Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN"" Hvernig líst þér á nýju ríkisstjómina? Snorri Snorrason verkamaður: Mér líst illa á hana. Mér finnst hún vera stefnulaus að öllu leyti gg einn allsherjar skrípaleikur. Ég gæti trúað að hún sæti út kjör- tímabilið en þó vona ég að svo verði ekki. Óttar Ingimarsson sjómaður: Mér líst ágætlega á hana. Ég held að hún verði starfhæfari en fyrirrennari hennar og vonandi verður núna hægt að taka sterkar á efnahagsvanda þjóðarinnar en áður. Þá tel ég að hún nái að sitja út kjörtímabilið. Sigríður Jónsdóttir nemi MH Mér líst ekki alveg nógu vel á hana og þá sérstaklega út af þátt- töku Borgaraflokksins sem gerir ríkisstjórnina alltof borgaralega af félagshyggjustjórn að vera. Ásdís Haraldsdóttir læknaritari: Mér finnst hún alveg vonlaus. Samspil fimm flokka getur aldrei gengið. Samsteypustjórn tveggja flokka getur blessast en óskastaðan er að fá hér eins- flokksstjórn sem stæði og félli með gerðum sínum. Guðmundur R. Kristinsson nemi í Versló: llla. Of margir flokkar og vitlaus stefna. Ég hefði frekar viljað fá kosningar þar sem spilin hefðu verið stokkgð uppá nýtt. PIÓÐVILIINN Þriðjudagur 12. september 1989 154. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Kanadísku nemarnir ásamt Svavari Gestssyni og Vigdísi Finnbogadóttur fyrir framan skútuna. Mynd: Jim Smart. y Skólaskip A siglingu í 5 mánuði Kanadískir menntaskólanemar ferðast um heiminn á skútu Svavar Gestsson og Vigdís Finnbogadóttir skoða aðbúnað nemanna um borð í Pogoria. Mynd: Jim Smart. Pólsk skúta með 30 kanadíska menntaskólanema lét úr höfn í gær eftir tæplega vikudvöl hér- lendis og var ferðinni heitið til Grænlands. Nemarnir hafa verið á siglingu í einn og hálfan mánuð og eiga eftir að vera í þrjá og hálf- an í viðbót. Siglingin er liður í námi krakkanna, en er þó ekki skylda heldur sækja þau um þetta sérstaklega. Krakkarnir eru á aldrinum 16- 19 ára, og þau voru hin hressustu þegar forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir og Svavar Gests- son menntamálaráðhera, heim-' sóttu þau í skútuna. Þeim Vigdísi og Svavari var sýnd skútan og að- búnaður nemanna um borð og þá gafst krökkunum tækifæri á að spyrja um ísland og íslenska menntakerfið. Svavar Gestsson sagði nemun- um örlítið af sögu landsins og menningu, og sagði íslendinga vera stolta af hvorutveggja. Svav- ar var spurður að því hvort rétt væri að aðeins einn háskóli væri á landinu og að íslenskir nemar færu utan til náms. Svavar svar- aði því til að það væri rétt að einn háskóli væri, en þó væri annar lítill á Akureyri. Það væri líka rétt að íslendingar færu til mútlanda í nám, en það væri af hinu góða, því það nám og sú reynsla sem þeir öðluðust þar kæmt sér vel hér heima. Krakkarnir flugu frá Kanada til Póllands og hófu ferðina þar. Skútunni, sem heitir Pogoria var siglt þaðan til' Svíþjóðar, þá til Sovétríkjanna, Finnlands, aftur til Svíþjóðar, Noregs, Skotlands, Hjaltlandseyja og svo hingað. Að sögn nemanna var siglingin hing- að mjög slæm. Þau fengu leiðin- legt veður og flest urðu sjóveik. Héðan var ferðinni svo heitið til Grænlands, þaðan til Kanada og endað á Jamaica. Um borð í skútunni sem er 47 metra löng, 22 metrar á breidd og með 17 segl, stunda krakkamir ýmis störf auk námsins. Þau vinna á fjögurra tíma vöktum og sögðust ekki fá mjög mikinn svefn. Vinnan væri erfið og mikil. Alls eru um borð 47 manns, nem- arnir 30 og svo áhöfn, kennarar og kokkar. Auk vinnunnar eru krakkarnir í námi. Þau læra sjáv- arlíffræði, félagsfræði, mann- fræði og fleiri fög, og kynna sér sögu landa og þjóða sem þau heimsækja. Kennslustofan um borð er afar lítil og það þarf að skipta hópnum í tvennt, þannig að kennslan fer fram fyrir og eftir hádegi. Kanadíska ræðisskrifstofan hafði samband við Fjölbrauta- skólann við Ármúla og bað um að nemarnir fengju að koma í skólann. Þar fengu kanadísku nemarnir að kynnast íslensku skólakerfi, þeim var sagt frá landi og þjóð og haldin var íþróttahátíð þar sem keppt var í handbolta, fótbolta og blaki. Þá fóru nem- endur og kennarar Ármúlaskóla með krakkana til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og þau dvöldu í þrjá daga í Þórsmörk. Nemunum leist vel á ísland, þrátt fyrir leiðinlegt veður og sögðu að það væri margt sem hefði komið þeim á óvart. Þau hefðu búist við mun frumstæðara þjóðfélagi en hér er. Að lokum bað Vigdís Finnbogadóttir fyrir kveðju til Kanada þar sem hún var í opinberri heimsókn fyrir stuttu. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.