Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 3
Yfirlýsing um stefnuleysi íhaldsins Þorsteinn Pálsson og Ólafur G. Einarsson kynna tillögur þingflokks Sjálfstaeðisflokksins á blaðamannafundi í gær. Mynd Kristinn. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks- ins kynntu blaðamönnum í gær niðurstöður tveggja daga fundar þingflokksins þar sem móta átti ýtarlega stefnumörkun hans í at- vinnumálum. Frá fundinum kom yfirlýsing sem ber yfirskriftina: Yfirlýsing um frjálslynda og víð- sýna umbótastefnu í atvinnumál- um. Það sem fyrst vekur athygli við plagg þetta er það að í því er hvorki fjallað um stefnu flokksins gagnvart fiskveiðistefnunni né heldur hvaða kúrs skuli taka í landbúnaðarmálunum. Svörin sem formennirnir gáfu voru þau að þessi mál væru I umfjöllun sín- hvorrar nefndarinnar, en vitað er að í röðum þingmanna Sjáifstæð- isflokksins eru skoðanir um þessa tvo málaflokka mjög skiptar. Megináherslan er lögð á það að gengi krónunnar verði ekki háð pólitískum duttlungum heldur eigi útflutningsatvinnuvegirnir að ráða genginu, innan ákveðins ramma að vísu sem Seðlabankinn ákveði. Engin svörum stæró gengisfellingar Blaðamaður Þjóðviljans spurði Þorstein hvað þessar til- lögur myndu kosta stóra gengis- fellingu til að byrja með. Gefum Þorsteini Pálssyni orðið: „Þessi aðferð felur einmitt í sér að losa hin pólitísku tök.“ En hvað myndi gengisfellingin verða stór í dag? „Það er einmitt stóra málið að gengisfellingar verða ekki um- ræðuefni. Við erum að gjör- breyta með þessu bæði hugsunar- hætti og aðferðum við að skrá gengið. Við erum að rífa okkur út úr þessum stöðugu árekstrum sem verið hafa um gengismálin og koma hér á eðlilegri og frjáls- ari skipan sem styrkir stöðu út- flutningsatvinnuveganna." Það hlýtur að verða að byrja einhverstaðar miðað við efna- hagslegar forsendur í dag. Hvað kallar það á mikla gengisfellingu? „Það er alveg ljóst að núver- andi stjórnarstefna heldur áfram að keyra sjávarútveginn og iðn- aðinn í bólakaf. Ef menn ætla að snúa þessu dæmi við og tryggja betri lífskjör og afkomu fólksins f landinu þá verða, menn að gera hér grundvallarbreytingar. Hér erum við að leggja til að markað- urinn fái að takast á við þetta innan tiltekinna marka, sem sett verða og út frá grunngengi sem Seðlabankinn ákveður. Það verða menn að meta út frá hverj- um tíma þegar að svona kerfi er sett af stað. Síðan verður mark- aðurinn að þróast. Um það gefa menn ekki forskrift. Þessvegna eru menn að rífa þetta úr núver- andi samhengi. Aðalatriðið er, ætlum við að halda áfram þeirri kaupmáttarskerðingu sem er af- leiðing af núverandi stjórnar- stefnu, eða ætlum við að taka upp nýja stefnu sem að styrkir at- vinnufyrirtækin, skapa hér meiri arð og betri lífskjö?. Um þetta snýst ágreiningurinn og við erum hérna að leggja fram tillögu sem getur leitt til þess að við getum bætt lífskjör í landinu." Hafið þið ekki metið þetta mið- að við daginn í dag? Þú svaraðir því aldrei. „Ég ætla bara að svara því enn og aftur og ég heyri greinilega að það þarf að tyggja hlutina ofan í þig. Við erum að fara úr þessu þráhyggjukerfi sem við búum við í dag, yfir í það að kaupendur og seljendur geti innan ákveðinna marka, á þeim markaði sem bankarnir ákveða, myndað verð- ið á gjaldeyrinum í samræmi við raunverulegar efnahagsaðstæð- ur. Það þýðir að við erum að fara út úr þessu pólitíska forskriftar- fari, sem þú ert að tala um.“ Fastgengis- stefnu afneitað En eruð þið ekki að viður- kenna með þessu mistök Sjáif- stæðisflokksins, því að var ekki fastgengisstefnan hornsteinn stefnu ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar? „Nei.