Þjóðviljinn - 19.09.1989, Side 2
FRETTIR
Erró
Slær
öll met
Stórkostleg lista-
verkagjöftil Reykja-
víkurborgar. Að-
sóknarmet á sýning-
una. Allar myndir
seldar
Erró hefur afhent Reykjavík-
urborg höfðinglega listaverka-
gjöf; um tvö þúsund verk, sem
spanna nánast allan hans feril allt
frá æskumyndum til mynda frá
undanförnum árum. Auk lista-
verkanna fylgja gjöfinni skissu-
og dagbækur, bréfasafn, ljós-
myndir og fleira, sem kasta Ijósi á
listamannsferil Errós. Er fyrir-
hugað að safnið verði kjarninn í
nýrri listamiðstöð, sem sett verð-
ur upp á Korpúlfsstöðum.
Erró býr nú til skiptis í Thai-
landi, í París og á Mallorca. Hann
mun lengi hafa haft í huga að gefa
Reykjavíkurborg listaverkin, en
það hefur tekið sinn tíma að
koma safninu saman. Engin skil-
Síld
Samið við Svía og Finna
Kaupafyrirfram 60- 70þúsund tunnur, miðað við síldina hausskorna
og slógdregna. Ennfremurýmsar tegundir afflakaðri síld
Samningar hafa tekist við
helstu saltsíldarinnflytjendur
í Svíþjóð og Finnlandi á kaupum
á 60 - 70 þúsund tunnum á kom-
andi vertíð. Söluverð á hefð-
bundnum tegundum hækkar um
6% - 7% frá fyrra ári en það er
eins og áður í sænskum krónum
og finnskum mörkum.
Þegar eru hafnar samningaum-
leitanir um fyrirframsölu á salt-
aðri sfld til Sovétríkjanna, en for-
mlegar samningaviðræður hafa
ekki enn hafist og liggur ekki
ennþá fyrir hvenær Sovétmenn
verða tilbúnir til þeirra viðræðna.
í frétt frá Sfldarútvegsnefnd
Nýliðastarf SVFI
Slysavarnasveitin í Reykjavík er
nú að hefja nýliðastarf vetrarins.
Hefst það með kynningarfundi í
húsnæði sveitarinnar, Gróubúð,
Grandagarði 1 kl. 20 í kvöld,
þriðjudag. Ávallt er tekið vel á
móti nýliðum sem vilja taka þátt í
slysavarnastarfi, en í fyrra var
sveitin kölluð út 33 sinnum og at-
hafnaði sig jafnt á sjó og landi.
kemur fram að eins og á undan-
förnum árum hafa sænskir og
finnskir kaupendur nokkurn frest
til að staðfesta endanlegt samn-
ingsmagn en þó er búist við að
það verði svipað og selt var með
fyrirframsamningum á síðast-
liðnu ári eða samtals 60 - 70 þús-
und tunnur, miðað við sfldina
hausskorna og slógdregna. En
um er að ræða allmargar tegundir
þar á meðal ýmsar tegundir af
flakaðri sfld.
Á undanförnum árum hefur
tekist í vaxandi mæli að selja
saltsfldina til Norðurlanda flak-
aða, ýmist ferskflakaða á söltun-
arstöðvunum eða flakaða eftir að
Pósthúsið R-9
flytur í Mjódd
Póstútibúið R-9 sem þjónar elsta
hluta Breiðholtsins, þe. Bökkum
og Stekkjum, hefur nú verið flutt
af Arnarbakka 2 í nýtt húsnæði í
Mjódd. Er heimilisfang útibúsins
nú Þönglabakki 4 en það hús
verður í framtíðinni skiptistöð
SVR. í útibúinu verður veitt öll
hún er fullverkuð. Aðdragandi
þessara breytinga er þó orðinn
alllangur, en vöruþróun þessi
varð öll auðveldari eftir að til-
raunastöð Sfldarútvegsnefndar
tók til starfa fyrir 4 árum. Frá
þeim tíma hafa um 55 þúsund
tunnur af fullverkaðri sfld verið
teknar þar til ýmiskonar flaka-
vinnslu fyrir erlenda markaði,
þar af 25 þúsund tunnur frá síð-
ustu vertíð. Miðað við núverandi
gengisskráningu er áætlað að út-
flutningsverðmæti þeirrar sfldar
sem unnin hefur verið á stöðinni
frá byrjun, hafi aukist um 140
miljónir króna.
-grh
venjuleg þjónusta, þám. póstfax,
forgangspóstur og sala símtækja.
Pósthólfum verður fjölgað úr 308
í 420 og geta leigjendur haft að-
gang að þeim frá 8-23 alla daga.
Afgreiðslutími útibúsins verður
hins vegar sá sami og fyrr, þe. frá
8.30-16.30 alla virka daga nema
fimmtudaga, þá verður opið til
kl. 18. Starfsmenn í útibúinu eru
26 og útibússtjóri Soffía Jóns-
dóttir.
Hlíf Svavarsdóttir nýbúin að fá
Petrusjka verðlaunin í fyrra. (dag
tekur hún við Bjartsýnisverð-
launum Bröstes.
Bjartsýnisverðlaun
Hlíf fær
verðlaun
Bröstes
Verðlaunin afhent í
ráðhúsinu í Lyngby
í dag
Hlíf Svavarsdóttir listdans-
stjóri Þjóðleikhússins tekur í dag
við Bjartsýnisverðlaunum Bröst-
es (Bröstes optimistpris). Verða
verðlaunin, 30 þúsund krónur
danskar, afhent í ráðhúsinu í
Lyngby, Danmörku í dag.
