Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Skoðanakannanir Alliballi vinnur á Alþýðubandalagið með bestu útkomu í skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar í 2 ár. Ólafur Ragnar Grímsson: Óánægjufylgi Sjálfstæðisflokks er ekkert til að óttast Iskoðanakönnun Félagsyísind- astofnunar Háskóla Islands sem stofnunin gerði fyrir Morg- unblaðið, segjast 12,6% þeirra sem svöruðu myndu kjósa Al- þýðubandalagið yrði kosið á morgun. Þetta er ekki nema tæpu prósenti frá því fylgi sem flokkur- inn fékk í Alþingiskosningum árið 1987, en þá hlaut flokkurinn 13,4% atkvæða. Fylgi ríkis- stjórnarinnar hefur hins vegar aldrei verið minna, eða 25,4% og Sjálfstæðisflokkurinn á vísan stuðning 44% kjósenda sam- kvæmt könnuninni. Fylgi Fram- sóknarflokks er tæpu prósenti minna en í kosningunum og fylgi Alþýðuflokksins hefur snar- minnkað. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði niðurstöðu þessarar könn- unar vissulega jákvæða, þó erfitt væri að draga afgerandi ályktanir út frá einni könnun. Það sé þó athyglisvert að þessi niðurstaða sé sú langbesta sem Alþýðu- bandalagið hafi fengið í könnun- um Félagsvísindastofnunar í 2 ár. Könnunin komi í kjölfar könnu- nar Dagblaðsins í síðasta mán- uði, sem einnig hafi gefið Al- þýðubandalaginu hagstæðustu útkomu Dagblaðskannana í tvö ár. Það er eftirtektarvert að mati Ólafs Ragnars, að könnun Fé- lagsvísindastofnunar sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina er mestur hjá kjósendum Alþýðu- bandalagsins af stuðnings- mönnum stjórnarflokkanna. Þess vegna væri ánægjulegt að niðurstaða miðstjórnar um síð- ustu helgi væri í samhengi við vilja kjósenda flokksins. Könnun Félagsvísindastofnunar og DV staðfestu að flokkurinn væri á réttri leið. Sjálfstæðisflokknum er spáð miklu fylgi og 50,3% þeirra sem tóku afstöðu í könnun Félagsvís- indastofnunar segjast andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar. Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa áhyggj- ur af þessu. Ríkisstjórnin væri að fara í gegnum erfiðleikatímabil og þó Sjálfstæðisflokkurinn væri í einhverja mánuði safnrétt óá- nægju, væri það ekki áhyggju- efni. „Ég held að fari eins fyrir skoðanakannanafylgi Sjálfstæð- isflokksins og sams konar fylgi Kvennalistans fyrir ári,“ sagði Ólafur Ragnar. Eins og áður er fylgi Borgara- flokksins nánast ekkert í könnu- ninni, eða 1,4%. Flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í kosningum 1987. Framsóknarflokkur fær 17,6% fylgi í könnuninni, var með 18,9 í kosningunum, Al- þýöuflokkur 8,9% en var með 15,2% í kosningunum og Sjálf- stæðisflokki er spáð 44% eins og áður segir en fékk 27,2% í kosn- ingunum. Fylgi Kvennalista er aðeins yfir kosningaúrslitum. í könnuninni fær hann 13,4% en var með 10,1% í kosningunum. í úrtaki Félagsvísindastofnun- ar voru 1.500 manns á aldrinum 18-75 ára og fengust svör frá 1,049, sem er mjög gott sam- kvæmt þeim vísindalegu kröfum sem settar eru um skoðanakann- anir. -hmp Faxamarkaður Hátt fiskverð lokkar Bjarni Thors: Ekkertsem bendir til að fisk- verðfari lœkkandi. Utgerðarmenn selja í rík- ari mceli á innlendum mörkuðum en erlendis og hið sama á við um gámafiskinn - Mér sýnist sem útgerðar- menn reyni að selja æ meira af afla báta sinna og skipa hér heima Sambandið Stjórnin ekki kölluð saman „Það eina sem ég veit um þessa greiðsluerfiðleika Sambandsins sem fjölmiðlar hamra á, er úr fjölmiðlunum sjálfum,“ sagði Hörður Zóphaníasson ritari stjórnar Sambandsins við Þjóð- viljann í gær. Hörður sagðist taka þessar upplýsingar fjölmiðla mátulega hátíðlega vegna fyrri reynslu af umfjöllun þeirra um Sambandið. En vissi Hörður ekki að Citi- bank hefði sagt upp lánum Sam- bandsins? „Nei.“ Hefur ekki verið haldinn stjórnarfundur í Sambandinu um greiðsluerfiðleika fyrirtœkisins? „Nei. Síðasti fundur sem hald- inn var fjallaði um söluna á hlutabréfum Sambandsins í Sam- vinnubankanum." Barþessi mál ekki ágóma þar? „Nei.“ Hefur verið boðaður fundur stjórnar Sambandsins um þessi mál? „Nei.