Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar _______________KLIPPT OG SKORIÐ Staöiö við fyrirheit Mitt í öllu svartagallsrausinu berast þau ánægjuleg tíöindi úr fjármálaráðuneytinu að áætlanir ráðuneytisins um framkvæmd fjárlaga hafi gengið vel eftir. Verulegur árangur hefur náðst við aðhald og sparnað í rekstri ríkisins auk þess sem öflun lánsfjár innanlands hefur farið fram úr vonum. Hér er um að ræða yfirlit yfir afkomu ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins, eða til loka júlí. Samkvæmt því er öflun lánsfjár um þrír miljarðar umfram áætlun og rekstrarafkoma ríkissjóðs rúmum miljarði betri en áætlað var. Þessi bætta staða ríkissjóðs dregur mjög úr þörf á erlendum lántökum eða aukinni seðlaprentun. Staðan gagnvart Seðlabank- anum var neikvæð um einn og hálfan miljarð króna en samkvæmt áætlun var búist við að hún yrði neikvæð um rúma fimm miljarða króna. í fyrra var staðan neikvæð um 5,6 miljarða króna og árin 1987 og 1986 var hún neikvæð um 4,8 miljarða miðað við fast verðlag í júlílok. Sé litið til útgjalda kemur í Ijós að það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í auknu aðhaldi í ríkisrekstrinum hefur náðst og hafa rekstrargjöld ríkisins lækkað um 3% á milli ára. Undanfarin ár hafa rekstrarútgjöld ríkisins hinsvegar aukist um 3-4% á ári. Útgjöld vegna útgreiðslna aukast aftur á móti um 10% á milli ára og er sú hækkun fyrst og fremst rakin til nýrra ákvarðana sem teknar hafa verið vegna kjarasamninga og erfiðrar stöðu útflutningsatvinnu- greinanna. Annarsvegar er um að ræða aðgerðir sem stefna að jöfnuði í samfélaginu, má þar nefna auknar niðurgreiðslur, hærri lífeyrisbætur og meiri greiðslur vegna sjúkratrygginga, og hins- vegar aðgerðir til þess að bæta stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegs eins og endurgreiðsla á söluskatti og meiri breytingar á gengi en ráð var fyrir gert. Þær aðgerðir sem griþið hefur verið til vegna erfiðrar stöðu í atvinnu- og efnahagsmálum og vegna kjarasamninga hafa kostað ríkissjóð tvo og hálfan miljarð króna. Þrátt fyrir það kemur í Ijós að afkoman nú er mun betri en ráð var fyrir gert á fjárlögum og einnig er hún betri ef borið er saman við fyrri ár. Greiðsluafkoma ríkissjóðs er nú óhagstæð um 2,3 miljarða en var á sama tíma í fyrra óhagstæð um 6,5 miljarða. Þessar upplýsingar er fróðlegt að skoða í Ijósi yfirlýsinga Þor- steins Pálssonar, sem var fjármálaráðherra á uppgangsárunum 1986 til 1987. Á þeim árum var staðan gagnvart Seðlabankanum óhagstæð um 4,8 miljarða króna þrátt fyrir að góðæri ríkti. Nú er staðan í miðri kreppunni óhagstæð um 1,5 miljarða króna. Þorsteinn hefur gagnrýnt Ölaf Ragnar Grímsson harðlega og sagt að algjör óstjórn ríki nú í fjármálaráðuneytinu. Segir hann ástandið í ráðuneytinu orðið svo slæmt að ekki sé hægt að taka orð Ólafs Ragnars alvarlega. Reyndar eru flestir flokksbræður Þorsteins hættir að taka hann alvarlega, að minnsta kosti taka þeir ekki yfirlýsingu hans um stefnuleysi flokksins í atvinnu- og efnahagsmálum alvarlega, enda Ijóst að það eina sem þar er boðað er aukinn ójöfnuður í þjóðfélaginu án þess að vandi ríkissjóðs sé leystur. Þegar Þorsteinn sat í fjármálaráðuneytinu var ekkert gert til þess að draga úr ríkisútgjöldum þrátt fyrir að flokkur hans hafi boðað báknið burt. Því síður þorði Þorsteinn að mæta hallanum með því að jafna skattabyrðinni á landsmenn. Nei, Þorsteinn sat með hendur í skauti á meðan fjárlagagatið stækkaði. Það sem af er þessu ári hafa hinsvegar aðgerðirnar verið látnar tala og árangurinn af því er nú sjáanlegur. Þrátt fyrir meiri samdrátt í þjóðfélaginu en ráð var fyrir gert hefur framkvæmd fjárlaga gengið betur eftir en undanfarin ár. Ríkisstjórnin hefur haft kjark til þess að draga saman seglin. Slíkt kann að baka tímabundnar óvinsældir en þjóðin