 aka á 30 mínútna fresti alla daga, einnig á kvöldin. Um helgina verður skipt um leiðaspjöld á viðkomustöðum SVR svo á mánudagsmorgni ættu allir að geta fræðst um það í biðskýlunum hversu lengi þeir þurfi að bíða eftir strætó. Skolarnir byrja í Kringlunni Frá og með deginum í dag og fram til 9. september verður sér- stök kynning í Kringlunni á ýmsu því sem viðkemur skólastarfi. Um þessi mánaðamót hefjast flestir skólar og einnig er verið að innrita í allra handa námskeið og sérskóla. f Kringlunni verður Umferðarráð með umferðar- fræðslu og spurningaleik, Náms- gagnastofnun kynnir starfsemi sína, tannfræðingar veita upplýs- ingar um tannhirðu og fulltrúar frá málaskólum, matreiðslu- skóla, tölvuskólum, dansskólum og heilsuræktarstöðvum kynna starfsemi sina og innrita á nám- skeið. 18 píanólög eftir Elías Davíðsson íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út bókina Rauðu hringekj- una en hún hefur að geyma 18 píanólög eftir Elías Davíðsson skólastjóra Tónlistarskólans í Ól- afsvík. Við gerð laganna leitaði höfundur í þann fjársjóð sem dans- og söngvaarfleifð þjóðanna er, eins og segir í frétt frá útgef- endum. Hentar hún til notkunar í tónlistarskólum auk þess sem hún er góð viðbót við nótnasafn heimilisins. Eins og fyrri bók eftir sama höfund kemur Rauða hringekjan út á þremur tungu- málum, íslensku, þýsku og ensku. Fyrir fyrri bókina, Á tíu fingrum um heiminn, fékk Elhs góða dóma, nú síðast í þýsku tónlistartímariti. Þrjú ný frímerki Þann 20. september nk. koma út þrjú ný frímerki hér á landi. Eitt þeirra er 50 kr. að verðgildi og er gefið út í tilefni af 100 ára afmæli Bændaskólans á Hvanneyri. Merkið prýðir mynd af staðnum eftir Pétur Friðrik Sigurðsson. Hin merkin tvö eru með lands- lagsmyndum eftir Þröst Magnús- son. Ánnað þeirra er 35 kr. að verðgildi og á því er mynd af fjall- inu Skeggja við Arnarfjörð. Hitt er 45 kr. að verðgildi og á því er mynd af Hverarönd við Náma- skarð. Hverfabækistöðvar gatnamálastjóra Um síðustu áramót gekk í gildi nýtt stjórnskipulag hjá embætti gatnamálastjóra í Reykjavík. Samkvæmt því verður borginni skipt upp í fimm hverfi og fær hvert hverfi sína bækistöð. Þang- að geta borgarbúar snúið sér ef þeir óska eftir þjónustu vegna viðhalds gatna, gangstétta, hol- ræsa og opinna svæða. Eins geta þeir komið þangað með ábend- ingar um ónýt umferðarmerki, skemmdir á götum eða gangstétt- um, nauðsyn snjóruðnings, vöntun á götumerkingum, stífluð holræsi og brottflutning bflhræja. Hverfamiðstöðvarnar eru við Njarðargötu, Skerjafjarðar- megin, fyrir Vesturbæ að Lækj- argötu, á Miklatúni fyrir gamla Austurbæinn að Kringlumýrar- braut, á horni Sigtúns og Nóatúns fyrir svæðið frá Kringlumýrar- braut að Elliðaám, við Jafnasel fyrir Breiðholt og við Stórhöfða fyrir hverfin í Arbæ, Selási og Grafarvogi. íslendingar hjá alþjóðasamtökum íslendingar hafa í æ ríkari mæli haslað sér völl í starfi fyrir ýmsar alþjóðastofnanir. Fyrir þremur árum datt tveimur slíkum, bú- settum í Genf, í hug að taka sam- an skrá yfir þetta fólk. í upphafi héldu þeir Guðmundur S. Al- freðsson og Theodór Lúðvíksson að hér væri um að ræða 60-80 manns. Nú er skráin komin út og hefur að geyma stutt æviágrip 109 íslendinga sem starfa „hjá al- þjóðasamtökum og við alþjóðieg þróunar- eða mannúðarverk- efni“. Auk þess er allsherjarskrá sem hefur að geyma nöfn 284 ís- lendinga. Er það ætlun höfunda að halda áfram útgáfunni og gera hana sem ítarlegasta. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Fimmtudagur 31. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.