Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 5
1 Hallmar Sigurðsson: Ég er ekki sammála því að íslenskt leikhús sé í neinni lægð. Mynd: Kristinn. ■ Borgarleikhúsið um veginn sama fjarlægð frá sviðsbrún til aftasta sætis og er þar. - Ég er ekki sammála því að íslenskt leikhús sé í neinni lægð. Við höfum til dæmis aldrei upp- lifað leikár með jafn mörgum frumsýningum og í fyrra. Ég skil ekki það fréttamat að það skuli ekki vera jafn fréttnæmt og jafnvel fréttnæmara en tíma- bundnir erfiðleikar leikhússins. En þannig er það alltaf. Ef ein- hversstaðar er að finna veikan blett er eins og það megi enda- laust hamra á honum, hins vegar gleymist jákvæð hlið málsins gjarnan. Hvað heldurðu að sé besta leiðin til að ná til áhorfenda? - Það er ekki til nein tilbúin lausn á hvernig á að reka leikhús sem nýtur hylli áhorfenda. Veigamesti þátturinn liggur kannski í verkefnavali, í leikrit- um sem höfða til fólks og hafa með þess líf og tilvist að gera. Það hefur lengi verið okkar stefna að sýna íslensk verk og á þessu fyrsta leikári verðum við eingöngu með íslensk leikrit, en ég held að þessi grundvallarregla gildi líka um er- lend leikrit. Þau verða fyrst og fremst að búa yfir einhverju sem kemur fólki við hér og nú, en það er oft óskaplega erfitt að sjá til botns í svona málum og skil- greina hvers vegna eitthvert ákveðið verk gengur en annað ekki. - Mestur vandinn við að reka leikhús af þessari stærð er að halda niðri almennum rekstrar- kostnaði og sjá til þess að yfir- byggingin verði ekki of mikil, það er að minnsta kosti það markmið sem við höfum sett okkur. En þó ekki sé hægt að taka um það á- kvarðanir hjá leikhússtjórn eða leikhúsráði að leikhús verði eitthvað sem áhorfendur eiga og Spennandi ævintýri Hallmar Sigurðsson: Ekki til nein tilbúin lausn á hvernig á að reka leikhús - Viö erum bara með svona eðlilegan glímuskjálfta, segir Hallmar Sigurðsson Borgarleikhússtjóri, en sem kunnugt er tók Leikfélag Reykjavíkur við Borgar - leikhúsinu nýja um síðustu helgi. - Við vitum að þessu nýja leikhúsi fylgja auknar kröfur um að við stöndum okkur vel, og ger- um sjálf til okkar miklar kröfur og því fylgir eðlilega einhver glímuskjálfti, sem er nauðsyn- legur til þess að maður taki á hon- um stóra sínum og leggi sig fram um að gera eins vel og maður get- ur. Nú eru liðin ein fjórtán ár síðan teikningar að hiísinu voru sam- þykktar. Hefur það ekki úrelst á þeim tíma sem hefur tekið að byggja það? - Nei, síður en svo. Þeir sem að hönnun leikhússins stóðu fóru á sínum tíma nánast í heimsreisu til að kynna sér nýjustu leikhús- byggingarnar og höguðu sínum tillögum eftir því. Frá þeim tíma hefur ekki mikið gerst í leikhús- byggingum. Að vísu hefur síðan einhversstaðar komið fram svo- kallað svartkassa eða blackbox leikhús, sem er sveigjanlegra, en slíkt léikhús miðast við það að verið sé með sömu sýninguna kannski í eitt ár, en þannig er okkar rekstur ekki. Það má held- ur ekki gleyma því að litla sviðið er mjög svegjanlegt leiksvið og svarar þeim þörfum, sem við kynnum að hafa fyrir slíkt. - Þó það séu vafalaust til fullkomnari leikhús en Borgar- leikhúsið í heiminum í dag er all- ur okkar tæknibúnaður með því besta sem gerist. En hönnun hússins er miðuð við það að hér sé rekið „repertoire" leikhús, eða leikhús með ákveðnum verkefna- fjölda yfir veturinn þar sem fleiri en ein sýning er í gangi í einu, og sem slíkt finnst mér Borgarleik- húsið mjög vel heppnað. Þegar umræðan reis hvað hæst um húsið skrifaði bæði leikhúsfólk og ark- itektar um það í blöðin, en kann- ski vantaði alveg í þá umræðu að tekið væri tillit til hvers konar leikhús væri verið að byggja. Undanfarna mánuði hefur mikið verið talað um kreppu leikhússins og að erfitt sé að fylla salina. Hefði ekki verið hentugra að vera með fleiri litla sali í stað þess að vera bara með einn lítinn (100-200 sœti) og svo stóran (570 sœti)? - Þetta eru auðvitað hlutir sem endalaust má velta fyrir sér og gagnrýna. En ég held að það hefði orðið miklu dýrara í fram- kvæmd að vera með marga litla sali. Stærri salurinn er að mörgu leyti mjög hagkvæmur. Þetta er bæði spurning um framkvæmda- og byggingarkostnað og eins rekstrarhagkvæmni, þegar kem- ur að því að reka leikhúsið. Það er alltaf ákveðinn fastakostnaður við uppsetningu á leikverki þó það sem er fram yfir það sé breytilegt eftir verkum. Én það er mjög erfitt að láta lítinn sal standa undir þessum kostnaði eins og við fengum að reyna í Iðnó. Þar sýndum við þegar mest var sex kvöld í viku allt leikárið en jafnvel þannig gat verið erfitt að fá dæmið til að ganga upp. Verkefnavalið mikilvægast - Þó erfitt sé að meta það fyrir- fram held ég að stóri salurinn sé nær því að vera hentug stærð en salurinn í Iðnó, þó hann sé