Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 5
í hvítamyrkri milli grafanna héma Sigurlaugur Elíasson Blýlýsi Norðan° niður, 1989 Myndir, hðf. Það má vart á milli sjá hvor er meiri, myndlistarinn eða ljóðar- inn í þessari þriðju bók Sigur- laugs og vil ég af þeim sökum nefiía eftirfarandi kvæði: Ó morgungyðja (él og sól á hrísgrjónapappír) Andráin úr afar dauflitaðrí japanskri tréristu eftir kviðristuna cemti ei ligg og vaki fuffa glaðbeittur: fuff fuff fyuff spanna ristuna: hálf önnur á fimm alda fresti koma fleiri hendur fálma inní vökuna þreifa stinga skrafa rólega koma mínútu síðar á fimm alda fresti til morguns Pá koma þínar blíðari geishuhöndum greiða úr aðrennslis-frárennslislögnum vceta stykki og strjúka mjúklega um leggi og kvið sleppa engu kankvísar þurrka upp blóðfarvegi og á meðan hlakka ég til miljón slíkra morgna en rétt í því vegur pattaraleg janúarsólin sig upp á sólbekkinn fer þá að gruna annað framhald og finn hendur þínar síðast þennan morfína morgun Fálmað í svefnrofann (lágstafaskáldi) Elsku besti hvíldu ekki þessi þúsundföldu augu á grefils molasykurspakkanum . . . . . . Æi gleymdir að strika aftur innan með opna faginu á efsta loftinu hvarernú flugna- penninn vasaljósið í búrinu (fœrð þér hnefa af rúsínum í leiðinni). Vœgt frost og jarðlýsi loftnetsgreiðan kembir nálokk frá auga einmana skýrakka álgljáandi fárboði ristur í náttbók . . . mundar sendingarvarann . . . hvaða hvaða . . . jafnvel fjar- stýrðustu sendingar geta misfarist Risti risti þér A (1988) Þetta ljóð er dásamlegt brjál- æði, s/h óhugnaður líkt og mynd- efni grafíkverka þessa pilts, sem á ættir að rekja til galdramanna á Borgarfirði eystri. í kvæðinu eru dauði, nótt, eitur og líkami á sól- baðsstofu, þar sem sólin kemur upp, og er blíðari en geisha og fer (1988) höndum um náinn; tréristann og kviðristann. - Austurlensk dul- úð. Kvæði bókarinnar eru ekki allra, flest torskilin og sýna fjöl- skyldubönd á ljósmyndum og eftirprentunum. Lítum á þetta brot úr ljóðinu Við slátt: Gerir sýnilegan engil sem breiðir verndarvœng yfir stuttbuxnadreng liggjandi ógætilega tœpt á holbakka og réttir straumnum höndina, systir hans er orðin mjög óróleg. Bronsaður ramminn hangir naumt. Nei þetta dugar ekki. Þarna tístir tœkið aftur. Kem þá bara seinna. Kem hvort eð er seinna. (1987/89) Samspilið milli drengsins á vatnsbakkanum og rammans, sem hangir naumt er þaulhugsað og skýrt. Ramminn undirstrikar hættuna sem drengurinn er í. Tvær síðustu línurnar gætu bent til þess að drengurinn sé látinn og hann sé að vitja þess staðar sem hann dó á. En það er eitthvert tæki sem tístir og virðist kalla hann til sín. MAGNUS GESTSSON Orðaleikurinn í titli kvæðisins, rofi í merkingunni takki til að kveikja og slökkva og það að losa svefn er laglegur og laus við þá vélgengni sem oft verður í þvílíku spaugi. Það er alvarlegur tónn kvæðisins sem veldur því. Það er gaman að velta fyrir sér umfjöllunarefni þessa kvæðis enda kemur margt til greina t.d. sjónvarpsútsending, uppvakning á draugi eða einhver sem verst illri sendingu með hjálp sending- arvarans. Stundum er talað um sjónvarpsdraug ef myndin er tvö- föld eða þreföld á skjánum. Svo má hugsa sér að fólk á filmu eða myndbandi sé vakið upp frá dauðum þegar því er rennt í gegn- um tækin, að filmur og mynd- bönd séu hinn mikli kirkjugarður því þar hvfla allir kyrrir þegar filmumar liggja uppi á hillu. Er