Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF í hádegishléi milli ríkisstjóma Ummyndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar með aðild Borgaraflokksins gætu orð- ið einhver mestu mistök sem gerð hafa verið í stjórnmálum um langt skeið. Arkitektar þessarar nýju stjórnar eru formenn stjórn- arflokkanna þriggja, Steingrím- ur, Jón og Ólafur og um margt hefur þeim farist líkt og Bakka- bræðrum í viðleitni við að tryggja völdin. Þar eð ég greiddi atkvæði í miðstjórn Alþýðubandalagsins gegn þessari ráðagerð og hafði gert það áður margsinnis í þing- flokki, tel ég rétt að gera lesend- um Þjóðviljans grein fyrir af- stöðu minni og helstu rökum sem búa á bak við. Ég minni á, að ég studdi stjórn- armyndunina haustið 1988 og vænti nokkurs af þeirri stjórn. Þessi stjórn Steingríms Her- mannssonar kom nokkru til leiðar af ætlunarverkum sínum það tæpa ár sem hún var við völd, en mikið vantaði þó á að hún næði því flugi sem vonir stóðu til. Ástæðurnar eru margþættar, en mestu skipti þó að ekki var höfð- að til baklandsins, sem átti að bera stjórnina uppi, fólks í stjórnmálaflokkunum sem að henni stóðu og alþýðuhreyfinga í landinu. Alltof lítið var gert í málum landsbyggðarinnar, ef frá er talinn barningurinn við að rétta við stöðu sjávarútvegsfyrir- tækja og góður sprettur í sam- göngumálum. Stefnumörkun varð útundan í stað þess að einbeita sér að stefnumörkun til frambúðar og reyna að stilla saman milli stjórn- arflokkanna í helstu málum urðu formennirnir fljótt uppteknir af því að leita að viðbótarstuðningi við stjórnina. Sjónir þeirra beindust einkum að Borgaraflok- knum, sem strax við stjórnarm- yndunina í september 1988 hafði sýnt mikinn áhuga á ráðherra- stólum. Alþýðubandalagið vísaði þá þeim kaleik frá með sérstakri sanfljykkt í miðstjórn flokksins og Ólafur formaður taldi þá af og frá að stjórn „jafnréttis og félags- hyggju“ fengi risið undir nafni með slíkri viðbót. Síðan hefur Borgaraflokkur- inn verið í upplausnarástandi. Formennirnir hjálpuðust dyggi- lega að við að koma „gúrú“ Borg- 'araflokksins, tilgangi hans og grundvelli til útlanda í sendi- herrastöðu í París. Jafnframt var spáð í reyturnar sem eftir sátu hnípnar án tilgangs og leiðsagnar á Álþingi íslendinga og hlutu auðvitað að leita sín í hverja átt- ina, eins og raun varð á. Flakatrúss inn í stjórnarráðið Það var hins vegar með öllu ástæðulaust og hið mesta óráð að fara að snúa sér að þessum höfuð- lausa her sem flokki og bjóða honum til þátttöku í ríkisstjórn landsins. Hvers átti Stefán Val- geirsson að gjalda og samtök hans, að fá ekki í sinn hlut ráð- herrastól sem einn af burðarásum ríkisstjórnarinnar, en snúa sér að flakatrússi eins og Borgara- flokknum og bjóða honum jafnvel þrjá ráðherrastóla?! Það er reyndar aðeins fastheldni krat- anna, þeirra Jóns Sigurðssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, í völd og vegtyllur fyrir að þakka að Borgaraflokkurinn er ekki kominn með þrjá heldur tvo ráð- herra inn í ríkisstjórn landsins. í stað þess að nota fyrrihluta þessa árs og sumarið í það að fylkja baklandinu um brúklega stjórnarstefnu gegn íhaldsöflun- um í landinu, sáu oddvitar ríkis- stjórnarinnar sálugu fjölmiðlum fyrir langri framhaldssögu. Efni hennar var um endalaúsan þæf- Hjörleifur Guttormsson skrifar ing: kaffifundi, kvöldfundi, leynifundi og veiðisögur, þar sem „hugsjóna“forysta Borgara- flokksins var að máta hina og þessa stóla, og er nú undir haust komin niður á tvo þeirra. Það er sér að láta reyna á stuðning við góð og nauðsynleg málefni og rjúfa hiklaust þing og efna til kosninga, ef stjórnarandstaðan sameinuð hefði brugðið fyrir þau fæti. Líkurnar á því að það gerð- hótanir eru óþolandi. í ljósi þró- unar í alþjóðamálum ætti nú að vera hér unnið að því af stjórnvöldum að losa landið við erlendar herstöðvar og á alþjóða- vettvangi ætti ísland að leggjast á „Hin sáluga ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar átti þann kostaðfylkja liði sínu um málefni og ganga glaðbeitt tilþings með sæmilegt veganesti. Þar átti hún að láta reyna