“ Víst var hún það. „Ágreiningurinn í síðustu rík- isstjórn snérist um það á endan- um að við vildum fella gengi krónunnar til þess að bjarga at- vinnuvegunum en Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn neituðu því og vildu fara inn í þetta millifærslukerfi." En fram til þess tíma rak ríkis- stjórn þín fastgengisstefnu. „Það er rangt. Það var rekin hér fastgengisstefna á tímabili í fyrri ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og Sjálfstæðisflokk- urinn átti aðild að því. Mín ríkis- stjórn breytti mjög fljótt gengi krónunnar vegna breyttra að- stæðna, innan tiltölulega fárra mánaða. Endapunkturinn var á- greiningur þessara flokka sem vildu fara millifærsluleiðina í stað þess að breyta gengi krónunnar. Við skjótum okkur ekki undan ábyrgð á fastgengisstefnunni sem tekin var af ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar á sínum tíma. Við setjum hér fram nýja hug- mynd en hún er í fullu samræmi við þau grundvallaratriði sem lágu að baki okkar afstöðu í fyrra, að það yrði að tryggja sjáv- arútvegi og iðnaði eðlileg skilyrði og að það yrði að gera það með almennum aðgerðum en ekki með millifærsluaðgerðum einsog núverandi ríkisstjóm er að gera. Nú erum við að byggja á sama grunni, en brjótast fram með nýj- ar hugmyndir sem styrkja at- vinnuvegina og skapa meiri ró í þjóðfélaginu og dragiaúr árekstr- um sem nú eru óhjákvæmilegir í þjóðfélaginu." En var fastgcngisstefnan þá mistök á sínum tíma? „Hún var þá rekin við allt aðrar aðstæður. Þegar gengið var sett fast á sínum tíma þá var mikil uppsveifla í þjóðarbúskapnum. Einsog henni var lýst og hún var framkvæmd þá vildu menn að gengið væri sem stöðugast og það hlýtur alltaf að vera markmið manna.“ En var atvinnuvegunum ekki treystandi fyrir því þá? „Jú að sjálfsögðu hefði þeim verið það. Við erum hér að brjótast fram með nýja hug- mynd. Hún hefur verið til um- ræðu öðru hvoru en við teljum að nú sé tími til kominn að stíga þetta skref til þess að styrkja at- vinnuvegina.“ Afturbatapíka í gengismálum Þjóðviljinn hafði samband við fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, og innti hann álits á þessum hugmyndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gengismál- um. „Það sem er athyglisvert við þessa yfirlýsingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins og yfirlýs- ingu Þorsteins Pálssonar er að þeir eru að játa syndir sínar opin- berlega. Þeir koma fram og viðurkenna núna öll mistök Sjálf- stæðisflokksins í gengismálum. Það er mjög ánægjulegt að Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar sér að ger- ast afturbatapíka í gengismálum. Það er ekki nema rúmt ár síðan að rikisstjórn Þorsteins Pálssonar steypti atvinnulífinu nánast í glötun vegna þeirrar fastgengis- í BRENNIDEPLI stefnu sem Þorsteinn Pálsson sagði sjálfur hvað eftir annað, að væri hornsteinninn í efnahags- stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar sinnar. Þar sem pól- itísk tök voru svo rígbundin og föst að það mátti bara alls ekki hreyfa gengið. Byggðarlögin voru að hrynja, fiskvinnslan að komast í eitt allsherjar gjaldþrot vegna pólitískra taka Þorsteins Pálssonar og Sjálfstæðisflokksins á genginu. Nú segir hann að þessi gengis- stefna hafi leitt höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn, í Fiskveiðistefnan og land- búnaðurinn ekki á dag- skrá íyfirlýsingu þing- flokks Sjálfstœðisflokks- ins umfrjálslynda og víð- sýna umbótastefnu í at- vinnumálum. Atvinnu- vegirnir ráði genginu. Þorsteinn Pálsson neitar að gefa upp stœrð þeirrar gengisfellingar sem það hefði íför með sér. Neitar því að ríkisstjórn sín hafi fylgtfastgengisstefn u. Ölafur Ragnar Gríms- son: Ánœgjulegt að Þor- steinn Pálsson klœðist búningi afturbatapík- unnar á haustdögum sjálfheldu. Þetta er í fyrsta skipti sem Þorsteinn Pálsson viður- kennir það að hann hafi verið bú- inn að koma höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, í algjöra sjálfheldu, vegna þeirrar gengisstefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn og hans ríkisstjórn fylgdi. Það er einmitt það sem skilur á milli ríkisstjórnarinnar