sjónvarpið og það sem í því sést, hin illa sending sem okkur ber að verjast? Hvað sem því líður er líkingamál Sigurlaugs með mikl- um glæsibrag. Sjónvarpsloftnetið er greiða og gljáandi galdrastafur ristur í nóttina sem líkt er við svarta bók - galdraskræðu. í þessu kvæði er listilega leikið með tækni, galdra og þjóðtrú. Kvæðið Páskar MCMLXXXI- II, segir frá Lech Walesa sem í X Rétt nýsloppinn inn búinn að taka allt úr sambandi lykta tvisvar að spennubreytinum við ísskápinn og taka til sælgœtisskammtinn Brenndan Bismark og rönd af Petit súkkulaði og leggja inn á náttborðsröndina kannski ég líti samt í helvíska hnífaparaskúffuna brimljóðakveðskapur hvort eð er enginn í kvöld aðeins kurteislegur súgur en muggan var þeim mun dimmri sá ekki djarfa fyrir Ijósakrossinum uppá brekkunni og það leggur óhugnanlega fýlu inn yfir þorpið frá sjónum einsog útúr óvenju andfúlu sæskrímsli Búinn að tvílœsa (1985/88) Því oftar sem ég les kvæðin, og auka hugarflug lesandans. þeim mun drukknari verð ég og Kápumynd og önnur myndlist þess betur ljúkast þau upp fyrir bókarinnar hitta beint í mark. mér. Kvæðin eru margræð og Ég óska Sigurlaugi til hamingju. flókin afkvæmi frjórrar hugsunar Magnús Gestsson kattarlíki stekkur niður á sæng páfa og þaðan ofan í kistu, þar sem farið er „að bryðja af rymjandi/áfergju,“ og Mölkúlurnar mínar hugsar páfinn í draumi sínum. Eftirfarandi kvæði sem er nr. X í bálkinum Indíánavetur, sýnir aðra hlið á Sigurlaugi en t.d. Fálmað í svefnrofann. Frásögnin er einföld og skýr og lýsir dauða- beig og öryggisæði því sem grípur margt fólk á leið í háttinn eða út úr húsi. Þetta efni er skáldum hug- leikið og nefni ég Þórberg sem dæmi. Við málfræðingar erum oft og tíðum taldir heldur smámuna- samir, einkum í málfarslegum efnum. Ég veit ekki hvort þetta á við rök að styðjast, en ætla þó að biðja menn að velta nafni þessa dálks fyrir sér. Getur verið að það sé hreinræktuð danska að segja eitthvað skera í eyra? Auðvitað geta læknar skorið í eyra án þess að eiga á hættu skammir, en að orðin sker í eyra í óeiginlegri merkingu skeri í eyra, ætli það geti verið? Fólk sem lifir af því að tala í útvarp og rita í blöð verður sífellt fyrir þvflíku aðkasti að mér of- býður. Það er eins og öllum sé heimilt að ata þetta fólk auri. Margar lægstu hvatir manna og andlegt ójafnvægi bitnar á fjöl- miðlafólki. Hjá siðmenntuðu fólki væri þetta réttilega kallaður dónaskapur. En íslendingar virð- ast stundum telja það heilaga skyldu við sögu, þjóð og tungu að hrakyrða fjölmiðlafólk. Athygl- isvert er að sjaldnast er skammað fyrir hvað er sagt heldur hvemig það er sagt. Umbúðirnar skipta miklu meira máli en varan. Að- eins hluti málsins er í brenni- depli. Þetta er býsna hættulegt vegna þess að í versta falli getur svona framkoma leitt til þess að ekki skipti máli hvað er sagt - og raunar eru þegar á lofti teikn sem benda til að sumir fjölmiðlamenn hræðist ofstækismenn þessa meira en sannleiksást. Sorglegust er sú staðreynd að blaðagreinar vemdara tungunnar em oftar en ekki á máli sem höfundar hefð- bundinna kennslubóka hafa lengi bannfært. Þetta em hörð orð. Sannleik- urinn er oft napur. Iðja sú sem hér hefur verið lýst á ekkert skylt við málrækt. Þó efast enginn um tilgang. Því er nöldur og fjas af þessu tagi misskilningur, þegar best lætur. Hann verður að upp- ræta og engin leið er greiðari til þess en fræðsla. Skólakerfið hef- ur að nokkm