á þingstyrk, tala út til fólksins ílandinu og afhjúpa holhljóminn í málflutningi Sjálfstœðisflokksins. ” ekki við reyturnar af Borgarafl- okknum að sakast þótt þær leiti sér skjóls undir vetur. Þetta er verk forystumanna stjórnarf- lokkanna, sem skutu yfir þá skjólshúsi. Óbreytt stjórn miklu vænlegri En var ríkisstjómin á vetur setjandi? spyrja menn. Skorti hana ekki meirihluta til að koma málum fram? í því sambandi er nærtækt að vísa til þess sem gerð- ist á síðasta þingi. Þá tókst ríkis- stjórninni að koma öllum sínum málum í höfn á Alþingi, sem á annað borð var samstaða um í stuðningsflokkum hennar og raunar einnig ágreiningsmálum og þá með stuðningi stjórnarand- stöðunnar. Þingmenn úr Borg- araflokki hlupu undir bagga í efnahagsmálum, Kvennalistinn í húsbréfamálum og sjálft íhaldið hafði oft ekki fyrir því að beita sér af alvöru gegn stjórninni, sat t.d. hjá við fjárlagaafgreiðslu. Engin sólarmerki voru um að á þessu yrði breyting á komandi þingi. Útilokað má telja að óbreytt stjórnarandstaða hefði náð saman um nefndakjör í þing- inu. Síðastliðið vor slitnaði upp úr öllu samstarfi milli Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks við kjör í ráð og stjórnir. Þannig blasti við að ekki myndi reyna á hlutkesti við nefndakjör í Neðri deild eins og í fyrra og óbreytt stjórn gat haldið þar forystu fyrirhafnar- lítið. Ef ekki hefði verið gengið á eftir Borgaraflokksreytunum í sumar með tilboðum um stjórn- arþátttöku, hefði stjórnin átt auðveldan leik að vinna stuðning einstakra þingmanna úr þeirra röðum við einstök þingmál eins og í fyrra. Vegna bónorðanna í sumar hækkaði hins vegar pundið í Borgurunum og þeim var gefið tækifæri til að fara að líta á sig sem „flokk“ á ný og jafnvel með hlutverk. Þetta sérkennilegasta viðrini í íslenskum stjórnmálum síðari ára, jafnvel að Bandalagi jafnaðarmanna meðtöldu, er þannig búið að fá tækifæri til að sprikla enn um sinn, að þessu sinni með fótfestu í Stjórnar- ráðinu. Nú munu færast upp á himininn ýmsar nýjar stjörnur úr öskustó Borgaraflokksins og jafnvel gamlir símastaurar gætu farið að syngja og ímynda sér að þeir verði grænir aftur, líkt og Tómas kvað forðum. Afhjúpa átti Sjálfstæðisflokkinn Hin sáluga ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar átti þann kost að fylkja liði sínu um málefni og stefnu og ganga glaðbeitt til þings með sæmilegt veganesti. Þar átti hún að láta reyna á þing- styrk, tala út til fólksins í landinu og afhjúpa holhljóminn í mál- flutningi Sjálfstæðisflokksins. Síðan hafði stjórnin það í hendi ist voru litlar, en styrkur stjórnar- innar var ekki síst að tefla út frá naumum þingmeirihluta og stilla stjórnarandstöðunni upp fyrir málefnum. Sjálfstæðisflokkurinn er afar berskjaldaður og safnar nú fylgi út á lýðskrumið eitt og treystir á að fólk sé ekki lang- minnugt. Óútkljáð stórmál Sá kostur að tefla út frá naumum meirihluta á Alþingi er nú ekki lengur fyrir hendi. f stað- inn er komin ný ríkisstjórn, sem að forminu til hefur drjúgan meirihluta á bak við sig. I öllu kappinu við að safna þessu liði hefur hins vegar orðið útundan hjá forystu stjórnarflokkanna að átta sig á þeim málum sem stuðn- ingsliði ríkisstjórnarinnar er ætl- að að fylgja fram. Ný ríkisstjórn tekur við óuppgerðum stórmál- um, sem vanrækt var að fjalla um og Ieita samkomulags um í hinni fyrri. Halda menn að það verði auðleystara verk nú, eftir að burðarásarnir á stjórnarheimil- inu eru orðnir fimm að formi til? Af nógu er þar að taka og ég leyfi mér að nefna hér nokkur dæmi. ★ Evrópubandalagið. Fyrir næstu áramót geta menn þurft að svara þeirri spurningu, hvort ís- land eigi með öðrum EFTA- ríkjum að leggja út í sameigin- legar og formlegar samningavið- ræður við Evrópubandalagið um sameiginlegt markaðssvæði. Þingnefnd sem átti að leggja fram stefnu fyrir Alþingi í þeim málum hefur verið höfuðlaus frá miðju sumri, eftir að Jón Hannibalsson sendi Kjartan Jóhannsson í út- legð til Genfar. Hér eru á ferð- inni einhver stærstu og vanda- sömustu mál sem við höfum stað- ið frammi fyrir í sögu lýðveldis- ins. ★ Erlend stóriðja. Það hefur lengi verið dagskrármál valda- manna Sjálfstæðisflokksins að auka hér erlenda stóriðju og krat- ar hafa dinglað þar með og hluti af Framsóknarflokknum. Undir forystu Jóhannesar Nordals hafa nefndir unnið að því frá árinu 1983 að telja að auka hér erlenda álbræðslu. Innan fárra vikna get- ur svo farið að Jón Sigurðsson leggi frágenginn pakka á borð ríkisstjórnarinnar og biðji þingið um að stimpla hann í vetur. Þar er talað um meira en tvöföldun ál- bræðslu útlendinga í Straumsvík og tilheyrandi virkjanir á Suður- landi, alls framkvæmdir upp á um 50 miljarða króna! ★ Hernaðarframkvæmdir hafa verið í fullum gangi hér- lendis, bundnar samningum frá fyrri ríkisstjórn. í stjórnarsátt- mála er ákvæði um að „ríkis- stjórnin mun ekki gera nýja samninga um meiri háttar hem- aðarframkvæmdir". Þrátt fyrir þetta klifar Jón Hannibalsson utanríkisráðherra á því, að hann hyggist heimila undirbúning að varahernaðarflugvelli. Slíkar sveif með afvopnun á öllum svið- um. * Byggðamálin. í byggðamál- um hallar stöðugt undan fæti. Þau mál hafa verið tekin vett- lingatökum af stjórnvöldum um langa hríð. Alltof lítið var þar að gert af síðustu ríkisstjórn og enn á ný eru sýndir sömu orðalepparn- ir. Komandi vetur, fjárlagagerð og stjórnvaldsaðgerðir munu skera úr um það, hvort ríkis- stjórnin fótar sig í byggðamálun- um og tryggir í reynd leiðréttingu á því misrétti sem landsbyggðar- fólkið býr við á fjölmörgum svið- um. Stefnan í atvinnumálum, landbúnaði, sjávarútvegi og iðn- aði skiptir afar miklu í þessu sam- hengi, en einnig félagsleg þjón- usta og launakjör fólksins sem starfar í undirstöðugreinum. ★ Samneysla og niður- skurður. Þeir ytri erfiðleikar sem við er að fást í þjóðarbúinu gera það enn brýnna að menn vandi sig við ráðstöfun takmarkaðs fjármagns og leiti leiða til aukinn- ar tekjuöflunar. Mikið skortir á að siglingaljósin sem ríkisstjórnin ætlar að fylgja varðandi ríkis- fjármál og samneyslu séu skýr og yfirveguð. Fyrir vinstri flokk eins og Alþýðubandalagið er þar mikið í húfi að vel takist til og að sjónarmið jafnaðar, mennta og menningar ráði ferðinni. Yfirlýs- ingar eins og heyra mátti á dög- unum frá formanni Alþýðuflok- ksins um að stytta ætti framhalds- skólann um eitt ár í sparnaðar- skyni, eru dæmi um háskalega vegvillu og fávísi. Meirihluti um hvað? Styrkur meirihluti að baki landsstjórninni er gott veganesti, ef menn ná að stilla saman og ávinna sér traust. Ég vil vera hreinskilinn við þá sem halda eiga um stjórnvölinn í nýrri ríkis- stjórn með því að benda þeim á veilurnar og hættuna á að fjarað geti undan þeim fyrr en varir, ef menn gá ekki að sér. Veilurnar eru augljósar nú við myndun nýrrar stjórnar. Alþýðu- bandalagið getur fyrr en varir staðið frammi fyrir stórmálum, þar sem stefnt er þvert gegn stefnu flokksins og baráttumál- um. Þá mega menn ekki hika við að láta á reyna og varpa úrskurði til kjósenda, ef ekki er tekið tillit til sjónarmiða sem okkur er ætlað að fylgja fram. í hádeginu 10. september 1989 Hjörleifur Guttormsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Þriðjudagur 12. september 1989 ÞJÓÐVILdlNN — SÍÐA 5 Stelngrímur Svavar Alþýðubandalagið í Reykjavík Getafélags- hyggjuflokkarnir stjórnadA áerfið- leikatímum? Almennur stjórnmálafundur Þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra eru framsögumenn á almennum stjórnmálafundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík miðvikudaginn 13. sept. kl. 20.30 Fundarefni: Geta félagshyggjuflokkarnir stjórnað á erfiðleika- tímum? Að loknum framsögum ráðherranna verða almennar umræður og þeir svara fyrirspurnum. Þetta er opinn fundur sem verður haldinn í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri: Stefanía T raustadóttir formaður Alþýðubandalagsins I Reykjavík. Stefanía Allir velkomnlr Stjórn ABR Alþýðubandalagið Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandakagsins á Suðurlandi verður dagana 7. og 8. október í Vík i Mýrdal. Nánar auglýst síðar Stjórn kjördæmisráðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.