Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 2
________________FRETTIR_______________ Sjálfsbjörg Vel heppnað söfnunarátak Múgur og margmenni tók á móti Sjálfbjargarfélögunum á Lækjartorgi á föstudag eftir fimm daga velheppn’- aðan akstur í hjólastólum frá Akureyri. Mynd: ÞÓM. fatlaðra hefur aukist. Það hefur framhaldið verður, en við mun- einhvern hátt, sagði Jóhann Pét- ekki verið tekin ákvörðun hvert um örugglega fylgja þessu eftir á ur Sveinsson. -grh Patreksfjörður Veðhafar með Stálskipum Fulltrúi Byggðastofnunar sat hjá Við erum hirninlifandi yfir þeim viðtökum sem við feng- um frá landsmönnum í söfnunar- átaki okkar um helgina og okkur sýnist að safnast hafi um 10 - 12 miljónir króna. Þó mun endan- legt uppgjör ekki liggja fyrir fyrr en í lok mánaðarins, sagði Jó- hann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar. I síðustu viku gekkst landssam- band fatlaðra, Sjálfsbjörg, fyrir landssöfnun meðal almennings sem náði hápunkti á föstudag þegar fjórir hjólastólakappar komu til borgarinnar eftir fimm daga ferðalag frá Akureyri. Til- gangur hjólastólaferðarinnar var að kynna málstað Sjálfsbjargar og vekja athygli á baráttumálum fatlaðra en ekki síst til að afla fjár til þeirra fjölmörgu óleystu verk- efna sem brenna á fötluðum. Þar rís einna hæst að geta lokið við byggingu Sjálfsbjargarhússins við Hátún sem hefur verið í bygg- ingu í 23 ár. Að sögn Jóhanns verður ráðist strax í að koma fyrir brunavarn- arkerfi í Sjálfsbjargarhúsinu og koma sundlauginni í gagnið á nýj- an leik. Hvað fleira yrði gert mundi ráðast af því hversu vel fólk stæði við stuðningsloforðin sem það gaf í hita leiksins þegar söfnunin stóð sem hæst. Þegar Sjálfsbjörg fór þess á leit við dómsmálaráðuneytið að fá leyfi fyrir söfnunarátakinu 8. september var ráðuneytið búið að úthluta Hjálpræðishernum þá daga, en Herinn hliðraði til fyrir Sjálfsbjörgu, og vill félagið af þeim sökum færa Hjálpræðis- hernum sérstakar þakkir fyrir. - Stuðningur landsmanna við okkur var mjög almennur og þyk- ir sýnt að skilningur á málstað Afundi uppboðshaldara með stærstu veðhöfum í togarann Sigurey BA var samþykkt að ganga að tilboði Stálskipa í togar- ann og var fyrirtækinu gefinn þriggja vikna frestur til að ganga frá kaupunum. Með þessari ákvörðun voru fulltrúar frá Fisk- veiðasjóði og Landsbanka en full- trúi Byggðastofnunar sat hjá. Þessi ákvörðun kom forráða- mönnum Stapa hf. á Patreksfirði verulega á óvart þar sem þeir höfðu sent skeyti til uppboðs- haldarans að þeir myndu standa við sitt fyrra tilboð. En svo virðist sem fulltrúar Fiskveiðasjóðs og Landsbanka hafi talið hagsmun- Um sínum betur borgið með því að taka tilboði Stálskipa en Stapa hf. Gangi þessi ákvörðun stærstu veðhafana eftir er næsta víst að togarinn og kvóti hans sé að fullu og öllu genginn út greipum Patr- eksfirðinga. -grh Lífeyrissjóður Vesturlands Kært til ríkissak- sóknara Þrjú verkalýðsfélög á Vesturlandifarafram á opinbera rannsókn á starfsemi Lífeyris- sjóðsins Verkalýðsfélögin í Borgarnesi, Ólafsvík og Búðardal skrifuðu ríkissaksóknara bréf í gær þar sem þau óska eftir opinberri rannsókn á starfsemi Lífeyris- sjóðs Vesturlands er taki til bók- halds, skráningu lífeyrissjóðs- greiðslna, greiðslu iðgjalda, lán- veitinga og ávöxtunar sjóðsins á fjármunum sínum. Þá er þess ennfremur farið á Ieit við embætti ríkissaksóknara að sérstaklega verði fjallað um ábyrgð stjórnar sjóðsins, banka og endurskoðanda Lífeyrissjóðs | Vesturlands. j í bréfi verkalýðsfélaganna til ríkissaksóknara segir einnig: „Þrátt fyrir viðleitni fjármála- ráðuneytisins til að sinna erindi verkalýðsfélaganna frá 31. maí hefur ekkert komið í ljós sem get- ur komið í veg fyrir opinbera rannsókn.