Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 7
Strandsiglingar Þjónustan má ekki rýma Guðmundur Einarssonforstjóri Skipaútgerðar ríkisins: Bókhaldsleg útkoma ekki það sama og þjóðhagslegur ávinningur. Samvinna skipafélaganna má ekki leiða tilþess að dregið verði úrþjónustu við norðausturhornið Fyrir réttri viku var undirritað samkomulag um aukna samvinnu þriggja skipafélaga - Eimskipa, Skipadeildar Sambandsins og Ríkisskipa - á sviði strandsigl- inga. Markmiðið með þeirri sam- vinnu er að ná fram aukinni hag- kvæmni í þessum flutningum sem skipta verulegu máli fyrir afkomu fólks á landsbyggðinni og byggða- þróun í landinu. Við undirritun samkomulags- ins ræddu forstjórar Eimskipa og Skipadeildarinnar um að með aukinni samvinnu mætti ná fram meiri hagkvæmni. Það kom einn- ig fram hjá samgönguráðherra að afráðið væri að selja eitt af þrem- ur skipum Ríkisskipa fljótlega og jafnvel fleiri síðar. En hvernig lítur þetta samstarf út af sjónar- hóli Guðmundar Einarssonar forstjóra Ríkisskipa? Eru tíma- mót framundan í rekstri fyrirtæk- isins? Ekki hœgt að auka nýtinguna „Það gæti farið svo. Við höfum á undanförnum árum reynt að koma á auknu samstarfi við hin skipafélögin og það hefur verið töluverð samvinna milli okkar og Skipadeildarinnar og á sínum tíma Hafskipa en minni við Eim- skip. í fyrra vorum við langt komnir með að gera samning við Skipadeildina um samstarf sem hefði sparað tugi miljóna í rekstr- inum en því var slegið á frest þeg- ar samstarf fyrirtækjanna þriggja komst á dagskrá. Hins vegar sé ég ekki alveg hvað átt er við með því að auka nýtinguna í þessum rekstri. Skipin okkar hafa rúmlega 90% hleðslunýtingu frá Reykjavík og það er ekkert hæft í því að skip félaganna þriggja sigli tóm hvert á eftir öðru inn á hafnir landsins. Veikasti hlekkurinn í flutnings- keðjunni er norðausturhornið en í vikulegum ferðum Esju austur um til Raufarhafnar er skipið vissulega hálftómt síðasta spöl- inn. En það fyllist fljótt á baka- leiðinni. Til dæmis eru miklir flutningar á gámafiski frá Austfjörðum til Vestmannaeyja og skipið er iðulega fullt milli Hafnar og Eyja.“ Lítil sem engin samkeppni „Sannleikurinn er sá að það er engin samkeppni milli fyrirtækj- anna nema á stærstu höfnunum og þá eingöngu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestanverðu. Ríkis- skip eru ein um hituna á Austfjörðum og við höldum uppi reglulegum siglingum á fjölda hafna sem hin félögin sinna alls ekki. Ég get ekki séð að það sé raun- hæft að ná öllu meiri nýtingu á flutningsgetu en nú er hjá okkur. Hins vegar er möguleiki að ná sparnaði með samvinnu, ef eitt af okkar skipum er seit og samein- ast um rekstur á einu stærra, eða ef unnt er að bæta flutningum okkar skips á þau stóru skip sem Sambaridið og Eimskip reka á sömu flutningaleið. Við könnun á þessu atriði miðað við flutninga eins og þeir voru í fyrra virtist þetta hægt. Á þessu ári hafa flutningar aukist mikið og þarf því auðvitað að athuga þetta aft- ur. Hvað strandferðaskip ríkisins snertir er því frekar um að ræða hagkvæmni stærðarinnar en aukna nýtingu." Verkaskiptingu breytt „Hins vegar er svo um að ræða fyrirkomulag vöruafgreiðslu hér í Reykjavík sem aðilar eru ekki sammála um. Vissulega er hægt að ná fram hagræðingu í vöruaf- greiðslu með auknu samstarfi. í viðræðum okkar við Skipadeild Sambandsins í fyrra var rætt um samnýtingu á tækjakosti ofl. Vöruafgreiðsla okkar er mjög frábrugðin afgreiðslu millilanda- skipa. Hjá okkur er vörumót- takan að sumu leyti líkari vöruaf- greiðslu flutningabfla en skipa. Mikið er um smáar sendingar og sendingar sem eiga að