“ Ékki tókst að ná í Ólaf Sverris- son formann stjórnar Sambands- ins í gær. -Sáf fremur en að sigla með hann utan og selja hann þar. Hið sama virð- ist vera upp á teningnum hvað varðar útflutning með fisk í gám- um. Astæðan er fyrst og fremst sú að fískverð er hátt hérlendis og ekkert sem bendir til þess að það komi til með að lækka á næstunni nema síður sé, sagði Bjarni Thors framkvæmdastjóri. Mikil umskipti til hins betra hafa orðið hjá Faxamarkaði en var á síðasta ári. Það sem af er árinu hafa 14.700 tonn af fiski verið seld á markaðnum sem er miklum mun meira en selt var þar allt síðasta ár. Á því ári seldist kílóið af þorskinum á 42 krónur en fyrstu átta mánuðina í ár hefur meðalverðið verið í 47 krónum. í ágústmánuði seldist þorskkflóið á 48 krónur að meðaltali og í mán- uðinum á undan á um 50 krónur. Bjarni sagði að þar sem fyrirsjá- anlegt væri að minni afli bærist að landi á seinni hluta ársins þar sem margir ættu lítið eftir af kvóta væri það næsta víst að fiskverð yrði hátt í vetur hér sem erlendis. - Menn vilja auðvitað ekki að kvóti þeirra rýrni um 25% við það eitt að selja aflann erlendis ef þeir geta fengið sambærilegt verð hér heima, sagði Bjarni. Aðspurður um frágang og gæði þess fisks sem berst á markaðinn með bílum frá landsbyggðinni sagði Bjarni hann vera yfirleitt mjög góðan. Fisknum væri raðað í kör, ísaður og kæmi í lokuðum bílum með kæligeymslum. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Gengið skráð með til- liti til rekstrarafkomu útflutnings- ogsam- keppnisgreina. Ríkis- stofnanir á lands- byggðina. Virðis- aukaskattur í tveimur þrepum. Fjármagns- markaðurinn aðlag- aður að breyttum að- stœðum í Evrópu. Af- nám lánskjaravísi- tölu. Skattlagning fjármagnstekna. Um- hverfismálaráðuneyti fyrir áramót. Ráðu- neytum fœkkað í 11 r Mynd Kristinn Ahersla á aukinn hagvöxt og lægri framfærslukostnað Með inngöngu Borgaraflokks- ins í ríkisstjórnina gerðu þcir fimm flokkar sem standa að ríkisstjórninni með sér sérstakt samkomulag um stjórnarsam- starf sem er viðbót við málefna- samning fráfarandi ríkisstjórnar. Samkomulagið birtist í heild sinni hér á eftir. Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Borg- araflokkur og Samtök jafnréttis og félagshyggju hafa ákveðið að standa saman að ríkisstjórn landsins. Mun hún stafa á grund- velli málefnasamnings, sem aðil- ar hafa gert með sér. Sérstök áhersla er lögð á að auka hagvöxt á næstu misserum, lækka fram- færslukostnað, draga úr fjár- magnskostnaði og bæta umhverf- ið. Atvinna og hagvöxtur Aðstæður í efnahagslífinu krefjast raunhæfra aðgerða af hálfu ríkisvaldsins sem stuðli að öflugum hagvexti hér á landi á næstu árum. Mikilvægt er að auka hagkvæmni í hefðbundnum atvinnugreinum og skapa vaxtar- skilyrði fyrir nýjar. Sérstakt átak verður gert til að efla íslenskan iðnað, m.a. í tengslum við sjávar- útveg. Útlfutningsfyrirtækjum verður veitt aðstoð við gerð út- flutningssamninga og stuðlað að markaðsátaki m.a. í heims- hlutum, sem lítið hefur verið sinnt til þessa. Ríkisstjórnin mun fylgja fram- sækinni atvinnustefnu. Sérstök áhersla verður lögð á tæknifram- farir og æskilega þróun byggðar í landinu. í því skyni verður haft samráð við aðila vinnumarkaðar- ins og sveitarfélögin við í landinu. Gengi íslensku krónunnar verður skráð með tilliti til rekstr- 'arafkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina og með hliðsjón af viðskiptajöfnuði við útlönd. Hugað verður að flutningi ríkisstofnana frá höfuðborgar- svæðinu til annarra landshluta. Framfærslu- kostnaöur Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að lækka framfærslu- kostnað heimila, með því m.a. að: 1. Gera reglulegar samanburð- arathuganir á verði algengra neysluvara hér á ladi og í ná- lægum löndum og birta al- menningi fliðurstöður. 2. Stuðla að hagkvæmari inn- flutningsverslun og kanna leiðir til að lækka verð á inn- fluttri neysluvöru. 3. Endurskoða verðmyndun á orku með það að markmiði að jafna orkuverð og efla inn- lendan orkubúskap. 