“ Að sögn Jóns A. Eggertssonar formanns verkalýðsfélagsins í Borgarnesi hefur fjármálaráðu- neytið ekkert samband haft við viðkomandi verkalýðsfélög. Þau gáfu ráðuneytinu frest á fundi 25. júlí til 10. september til að skila skýrslu um framvindu þess verks sem Gunnar Zoega, löggiltum endurskoðanda og Ara Edwald lögfræðingi í fjármálaráðuneyt- inu var falið að vinna um starf- semi Lífeyrissjóðsins að kröfu félaganna. -grh Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu á fyrsta fundi sínum. Mynd: Ró- bert Ágústsson. Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu Á síðasta þingi voru sett ný lög um Félagsmálaskóla alþyðu. Sam- kvæmt þeim er nann nú rekinn á vegum Alþýðusambands Islands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja en Menningar- og fræðslusam- band alþýðu annast reksturinn. Fyrir nokkru skipaði fé - lagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, skólanefnd á grundvelli nýju laganna og eiga í henni sæti fjórir fulltrúar tilnefndir af MFA, einn tilnefndur af ASÍ, einn af BSRB en ráðherra skipar einn án tilnefning- ar. í nefndinni eiga sæti Karl Steinar Guðnason formaður, Guðmund- ur Hilmarsson, Pétur A. Maack, Rannveig Guðmundsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Þóra Hjaltadóttir og Ogmundur Jónasson. Skákþing Islands hefst í dag Keppni hefst í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í dag, þriðju- dag, kl. 18 og verður keppt í húsakynnum Utsýnar í Mjódd. Tólf manns keppa um titil ís- landsmeistara: Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jónsson, Sigurður Daði Sigfús- son, Guðmundur Gíslason, Jón G. Viðarsson, Ágúst S. Karlsson, Þröstur Árnason og Rúnar Sig- urpálsson. Keppt verður á hverj- um degi fram til 24. september, að mánudeginum 18. og laugar- deginum 23. frátöldum en þá eiga keppendur frí. Taflið hefst kl. 18 á virkum dögum og kl. 15 um helgar. Reykjanesbraut þarf að lagfæra Bæjarstjórn Njarðvíkurbæjar samþykkti nýlega ályktun um ástand Reykjanesbrautar. Skorar bæjarstjórnin á ríkis- stjórnina að „láta nú þegar hefj- ast handa við gerð áætlana um breikkun brautarinnar eða aðrar þær úrbætur sem auka megi ör- yggi vegfarenda og fækka slys- um“. I ályktuninni segir að ástand brautarinnar sé „slíkt að nú, þegar skammdegi gengur í garð er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af málinu. í votviðrum er brautin beinlínis hættuleg yfirferðar vegna hins mikla slits sem orðið er á henni, og algengt að bifreiðar fljóti upp. Þar eð einungis er ein akrein í hvora átt er framúrakstur mjög algengur og við slíkar aðstæður er hann stórhættulegur." Ný umferðarljós á Hverfisgötu í dag, þriðjudag, kl. 14 verður kveikt á tvennum nýjum umferð- arljósum í Reykjavík. Önnur eru á horni Hverfisgötu og Klappar- stígs en hin á mótum Hverfisgötu og Vitastígs. Þá er verið að sam- stilla gangbrautarljós á Miklu- braut og Hringbraut við nærliggj- andi umferðarljós. Þegar er búið að samstilla gangbrautarljós á Miklubraut við Reykjahlíð og á Hringbraut við Landspítala og á næstunni verður það sama gert við ljósin við