fara á marga staði, þótt einnig sé um að ræða móttöku á stærri gámum. Þegar skip kemur og fer fulllestað, sem er algengt, geta losaðar og lestaðar einingar farið upp í 800. Gámaskipin sem Eim- skip og Sambandið reka á strönd- inni taka hins vegar eitthvað um 200 gáma og nánast allur flutn- ingur þeirra er í gámum. Vinnu- aðferðir við afgreiðslu skipanna eru því ólíkar. í mars árið 1984 tókum við fyrstir skipafélaga upp ábata- skiptakerfi í vöruafgreiðslunni en það er ein útgáfa af afkastahvetj- andi launakerfum. Þetta keiífi hefur reynst ákaflega vel og skilað mikilli framleiðni- aukningu. í góðri samvinnu við starfsmenn og Dagsbrún hefur okkur tekist að eyða gömlum hefðum um verkaskiptingu. Nú hafa hin skipafélögin tekið upp sams konar kerfi. Við getum tekið við fulllestuðu skipi, losað það og lestað fullt aftur á einum degi. Ef vöruafgreiðsla okkar yrði lögð niður myndi þessi ár- angur glatast. I vikulegum ferðum Esju austur um land er farið allt til Raufarhafnar og snúið við. Ef aftur þarf tvo daga til afgreiðslu skipanna í Reykjavík geta þær ferðir ekki náð lengra en til Seyðisfjarðar eða Vopnafjarðar. Þjónustan við norðausturhornið yrði því í hættu.“ Hlutur strand- flutninga stóraukinn - Hefur ekki orðið töluverð breyting á flutningamynstrinu á undanförnum árum? „Jú, og þvert á það sem haldið er fram í mjög ófagmannlegri skýrslu frá Byggðastofnun í fyrra hafa flutningar með skipum á vegalengdum yfir 300 km aukist gífurlega. í sömu skýrslu er því haldið fram að vegna lagningar bundins slitlags hafi flutningar færst í stórum stfl frá strandferða- skipum til flutningabfla en því fer fjarri. Það hafa orðið mikiar breytingar á samgöngukerfinu og þær hafa ieitt til mikillar aukning- ar á strandflutningum. Helsta breytingin er sú að millilanda- skipin sem áður höfðu viðkomu víða á landsbyggðinni koma nú aðeins við á örfáum höfnum og langmest í Reykjavík. Á þessum höfnum er vörunum safnað sam- an og dreift um landið. Það er erfitt að fullyrða um hlutfallið á milli flutninga með skipum og bflum vegna þess að það hefur engin heildarkönnun verið gerð á bflaflutningunum. En árið 1967 fóru tveir þriðju hlutar vöruflutninga á vegalengd- um yfir 300 km fram með bílum en þriðjungur með skipum. Nú virðist þetta hafa snúist við. Skipin flytja yfir 60% af vörunum en bflarnir liðlega þriðjung. Og inn í þessar tölur vantar olíuflutn- ingana sem fara svo til eingöngu fram með skipum. Ef þeir eru teknir með er hiutfall skipanna 75-80%. Hins vegar eru hæðir og lægðir í þessum flutningum eins og öðr- um atvinnugreinum. Til dæmis má heita að flutningar á bygging- arefni út á landsbyggðina hafi lagst af eftir 1983, það hefur sára- lítið verið byggt síðan. Um svipað leyti drógust flutningar á skreið verulega saman. Þrátt fyrir þann samdrátt sem nú rikir hefur orðið aukning á flutningunum hjá okk- ur um 13% fyrstu sjö mánuði þessa árs, og þegar allt er talið var 14 miljón króna hagnaður af rekstrinum fyrstu sex mánuðina. Við breyttum siglingakerfinu hjá okkur fyrir uþb. áratug en það byggist mikið á þjónustu rnilli landshluta. Margir höfuð- borgarbúar eiga erfitt með að skilja að nokkur staður úti á landi geti haft þörf fyrir flutningasam- band annað en til Reykjavíkur. Þótt flutningsmagnið sé mest milli Reykjavíkur og landsbyggð- arinnar eru mikilvægir flutningar td. milli Akureyrar og Austur- lands. Flutningsþörf Akur- eyringa verður því ekki leyst með ferðum milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar eingöngu." Hallinn úr 60% í 12,5% - Hvernig hefur afkoma fyrir- tækisins verið? „Hún hefur farið batnandi á undanförnum