Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 12
■■SPURNINGIN™ Er SÍS aö fara á haus- inn? Óskar Jónsson ellilífeyrisþegi: Já, mér líst þannig á ástandið hjá þeim, en það veldur mér ekki neinum vonbrigðum. Ef Sam- bandið rúllar yrðu afleiðingarnar vafalaust afdrifaríkar fyrir marga. Ágústa Jónsdóttir husmóðir: Já, ég hef heyrt að Sambandið sé nálægt því að fara á hausinn og ég er ekkert hissa á því. Þó held ég að því verði bjargað fyrir horn vegna þeirra afleiðinga sem það mundi hafa fyrir hinar dreifðu byggðir landsins þar sem at- vinnuítök Sambandsins eru mikil. Ása Ingólfsdóttir húsmóðir: Nei, það ætla ég að vona ekki. Sambandið hefur fyllilega rétt á sér og má alls ekki fara á haus- inn. En ef svo skyldi fara yrðu afleiðingarnar hroðalegar fyrir allt þjóðfélagið. Sóiveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur: Nei, það vona ég ekki. Ef Sam- bandið fer á hausinn mundi það hafa áhrif til hins verra á atvinnu- lífið í dreifbýlinu sem má alls ekki við frekari erfiðleikum en eru þar nú. ngibjörg Ingadóttir afgreiðslukona: Mér fyndist það ekkert skrítið þar sem mér finnst alltof mikil verð- mætasóun vera hjá Sambandinu og því ekki vera rétt stjórnað. bjóoviuiNN Miðvikudaaur 13. seDtember 1989 155. tölublað 54. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Guðmundur Jónsson er yfirverkstjóri endurbóta Bessastaðastofu. Hann fór ma. með yfirverkstjórn endurbóta Viðeyjarstofu, dómkirkj- unnar og gamla Iðnskólans eftir brunann. Hér sýnir hann skemmdir á gólfbitum og hvernig bráðabirgðaviðgerð með steinsteypu hefur hleypt meiri fúa í viðinn en ella. Bessastaðir Bústaður forseta fúinn Efri hœð Bessastaðastofu illafarin. 50 milljónir í viðgerðir á þessu ári. Stœrri opinberar móttökuráhrakhólum. Óvísthvort verki verðilokið fyrir komu Bretadrottningar Nú eru hafnar viðgerðir á efri hæð Bessastaðastofu sem er mjög illa farin af fúaskemmdum. Alþingi hefur ákveðið að setja 50 milljónir í þetta verkefni á þessu ári en ljóst er að frekari framlög þurfa að koma til á því næsta. Verktakar reikna ekki með að viðgerðuin og endurbótum verði lokið fyrr en seint á næsta ári og segir Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, að forsetaembættið verði að sníða sér stakk eftir vexti hvað varðar opinberar móttökur á viðgerðartímanum. Elísabet II Bretlandsdrottning er væntanleg í opinbera heim- sókn til íslands á vormánuðum. Kornelíus sagði að reynt yrði að flýta verkinu þannig að hægt verði að taka á móti drottningu að Bessastöðum. Helgi Bergs er formaður nefndar á vegum forsætisráðu- neytisins, sem sér um yfirstjórn verksins fyrir hönd ráðuneytis- ins. Hann sagði við blaðamenn á Bessastöðum í gær, að Alþingi hefði sýnt mikinn skilning á nauðsyn þess að gera upp Bess- astaði og mikilvægt væri að flytja þann skilning út til þjóðarinnar. Fyrirhugað er að rífa þakhæð og kvisti Bessastaðastofu og loft yfir fyrstu hæð, en burðarviðir eru illa farnir af fúa og mikill leki kominn að þaki óg kvistum. Áformað er að að hlaða vesturkvist upp að nýju lítið eitt breyttan og austur- kvistur hússins á að hverfa. Þakið verður að öðru leyti endurbyggt í óbreyttri mynd og úr upphaflegu timbri eftir því sem kostur er. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt er arkitekt að verkinu ásamt Húsameistara ríkisins. Hann rakti sögu hússins stuttlega fyrir blaðamönnum í gær. Það er með elstu húsum landsins, 225 ára ga- malt en það var byggt á árunum 1761-1766 fyrir Magnús Gíslason amtmann. Húsið er því nátengt dönsku konungdæmi á íslandi. Á þessum tíma var konungur í Dan- mörku Friðrik V. Fyrir hans tíð sagði Þorsteinn að mikill drungi hefði legið yfir dönsku þjóðinni. Upplýsingastefnan var í al- gleymingi í tíð Friðriks V sem hafði ákaflega mikinn áhuga á leikhúsi og konum og hafði gam- an af því að byggja. Það var einn- ig yfirlýst stefna danskra stjórnvalda á þessum tíma að bæta húsakost íslendinga. Byggingarkostnaður hússins fór langt fram úr áætlun, þannig að slíkar uppákomur eru ekki nýjar á íslandi. Fullreist kostaði húsið 4.300 ríkisdali, sem þótti mikið fé. Saga hússins er um margt merkileg. Þar var ma. Latínuskólinn á árunum 1805- 1846, Grímur Thomsen keypti það árið 1867 og bjó þar til dauðadags, en faðir hans hafði verið skólaráðsmaður við Latínu- skólann og seinna eignaðist Skúli Thoroddsen, sýslumaður á ísa- firði, Bessastaði. Það varð bú- staður ríkisstjóra 1942 og seinna forseta fslands árið 1944. Eftir breytingarnar verður miðbik efrihæðar Bessastaða- stofu einn salur en kamesin í norður- og suðurenda verða gerð upp svo gott sem í upprunalegri mynd. Forseti íslands kemur ekki til með að búa á efri hæðinni eins og verið hefur. Það þykir ekki hentugt fyrir þann sem gegn- ir forsetaembætti, að búa yfir helsta móttökustað embættisins og þá er íbúðin á efri hæðinni heldur ekki mjög stór. Fyrirhug- að er að byggja embættisbústað forseta á lóð Bessastaða en engar áætlanir eru til um hvenær af þeirri byggingu verður. -hmp Skýli verður byggt yfir Bessastaöastofu á meðan á viðgerðum stend- ur, til að verja innréttingar hússins skemmdum. Myndir: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.