hefur ekki efni á mönnum sem slá um sig með ábyrgðarlausum yfirlýsingum og neita að kannast við fyrri gjörðir sínar. Menn sem kipptu grundvellinum undan atvinnuvegunum og hlupust svo burt frá öllu saman vegna þess að þeir þorðu ekki að kljást við vandann. -Sáf „Eiturlyfjastríð" Undanfarna daga og vikur hafa fréttir af „eiturlyfjastríðinu" í Kólumbíu verið mjög ofarlega í fjölmiðlum: hefur verið skýrt ít- arlega frá mannvígum í landinu sjálfu, alls kyns tilræðum eitur- lyfjaframleiðenda og -smyglara og aðgerðum lögreglu og hers, sem hefur handtekið menn þús- undum saman og lagt hald á leynilegar „verksmiðjur", en einnig frá dyggilegum stuðningi Bandaríkjastjórnar, sem hefur lagt fram fé og vopnabúnað í bar- áttunni. En yfirleitt hafa frásagn- irnar verið í fremur hlutlausum stíl: gengið er út frá þeirri ein- földu staðreynd að eiturlyfja- neysla er nú sívaxandi böl í heiminum, einkum og sér í lagi í Bandaríkjunum, og við þær að- stæður er erfitt að una því að eiturlyfjahringar, sem sjá um að breyta hráefni í eiturlyf og koma því síðan á markað, starfi nánast því fyrir opnum tjöldum í Kól- umbíu og séu þar ríki í ríkinu. En rétt er að gefa gaum að því að þetta mál er talsvert flóknara en margur kann að halda, og á það bæði við um stöðu eitur- lyfjakónganna sjálfra og hand- benda þeirra og svo um viðhorf manna til þess „varnings“ sem þeir eru að falbjóða. Þeir fréttamenn sem sendir hafa verið á vettvang í Kólumbíu herma gjarnan frá því, að þar í landi láti margir sér fátt um finn- ast: þeir segi að það hafi áður gerst að upp hafi verið skorin her- ör og lagt til atlögu gegn ei.tur- lyfjahringunum með brauki og bramli en svo hafi allt hjaðnað niður og runnið út í sandinn, þannig að herferðin virtist að lok- um unnin fyrir gýg. Telji þeir að svo muni einnig fara í þetta sinn. En ekki er víst að þessi svartsýni eigi við rök að styðjast, því sitt- hvað hefur gerst sem veldur því að nú er komin upp ný staða. Töldu sér allt leyfilegt Er það fyrst að telja, að það fer nú saman, að eiturlyfjavanda- málið í Bandaríkjunum er komið á slíkt stig að mönnum finnst nóg komið og almennt er kominn upp vilji til að grípa til hinna róttæk- ustu aðgerða og jafnframt að eiturlyfjakóngar Kólumbíu eru farnir að láta svo dólgslega í heimalandi sfnu að almenningur er orðinn örþreyttur. Þetta tvennt er sennilega tengt. Eftir að hafa stundað iðju sína nokkurn veginn í friði um langt jkeið, þar sem flestar aðgerðir gegn þeim misstu marks, virðast eiturlyfja- kóngarnir hafa verið komnir á þá skoðun, að þeim væri allt leyfi- legt, - þeir kæmust upp með hvað sem væri og gætu fært út kvíarnar eins og þeim þóknaðist. Þá var í auknum mæli farið að reka eiturl- yfjahringana eins og vel skipu- lögð alþjóðafyrirtæki: til að vinna nýja markaði fyrir framleiðslu heimalandsins, þar sem æ fullkomnari „verksmiðjur" voru reistar og starfræktar með aðstoð færustu efnafræðinga, var verðið lækkað í Bandaríkjunum, þannig að eiturlyfin næðu til enn stærri hópa en áður. Jafnframt munu eiturlyfjakóngar Kólumbíu hafa gert bandalag við heróín-fram-1 leiðendur í Austurlöndum um að j markaðssetja „varning“ þeirra í Bandaríkjunum. Þetta er ein ástæðan fyrir því hvernig vand- amálið hefur aukist þar í landi. Jafnhliða þessari þróun fóru eiturlyfjakóngarnir að haga sér í Kólumbíu eins og þeir ættu landið: þeir byggðu upp sitt eigið ríki í ríkinu, höfðu á sínum snær- um flokka af leigumorðingjum, „sicarios", og hikuðu ekki við að myrða alla þá sem voru í þeirra vegi, uns væntanlegur frambjóð- andi - og sennilega sigurvegari - í næstu forsetakosningum féll fyrir kúlum þeirra og mælirinn var fullur. Nú liggur nokkuð beint við að i álykta að starfsemi þessara eitur-' lyfjahringa sé nánast því skrum- I skæling á vinnubrögðum kapítal- ískra fjölþjóðahringa með mikil