4. Virðisaukaskattur taki gildi um næstu áramót eins og lög gera ráð fyrir. Hann verði í tveimur þrepum. Á smásölu- stigi verður þó aðeins eitt skatthlutfall, til að tryggja ör- uggari skattskil. í lægra skatt- þrepi verður mjólk, kjöt, fisk- ur og innlent grænmeti og önnur mikilvæg matvæli sem tæknilega er unnt að lækka með fyrirhugaðri fram- kvæmd, enda leyfi svigrúm fjárlaga það. Með þessu móti er að því stefnt að lækka verð á nauðsynlegustu innlendum matvælum og verður niður- greiðslum hagað í samræmi við það. 5. Endurskoða kjarnfóðurgjöld og lækka þannig að matvæli framleidd með kjarnfóðri lækki í verði. 6. Við endurskoðun og fram- kvæmd búvörusamnings, verði markmiðið að fram- leiðslan lagi sig að innlendri eftirspurn og verð landbún- aðarafurða lækki, m.a. með betri nýtingu þeirra fjármuna, sem varið er til landbúnaðar- mála. 7. Athuga vandlega hvernig nota megi húsaleigubætur eða styrki til að bæta stöðu hinna lakast settu og jafna aðstöðu milli þeirra sem búa í eigin húsnæði og leiguhúsnæði. Fjármagns- kostnaður í því skyni að auka sparnað og lækka vexti og fjármagnskostnað verður áfram unnið að umbótum á skipulagi innlends fjármagns- markaðar. Áhersla verður Iögð á að auka eiginfjármyndun í fyrir- tækjum og viðskipti með hluta- bréf og að endurskoða skipulag fjárfestingarlánasjóða. Verður m.a. lögð áhersla á eftirfarandi: 1. íslenski fjármagnsmarkaður- inn verður aðlagaður breytt- um aðstæðum í Evrópu m.a. með því að rýmka heimildir innlendra aðila til að eiga við- skipti við erlenda banka án ríkisábyrgðar, og njóta fjár- magnsþjónustu þannig að inn- lendar lánastofnanir fái að- hald. Markmið þessarar að- lögunar er að lækka fjár- magnskostnað fjölskyldna og fyrirtækja, enda verður þess vandlega gætt að ekki skapist óstöðugleiki á innlendum fjár- magns- og gjaldeyrismörkuð- um. 2. Stefnt verður að því að af- nema innlendar vísitöluvið- miðanir í lánssamningum eins fljótt og unnt er. Miðað verð- ur við að árshraði verðbólgu verði innan við 10 af hundraði á sex mánaða tímabili. Vísi- tölutenging fjárskuldbindinga til langs tíma verður athuguð sérstaklega og þess gætt að markaðsstaða spariskírteina ríkissjóðs veikist ekki. Áfram verður heimilt að gengis- tryggja lánssamninga. 3. Dregið verður úr ábyrgð ríkis- ins á fjárfestingarlánasjóðum. Sjóðunum verður fækkað og starfsemi einstakra sjóða ekki bundin ákveðnum atvinnu- greinum eins og nú er. Kann- að verður hvort bankakerfið geti í ríkara mæli yfirtekið starfsemi fjárfestingarlána- sjóðanna. 4. Fjölskyldum í fjárhagserfið- leikum vegna húsnæðiskaupa verður veitt aðstoð með skuld- breytingum í bönkum og sparisjóðum og hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. 5. Skattlagning fjármagnstekna, eignatekna og launatekna verður samræmd. Vaxtatekj- ur af almennum sparisjóðs- bókum í bönkum og sparisjóð- um og á sambærilegum reikn- ingum verða þó undanþegnar skattheimtu. Hæsta þrep eignaskatts verður lækkað samhliða þessum breytingum og tekjutenging eignaskatta athuguð. 6. Kannaðar verða leiðir til að örva viðskipti með hlutabréf. Með sköttum verði tíma- bundið stuðlað að fjárfestingu í hlutafé og kannað með hvaða hætti megi auka eiginfjár- myndun í atvinnulífinu. 7. Veiðlagsstofnun verður falið að birta reglulega niðurstöður kannana á fjármagnskostnaði í afborgunarviðskiptum og af öðrum neytendalánum. Umhverfi Ríkisstjórnin leggur áherslu á að koma skipulagi umhverfis- verndar í viðunandi horf á kjör- tímabilinu. í því skyni verður, fyrir næstu áramót, m.a. komið á fót umhverfisráðuneyti sem fer með yfirstjórn þeirra mála. Breytingar á lögum um Stjórnarráð íslands Flokkarnir eru sammála um að leggja fyrir Alþingi svo fljótt sem unnt er frumvarp til Iaga um breytingar á Stjórnarráði íslands, er geri ráð fyrir að fækka ráðuneytum í 11. Að öðru leyti en að framan greinir mun ríkisstjórnin starfa á grundvelli málefnasamnings ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar frá 28. september 1988.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.