árum. Við höfum þurft að fá styrk úr ríkissjóði og þurfum þess enn. Eigin tekjur fyrirtækisins hafa hins vegar orð- ið æ stærri hluti heildarteknanna. Fyrir nokkrum árum var hallinn sem ríkið þurfti að brúa tæplega 60% af heildarútgjöldum fyrjr- tækisins og voru þá fjármagns- gjöld og afskriftir ekki taldar með en á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var það aðeins 12,5%. f fyrra þurfti ríkið að greiða 60 miljónir króna með rekstri fyrirtækisins og í ár stefnir það í 50 miljónir. Þessu til viðbótar þarf ríkið að greiða 130 miljónir króna í af- borganir og vexti af lánum sem tekin hafa verið vegna fjárfest- inga. Það skekkir hins vegar mynd- ina að fyrirtækið hefur safnað upp vanskilum við ríkisábyrgða- sjóð vegna eldri skulda. Það staf- ar að verulegum hluta af því að á árunum 1982, 1983 og 1985 var framlagið til fyrirtækisins skorið niður við fjárlagagerð þannig að það var í engu samræmi við raun- hæfar áætlanir um reksturinn. Einnig kom til talsvert tap sem við urðum fyrir við gjaldþrot Hafskipa, en við fluttum mikið fyrir það fyrirtæki á sínum tíma. Alls nema þessi vanskil 484 milj- ónum en þar af eru dráttarvextir 319 miljónir. Það er ekki um það að ræða að ríkið skuldi einhverjum þessa peninga heldur er hér nánast um að ræða bókhaldsatriði milli tveggja deilda ríkisins. Á sínum tíma hefur ríkisábyrgðasjóður fengið aukafjárveitingar til að greiða af þessum lánum. Hefðu þær komið til okkar í staðinn væri ekkert vandamál, en eins og mál- in standa skekkir þetta útkomuna hjá okkur. Ég nefndi td. áðan að fyrstu sex mánuði þessa árs hafi orðið rekstrarhagnaður upp á 14 miljónir króna. Það er þrátt fyrir að til gjalda hafi verið færðir dráttarvextir til ríkisábyrgða- sjóðs að fjárhæð 52 miljónir." Stuðlað að hagvexti „Það er svo annað mál hvort um er að ræða taprekstur út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þar þarf að taka fjölmarga þætti inn í myndina. í fyrsta lagi er verulegur sparn- aður af þessari þjónustu. Fyrir því finnur Vegagerð ríkisins ekki minnst. Eftir að við breyttum siglingakerfinu fyrir áratug segist Vegagerðin hafa sparað verulega fjármuni sem áður runnu til snjóruðninga auk þess sem hægt hefur verið að standa fastar á þungatakmörkunum á vorin. í öðru lagi hefur þjónusta okk- ar þau áhrif að halda niðri vöru- verði á landsbyggðinni þvf það er allt að helmingi ódýrara að flytja vörur með skipum á lengstu leiðunum en með bflum. í þriðja lagi stuðlar þjónusta okkar beinlínis að hagvexti. Þar má nefna dæmi af Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkrók og Stál hf. á Seyðisfirði. Stál hf. tók fyrir nokkrum árum þátt í alþjóð- legu útboði á gerð bræðslukerja fyrir áiverið í Straumsvík og fékk verkið. Það hefði verið óhugs- andi ef fyrirtækið hefði ekki notið hagstæðra flutningskjara hjá okkur. í sambandi við samvinnuna við hin skipafélögin vil ég taka fram að við erum full áhuga á slíkri samvinnu. Það þarf að vanda mjög til hennar þannig að árang- urinn verði sá sem að er stefnt. Það sem vekur áhyggjur hjá okk- ur eru ýmsar tillögur sem fram hafa komið og gætu leitt til lakari þjónustu og jafnvel meiri kostn- aðar fyrir ríkissjóð en nú er. Mest hætta er á að þjónustan geti versnað mjög þar sem hún er veikust fyrir, svo sem á norð- austurhorninu. Það má ekki verða,“ sagði Guðmundur Ein- arsson forstjóri. -ÞH Hlutdeild skipa og bíla í vöruflutningum á löngum leiðum (>300 km) innanlands 1967 og 1988 Flug Flug 1967 1988 Guðmundur Einarsson forstjóri með Esjuna í baksýn. Mynd: Jim Smart. Fimmtudagur 31. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.