núna og ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, að við losuðum þessi pólitísku tök. Við létum gengið aðlaga sig að hinum raunverulega rekstrar- grundvelli atvinnuveganna, með þeim miklu gengisbreytingum sem t.d. hafa orðið á þessu ári og hafa gjörbreytt raungenginu í þágu atvinnuveganna en Sjálf- stæðisflokkurinn verið á móti all- an tímann, enda varð sú stefna höfuð dánarorsök ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. Nú segir Þorsteinn að þetta hafi sett þjóðina í kreppu. Það er hárrétt. Þetta höfum við verið að segja í rúmt ár að þessi pólitíska fastgengisstefna Þorsteins á genginu hafi skapað þessa kreppu sem við höfum verið að glíma við í heilt ár. Þetta er auðvitað stór atburður þegar Sjálfstæðisflokkurinn játar synd- ir sínar og viðurkennir að gengis- stefna sem við höfum verið að fylgja hafi verið miklu réttari en stefna Sjálfstæðisflokksins.“ Undanhald í skattayfirlýsingum Ef litið er á aðra þætti þessarar yfirlýsingar er citthvað sem kem- ur þér á óvart? „Það er þá einna helst þessi kú- vending í gengismálum sem felst í því að skera Sjálfstæðisflokkinn niður úr sinni eigin snöru. Það er ánægjulegt að þeir gera það og viðurkenna að stefna Sjálfstæðis- flokksins hafi verið vitleysa. í öðru lagi eru þessar hefð- bundnu frjálshyggjutillögur um að selja ríkisbanka og annað í þeim dúr. í þriðja lagi er athyglisvert að þeir em á hröðu undanhaldi frá öllum sínum stóm yfirlýsingum um skatta þessarar ríkisstjórnar. Þorsteinn Pálsson var með stór orð á þingi sl. vetur um að við hefðum lagt á sjö miljarða skatta og að Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði að afnema alla þessa skatta. Ungir Sjálfstæðismenn komu saman á þing um daginn og þar voru haldnar stórar ræður um að nú yrði Sjálfstæðisflokkurinn að sýna það að hann myndi afnema alla þessa skatta sem næmu milj- örðum, sem ríkisstjórnin hefði sett á. Síðan kemur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins saman og sendir frá sér þessa yfirlýsingu. Þá er þetta mikla skattafjall orðið að mús. Það eina sem Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að gera er að taka til baka þá breytingu sem við gerðum á eignarsköttunum. Sú breyting sem við gerðum á eignarskattinum er minnsti hlutinn af þeim skattabreytingum sem þessi ríkisstjórn taldi óhjá- kvæmilegt að gera af því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði hvorki dug né getu til þess að sækja fjár- magn til þess að standa undir velferðarkerfinu. Nú er Sjálf- stæðisflokkurinn á hröðu unda- nhaldi frá þeim stóru orðum og ætlar bara að taka til baka þær breytingar sem gerðar' voru á eignarskattinum. Sjálfstæðis- flokkurinn er að viðurkenna að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í skattamálum hafi verið rétt- mætar. Það er ánægjulegt að þeir skuli vera að játa vitleysu sína og hlaupa frá stóru orðunum. Síðan má segja í fjórða lagi að í þessu eru ýmsar tillögur sem að ríkisstjórnin hefur verið að kynna. Breytt vinnubrögð varð- andi fjárlagagerð, endurskipu- lagningu á sjóðakerfinu, taka fulltrúa ríkisstjórnarinnar út úr nefndinni sem ákvarðar fiskverð- ið og virðisaukaskatt í tveimur þrepum. Það má því eiginlega segja að í þessari yfirlýsingu játi þeir syndir sínar í gengismálum og biðji þjóðina fyrirgefningar á þeirri vitleysu sem þeir hafa staðið fyrir og lofa að standa ekki fyrir henni aftur. í öðru lagi allskonar atriði sem ríkisstjórnin er að fram- kvæma. í þriðja lagi eru þeir á handahlaupum burt frá yfirlýs- ingum sínum um skattana. í stað þess að leggja til að þeir verði allir afnumdir eru þeir nú komnir niður í nokkur hundruð miljónir. Þetta er nú ekki glæsileg sigl- ing. Hún er ánægjuleg fyrir okk- ur. Líka það að Þorsteinn Pálsson ætlar að klæðast búningi aftur- batapíkunnar á haustdögum.“ -Sáf Flmmtudagur 31. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.