Tónabæ og á móts við Umferðarmiðstöðina. Við þetta lengist biðtími gangandi vegfarenda og verður svipaður og biðtími þeirra sem ganga yfir Miklubraut á ljósastýrðum gatnamótum. Gönguferð um Laugarnes Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands efnir til vettvangsferðar um Laugarnes síðdegis í dag, þriðju- dag, kl. 17.15. Lagt verður upp frá Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar og gengið um í uþb. klukkustund. Með í för verður maður frá Borgarskipulagi sem segir frá því hvað fyrirhugað er að gera við nesið og einnig verður rætt um hugmyndir þess efnis að gera nesið að útivistarsvæði. Þjóðlegt námskeiðahald Nú er tími námskeiða og annars skólastarfs að hefjast og á hverj- um degi streyma inn tilkynningar um alls kyns námskeið. Það er dans, málanám, hannyrðir, ýms- ar útgáfur af meðhöndlun sálar og líkama, matreiðsla og fjöl- margt annað. Og sum námskeið- in eru þjóðlegri en önnur. Þannig er Ættfræðiþjónustan að hefja nýtt starfsár en hún býður upp á 5-7 vikna byrjenda- og fram- haldsnámskeið í gerð ættartölu og niðjatals. Flest námskeiðin verða haldin í Reykjavík en einn- ig í Garðabæ, Búðardal og víðar á landsbyggðinni þar sem næg þátt- taka fæst. Þá er Heimilisiðnaðar- skólinn að hefja sitt tíunda starfs- ár en markmið hans er að varð- veita gömul íslensk vinnubrögð á sviði heimilisiðnaðar og finna þeim stað í nútímanum. í októ- berbyrjun hefjast námskeið í tó- vinnu, almennum vefnaði og myndvefnaði, útskurði, þjóð- búningagerð, almennum fata - saumi, barnafatasaumi, bóta- saumi, útsaumi, knipli, almennri prjónatækni, prjóni, tauþrykki, jurtalitun, kviksjá, kertagerð, körfugerð og pappírsgerð. Verðhækkunum mótmælt Ýmsir hafa orðið til að mótmæla þeim miklu verðhækkunum sem urðu um síðustu mánaðamót. Þar á meðal er trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. Telur ráðið það vera skyldu ríkisvaldsins að sjá svo um að hækkanir á verði helstu neysluvara almennings séu aldrei meiri en almennar kauphækkanir á hverjum tíma. Ráðið bendir á að „verðhækkanir á landbúnað- arvörum eru síst til þess fallnar að leysa margumtalaðan vanda landbúnaðarins, heldur myndi heppilegra að nota fjármuni, sem varið er til svonefndra útílutn- ingsbóta til að lækka vöruverð innanlands og auka þannig sölu ...Það er líka besta leiðin til að tryggja vinnufrið í landinu." Neytendasamtökin taka í sama streng í ályktun og mótmæla öllum áformum um að hækka verð á kjötvörum nú um miðjan mánuðinn. Samtökin vitna í ný- legan aðalfund Stéttarsambands bænda þar sem fjallað hafi verið um hátt verðlag á landbúnaðaraf- urðum og leiðir til að lækka það. „Það telst ekki trúverðugt hjá bændasamtökunum ef fyrsta að- gerð eftir þennan fund, er stór- hækkað verð á þessari nauð- synjavöru," segir í ályktun sam- takanna. Nýr forstjóri Alafoss hf. Jón Sigurðarson sem verið hef- ur forstjori Álafoss hf. frá því fyr- irtækið var sameinað Sambands- verksmiðjunum hefur nú látið af því starfi en í hans stað hefur ver- ið ráðinn Ólafur Ólafsson. Ólafur er viðskiptafræðingur og hefur um árabil starfað að markaðs- og sölumálum á ullar- vörum erlendis, ma. hjá sölufyr- irtæki Sambandsins í Bandaríkj- unum og hjá Álafoss USA. Ekki er ákveðið hvenær forstjóra- skiptin verða en Jón Sigurðarson mun flytjast til Reykjavíkur og taka við rekstri fyrirtækisins Fiskafi •'ða hf. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.