umsvif, og mætti vafalaust lengi velta vöngum yfir því, en ein hlið- stæðan hefur dregið mikinn dilk á eftir sér: eins og gerist í fjölþjóða- hringum eru fjármálaumsvif eiturlyfjahringanna gífurlega | mikil, og hefur verið talað um þrjú hundruð miljarða dollara. Stór hluti af þessu fé, kannske um hundrað miljarða, er „hvítþveg- inn“ eins og sagt er og er hann þá lagður í ýmislegar fjárfestingar eða settur inn í alþjóðlega fjár- magnskerfið: þetta eru hinir svonefndu „narkó-dollarar“ eða eiturlyfjadollarar. Þeim hefur stundum verið líkt við „olíudoll- arana“, enda ýmsar hliðstæður í þessum fjármagnsstraumum, en munurinn er þó vitanlega sá, að þeir sem standa á bak við eiturl- yfjadollarana og ráða hvert þeim fjármagnsstraumi er veitt og hvernig honum er stjómað eru gersamlega utan við lög og rétt, þeir geta ekki verið eðlilegir aðil- ar í fjármálalífinu. Fyrir bankayf- irvöld og þá sem ráða í fjármála- heiminum er þetta óviðunandi ástand, og hafa ýmsir fréttaskýr- endur haldið því fram að þegar þetta bættist ofan á allt annað hafi það verið dropinn sem olli því að nú flóði yfir barma og látið var til skarar skríða gegn eiturl- yfjahringum Kólumbíu. Hugmyndir um aðra leið Þessi vandamál hafa vitanlega verið lengi í gerjun, þótt þau séu sérlega brýn nú, og er rétt að rifja upp, að stundum hefur verið bent á allt aðra leið til að leysa ýmsa þætti þeirra, en hún er sú að af- nema að meira eða minna leyti bannið við eiturlyfjasölu og -neyslu, gera eiturlyfin sem sé lögleg eins og áfengi. Hafa slíkar hugmyndir skotið upp kollinum bæði til hægri og vinstri í litrófi stjórnmálanna, hjá ýmsum rót- tæklingum á sínum tíma og svo hjá postulum frjálshyggjunnar síðar, en hafa ber þó í huga að þrátt fyrir hliðstæður á yfirborð- inu eru kenningar þessara tveggja aðila gerólíkar og því rangt að rugla þeim saman. Kenningar róttæklinganna byggðust á þeirri hugmynd að reginmunur væri á „léttum" vím- uefnum og „þungum“: væru „létt“ vímuefni eins og cannabis ekki skaðlegri en áfengi og jafnvel skaðlaus að mestu og mætti því leyfa þau, en hvað snerti „þung“ vímuefni eins og kókaín eða heróín mætti gefa eiturlyfjasjúklingum aðgang að þeim undir lækniseftirliti til að losna við ólöglega eiturlyfjasölu og þá glæpastarfsemi sem henni fylgdi. Þessar kenningar miðuðu m.ö.o. að því að draga úr vanda- málum eiturlyfjaneytenda og þótt þær rannsóknir sem gerðar hafa verið tvo síðustu áratugi bendi til að hugmyndin að baki þeirra sé röng og kenningarnar geti því ekki staðist ættu menn ekki að gleyma því hver til- gangurinn var. Kenningar frjálshyggjupostula byggjast hins vegar á þeirri hug- mynd að menn eigi að vera frjáls- ir til að gera það sem þeim sýnist, einnig til að eyðileggja sig með eiturlyfjaneyslu, og myndi það auk þess vera vinnuhagræðing fyrir lögregluna að þurfa ekki lengur að eltast við eiturlyfjasala. Burtséð frá því að þegar eiturlyf eru annars vegar er varla hægt að tala mikið um „frelsi" þess manns sem hefur ánetjast þeim, er þessi kenning ekki annað en uppgjöf fyrir eiturlyfjahringunum og er ekki erfitt að spá fyrir um afleið- ingar uppgjafar af því tagi. e.m.j. Þjóðviljinn Síöumúla 6'108 Reykjavík Sími: 681333 Ktröldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgafufélag Þjóðviljans. Ritstjórf: Ami Bergmann. Fréttostjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar (pr.)f Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigrfður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðsiu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Ðárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax: 68 19 35 Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskitftarverð é mánuði: 1000 kr. 4 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 7. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.