Verndari Bjartsýnisverðlaun-
anna er frú Vigdís Finnbogadótt-
ir og eru þau veitt íslendingi einu
sinni á ári. Var fyrsta verðlauna-
afhendingin árið 1981, en þá
hlaut Garðar Cortes óperusöngv-
ári Bjartsýnisverðlaunin. Verð-
launahafi í fyrra var Einar Már
Guðmundsson, en árinu áður
Guðmundur Emilsson hljóm-
sveitarstjóri.
LG
Erró og verkið, sem í framtíðinni mun prýða Borgarleikhúsið nýja.
Myndir: Kristinn / Jim Smart.
yrði fylgja gjöfinni af hálfu Errós,
en hinsvegar fyrirheit um fleiri
verk er fram líði stundir.
Óhætt er að segja að Reykvík-
ingar hafi verið gripnir Erróman-
íu um helgina því þá sáu sýningu
hans á sjötta þúsund manns. Á
mánudagsmorguninn klukkan
ellefu var sjötta þúsundinu náð
og rúmlega það, og er það að-
sóknarmet að sýningu á Kjarvals-
stöðum yfir eina helgi. Ef svo
heldur sem horfir slær Erró að-
sóknarmet Picassos, en sýning-
una á verkum hans að Kjarvals-
stöðum sáu í allt 18 þúsund
manns.
Allar myndirnar á sýningunni
eru seldar og var reyndar hluti
þeirra seldur áður en sýningin var
opnuð á laugardaginn. Meðal
lukkulegra eigenda nýrrar mynd-
ar eftir Erró er Borgarleikhúsið
nýja, en sú mynd mun hafa verið
pöntuð hjá Erró þegar hann
sýndi hér síðast, árið 1985.
LG
Mjólkurdeilan
Hætla á mjólkurskorti
Hundruðum þúsunda lítra hellt niður
Birgir Guðmundsson mjólkur-
busstjóri Mjólkurbús flóa-
manna segir að komi til tveggja
daga verkfalls mjólkurfræðinga
hjá búinu í dag og á morgun,
verði fljótlega skortur á mjólk í
Reykjavík, þar sem stærsti hluti
mjólkur og ýmissa mjólkurvara
komi frá Mjólkurbúi Flóamanna.
Að sögn Birgis gæti þurft að hella
niður miklu magni af mjólk.
Mjólkurfræðingar funduðu í gær
hjá ríkissáttasemjara.
Vegna þess að engin yfirvinna
hefur verið unnin í mjólkurbúinu
undanfarna viku, hefur engin
birgðasöfnun átt sér stað, að sögn
Birgis. Hann sagði að strax í dag
yrði skortur á mjólk á Selfossi. Ef
framhald yrði á aðgerðum færi
einnig að skorta skyr, jógúrt og
aðrar sýrðar mjólkurvörur. En
töluverður lager væri til af G-
vörurri.
Það kemur ekki til greina að
mati Birgis að keyra mjólkina
sem venjulega færi til mjólkur-
búsins, eitthvað annað. Hann
reiknaði með að mjólkurfræðing-
ar myndu bindast samtökum um
að taka ekki á móti henni. Þetta
mál hefði ekki verið rætt við
mjólkurfræðinga og hann vildi
ekkert segja hvort það yrði gert.
Ef mjólk yrði keyrð í önnur
mjólkurbú yrði það gert eftir
samkomulag við mjólkurfræð-
inga.
Ef kjaradeilu mjólkurfræðinga
lýkur ekki eftir daginn á morgun
og aðgerðir mjólkurfræðinga í
Reykjavík á fimmtudag og föstu-
dag ganga eftir, sagði Birgir að
mjólk myndi safnast upp hjá
Mjólkurbúi Flóamanna. Því
magni yrði síðan erfitt að ná nið-
ur vegna yfirvinnubannsins og þá
gæti þurft að hella niður mjólk.
Birgir sagði að nauðsynlegt gæti
reynst að hella niður 2-4 hundruð
þúsund lítrum. Venjulega færu
um 7 hundruð þúsund lítrar í
gegnum búið á viku.
-hmp
Lúðvík Geirsson
Lúðvík Geirsson fer
til Blaðamannafelagsins
Lúðvík Geirsson hefur ákveðið
að láta af störfum fréttastjóra
Þjóðviljans og helga sig störfum
fyrir Blaðamannafélag íslands,
en hann er formaður þess.
Mál hafa æxlast svo til, sagði
Lúðvík í gær, að ég hefi verið í
leyfi í allt sumar og sinnt ritstörf-
um og ýmsum verkefnum fyrir
Blaðamannafélagið. Ég hefi
smám saman sogast sífellt meir
inn í dagleg störf þar. Það er erfitt
að sinna öllum áhugaverðum
verkum samtímis og því hefi ég
ákveðið að láta af störfum á Þjóð-
viljanum og gefa mig meir að fé-
lagslegu starfi fyrir Blaða-
mannafélagið.
Eftir tíu ára starf á Þjóðviljan-
um get ég ekki kvatt blaðið nema
með tölverðri eftirsjá, þar hefur
mér liðið vel, og þrátt fyrir svipt-
ingar á stundum veit ég að vand-
fundinn er betri hópur samstarfs-
manna en sá sem ég hefi fengið að
starfa með þar.
Ég óska blaðinu, starfsfélögum
mínum og nýráðnum ritstjóra alls
hins besta í framtíðinni sagði
Lúðvík að lokum - og hafi hann
sjálfur heila þökk fyrir prýðileg
störf fyrir Þjóðviljann fyrr og síð-
ar. áb
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. september 1989