leyti bmgðist en þarf nú að bregðast við. íslenska er eitt fjölmargra tungumála sem töluð em hér á jörðu. Hún hefur sérstöðu eins og öll önnur tungumál, hvert tungumál er ólíkt öðram á ein- hvem hátt og því em þau nefnd ýmsum nöfnum. Tungumál heims eiga það sameiginlegt að fólk grípur til þeirra þegar því dettur í hug að rabba við ein- hvem, rita kunningja bréf ellegar semja skáldsögu. Rabb er stund- um kallað talmál til aðgreiningar frá ritmáli sem fólk notar oftast í einrúmi. Á þessu tvennu er regin- munur. í fyrsta lagi er talmál miklu eldra en ritmál. í öðm lagi getur yfirgnæfandi meirihluti mannkyns talað en miklu færri geta ráðið þau tákn og þær mynd- ir sem kallast ritmál. Þess vegna er talmál sameign hvers mál- samfélags en ritmál er séreign þeirra sem lært hafa að nota það. Það er heldur sjaldgæft að allir sem kunna að tala tiltekið tungu- mál geti einnig lesið og ritað. Þó em dæmi þess að mjótt sé á mun- um og á það t.d. við um íslensku. Þar liggur hundurinn grafinn. Þar er ógæfa íslenskrar tungu. Við höfum nefnilega fallið í þá gryfju að álíta ritmál æðra talmáli. Eftir þessu hefur auðvitað skólakerfið hlaupið og afleiðingin er sú að flestir íslendingar hafa nánast enga leiðsögn fengið í meðferð mælts máls. Mál er að linni. Heiri þættir skipta máli fyrir tungu okkur og framtíð hennar en þeir sem hér hefur verið tæpt á. Enginn efast um að sú menn- ingarbylting sem nú fer sem eldur í sinu um hinn vestræna heim hafi áhrif á tungutak manna. En þau áhrif verða okkur öllum til góðs ef við nennum að taka eftir aflvaka byltingarinnar: Tækn- inni. Við getum ekki látið það líðast að sjónvarp kasti framan í okkur snoturri ensku á meðan við rembumst eins og rjúpan við staurinn að kenna fólki kýr kú kýr. Það er ekki andspyma. Það er að leika á fiðlu á meðan Róm brennur. Nú stendur yfir málræktarátak menntamálaráðherra. Þessi ára- tugur hefur einkennst af mörgum menntamálaráðhermm og jafn mörgum ráðstefnum um vanda íslenskrar tungu. Loks virðist röðin komin að menntamála- ráðherra sem ekki sér andspymu fólgna í ráðstefnu bar sem mál- rækt er stunduð með því að tala illa um fólk. Málræktarátak 1989 er metnaðarfull tilraun til að láta verkin tala. Fullsnemmt er að spyrja að leikslokum. Málræktarátak 1989 er þó ekki hugarfóstur eins eða fleiri menntamálaráðherra. Á undan- fömum misseram hafa margir velt fyrir sér hvemig mætti koma til móts við málnotendur, t.d. með leiðbeiningarritum og upp- sláttarbókum. Einn þeirra er Sig- urður Jónsson frá Amarvatni. Hann hefur samið orðabók handa bömum. Útkomu þessarar bókar má fagna því hér er á ferð- inni einhver mesti virðingarvott- ur sem tungunni hefur lengi verið sýndur. Nú em þeir loks settir í öndvegi sem einir hafa það f hendi sér hvort hér verði rabbað saman á íslensku í framtíðinni. Böm verða nefnilega fullorðin fyrr en varir og tala alltaf það mál sem þau námu í æsku. Breytist íslenska hratt nú um stundir munu þær breytingar ná yfir- höndinni innan fárra áratuga. Þeir sem nú era þrítugir mega þá búast við ýmsu misjöfnu í eyra það sem þeir eiga ólifað. Ég vil því biðja Sigurð Jónsson frá Am- arvatni að taka upp þráðinn þar sem honum sleppir í þessum pistli. Mega þeir sem nú era mjög skorair á eyra búast við því að málbreytingar verði gerðar aftur- reka, t.d. með útgáfu handbóka handa bömum? Sigurður Konráðsson Flmmtudagur 31. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.