sjálf- sagt í minnsta lagi til að reka hér viðamikla söngleiki og óperur, enda er Borgarleikhúsið fyrst og fremst hugsað fyrir leikrit. Mér finnst öll hönnun hússins hafa tekist mjög vel, ekki síst stóra sal- arins þar sem öllum sætum er gert jafn hátt undir höfði Þar er hlý- legt andrúmsloft, þú sérð nokk- urn veginn jafn vel sama hvar þú situr, svo frá sviðinu myndast góð tengsl við salinn. Og þó hann sé stærri en salurinn í Iðnó er nokk- láti sig einhverju varða, held ég að slíkt gerist fyrst og fremst í gegnum verkefnaval. Hafið þið markað einhverja á- kveðna stefnu um hvernig þið œtlið að ná til áhorfenda á þessu fyrsta leikári? - Þetta er auðvitað mál sem er mikið rætt hér í húsinu, en það er ekki hægt að gera neinar áætlanir fram í tímann, því þú veist ekki í dag hvernig samfélagsmyndin kemur til með að líta út árið 1990. Það sem kemur til með að ráða okkar stefnu er annars vegar til- finning okkar fyrir samfélaginu eða markaðnum, eins og menn eru farnir að kalla það, og hins vegar tilfinning leikhússins fyrir sögunni og fyrir sjálfu sér. Við lesurn mikið af leikritum og reynum að stuðla að því að ný leikrit séu skrifuð, kynnum okk- ur það nýjasta sem er að gerast í leikhúsheiminum í dag og reynum að leggja niður fyrir okk- ur hvaða áhrif tiltekin verk myndu hafa á áhorfendur og þá sem við vinnum með. íslenskt leikár - Ef hægt er að tala um ein- hverja ákveðna stefnu, þá er hún að stækka áhorfendahópinn. Við vitum til dæmis að stærstur hluti áhorfenda er fólk frá þrítugu og uppúr, að því að ég held af öllum stéttum, - sem betur fer. Þennan áhorfendahóp erum við að vinna að því að stækka, til dæmis með því að ná betur til barna og ung- linga. Nú er mikið rœtt um vanda Pjóðleikhússins, sem hingað til hefur verið stœrsta leikhús lands- ins. Ertu ekkert hrœddur um að þið lendið í sama vandanum? - Mér er illa við að vera með einhvern samanburð. Vandi Þjóðleikhússins hefur verið blás- inn út. Því er ætlað að gegna ákveðnu forystuhlutverki, það er beinlínis kveðið á um það í lögum. Þar af leiðandi hlýtur það alltaf að vera undir smásjánni. Mér finnst gagnrýni hafa keyrt úr hófi síðustu árin, ekki síst síðasta misserið þegar endalaust hefur verið klifað á neikvæðri gagnrýni. Þessi neikvæða um- fjöllun er frekar til þess fallin að auka vanda leikhússins en að stuðla að því að leysa hann, því ef alltaf er verið að tala um það sem aflaga fer hætta menn að trúa því að nokkuð gott sé gert. En nú verður ykkar rekstur mun umfangsmeiri en verið hef- ur, hafið þið gert einhverjar áœtl- anir um hvernigþið œtlið að mæta því? - Það verður þá fyrst og fremst með okkar verkefnavali eins og ég talaði um áðan. Þar að auki erum við svo heppin að það fer ekki á milli mála að Leikfélagið á sér dygga stuðningsmenn út um borg og bý. Annars er okkar rekstraraukning, eða aukning á því framboði sem við verðum að hafa kannski ekki eins mikil og fólk virðist halda. Við höfum ver- ið með mjög mikla starfsemi í mörg ár, mun umfangsmeiri en bara salinn í Iðnó. Við vorum með sýningar í Austurbæjarbíói árum saman og rákum Skem- muna í tvö ár svo Borgarleikhús- ið þýðir ekki endilega að við aukum okkar umsvif stórkost- lega. Hvað œtlið þið að sýna á þessu fyrsta leikári í nýju húsi? - Við fylgjum þeirri stefnu, sem Leikfélagið markaði fyrir löngu að gera íslenskri leikritun sem hæst undir höfði. Við byrjum leikárið með tveimur leikritum, sem Kjartan Ragnarsson skrifaði upp úr tveimur fyrstu bókum Heimsljóss eftir Halldór Lax- ness. Fyrsta frumsýning verður á litla sviðinu, það er Ljós heimsins, sem Kjartan leikstýrir, og tveimur dögum síðar verður Höll sumarlandsins frumsýnd á stóra sviöinu í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Svo höfum við jafnvel á prjónunum að takast síðar á við þriðju og fjórðu bók- ina. - Síðan erum við með nýtt barna- og fjölskylduleikrit eftir Benóný Ægisson, sem Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir. Þetta er leikrit sem fékk fyrstu verðlaun í barnaleikritasamkeppni, sem við stóðum fyrir í fyrra í tilefni af opnun Borgarleikhússins. Við verðum með nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson og annað leikrit, líka nýtt, eftir Sigurð Páls- son. Og svo er það verðlauna- leikritið úr leikritasamkeppninni í fyrra eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Hvernig leggst framtíðin í Borgarleikhúsinu í þig? - Þetta er ævintýri sem er bara að byrja og við vitum ekki hvem- ig endar. En það er út af fyrir sig spennandi að takast á við eitthvað nýtt og óráðið. Þetta nýja leikhús gerir að verkum að við verðum að hugsa hlutina upp á nýtt og það á vafalaust eftir að leiða okkur til nýsköpunar. LG Miðvikudagur 13. september 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.